Stærsta krapastífla síðan í desember 2010

Hraunið frá eldgosinu í Holuhrauni og Jökulsá á Fjöllum
Hraunið frá eldgosinu í Holuhrauni og Jökulsá á Fjöllum mbl.is/Rax

Jökulsá á Fjöllum ryður sig af ís við Grímsstaði en sú íshella sem lá yfir ánni og bökkunum hefur brotnað upp. Hrannir, jökulskarir og ísruðningar berast hægt fram og er um að ræða stærstu krapastíflu í ánni síðan í desember 2010. Hennar verður vart nokkra kílómetra upp og niður eftir ánni.

Þetta kemur fram á vefsvæði Veðurstofu Íslands þar sem einnig eru birtar myndir af ánni, sem teknar voru sunnudaginn 18. janúar 2015.

„Ef ís og krapi hrannast upp í meira mæli gæti vatn haldið áfram að flæða yfir veginn. Aukist aftur á móti rennsli árinnar vegna snjóbráðnunar eða rigningar, mun flæða af meiri krafti niður farveginn,“ segir á vef Veðurstofunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert