Bað Stefán afsökunar

Stefán Eiríksson og Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Stefán Eiríksson og Hanna Birna Kristjánsdóttir.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, sendi umboðsmanni Alþingis bréf 8. janúar þar sem hún játar að það hafi verið mistök að vera í samskiptum við lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins vegna lekamálsins. Hún segist hafa fengið persónulegt svigrúm til að fara yfir atburðarás málsins og viðbrögð meðan á lögreglurannsókninni stóð. „Ég hefði kosið að margt hefði þar verið með öðrum hætti en raunin var,“ skrifar Hanna Birna.

Svo skrifar hún: „Það voru mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann vegna rannsóknarinnar meðan hún stóð yfir. Ég hefði, óháð skýringum lögreglustjórans og skilningi mínum og ráðuneytisins um að hann færi ekki með stjórn rannsóknarinnar, ekki átt að eiga í nokkrum samskiptum við lögreglustjórann vegna hennar.

Ég sé nú að samskipti okkar voru hvorki fyllilega samrýmanleg stöðu minni sem yfirstjórnanda lögreglumála né því að lögreglustjórinn var forstöðumaður þess embættis sem vann að rannsókninni og ég veit nú að kom lagalega sem slíkur að stjórn hennar, þrátt fyrir að annað hefði komið fram í samtökum okkar.  Þau samrýmdust ekki nægilega hinni óskráðu hæfisreglu stjórnsýsluréttarins og ég geri ekki athugasemdir við að þeim hafi í megindráttum verið rétt lýst að efni til í þeirri frásögn sem umboðsmaður hefur kynnt mér. Mér er einnig ljóst að þessi samskipti voru ekki að öllu leyti réttmæt af mér gagnvart lögreglustjóranum. Ég hef þegar, að viðstöddum umboðsmanni, rætt við Stefán og beðið hann afsökunar á þessum samskiptum og framgöngu minni í þeim.“

Þá segir Hanna Birna í bréfinu að sér sé nú jafnframt ljóst eftir yfirferð yfir málið að þau svör og skýringar sem ég veitti umboðsmanni í bréfum í tilefni af fyrirspurn hans hefðu mátt vera ítarlegri.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert