Hyggst ekki kæra Björgvin

Björgvin G. Sigurðsson.
Björgvin G. Sigurðsson. mbl.is/Golli

Hreppsnefnd Ásahrepps og Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi sveitarstjóri sveitarfélagsins, hafa gert með sér samkomulag um lyktir mála vegna brotthvarfs hans úr starfi. Björgvini var sagt upp störfum fyrir viku vegna fjárdrátts. Hann hefur viðurkennt að hafa ráðstafað fé í eigu sveitarfélagsins í eigin þágu án heimildar en hafnað því að um fjárdrátt hafi verið að ræða.

Fundað var í hreppsnefnd Ásahrepps um málið á þriðjudaginn þar sem fjallað var um starfslok Björgvins. Þar var oddvita sveitarfélagsins falið að gera tilraun til þess að ljúka málinu með samkomulagi. Samkomulagið sem gert var gerir ráð fyrir að Björgvin endurgreiði að fullu umrædda fjármuni, sem hann hefur þegar gert samkvæmt því, og að engir eftirmálar verði vegna málsins af hálfu hvorugs aðila. Sameiginleg yfirlýsing hreppsnefndar Ásahrepps og Björgvins var birt á vefsíðu sveitarfélagsins í dag.

Sameiginleg yfirlýsing hreppsnefndar Ásahrepps og Björgvins:

„Á fundi hreppsnefndar Ásahrepps þann 20. janúar sl. samþykkti hreppsnefnd Ásahrepps að fela oddvita, í samráði við lögmann sveitarfélagsins, að gera tilraun til þess að ljúka málinu með samkomulagi við fyrrverandi sveitarstjóra Ásahrepps. Í kjölfarið gerðu Björgvin G. Sigurðsson og Ásahreppur með sér samkomulag um fjárhagslegt uppgjör vegna málsins, sem öðrum þræði fól í sér nánari útfærslu á fyrri samningi um starfslok Björgvins.

<br/><br/>

Þá viðurkenndi Björgvin að hafa brotið gegn starfsskyldum sínum með því að hafa án fenginnar heimildar ráðstafað fjármunum úr sveitarsjóði Ásahrepps. Laun Björgvins vegna vinnu í janúar 2015 og uppsafnað orlof hans gengu til greiðslu krafna Ásahrepps og þá féll Björgvin frá rétti til launa í uppsagnarfresti. Björgvin hefur þegar endurgreitt hreppnum að fullu allar kröfur. Samkomulagið felur í sér endanlegar málalyktir vegna starfslokanna af hálfu beggja aðila og mun hvorugur hafa uppi frekari kröfur á hendur hinum né frekari aðgerðir vegna málsins.

<br/><br/>

Bæði hreppsnefnd Ásahrepps og Björgvin G. Sigurðsson hafa lagt áherslu á að leysa málið með hagsmuni hreppsins í huga, sem endurspeglast í því samkomulagi sem gert hefur verið. Aðilar eru sáttir við að hafa náð fullnaðarlúkningu í málinu og óska hvor öðrum góðs gengis í framtíðinni.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert