„Ferlinu er lokið af okkar hálfu“

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra.

Bréf ríkisstjórnarinnar til Evrópusambandsins þess efnis að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki er fullgild leið til að tilkynna að aðildarviðræðum Íslands að ESB sé lokið, að mati Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra.

Hann sagði í kvölfréttum RÚV að það hefði verið hægt að að fara með málið í gegnum þingið en að þessi leið hefði verið talin betri.

„Menn geta kallað það sem þeir vilja en við erum að segja við Evrópusambandið að við erum ekki lengur umsóknarríki,“ sagði Gunnar Bragi og nefndi jafnframt að það væri betri leið til að skýra þá stöðu sem væri uppi, í stað þess að fara með málið í gegnum þingið.

„Ferlinu er lokið af okkar hálfu og það er það sem viljum leggja áherslu á.“

Fram kom í Morgunblaðinu í dag að stækkunardeild ESB teldi að bréf ríkisstjórnarinnar myndi ekki leiða til þess að Ísland verði tekið af lista yfir umsóknarríki. Væri það vilji ríkisstjórnarinnar að umsóknin yrði dregin til baka, þá þyrfti hún að senda ráðherraráði ESB bréf. Ráðið myndi svo í framhaldinu taka afstöðu til slíkrar beiðni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert