Mikið af vænum þorski

Jóhannes hefur stundað netaveiðar í firðinum á þessum tíma undanfarin …
Jóhannes hefur stundað netaveiðar í firðinum á þessum tíma undanfarin ár og hefur fiskirí ávallt verið gott. mbl.is/Albert Kemp

Jóhannes Jóhannesson á Litla Tindi SU-508 frá Fáskrúðsfirði hefur verið við netaveiðar í Fáskrúðsfirði og hefur aflast vel.

Þegar ljósmyndari Morgunblaðsins kom að höfninni voru Jóhannes og háseti hans Brynjar Ölversson að landa þar rúmum þremur tonnum, en þeir félagar hafa verið að landa daglega tveimur og hálfu til þremur tonnum, mest af stórum og fallegum þorski sem fer beint á markað.

„Við förum ekkert langt út, höldum okkur við fjörðinn,“ segir Brynjar um sjósókn sína í blaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert