Stóla á að borgin fargi stólunum

Le Corbusier-stólarnir voru víða um ráðhúsið frá því að það …
Le Corbusier-stólarnir voru víða um ráðhúsið frá því að það var opnað, 1992. Stólunum skal fargað á næstu níu dögum í votta viðurvist. mbl.is/Þórður

Reykjavíkurborg hefur ákveðið að nýta sér ekki tilboð ítalska húsgagnaframleiðandans Cassina um að kaupa nýja Le Corbusier-stóla og -sófa í stað þeirra sem reyndust vera eftirlíkingar og voru notaðir í Ráðhúsi Reykjavíkur frá árinu 1992 þar til undir lok síðasta árs.

Þess í stað ætlar borgin að standa fyrir opnu útboði áður en nýir stólar verða keyptir.

Kristbjörg Stephensen, borgarlögmaður, sendi Cassina bréf í febrúar þar sem þetta er tilkynnt. Jafnframt er ítrekuð sú skoðun að borgin hafi engar skuldbindingar gagnvart Cassina vegna upphaflegu stólakaupanna en fyrirtækinu er þó boðið að senda fulltrúa sinn til að fylgjast með því þegar umdeildu stólunum verði fargað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert