Viltu að Reykjavík verði borgríki?

Reykjavík.
Reykjavík. mbl.is/Golli

Hilmar Sigurðsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í Stjórnkerfis- og lýðræðisráði Reykjavíkur, lagði í dag fram tillögu þess efnist að hafinn verði undirbúningur að ráðgefandi íbúakosningu í Reykjavíkurborg þar sem spurt verði: „Vilt þú að Reykjavík verði sjálfstætt borgríki?“ Svarmöguleikarnir yrðu já og nei.

Í samtali við mbl.is sagði Hilmar að hann hafi lagt fram þessa tillögu sem svar við tillögu Höskuldar Þórhallssonar þess efnis að ríkið taki yfir skipulagsvald á Reykjavíkurflugvelli. „Þegar það sem gerðist í nefndarstarfi á Alþingi í morgun þegar tekin var í gegn með ofbeldi tillaga um að taka skipulagsvald af Reykjavíkurborg. Það fyllti mælinn,“ segir Hilmar.

Með tillögunni vill Hilmar að borgarbúar verði spurðir hvort þeir vilji kljúfa sig frá Lýðveldinu Íslandi og stofna borgríki. „Við þekkjum mörg borgríki í Evrópu sem gengur mjög.“

Hann segir enga umræðu hafa verið um tillöguna, en að fólki hafi fundist þetta athyglisvert. „Þessu var frestað til næsta fundar, sem er eðlileg afgreiðsla. Þegar maður hendir svona fram þarf fólk tíma til að kynna sér málið.“

Hann segir þó að hann leggi þetta fram einn og sé tillagan ekki komin frá meirihlutanum í borginni. „Þetta er alveg að eigin frumkvæði.“

Einn maður - eitt atkvæði

Hann segir tillöguna tengjast umræðu um atkvæðavægi á Íslandi, þar sem hann segir atkvæði íbúa í höfuðborginni vega mun minna en atkvæði fólks í landsbyggðarkjördæmum, og að atkvæði kjósenda í Suðvesturkjördæmi vegi enn minna en í Reykjavík.

„Það væri gaman ef það myndi skapast smá umræða út frá þessu,“ segir Hilmar.

Á Facebooksíðu sinni skrifar Hilmar:

„Ég á sæti í Stjórnkerfis- og lýðræðisráði Reykjavíkur og var að leggja þar fram eftirfarandi tillögu sem eðlilega var frestað.

Í ljósi framkomins frumvarps til laga á Alþingi um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli, þingskjals 478, 361. mál, samþykkir Stjórnkerfis- og lýðræðisráð hefja undirbúning að ráðgefandi íbúakosningu í Reykjavíkurborg þar sem spurt verður:

Viltu að Reykjavík verði sjálfstætt borgríki?

með svarmöguleikunum já eða nei

Við undirbúning kosningarinnar verði í fyrstu umferð leitað eftir umsögn borgarlögmanns um tillöguna. Íbúakosningin verði haldin í gegnum rafrænt kosningakerfi sem Þjóðskrá hefur til ráðstöfunar. Allir íbúar á kosningaaldri í Reykjavíkurborg eigi rétt til þátttöku í kosningunni.

Greinargerð:

Samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi til Alþingis er ljóst að vegið er þar gróflega að skipulagsvaldi Reykjavíkurborgar og að flutningsmenn tillögunnar ganga gegn viðteknum hugmyndum um forræði sveitarfélaga á eigin skipulagsmálum. Atkvæði hvers borgarbúa er þegar um þriðjungi minna virði en íbúa utan höfuðborgarsvæðisins og ljóst er að í krafti þess er verið að leggja til að þröngva í gegn breytingu sem ekki fengist samþykkt ef atkvæði á Íslandi væru jöfn, óháð búsetu. Það eru eðlileg og sjálfsögð mannréttindi að hvert atkvæði á Íslandi sé jafnt og að hver og ein manneskja á kosningaldri hafi jafnt atkvæði.

Í ljósi framkomins lagafrumvarps á Alþingi er rétt að kanna hug borgarbúa til að stofna sjálfstætt borgríki og segja sig úr lögum við ríkið Ísland. Reykjavík hefur alla burði til að standa sig vel sem sjálfstætt borgríki og til staðar eru nær allir innviðir til að slík breyting gæti gengið hratt og örugglega fyrir sig.“

Hilmar Sigurðsson.
Hilmar Sigurðsson.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Meðvitundarlaus eftir árekstur

20:56 Árekstur varð á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Álfheima á sjöunda tímanum í kvöld þegar tveir bílar skullu saman.  Meira »

Ríkið sýknað í skötuselsmáli

20:45 Íslenska ríkið var í dag sýknað af skaðabótakröfu Útgerðarfélagsins Glófaxa ehf. fyrir Hæstaréttar. Glófaxi taldi ríkið bera skaðabótaábyrgð á tjóni vegna ólögmætrar úthlutunar á aflamarki skötusels fiskveiðiárin 2009-2012. Meira »

Fjórir af 79 fá ekki sanngirnisbætur

20:30 Fjórir einstaklingar sem dvöldu á Kópavogshæli á árum áður fá ekki sanngirnisbætur vegna þeirrar slæmu meðferðar sem þeir sættu, þrátt fyrir að lögð hafi verið inn umsókn þess efnis. Tveir hafa jafnframt dregið til baka umsókn sína um bætur. Meira »

Þarf að endurskoða aðgengi almennings

20:24 Nauðsynlegt er að endurskoða fyrirkomulag mála sem varða aðgengi almennings að gögnum og upplýsingum úr stjórnsýslunni, sem er ekki nægilega skilvirkt. Þetta er mat stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem segir að einfalda þurfi málsmeðferð og hraða úrskurðum til hagsbóta fyrir almenning. Meira »

Drottningar saman í víking

20:20 „Við hittumst fyrir tilviljun á Slipper Room í New York í sumar, en það er kabarettstaður sem blandar saman m.a. dragi, burlesque og sirkusatriðum. Við vorum bókaðar til að vera með atriði sama kvöldið,“ segir Margrét Erla Maack burlesque-dansari í samtali við Morgunblaðið um það þegar hún rakst óvænt á dragdrottninguna Gógó Starr við að skemmta. Meira »

Mjaltakonu dæmd vangoldin laun

20:15 Fallist var á kröfu konu sem vann við mjaltir hjá félaginu Ljósaborg ehf. til heimtu vangoldinna launa fyrir Hæstarétti í dag. Konan fékk dæmdar tæplega 1,7 milljónir króna en fyrir lá að skriflegur ráðningarsamningur hafði ekki verið gerður. Meira »

Flugmenn hjá Icelandair funda á morgun

19:45 Samningur Félags íslenskra atvinnuflugmanna við Icelandair rennur út 30. september. Viðræður þeirra á milli hafa staðið yfir undanfarið, síðast í þessari viku, og er næsti fundur fyrirhugaður á morgun. Meira »

Norrænt fyrirtækjasetur opnað í New York

19:59 Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, opnaði fyrir hönd Íslands Norræna fyrirtækjasetrið, eða Nordic Innovation House-New York, við hátíðlega athöfn í New York-borg í gær. Meira »

Sigríður með frumvarp um uppreist æru

19:30 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hyggst á morgun kynna frumvarp um breytingu á lögum um uppreist æru fyrir formönnum þingflokkanna. Þetta staðfestir Sigríður í samtali við mbl.is. Meira »

Björt framtíð mætti ekki

19:20 Enginn þingmanna Bjartrar framtíðar mætti á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar með umboðsmanni Alþingis í dag. Að sögn Unnsteins Jóhannssonar kom það flatt upp á alla í þingflokksherbergi Bjartrar framtíðar þegar viðstaddir áttuðu sig á því að fundurinn væri að verða búinn. Meira »

Taktu mig hérna við uppþvottavélina

18:50 Það er sérstök stemning í Hafnarhúsinu þessa dagana þar sem nokkrir ungir karlmenn gutla á kassagítar og raula við klassískt atriði úr fyrstu alíslensku kvikmyndinni í fullri lengd, Morðsögu frá 1977. Meira »

Gáfu fósturgreiningardeild tvö ómtæki

18:37 Kvenfélagið Hringurinn færði fósturgreiningardeild Landspítala tvö ómtæki að gjöf og voru þau afhent formlega í þakkarboði sem haldið var Hringskonum í dag. Meira »

Tvær nýjar heilsugæslustöðvar?

18:30 Stefnt er að því að byggja tvær nýjar heilsugæslustöðvar á Akureyri í stað núverandi húsnæðis heilsugæslunnar í miðbænum. Talið er æskilegt að byggja einnar hæðar hús og verði hvor eining um sig 1500 fermetrar að stærð. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins Nolta. Meira »

Þyngdi dóm vegna skilasvika

18:22 Hæstiréttur Íslands hefur þyngt dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir Ara Axel Jónssyni vegna brota hans sem eigandi og framkvæmdastjóri Dregg ehf. á Akureyri. Meira »

Ein deild lokuð á dag vegna manneklu

17:50 „Við gerum þetta svona vegna þess að við viljum vernda deildarstarf barnanna,“ segir Fanný Heimisdóttir, leikskólastjóri í Sunnufoldar í Grafarvogi. Í næstu viku mun hún grípa til þess ráðs að hafa eina deild leikskólans lokaða á hverjum degi. Skýringin á þessu er mannekla. Meira »

Gráar kindur alltaf í uppáhaldi

18:25 Kristbjörg vissi ekkert út á hvað ræktun feldfjár gekk þegar hún fór af stað fyrir sjö árum, en hefur verið ódrepandi við að afla sér þekkingar. Í sumar fór hún til Danmerkur og Svíþjóðar þar sem Kristín og Anne feldfjárbændur voru sóttar heim. Meira »

Sæmundur Sveinsson skipaður rektor LBHÍ

18:10 Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, skipað í dag dr. Sæmund Sveinsson í stöðu rektors Landbúnaðarháskóla Íslands til eins árs frá og með 1. október 2017. Skipanin var gerð að fenginni tillögu háskólaráðs Landbúnaðarháskóla. Meira »

Eins og dómurinn hafi verið þurrkaður út

17:47 Anna Signý Guðbjörnsdóttir, eitt fórnarlamba lögreglumanns sem fékk uppreist æru eftir að hafa fengið 18 mánaða dóm fyrir kynferðisbrot, segist ekki hafa trúað því að hann hefði fengið uppreist æru er hún fyrst frétti það. „Mér líður eins og það sé búið að þurrka dóminn hans út,“ sagði hún í viðtali við RÚV. Meira »
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn, ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkef...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel L...
 
Félagsfundur varðar
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...