Klára málið fyrir opnun markaða

Frosti Sigurjónsson er formaður efnahags- og viðskiptanefndar
Frosti Sigurjónsson er formaður efnahags- og viðskiptanefndar Morgunblaðið/Ómar

Nefndarfundur fer fram í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis klukkan fimm í dag og þar á eftir hefst þingfundur klukkan tíu í kvöld. Þetta staðfestir Frosti Sigurjónsson, formaður nefndarinnar, í samtali við mbl.is. Á vef Alþingis kemur fram að ræddur verði undirbúningur aðgerðaáætlunar um afnám fjármagnshafta, auk „annarra mála“.

„Það á eftir að taka þingflokksfundina og okkur finnst æskilegt að kynna málið í þingflokkunum áður en það er kynnt í fjölmiðlum,“ segir Frosti sem gefur ekki annað upp um efni fundarins en kemur fram í fundarboði.

„Þetta er gert svona þegar menn telja æskilegt að klára mál fyrir opnun markaða,“ segir Frosti um ástæður þess að boðað sé til fundarins á sunnudagskvöldi. Hann segist ekki eiga von á því að önnur stór mál verði tekin fyrir á þingfundi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert