„Hann hoppaði á milli steina“

Þarna sést að maðurinn er kominn langt út fyrir allar …
Þarna sést að maðurinn er kominn langt út fyrir allar lokanir. mynd/Ingi Þór Stefánsson

Ingi Þór Stefánsson var að sýna þýskum vini sínum Dettifoss í gær þegar hann sá ferðamann þar á ystu nöf. „Ég hef ekki hugmynd um hvort þetta hafi verið Íslendingur eða útlendingur. Þessi einstaklingur hefur augljóslega farið framhjá lokunum enda ekki hægt að komast öðruvísi þangað sem hann fór,“ sagði Ingi í samtali við mbl.is.

„Það var sjokk að sjá þetta. Fólkinu sem var á staðnum blöskraði að hann skyldi vera þarna niðri því ef hann hefði hrasað væri hann steindauður. Það er ábyrgðar- og kæruleysi að virða ekki þessar lokanir.“ Ingi bætti við að lokanirnar væru þarna af ástæðu. 

Aðstæður við Dettifoss voru ekki góðar. „Það var ískalt og mikið rok en ég fylgdist með manninum í svolitla stund. Hann var þarna að hoppa á milli steina og færa myndavélina sína þannig að mér var hætt að lítast á blikuna.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert