„Mannréttindi fyrir heyrnarlausa“

Á mótmælum BHM og Félagshjúkrunarfræðinga á Austurvelli í morgun bættist óvænt í hóp mótmælenda úr ólíkri átt. Vakti það mikla athygli þegar maður á mótorhjóli kom keyrandi framhjá Alþingishúsinu með skilti á bakinu sem benti á að túlkasjóður heyrnarlausra væri uppurinn. 

Þandi hann hjólið vel svo eftir var tekið en þegar hann hafði lagt því hrópaði hann „Mannréttindi fyrir heyrnarlausa“ og var vel fagnað af mótmælendum. Hélt hann stutta tölu þar sem hann fór yfir stöðu mála og spurði skarann hvort þeim þætti hún sanngjörn.

„Nei“ var svarið frá hópnum og  mótórhjólakappinn sneri sér við og æpti að Alþingishúsinu „Mannréttindi fjalla ekki um peninga“.

Fjölmargir heyrnarlausir og aðstandendur þeirra stóðu með skilti á meðan á mótmælunum stóð. Tilraunir blaðamanns til að taka viðtal við heyrnarlausa mótmælendur runnu hinsvegar út í sandinn, enda er túlkasjóðurinn uppurinn og heyrnarlausir því raddlausir, þegar kemur að samskiptum við þau okkar sem ekki kunnum táknmál.

Fyrri fréttir mbl.is um túlkaþjónustuna. 

Heyrnarlausum ítrekað mismunað

„Fylgja þessu stress og vonbrigði“

„Þetta er náttúrulega drullufúlt“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert