BHM áfrýjar til Hæstaréttar

Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, og Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, …
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, og Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Bandalag háskólamanna hefur áfrýjað niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í dag, til Hæstaréttar. Með því vonast félagsmenn BHM að Hæstiréttur standi vörð um stjórnarskrárvarinn rétt þeirra til samnings- og verkfallsréttar, að því er segir á vef bandalagsins.

Óskað hefur verið eftir flýtimeðferð í Hæstarétti.

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag íslenska ríkið af kröfu BHM.

Var kröfu BHM um að fé­lags­mönn­um þess sé heim­ilt að efna til verk­falls og að ákvörðun gerðardóms ráði ekki kjör­um þeirra hafnað.

BHM stefndi rík­inu vegna laga­setn­ing­ar, sem var samþykkt á Alþingi hinn 13. júní síðastliðinn, sem bann­ar verk­fallsaðgerðir fé­lags­manna BHM.

Héraðsdómi Reykja­vík­ur þótti ekki efni til að hnekkja því mati lög­gjaf­ans að rík­ir almannahags­mun­ir og nauðsyn hafi leitt til þess að tíma­bundið hafi þurft að banna verk­fallsaðgerðir fé­lags­manna Banda­lags há­skóla­manna.

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert