Misgóð reynsla af erlendu starfsfólki

Kjaradeila hjúkrunarfræðinga er í hnút, en hugsanlega þarf að loka ...
Kjaradeila hjúkrunarfræðinga er í hnút, en hugsanlega þarf að loka gjörgæsludeild í Fossvogi að sögn deildarstjóra. mbl.is/Golli

„Í mesta uppganginum gekk mjög illa að manna stöður hjúkrunarfræðinga og þá var m.a. farið út í að versla við íslenskar starfsmannaleigur auk þess sem fólk var fengið erlendis frá,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum. Heilbrigðisráðherrann Kristján Þór Júlíusson viðraði hugmyndir um ráðningu erlendra hjúkrunarfræðinga í kvöldfréttum RÚV í gær.

Frétt mbl.is: Hjúkrunarfræðingar felldu samninginn

 Hjúkrunarfræðingar höfnuðu í gær kjarasamningi við ríkið í atkvæðagreiðslu með miklum meirihluta og er deilan því aftur komin í hnút. Bjarni Benediktsson segir ljóst að málið fari nú til gerðardóms, eins og fram kemur í lögum á verkfallið, enda hafi samningar ekki náðst. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, telur aftur á móti að þar sem samningur hafi verið undirritaður fyrir þann frest sem veittur er í lögunum séu forsendur fyrir skipun gerðardóms brostnar. 

Frétt mbl.is: „Hugur fylgdi ekki máli“

Fyrir liggur að fjölmargir hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp störfum, þ.á.m. 60% þeirra sem starfa á gjörgæslu í Fossvogi. Þannig óttast deildarstjórinn að loka þurfi breytist staðan ekki.

Frétt mbl.is: Lokun gjörgæslu yfirvofandi

Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, hefur viðrað hugmyndir um ráðningu erlendra ...
Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, hefur viðrað hugmyndir um ráðningu erlendra hjúkrunarfræðinga. mbl.is/Rósa Braga

Komu frá Filippseyjum og Danmörku

Sigríður segir talsverðan þunga af faglegri þróun og kennslu á uppgangstímanum oft hafa fallið á fáa starfsmenn deildanna þar sem fólk frá starfsmannaleigunum beri allt aðrar skyldur gagnvart stofnuninni. „Þú kemur inn til að vinna þína vinnu og svo ferðu,“ segir Sigríður.

Hún segir erlent starfsfólk hafa komið frá ýmsum löndum og reynsluna misgóða. „Hér hafa t.d. verið hjúkrunarfræðingar frá Filippseyjum sem eru gríðarlega vel menntaðir og eftirsóttir um allan heim. Það var þá oftast fólk sem kom hingað til að vera í lengri tíma, læra málið o.s.frv. Þeir voru hins vegar ekki margir.“

Sigríður segir viðskipti við danskar starfsmannaleigur hins vegar ekki hafa gefist jafn vel, oft vegna tungumálaörðugleika. „Þá voru jafnvel dæmi um að við réðum inn fólk sem var sent heim á innan við viku,“ segir Sigríður.

Erlent starfsólk var ráðið á uppgangstímum.
Erlent starfsólk var ráðið á uppgangstímum. mbl.is/Ómar

Samskipti við sjúklinga lykilatriði

Hún bendir á að mikilvægt sé að íslenskukunnátta hjúkrunarfræðinga sé góð og samskipti gangi vel fyrir sig. „Hjúkrunarfræðingar sinna sjúklingum allan sólarhringinn og þá reynir mikið á samskiptafærni við þá sem og aðstandendur. Það er mjög mikilvægt út frá öryggissjónarmiðum að þessi samskipti gangi snurðulaust.“ Þannig þurfa að sögn Sigríðar allir sem starfa á spítalanum að vera með íslenskt hjúkrunarleyfi.

Í 2.grein reglugerðar um menntun, réttindi og skyldur hjúkrunarfræðinga kemur m.a. fram að leyfi megi veita þeim sem lokið hafi BS prófi í hjúkrunarfræði við háskóla hérlendis, í ríki innan EES eða Sviss auk þess sem staðfesta má starfsleyfi frá framangreindum ríkjum. Auk þess má veita þeim starfsleyfi sem hafa lokið sambærilegu prófi frá menntastofnun utan EES eða Sviss sem viðurkennd er sem slík af hérlendum heilbrigðisyfirvöldum og heilbrigðisyfirvöldum þess ríkis þar sem námið var stundað.

Í 12.grein reglugerðarinnar kemur fram að heimilt sé að gera kröfu um að umsækjandi búi yfir kunnáttu í íslensku og hafi þekkingu á íslenskri heilbrigðislöggjöf og öðrum reglum sem nauðsynleg eru til starfsins, vegna öryggis og samskipta við sjúklinga.

Reyni að halda í íslenskt fagfólk

Aðspurð segir Sigríður ráðningu erlendra hjúkrunarfræðinga ekki komna í sérstakt ferli eða vinnu innan spítalans. „Ég get ekki sagt það, en á Landspítalanum er fyrsta forgangsmál að halda í okkar góða fólk. Ef það gengur ekki eftir er augljóst að við þyrftum að auglýsa eftir hjúkrunarfræðingum, en við þyrftum að gera það bæði innan lands og utan,“ segir Sigríður. „Okkar fyrsta val er þó að manna starfsemina hér með okkar mjög svo hæfa fagfólki.“

Hún kveðst ávallt reyna að horfa björtum augum á lausn deilunnar. „Ég vinn út frá því að það séu möguleikar. Það hlýtur að vera keppikefli að ljúka þessu í sátt. Við verðum einhvern veginn að leysa deiluna og komast áfram, en allir sem koma að málinu verða að leggja sig fram um að það náist.“

Ekki náðist í Kristján Þór Júlíusson við vinnslu fréttarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kristleifur Guðbjörnsson

05:30 Kristleifur Guðbjörnsson, lögreglumaður og bólstrari, lést miðvikudaginn 6. desember síðastliðinn, 79 ára að aldri. Kristleifur var meðal fremstu frjálsíþróttamanna Íslands á sjöunda áratugnum. Meira »

Andlát: Jóhannes Kristjánsson

05:30 Jóhannes Kristjánsson bifvélavirkjameistari lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri laugardaginn 2. desember. Hann var fæddur 25. nóvember 1921 og því nýorðinn 96 ára. Meira »

Lögblindur en fær ekki ný gleraugu

05:30 Lögblindur maður sem beitti sér fyrir því að fengin yrði til landsins ný gerð af gleraugum hefur ekki fengið að prófa þau, þrátt fyrir mikla eftirgangsmuni og loforð þar um. Meira »

Veltan 63% meiri en 2015

05:30 Velta erlendra greiðslukorta á Íslandi var um 188 milljarðar króna fyrstu átta mánuði ársins. Það er rúmlega 63% aukning frá 2015 og samsvarar 542 þúsund á hvern landsmann. Meira »

Fjölnota íþróttahús byggt í Garðabæ

05:30 Bygging Urriðaholtsskóla er stærsta einstaka framkvæmdin á vegum Garðabæjar á næsta ári, samkvæmt fjárhagsáætlun sem samþykkt hefur verið. Alls verður varið 1.875 milljónum til framkvæmda á árinu. Meira »

Aldrei fleiri gestir með skipum

05:30 Útlit er fyrir að vertíð skemmtiferðaskipa í Reykjavík á næsta ári verði sú umfangsmesta frá upphafi. Alls er gert ráð fyrir því að hingað komi 68 skip, sem er einu færra en í ár, en farþegar verða umtalsvert fleiri. Meira »

Fá ekki að reisa vinnubúðir í Mosó

05:30 Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur hafnað beiðni Somos ehf. um að fá að reisa starfsmannabúðir fyrir erlenda starfsmenn á Leirvogstungumelum. Þykir slík starfsemi ekki samræmast gildandi deiliskipulagi á svæðinu. Meira »

Frystiskipið Berlín í kjölfar Cuxhaven

05:30 Berlín NC 105, nýr frystitogari Deutsche Fischfang Union, DFFU, dótturfélags Samherja í Þýskalandi, hélt á veiðar í Barentshafi fyrir helgi. Meira »

Unnu hundasýningu erlendis

05:30 Íslenska landsliðið í ungum sýnendum hunda varð um helgina Norðurlandameistari í liðakeppni og Berglind Gunnarsdóttir varð Norðurlandameistari í einstaklingskeppni ungra sýnenda. Meira »

Raðhúsahverfi rís í Reykjanesbæ

05:30 Bygging fyrstu 20 raðhúsanna af alls 50 sem verktakafyrirtækið Stöngull ehf. hyggst reisa við Lerkidal í Reykjanesbæ stendur nú yfir. Meira »

Átta fjölskyldur fengu styrk

Í gær, 21:40 „Það er alveg meiriháttar að sjá hvað þessu hefur verið vel tekið,“ segir Ásdís Arna Gottskálksdóttir, sem stofnaði góðgerðarfélagið Bumbuloní fyrir tveimur árum, með það að markmiði að styrkja fjölskyldur langveikra barna. Meira »

Reyndi að nauðga læknanema

Í gær, 21:22 354 konur í læknastétt skora á starfsmenn og stjórnendur að uppræta kynbundið áreiti, mismunun og kynferðislegt ofbeldi í starfi. Gerendurnir eru oftast karlkyns samstarfsmenn sem eru ofar í valdastiganum, samkvæmt reynslusögum sem konurnar hafa deilt í lokuðum hópi á samfélagsmiðlum. Meira »

Fjarstæðukenndir framburðir í farsamáli

Í gær, 20:34 Ákæruvaldið fer fram á 12 til 18 mánaða fangelsisvist í máli fjögurra einstaklinga sem ákærðir eru fyrir peningaþvætti, en aðalmeðferð í málinu lauk í héraðsdómi í dag. Um er að ræða þrjá karlmenn og eina konu, en krafist vægari refsingar yfir konunni, þrátt fyrir að hennar þáttur sé talinn mikill. Meira »

Ráðherra fékk fyrsta fossadagatalið

Í gær, 19:46 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tók í dag við fyrsta eintakinu af fossadagatalinu 2018 úr hendi þeirra Tómasar Guðbjartssonar hjartaskurðlæknis og Ólafs Más Björnssonar augnlæknis. Myndirnar tóku þeir Tómas og Ólafur Már í þremur ferðum sínum á svæðið sl. sumar. Meira »

Kleip mig í bæði brjóstin

Í gær, 18:52 Tæplega 600 íslenskar flug­freyjur hafa skrifað undir áskorun þar sem þær hafna kyn­ferð­is­legri áreitni og mis­munun og skora á karl­kyns sam­verka­menn sína að taka ábyrgð. Með áskorun sinni deila flugfreyjurnar 28 nafnlausum sögum af áreitni og mismunun sem þær hafa sætt í starfi. Meira »

45 daga fangelsi fyrir um 3 kíló af kannabis

Í gær, 19:48 Karlmaður á fertugsaldri var fyrir helgi dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir kannabisræktun, en í september gerði lögregla upptæk hjá manninum 1,7 kíló af maríjúana, 1,5 kíló af kannabislaufum og sex kannabisplöntur. Meira »

„Var mikil froststilla, sem betur fer“

Í gær, 19:29 „Þarna voru náttúrulega varahlutir fyrir skipin og aðstaða til að taka inn dælur og mótora sem fara þarf yfir og endurnýja. Þetta var því okkar verkstæði og lager,“ segir Kristján G. Jóakimsson, vinnslu- og markaðsstjóri Hraðfrystihússins – Gunnvarar. Meira »

Hrútar eru fagur fénaður

Í gær, 18:30 Jón Gunnarsson, bóndi í Árholti á Tjörnesi, á marga hrúta og hefur stundað ræktunarstarf um langt árabil. Það var því mikill handagangur í öskjunni þegar hann og systursonur hans, Gunnar Sigurður Jósteinsson, tóku til við að rýja stóru hrútana eins og þeir eru stundum kallaðir í daglegu tali. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Óléttubekkur aðeins 70.000 beige eða cinnamon á litinn
Egat Era Óléttubekkur www.egat.is sími 8626194 Verð:70.000 vatns og olíuheldur...
Vestfirska forlagið
Vestfirðingar til sjós og lands Gaman og alvara að vestan. Meðal efnis: Síðasti ...
antik flott innskotsborð innlögp plata
er me falleg innskotsborð,innlögð rós í plötu í góðu standi.fæst á 45,000 kr sí...
 
Leiðsögumaður
Ferðaþjónusta
Leiðsögumaður óskast Glacier Adventure...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhaldsuppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...