Misgóð reynsla af erlendu starfsfólki

Kjaradeila hjúkrunarfræðinga er í hnút, en hugsanlega þarf að loka ...
Kjaradeila hjúkrunarfræðinga er í hnút, en hugsanlega þarf að loka gjörgæsludeild í Fossvogi að sögn deildarstjóra. mbl.is/Golli

„Í mesta uppganginum gekk mjög illa að manna stöður hjúkrunarfræðinga og þá var m.a. farið út í að versla við íslenskar starfsmannaleigur auk þess sem fólk var fengið erlendis frá,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum. Heilbrigðisráðherrann Kristján Þór Júlíusson viðraði hugmyndir um ráðningu erlendra hjúkrunarfræðinga í kvöldfréttum RÚV í gær.

Frétt mbl.is: Hjúkrunarfræðingar felldu samninginn

 Hjúkrunarfræðingar höfnuðu í gær kjarasamningi við ríkið í atkvæðagreiðslu með miklum meirihluta og er deilan því aftur komin í hnút. Bjarni Benediktsson segir ljóst að málið fari nú til gerðardóms, eins og fram kemur í lögum á verkfallið, enda hafi samningar ekki náðst. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, telur aftur á móti að þar sem samningur hafi verið undirritaður fyrir þann frest sem veittur er í lögunum séu forsendur fyrir skipun gerðardóms brostnar. 

Frétt mbl.is: „Hugur fylgdi ekki máli“

Fyrir liggur að fjölmargir hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp störfum, þ.á.m. 60% þeirra sem starfa á gjörgæslu í Fossvogi. Þannig óttast deildarstjórinn að loka þurfi breytist staðan ekki.

Frétt mbl.is: Lokun gjörgæslu yfirvofandi

Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, hefur viðrað hugmyndir um ráðningu erlendra ...
Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, hefur viðrað hugmyndir um ráðningu erlendra hjúkrunarfræðinga. mbl.is/Rósa Braga

Komu frá Filippseyjum og Danmörku

Sigríður segir talsverðan þunga af faglegri þróun og kennslu á uppgangstímanum oft hafa fallið á fáa starfsmenn deildanna þar sem fólk frá starfsmannaleigunum beri allt aðrar skyldur gagnvart stofnuninni. „Þú kemur inn til að vinna þína vinnu og svo ferðu,“ segir Sigríður.

Hún segir erlent starfsfólk hafa komið frá ýmsum löndum og reynsluna misgóða. „Hér hafa t.d. verið hjúkrunarfræðingar frá Filippseyjum sem eru gríðarlega vel menntaðir og eftirsóttir um allan heim. Það var þá oftast fólk sem kom hingað til að vera í lengri tíma, læra málið o.s.frv. Þeir voru hins vegar ekki margir.“

Sigríður segir viðskipti við danskar starfsmannaleigur hins vegar ekki hafa gefist jafn vel, oft vegna tungumálaörðugleika. „Þá voru jafnvel dæmi um að við réðum inn fólk sem var sent heim á innan við viku,“ segir Sigríður.

Erlent starfsólk var ráðið á uppgangstímum.
Erlent starfsólk var ráðið á uppgangstímum. mbl.is/Ómar

Samskipti við sjúklinga lykilatriði

Hún bendir á að mikilvægt sé að íslenskukunnátta hjúkrunarfræðinga sé góð og samskipti gangi vel fyrir sig. „Hjúkrunarfræðingar sinna sjúklingum allan sólarhringinn og þá reynir mikið á samskiptafærni við þá sem og aðstandendur. Það er mjög mikilvægt út frá öryggissjónarmiðum að þessi samskipti gangi snurðulaust.“ Þannig þurfa að sögn Sigríðar allir sem starfa á spítalanum að vera með íslenskt hjúkrunarleyfi.

Í 2.grein reglugerðar um menntun, réttindi og skyldur hjúkrunarfræðinga kemur m.a. fram að leyfi megi veita þeim sem lokið hafi BS prófi í hjúkrunarfræði við háskóla hérlendis, í ríki innan EES eða Sviss auk þess sem staðfesta má starfsleyfi frá framangreindum ríkjum. Auk þess má veita þeim starfsleyfi sem hafa lokið sambærilegu prófi frá menntastofnun utan EES eða Sviss sem viðurkennd er sem slík af hérlendum heilbrigðisyfirvöldum og heilbrigðisyfirvöldum þess ríkis þar sem námið var stundað.

Í 12.grein reglugerðarinnar kemur fram að heimilt sé að gera kröfu um að umsækjandi búi yfir kunnáttu í íslensku og hafi þekkingu á íslenskri heilbrigðislöggjöf og öðrum reglum sem nauðsynleg eru til starfsins, vegna öryggis og samskipta við sjúklinga.

Reyni að halda í íslenskt fagfólk

Aðspurð segir Sigríður ráðningu erlendra hjúkrunarfræðinga ekki komna í sérstakt ferli eða vinnu innan spítalans. „Ég get ekki sagt það, en á Landspítalanum er fyrsta forgangsmál að halda í okkar góða fólk. Ef það gengur ekki eftir er augljóst að við þyrftum að auglýsa eftir hjúkrunarfræðingum, en við þyrftum að gera það bæði innan lands og utan,“ segir Sigríður. „Okkar fyrsta val er þó að manna starfsemina hér með okkar mjög svo hæfa fagfólki.“

Hún kveðst ávallt reyna að horfa björtum augum á lausn deilunnar. „Ég vinn út frá því að það séu möguleikar. Það hlýtur að vera keppikefli að ljúka þessu í sátt. Við verðum einhvern veginn að leysa deiluna og komast áfram, en allir sem koma að málinu verða að leggja sig fram um að það náist.“

Ekki náðist í Kristján Þór Júlíusson við vinnslu fréttarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Eldur í íbúðarhúsi á Hnífsdal

Í gær, 23:55 Eldur kom upp í íbúðarhúsi á Hnífsdal á Vestfjörðum um áttaleytið í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði er búið að slökkva eldinn, en en mikill reykur myndaðist. Einn var á sjúkrahúsið á Ísafirði til aðhlynningar. Meira »

Skora á borgina að borga skólagögnin

Í gær, 23:47 Foreldrafélög grunnskóla í Breiðholti skora á Reykjavíkurborg að afla nemendum borgarinnar skólagagna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem send var borgarstjóra og borgarfulltrúum nú í kvöld. Meira »

Smíði Viðeyjar RE miðar vel

Í gær, 23:33 „Þessu miðar ágætlega hjá okkur og við erum að miða við að skipið verði komið heim fyrir jól. Það er að styttast í prufukeyrslu á vélbúnaði og verður ljósavélum startað í vikunni.“ Þetta segir Þórarinn Sigurbjörnssyni, skipaeftirlitsmaður HB Granda á vef Granda í dag. Meira »

Stöðvuðu 20 fyrir of hraðan akstur

Í gær, 23:13 Lögreglan á Austurlandi hefur undanfarna tvo daga stöðvað rúmlega 20 ökumenn fyrir of hraðan akstur. Sá þeirra sem hraðast ók var tekin á 134 km hraða í Skriðdalnum á leið sinni til Egilsstaða um kaffileytið í dag. Meira »

Sækja bætur vegna seinkunarinnar

Í gær, 21:53 Farþegar Primera Air sem lentu í eins og hálfs sólarhrings seinkun á flugi frá Tenerife á Kanaríeyjum um helgina hyggjast sækja bætur vegna seinkunarinnar. Lentu margir farþeganna í fjárhagslegu tjóni vegna vinnutaps í dag, en vélin, sem átti að lenda seinnipart laugardags, lenti klukkan 4 í morgun. Meira »

„Mjög mikilvægt að detta úr formi“

Í gær, 21:30 „Þetta er það hraðasta sem Íslendingur hefur hlaupið á íslenskri grundu. Það er nefnilega ekkert grín að hlaupa á Íslandi í þessum vindi og brekkum,“ segir Arnar Pétursson sigurvegari karlaflokks í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fór um helgina. Meira »

Gæsaveiðitímabilið hafið

Í gær, 20:21 Gæsaveiðitímabilið hófst í gær og nú má skjóta bæði grágæs og heiðargæs. Indriði R. Grétarsson, formaður Skotveiðifélags Íslands, segir veiðarnar fara rólega af stað. Hann segir stofnana í stærra lagi og þá sér í lagi heiðargæsastofninn. Meira »

Bílvelta á Kjalvegi

Í gær, 20:34 Bílvelta varð á Kjalveginum laust fyrir klukkan fimm í dag. Að sögn lögreglunnar á Selfossi voru fjórir erlendir ferðamenn í bílnum er hann valt við Bláfellsháls á Kjalveginum og endaði á toppnum. Meira »

Lok, lok og læs í Heiðmörk

Í gær, 19:45 Sett hafa verið upp skilti á jörð Elliðavatns í Heiðmörk þar sem hjólreiðar eru bannaðar á gamla göngustígnum sem þar er staðsettur. Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur fengið margar athugasemdir frá hjólreiðafólki vegna ákvörðunarinnar. Meira »

Gefur vökudeild kolkrabba

Í gær, 19:20 Fyrirburar sem fá prjónaðan eða heklaðan kolkrabba í hitakassann braggast fyrr. Þetta segir Marella Steinarsdóttir sem undanfarna mánuði hefur safnað hekluðum og prjónuðum kolkröbbum fyrir vökudeild Barnaspítalans. Meira »

Blöskraði leyndarhjúpurinn

Í gær, 19:15 „Ég fékk fjölda spurninga frá almenningi og aðstandendum,“ segir Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, þingmaður Pírata í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd. Hún óskaði í síðasta mánuði eftir spurningum frá almenningi er varða uppreista æru Roberts Downeys og ætlar að bera þær upp á nefndarfundi. Meira »

Bregðast öðruvísi við þrýstingi?

Í gær, 19:01 Verjandi Thomasar Möller Olsen spurði lögreglumann, sem bar vitni fyrir dómi í dag, hvort einhver skoðun hefði farið fram hjá lögreglunni á því hvort menningarlegur munur gæti verið á Íslendingum og Grænlendingum hvað ýmsa þætti varðaði, sem þyrfti að hafa að leiðarljósi við yfirheyrslur í sakamálum. Meira »

Rafmagnslaust á Breiðdalsvík

Í gær, 18:35 Rafmagnslaust hefur verið á Breiðdalsvík og næstu bæjum frá því um klukkan hálfþrjú í dag og er bilun í jarðstreng talin vera orsökin. Meira »

Nútímahippinn réttir hjálparhönd

Í gær, 18:20 Sverrir Björn Þráinsson er að eigin sögn eini starfandi grenningarráðgjafi Íslands. Hann hefur aðstoðað marga við að ná betri árangri í baráttunni við aukakílóin en sjálfur glímdi Sverrir við offitu á yngri árum. Fyrir þremur árum lagðist hann svo í flakk um Evrópu ásamt fjölskyldunni og búa þau nú á Spáni. Meira »

„Þetta er algjör viðbjóður“

Í gær, 17:51 „Þetta er algjör viðbjóður,“ segir Jóhannes Eggertsson, sem heldur úti Snapchat-aðganginum joalifið, en hann útbjó í gær aðgang að stefnumótavefnum Einkamál.is sem fjórtán ára gömul stúlka og fékk yfir 250 skilaboð frá körlum sem vildu komast í kynni við „stúlkuna“. Meira »

„Það má ekki byrgja þetta inni“

Í gær, 18:30 „Ég veit ekki hvað ég hef gert fólki til að eiga þetta skilið,“ segir Sema Erla Serdar, formaður Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Sema birti í gær nokkur ummæli sem fólk hefur látið falla í hennar garð í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Finnlandi og á Spáni. Meira »

Komið verði til móts við bændur

Í gær, 17:59 „Ég hef lagt mikla áherslu á, hvað varðar þennan skammtímavanda varðandi kjaraskerðingu, að fókusa á bændur. Ekki milliliðina sem slíka heldur hvernig raunverulega við getum komið til móts við bændur sjálfa,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Meira »

Missir félagslega íbúð vegna framkvæmda

Í gær, 17:36 Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Félagsbústöðum hf. sé heimilt að bera mann út úr félagslegri íbúð í Reykjavík, þar sem rífa á húsið. Meira »
Stálstólar nýklæddir - gæða stólar - sími 869-2798
Er með nokkra gæða íslenska stálstóla, þessa gömlu góðu á 12,500 kr, stykkið, N...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cottage Sími 848 3215 _ Svörum ...
Heildarlausn á viðhaldi bílastæða
Frá því 1988 hafa BS verktakar boðið heildarlausnir á viðhaldi bílastæða og umhv...
Yamaha Virago
Til sölu Yamaha virago 700 árg. '85 í ágætu standi. Verð kr. 390 þús. Uppl. s. ...
 
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar
Önnur störf
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar Stj...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðb...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...