Misgóð reynsla af erlendu starfsfólki

Kjaradeila hjúkrunarfræðinga er í hnút, en hugsanlega þarf að loka ...
Kjaradeila hjúkrunarfræðinga er í hnút, en hugsanlega þarf að loka gjörgæsludeild í Fossvogi að sögn deildarstjóra. mbl.is/Golli

„Í mesta uppganginum gekk mjög illa að manna stöður hjúkrunarfræðinga og þá var m.a. farið út í að versla við íslenskar starfsmannaleigur auk þess sem fólk var fengið erlendis frá,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum. Heilbrigðisráðherrann Kristján Þór Júlíusson viðraði hugmyndir um ráðningu erlendra hjúkrunarfræðinga í kvöldfréttum RÚV í gær.

Frétt mbl.is: Hjúkrunarfræðingar felldu samninginn

 Hjúkrunarfræðingar höfnuðu í gær kjarasamningi við ríkið í atkvæðagreiðslu með miklum meirihluta og er deilan því aftur komin í hnút. Bjarni Benediktsson segir ljóst að málið fari nú til gerðardóms, eins og fram kemur í lögum á verkfallið, enda hafi samningar ekki náðst. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, telur aftur á móti að þar sem samningur hafi verið undirritaður fyrir þann frest sem veittur er í lögunum séu forsendur fyrir skipun gerðardóms brostnar. 

Frétt mbl.is: „Hugur fylgdi ekki máli“

Fyrir liggur að fjölmargir hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp störfum, þ.á.m. 60% þeirra sem starfa á gjörgæslu í Fossvogi. Þannig óttast deildarstjórinn að loka þurfi breytist staðan ekki.

Frétt mbl.is: Lokun gjörgæslu yfirvofandi

Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, hefur viðrað hugmyndir um ráðningu erlendra ...
Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, hefur viðrað hugmyndir um ráðningu erlendra hjúkrunarfræðinga. mbl.is/Rósa Braga

Komu frá Filippseyjum og Danmörku

Sigríður segir talsverðan þunga af faglegri þróun og kennslu á uppgangstímanum oft hafa fallið á fáa starfsmenn deildanna þar sem fólk frá starfsmannaleigunum beri allt aðrar skyldur gagnvart stofnuninni. „Þú kemur inn til að vinna þína vinnu og svo ferðu,“ segir Sigríður.

Hún segir erlent starfsfólk hafa komið frá ýmsum löndum og reynsluna misgóða. „Hér hafa t.d. verið hjúkrunarfræðingar frá Filippseyjum sem eru gríðarlega vel menntaðir og eftirsóttir um allan heim. Það var þá oftast fólk sem kom hingað til að vera í lengri tíma, læra málið o.s.frv. Þeir voru hins vegar ekki margir.“

Sigríður segir viðskipti við danskar starfsmannaleigur hins vegar ekki hafa gefist jafn vel, oft vegna tungumálaörðugleika. „Þá voru jafnvel dæmi um að við réðum inn fólk sem var sent heim á innan við viku,“ segir Sigríður.

Erlent starfsólk var ráðið á uppgangstímum.
Erlent starfsólk var ráðið á uppgangstímum. mbl.is/Ómar

Samskipti við sjúklinga lykilatriði

Hún bendir á að mikilvægt sé að íslenskukunnátta hjúkrunarfræðinga sé góð og samskipti gangi vel fyrir sig. „Hjúkrunarfræðingar sinna sjúklingum allan sólarhringinn og þá reynir mikið á samskiptafærni við þá sem og aðstandendur. Það er mjög mikilvægt út frá öryggissjónarmiðum að þessi samskipti gangi snurðulaust.“ Þannig þurfa að sögn Sigríðar allir sem starfa á spítalanum að vera með íslenskt hjúkrunarleyfi.

Í 2.grein reglugerðar um menntun, réttindi og skyldur hjúkrunarfræðinga kemur m.a. fram að leyfi megi veita þeim sem lokið hafi BS prófi í hjúkrunarfræði við háskóla hérlendis, í ríki innan EES eða Sviss auk þess sem staðfesta má starfsleyfi frá framangreindum ríkjum. Auk þess má veita þeim starfsleyfi sem hafa lokið sambærilegu prófi frá menntastofnun utan EES eða Sviss sem viðurkennd er sem slík af hérlendum heilbrigðisyfirvöldum og heilbrigðisyfirvöldum þess ríkis þar sem námið var stundað.

Í 12.grein reglugerðarinnar kemur fram að heimilt sé að gera kröfu um að umsækjandi búi yfir kunnáttu í íslensku og hafi þekkingu á íslenskri heilbrigðislöggjöf og öðrum reglum sem nauðsynleg eru til starfsins, vegna öryggis og samskipta við sjúklinga.

Reyni að halda í íslenskt fagfólk

Aðspurð segir Sigríður ráðningu erlendra hjúkrunarfræðinga ekki komna í sérstakt ferli eða vinnu innan spítalans. „Ég get ekki sagt það, en á Landspítalanum er fyrsta forgangsmál að halda í okkar góða fólk. Ef það gengur ekki eftir er augljóst að við þyrftum að auglýsa eftir hjúkrunarfræðingum, en við þyrftum að gera það bæði innan lands og utan,“ segir Sigríður. „Okkar fyrsta val er þó að manna starfsemina hér með okkar mjög svo hæfa fagfólki.“

Hún kveðst ávallt reyna að horfa björtum augum á lausn deilunnar. „Ég vinn út frá því að það séu möguleikar. Það hlýtur að vera keppikefli að ljúka þessu í sátt. Við verðum einhvern veginn að leysa deiluna og komast áfram, en allir sem koma að málinu verða að leggja sig fram um að það náist.“

Ekki náðist í Kristján Þór Júlíusson við vinnslu fréttarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Nenni ekki að sitja undir svona bulli“

12:02 Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gekk af fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þegar hann fékk svar við spurningu sinni til lögmanns Stundarinnar, Sigríðar Rutar Júlíusdóttur. Meira »

Telur um embættisafglöp að ræða

11:49 „Í raun og veru er um að ræða aðför að lýðræðinu. Það er stóralvarlegt mál og ekki hægt að gera of lítið úr því,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun. Meira »

Lögbannið verði ekki fordæmisgefandi

11:38 Eiríkur Jónsson, prófessor við Háskóla Íslands, hefur áhyggjur af því hversu víðtækt lögbann sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu er gagnvart fréttaflutningi Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum úr gamla Glitni. Varaformaður Gagnsæis óttast að lögbannið verði fordæmisgefandi. Meira »

Ítrekað tekinn við ölvunar- og fíkniefnaakstur

11:33 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær mann á þrítugsaldri til að sæta fangelsi í 75 daga og svipti hann ökuréttindum ævilangt fyrir að hafa verið ekið fjórum sinnum réttindalaus undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Meira »

Undrandi á ummælum Þorgerðar

11:13 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, kveðst hafa verið undrandi á ummælum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar og sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, á fundi um menntamál sem haldinn var í gærkvöldi. Meira »

Krefjast gagna frá sýslumanni

10:52 Þrír fulltrúar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hafa krafist þess að nefndin fái afhent öll gögn sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vegna lögbannsins á Stundina og Reykjavík Media. Meira »

„Veit ekkert hvað stendur í þessu skjali“

10:39 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, var á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun afar ósáttur við þau svör Þórólfs Halldórssonar, sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu, að hann hefði hvorki séð né kynnt sér afstöðu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Meira »

Ráku út hústökufólk í Kópavogi

10:49 Lögreglan hafði afskipti af tveimur karlmönnum sem höfðu komið sér fyrir í mannlausu einbýlishúsi í eigu Kópavogsbæjar á þriðjudaginn síðastliðinn. Mennirnir voru síðan handteknir vegna annarra mála. Meira »

Fimm Danir á kjörskrá

10:29 Fimm danskir ríkisborgarar sem hafa verið búsettir hér á landi fyrir 6. mars 1946 eiga rétt á því að kjósa í komandi alþingiskosningum. Meira »

Lögreglan með í að uppræta mansalshring

09:58 Finnska landmæraeftirlitið, með stuðningi Europol, íslensku lögreglunnar og bandaríska landamæraeftirlitsins, hefur upprætt skipulögð glæpasamtök sýrlenskra og íraskra borgara sem eru grunuð um að hafa reynt að smygla fólki frá suðurhluta Evrópu til Finnlands og þaðan til Bandaríkjanna í gegnum Ísland og Mexíkó. Meira »

Leiða samstarf um afvopnunarmál

09:32 Ísland og Írland munu næsta árið gegna saman formennsku í eftirlitskerfi með flugskeytatækni sem snýst um að takmarka útbreiðslu á eldflaugatækni fyrir burðarkerfi vopna, þar með talið gereyðingarvopna. Meira »

Aukning í innanlandsflugi

09:30 Á fyrri helmingi ársins nýttu um 385 þúsund manns sér ferðir um innanlandsflugvelli landsins og fjölgaði þeim um fjórtán þúsund frá fyrri helmingi síðasta árs. Aukningin var mest á Akureyri en samdráttur mestur á Húsavík og í Vestmannaeyjum. Meira »

Segir Lilju vart til frásagnar um fund

09:25 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hefur ítrekað orð sín um að svissneska leiðin sem Framsóknarflokkurinn hefur boðað í húsnæðismálum sé „galin leið“. Meira »

Opinn fundur um lögbannið

09:01 Opinn fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefst klukkan 9:10. Þar verður fjallað um vernd tjáningarfrelsis. Þrír nefndarmenn kröfðust fundarins í kjölfar lögbanns sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu gegn fréttaflutningi Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum úr gamla Glitni. Meira »

Sífellt fleiri fastir í foreldrahúsum

07:57 Um 20 þúsund manns á aldrinum 20-29 ára búa í foreldrahúsum hér á landi um þessar mundir. Hefur fjölgað hratt í þessum hópi undanfarið. Meira »

Gríðarleg starfsmannavelta hjá Costco

09:06 Af um 60 íslenskum yfirmönnum sem sendir voru til Englands í þjálfun í aðdraganda opnunar Costco munu aðeins 15 vera enn í starfi. Fyrirtækið segir ávallt taka tíma að ná jafnvægi í starfsmannahaldi á nýjum mörkuðum. Meira »

Ókeypis menntun keppikefli

08:18 „Það á að vera keppikefli okkar að menntun og skólakerfi sé nemendum og foreldrum að kostnaðarlausu frá upphafi leikskóla til loka framhaldsskóla,“ sagði Þórður Hjaltested, formaður Kennarasambands Íslands, á opnum fundi Kennarasambandsins og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands með frambjóðendum stjórnmálaflokkanna. Meira »

„Ég hafna þessum 50 milljónum“

07:53 „Ég hafna þessum 50 milljónum alveg. Þetta er ekki eitthvað sem er hér á hverju strái,“ sagði Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, í Morgunútvarpi Rásar 2, um ummæli Brynjars Þórs Níelssonar í sama þætti í gærmorgun. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

FORD ESCAPE JEPPI TIL SÖLU
Til sölu Ford Escape jeppi, benzín, árgerð 2007, ekinn 193.000km. Vel með farinn...
Suzuki Swift GL 4wd 2008
Bíllinn er er mjög góður, ekinn 100 þús, gott lakk, endurnýjuð kúpling. Engin s...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður óskast! Vélavörð vantar á ...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Niðurstaða sveitarstjórnar
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi S...