Hafa átt í miklum samskiptum við Rússa

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. AFP

„Í rauninni vitum við ekki alla þætti varðandi umfangið eða útfærsluna á þessari stundu. Það eina sem við vitum er að við erum á þessum lista,” segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra um ákvörðun Rússa að banna innflutning á matvælum frá Íslandi.

Ákvörðunin var tilkynnt í dag og tók gildi þegar í stað. Samkvæmt fréttamiðlinum Undercurrent News voru þrjú skip á leið með fisk frá Íslandi til Rússlands en þeim hefur verið snúið við. 

Jens Garðar Helgason, stjórnarformaður SFS, segir samtökin nú reyna að komast að því hvert tjónið af ákvörðuninni verður„Við erum að taka sam­an töl­urn­ar, bæði birgðir og úti­stand­andi kröf­ur sem eru senni­lega upp á ein­hverja millj­arða,“ sagði Jens Garðar í samtali við mbl.is.

Gengi hlutabréfa HB Granda hafa lækkað hratt í dag eftir að ákvörðun Rússa var tilkynnt. 

Gunnar Bragi segir að mikil samskipti hafi verið á milli Íslands og Rússlands undanfarna daga. Hann segir að þau samskipti hafi miðað að því að verða ekki á umræddum lista yfir þjóðir sem setja átti innflutningsbann á. Spurður hvort að það hafi mistekist segir hann að „svo virðist vera eins og staðan er núna.“

Í fyrramálið klukkan 10 hefur verið boðað til fundar í utanríkismálanefnd Alþingis. Á dagskrá fundarins eru viðskipti Íslands og Rússlands. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert