„Þetta er mjög formlegt“

Menntaskólinn í Reykjavík var formlega settur í 170. sinn við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni í dag. Nemendur voru almennt spenntir að hefja nám á ný, en voru sammála um að athöfnin í kirkjunni væri nokkuð formleg.

215 ný­nem­ar hefja nám við skól­ann þetta haustið og eru það færri en síðustu ár. Rektorinn Yngvi Pétursson sagði það vera vegna ákvörðunar stjórn­valda um fækk­un ársnem­enda í fjár­lög­um. Yngvi gagnrýndi jafnframt styttingu framhaldsskólanáms í ræðu sinni og sagði m.a. að „því miður virtust stjórnvöld ákveðin í því að skerða ætti námið hjá þeim sem á eftir kæmu“.

Frétt mbl.is: Skerða hjá þeim sem á eftir koma

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert