Grípa þarf strax til aðgerða

Wikipedia

Þau yfirvöld í Evrópu sem vinna að landamæraeftirliti hafa áhyggjur af afleiðingum flóttamannavandans fyrir Schengen-samstarfið. Allir sem til máls tóku á stjórnarfundi Frontex, landamæraeftirlitsstofnunar Evrópu, í gær töldu nauðsynlegt að grípa strax til aðgerða.

Mikil umræða hefur verið um afleiðingar þess fyrir Schengen-samstarfið ef ekki tekst að leysa flóttamannavandann mikla. Ágreiningur hefur verið innan ESB um kvóta flóttamanna. Þannig lýsti Francois Hollande, forseti Frakklands, því yfir fyrr í vikunni að ef ekki næðist samkomulag innan Evrópusambandsins um að skipta ákveðnum fjölda flóttamanna niður á aðildarríkin gengi Schengen-samstarfið ekki lengur upp og myndi hrynja. Það þýddi að tekið yrði upp eftirlit að nýju við öll landamæri ESB-ríkja.

Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, situr í 32 manna stjórn Frontex, landamæraeftirlitsstofnunar Evrópu. Stjórnin fundaði í Varsjá í Póllandi í gær. Hann segir yfirvöld sem standa að landamæraeftirliti víðsvegar um álfuna hafa áhyggjur af ástandinu.  Einn fulltrúinn hafi lýst þeirri skoðun sinni að ef ekki tækist að ná tökum á vandamálinu á næstunni, gæti það þýtt endalok Schengen í núverandi mynd.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert