Vel raunhæft að vinna minna

„Við vinnum hérna á Íslandi hartnær 500 tímum meira heldur en t.d. Þjóðverjar og 400 tímum meira en Hollendingar,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata aðspurður að því hvort raunhæft sé að fækka vinnustundum. En hann er flutningsmaður frumvarps til laga um að fækka vinnustundum landsmanna úr 8 í 7.

Þetta séu þjóðir sem við eigum að bera okkur saman við en samkvæmt mælingum á hlutfalli vinnustunda í daglegu lífi séu Íslendingar nær Ungverjum og Eistum. Færri vinnustundir hafi samkvæmt sumum rannsóknum leitt til betri framleiðni.

Hann bendir á að það hafi tekið 40 ár að færa vinnustundir í 40 þrátt fyrir lagasetningu árið 1972 og því sé þetta ekki breyting sem muni ganga fljótt í gegn. Nauðsynlegt sé að koma umræðunni af stað.

mbl.is ræddi við Björn Leví á Alþingi í dag. 

Sjá frétt mbl.is: Vinnuvikan verði 35 stundir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert