Fúsi hlaut verðlaun Norðurlandaráðs

Aðstandendur kvikmyndarinnar Fúsi voru verðlaunaðir í kvöld.
Aðstandendur kvikmyndarinnar Fúsi voru verðlaunaðir í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg
Leikstjórinn og handritshöfundurinn Dagur Kári Pétursson og framleiðendurnir Baltasar Kormákur og Agnes Johansen hlutu kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir Fúsa á verðlaunaafhendingu Norðurlandaráðs í Reykjavík.
Verðlaunin eftirsóttu voru afhent við hátíðlega athöfn í Hörpu í kvöld.
Fram kemur í rökstuðningi fyrir ákvörðun dómnefndar að myndin þykir fáguð, stílhrein og full af myndrænni hugmyndaauðgi og fjallar um mikilvægi þess að varðveita gæsku sína og sakleysi í óárennilegum heimi.
Fúsi eftir Dag Kára er grípandi og listilega upp byggð kvikmynd sem bregður upp trúverðugri mynd af blíðum risa og hnitmiðuðum lýsingum á konunum sem standa honum næst.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert