Synji ekki samkynja pörum

Kirkjuþing 2015 fór fram í Grensáskirkju.
Kirkjuþing 2015 fór fram í Grensáskirkju. Arnaldur Halldórsson

Kirkjuþing ályktaði, án mótatkvæða, að opinberum embættismönnum Þjóðkirkjunnar væri ekki heimilt að synja tveimur einstaklingum um hjónavígslu á grundvelli kynhneigðar uppfylltu þeir lögformleg skilyrði þess að ganga í hjúskap að öðru leyti.

Fyrri hluta Kirkjuþings 2015 lauk í gær þegar því var frestað fram til fyrri hluta árs 2016. Á þinginu sátu 29 kjörnir fulltrúar, þar af 12 vígðir.

Frétt mbl.is: Ekki heimild til að mismuna

Frétt mbl.is: Prestar vilja afnema samviskufrelsi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka