Dæla 715 tonnum af sjó

Sanddæluskipið Perla liggur á botni Reykjavíkurhafnar.
Sanddæluskipið Perla liggur á botni Reykjavíkurhafnar. mbl.is/Júlíus

Unnið er að því að þétta Perluna eins og kostur er en nú liggur fyrir tillaga Björgunar ehf. um hvernig mögulegt er að ná skipinu af hafsbotni við Ægisgarð en dæluskipið sökk í gær. Samkvæmt tillögunni verða smíðaðir 7,5 metra stálstokkar sem festir verða við lúgur á fram- og afturskipi. Þegar lokið hefur verið við að þétta skipið verður dælum komið fyrir í stokkunum og dælt úr rýmunum í framskipi og afturskipi.

Í afturskipinu er áætlað að dæla 468 tonnum af sjó og í framskipi 247 tonnum. Með þessari aðgerð verður þess freistað að lyfta skipinu. Á Ægisgarði verður staðsettur krani sem notaður verður til að tryggja stöðugleika skipsins þegar það lyftist frá botni.

Í fyrramálið munu kafarar skoða skipið frekar og verður þá tekin endanleg ákvörðun um aðgerðir. Verði niðurstaðan að hefja dælingu úr skipinu þá er stefnt að því að sú vinna hefjist á morgun, miðvikudag kl. 17.

Takist vel til er gert ráð fyrir að um 6 klukkustundir taki að dæla úr skipinu.

Frá vettvangi í Reykjavíkurhöfn.
Frá vettvangi í Reykjavíkurhöfn. mbl.is/Júlíus
Sanddæluskipið Perla sökk í Reykjavíkurhöfn í gærmorgun þegar verið var …
Sanddæluskipið Perla sökk í Reykjavíkurhöfn í gærmorgun þegar verið var að sjósetjaskipið eftir slipp. mbl.is/Rax
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert