Kvartmilljarðstjón vegna Perlu

Perla sökk í Reykjavíkurhöfn í árslok 2015. Klukkutími leið frá ...
Perla sökk í Reykjavíkurhöfn í árslok 2015. Klukkutími leið frá því að það var sjósett eftir að hafa verið í slipp í Reykjavík þar til það var sokkið á hafsbotn. mbl.is/Rax

Stálsmiðjunni, sem rekur Reykjavíkurslipp, og tryggingafélagi félagsins, Tryggingamiðstöðinni, var í dag gert að greiða Sjóvá um 113 milljónir króna vegna tjónsins sem hlaust þegar sanddæluskipið Perla sökk í Reykjavíkurhöfn í lok árs 2015. Rétt rúmum klukkutíma eftir að Perla var komin úr slipp hjá Stálsmiðjunni var skipið sokkið til botns.

Sjóvá höfðaði mál gegn Stálsmiðjunni og TM fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og krafðist þess að fá rúmlega 230 milljónir króna vegna þess tjóns sem hlaust þegar Perla sökk en það er sú fjárhæð sem tryggingafélagið greiddi út til Björgunar, útgerðarinnar sem gerði út Perlu á þeim tíma sem hún sökk, og annarra sem komu að björgun skipsins.

Perla sökk skömmu eftir að skipið var sjósett. Stálsmiðjan og TM kröfðust sýknu í málinu og vildu meina að ábyrgðin hefði verið Björgunar, m.a. vegna þess að enginn skipstjóri hefði verið í skipinu og vegna þess að vélstjóri Björgunar hefði haft umsjón með viðgerðum sem voru Stálsmiðjunni óviðkomandi á meðan skipið var í slipp, s.s. viðgerð á þili milli botntanka undir lest skipsins og þrýstiprófun þeirra.

Sjóvá, tryggingafélag Björgunar sem átti Perlu, greiddi út rúmlega 233 ...
Sjóvá, tryggingafélag Björgunar sem átti Perlu, greiddi út rúmlega 233 milljónir króna vegna tjónsins. mbl.is/Rax

Enginn skipstjóri um borð

Rétt rúmur klukkutími leið frá því að skipið var sjósett klukkan tíu 2. nóvember 2015 þar til það var sokkið til botns klukkan 11:13. Sjór streymdi óhindrað í gegnum 450 mm blöndunarloka á botni skipsins framanverðum og komst sjór þannig í lest skipsins í gegnum gat sem skorið hafði verið á tankbotninn í stokk sem lá eftir lestinni endilangri.

Frá aðgerðum í Reykjavíkurhöfn.
Frá aðgerðum í Reykjavíkurhöfn. mbl.is/Rax

Fyrir dómi kom fram að enginn skipstjóri hefði verið um borð og vélstjórinn kvaðst ekki kunna á lestarlokana þar sem sjór streymdi inn. Ástæða þess að enginn skipstjóri var um borð var að ekki stóð til að sigla skipinu heldur átti að draga skipið stutta vegalengd innan hafnarsvæðisins þar sem ljúka átti vinnu við lagfæringar skipsins af hálfu útgerðarinnar.

Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóminn. Ásmundur Helgason héraðsdómari kvað upp dóminn ásamt meðdómsmönnunum Bárði Hafsteinssyni skipaverkfræðingi og Jóni I. Pálssyni skipatæknifræðingi. Sjóvá fór fram á að stefndu greiddu rúmlega 231 milljón króna en tryggingafélagið greiddi Björgun ehf. og aðilum sem komu að björgunaraðgerðunum samtals tæplega 233 milljónir króna. 

Perla var á endanum seld til Furu ehf. til niðurrifs. Hér má lesa dóminn í heild sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Veðurviðvaranir enn í fullu gildi

07:19 Veðurstofan vekur athygli á því að viðvaranir eru í gildi víða um land fram eftir degi og austantil fram á laugardag. Útlit er fyrir norðanhvassviðri eða –stormi, næsta sólarhring með snjókomu eða éljagangi á norðan- og austanverðu landinu, roki eða jafn vel ofsaveðri suðaustantil. Meira »

„Kolófært og slæmt skyggni“

07:05 Björgunarsveitir voru ræstar út á sjöunda tímanum í morgun til að aðstoða bíl sem er fastur í nágrenni Þelamerkur í Hörgársveit. Að sögn lögreglunnar á Akureyri er kolófært og slæmt skyggni í Hörgársveit. Meira »

Bauð 676 milljónir í lóð á Kirkjusandi

06:32 Húsvirki hf. átti hæsta tilboðið í byggingarétt og kaup á íbúðum á lóðinni nr. 1 við Hallgerðargötu á Kirkjusandi. Fyrirtækið bauð 676 milljónir króna. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar stóð að útboðinu og voru tilboð opnuð í gærmorgun. Meira »

Verbúðirnar verði friðaðar

06:28 Stjórn Faxaflóahafna hefur samþykkt að fela hafnarstjóra að leggja fram tillögu á næsta fundi stjórnar hvernig standa megi að friðun verbúðanna við Geirsgötu þar sem miðað verði við friðun á þeim reit sem húsin standa á eða ytra útliti húsanna. Meira »

Ekki ætti að kjósa um viðhaldsverkefni

06:24 „Ég tel að halda eigi áfram með þetta, en leita allra leiða til að virkja borgarbúa enn frekar til þátttöku,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur, um íbúalýðræðisverkefnið „Hverfið mitt“ sem Reykjavíkurborg stóð fyrir á netinu. Meira »

Hlutfall einstaklinga í íbúðarkaupum eykst

06:18 Hlutfall einstaklinga í kaupum á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu hefur farið hækkandi á síðustu misserum. Það var 93,6% á 3. ársfjórðungi í ár sem er hæsta hlutfallið síðan á 2. fjórðungi 2012. Meira »

Fékk skilorði í kannabissúkkulaðimálinu

06:09 „Ég er ekkert ósátt við dóminn, að sjálfsögðu ber ég ábyrgð á mínum gjörðum eins og annað fullorðið fólk,“ segir Málfríður Þorleifsdóttir, íslensk kona búsett í Danmörku sem í gær var dæmd í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir aðild sína að „kannabissúkkulaðimálinu“. Meira »

Íhuga mál gegn borginni

06:12 Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í gær deiliskipulagstillögu um Landsímareit við Austurvöll sem heimilar hótelbyggingu á reitnum. Málið fer til fullnaðarafgreiðslu á borgarstjórnarfundi 5. desember. Meira »

Greiddu offituaðgerð

06:06 Dæmi eru um að stéttarfélög hafi tekið þátt í kostnaði félagsmanna sinna við offituaðgerðir sem gerðar eru á einkareknum stofum. Verkfræðingafélag Íslands hefur greitt 2/3 af kostnaði tveggja félagsmanna við slíkar aðgerðir og fleiri stéttarfélög fá beiðnir um slíkt. Meira »

Styttist í nýja ríkisstjórn

05:30 „Við teljum að við séum að nálgast það að við getum lent þessu máli,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, í samtali við mbl.is í gær. Meira »

Símtal Davíðs og Geirs rætt

05:30 Bankaráð Seðlabanka Íslands kom saman til fundar í gær til að ræða birtingu Morgunblaðsins á símtali Davíðs Oddssonar, þáverandi bankastjóra Seðlabankans, og Geirs Haarde, þáverandi forsætisráðherra, frá 6. október 2008. Meira »

Rafmagnslaust fyrir austan

Í gær, 23:44 Rafmagnslaust er á Egilsstöðum og Héraði. Að sögn fréttaritara mbl.is á Egilsstöðum er þar allt svart. Einu ljósin sem sjást eru frá flugvellinum og sjúkrahúsinu en gera má ráð fyrir að í þeim tilvikum sé keyrt á varaafli. Meira »

Kaup og viðgerðir kosta 7.516 milljónir

Í gær, 23:09 Það mun kosta Orkuveitu Reykjavíkur 7.516 milljónir króna, sjö og hálfan milljarð, að kaupa og lagfæra höfuðstöðvar félagsins. Þetta kemur fram í minnisblaði fjármálstjóra Reykjavíkurborgar sem lagt var fyrir borgarráð í dag. Meira »

Norðanhvassviðri og éljagangur

Í gær, 21:11 Veðurstofan vekur athygli á því að appelsínugul og gul viðvörun er í gildi víða um land og gilda þær fram eftir föstudegi. Snjókoma eða slydda er á norðanverðu landinu og er vegum víða um land lokað vegna slæmrar færðar og veðurs. Meira »

„Búið að vera gaman allan tímann“

Í gær, 20:30 Söngleikurinn Móglí verður frumsýndur í Borgarnesi á morgun í tilefni af 50 ára afmæli Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Um 50 börn og fullorðnir sem hafa æft síðan í ágúst taka þátt í sýningunni. Halldóra Rósa Björnsdóttir leikkona leikstýrir verkinu. Meira »

Nokkrir bílar út af við Bólstaðarhlíð

Í gær, 21:50 Flutningabifreið með tengivagn valt út af veginum í Bólstaðarhlíðarbrekku nú í kvöld. Ökumanninn sakar ekki, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Í það minnsta tveir aðrir bílar hafa farið út af veginum í brekkunni og þar eru fleiri bílar í vandræðum. Meira »

„Hvenær missir forsetinn þolinmæðina?“

Í gær, 20:45 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, veltir því fyrir sér á Facebook-síðu sinni í dag hvers vegna fulltrúar flokkanna sem hafa tekið þátt í báðum stjórnarmyndunarviðræðum eftir kosningar gefi sér mun lengri tíma núna en þegar stjórnarandstöðuflokkarnir fengu umboðið. Meira »

Ítölsk hjartahlýja við Laugaveg

Í gær, 19:59 Á bakka í glerborði liggja bústnar og ávalar kryddpylsur. Þær fá félagsskap af handlöguðu pasta sem er sérinnflutt frá Ítalíu og vel þroskuðum osti sem er kominn langt fram á leikskólaaldur. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Stimplar
...
Refapels, síður.
Til sölu ónotaður síður Liz Clayborne refapels, í stærð sem sennilega er Large,...
 
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...