Kvartmilljarðstjón vegna Perlu

Perla sökk í Reykjavíkurhöfn í árslok 2015. Klukkutími leið frá ...
Perla sökk í Reykjavíkurhöfn í árslok 2015. Klukkutími leið frá því að það var sjósett eftir að hafa verið í slipp í Reykjavík þar til það var sokkið á hafsbotn. mbl.is/Rax

Stálsmiðjunni, sem rekur Reykjavíkurslipp, og tryggingafélagi félagsins, Tryggingamiðstöðinni, var í dag gert að greiða Sjóvá um 113 milljónir króna vegna tjónsins sem hlaust þegar sanddæluskipið Perla sökk í Reykjavíkurhöfn í lok árs 2015. Rétt rúmum klukkutíma eftir að Perla var komin úr slipp hjá Stálsmiðjunni var skipið sokkið til botns.

Sjóvá höfðaði mál gegn Stálsmiðjunni og TM fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og krafðist þess að fá rúmlega 230 milljónir króna vegna þess tjóns sem hlaust þegar Perla sökk en það er sú fjárhæð sem tryggingafélagið greiddi út til Björgunar, útgerðarinnar sem gerði út Perlu á þeim tíma sem hún sökk, og annarra sem komu að björgun skipsins.

Perla sökk skömmu eftir að skipið var sjósett. Stálsmiðjan og TM kröfðust sýknu í málinu og vildu meina að ábyrgðin hefði verið Björgunar, m.a. vegna þess að enginn skipstjóri hefði verið í skipinu og vegna þess að vélstjóri Björgunar hefði haft umsjón með viðgerðum sem voru Stálsmiðjunni óviðkomandi á meðan skipið var í slipp, s.s. viðgerð á þili milli botntanka undir lest skipsins og þrýstiprófun þeirra.

Sjóvá, tryggingafélag Björgunar sem átti Perlu, greiddi út rúmlega 233 ...
Sjóvá, tryggingafélag Björgunar sem átti Perlu, greiddi út rúmlega 233 milljónir króna vegna tjónsins. mbl.is/Rax

Enginn skipstjóri um borð

Rétt rúmur klukkutími leið frá því að skipið var sjósett klukkan tíu 2. nóvember 2015 þar til það var sokkið til botns klukkan 11:13. Sjór streymdi óhindrað í gegnum 450 mm blöndunarloka á botni skipsins framanverðum og komst sjór þannig í lest skipsins í gegnum gat sem skorið hafði verið á tankbotninn í stokk sem lá eftir lestinni endilangri.

Frá aðgerðum í Reykjavíkurhöfn.
Frá aðgerðum í Reykjavíkurhöfn. mbl.is/Rax

Fyrir dómi kom fram að enginn skipstjóri hefði verið um borð og vélstjórinn kvaðst ekki kunna á lestarlokana þar sem sjór streymdi inn. Ástæða þess að enginn skipstjóri var um borð var að ekki stóð til að sigla skipinu heldur átti að draga skipið stutta vegalengd innan hafnarsvæðisins þar sem ljúka átti vinnu við lagfæringar skipsins af hálfu útgerðarinnar.

Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóminn. Ásmundur Helgason héraðsdómari kvað upp dóminn ásamt meðdómsmönnunum Bárði Hafsteinssyni skipaverkfræðingi og Jóni I. Pálssyni skipatæknifræðingi. Sjóvá fór fram á að stefndu greiddu rúmlega 231 milljón króna en tryggingafélagið greiddi Björgun ehf. og aðilum sem komu að björgunaraðgerðunum samtals tæplega 233 milljónir króna. 

Perla var á endanum seld til Furu ehf. til niðurrifs. Hér má lesa dóminn í heild sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

3 ferðamenn týndir í Lónsöræfum

00:05 3 ferðamenn eru týndir í Lónsöræfum þar sem er þó nokkur vindur og þoka. Björgunarsveitir af Suður- og Austurlandi voru boðaðar út á ellefta og tólfta tímanum í kvöld vegna tveggja aðskildra verkefna. Meira »

Selfyssingar lána skátum svefnpoka og búnað

00:00 Stór hópur þeirra 200 skáta sem ekki fengu farangur sinn á Keflavíkurflugvelli í vikubyrjun, hefur ekki enn fengið farangur sinn.Íbúar á Selfossi brugðust skjótt við þegar sjálfboðaliðarnir komu þangað í gær og söfnuðu dýnum, svefnpokum og öðru nauðsynlegu til þess að aðstoða farangurslausa skáta. Meira »

12 ára slasast í mótorkross

Í gær, 21:43 12 ára stúlka slasaðist í mótorkrossbrautinni við Glerá fyrir ofan Akureyri um níuleytið í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Akureyri slasaðist stúlkan á öxl er hún datt í brautinni. Meira »

Stærsta rannsókn í Surtsey frá upphafi

Í gær, 21:30 Stærsta rannsókn í Surtsey frá upphafi hefst nú í ágúst. Hópur vísindafólks vinnur að verkefninu, en m.a. koma sérhæfðir bormenn koma frá Bandaríkjunum og bora tvær holur í eyjunni afla gagna sem nýta á til margvíslegra rannsókna. Meira »

2,2 milljarðar í viðhald fasteigna

Í gær, 20:30 Reykjavíkurborg mun í ár verja um 2,2 milljörðum til viðhalds fasteigna á vegum borgarinnar. Þar af fara 620 millj­ón­ir til átaks­verk­efna í viðhaldi í 48 leik- og grunn­skólum borgarinnar. Höfundar skýrslu um ytra ástand leikskóla telja „viðhaldsskuld“ borgarinnar þegar vera orðna mikla. Meira »

Urðu næstum fyrir heyrúllum

Í gær, 20:29 Tvær heyrúllur rúlluðu af palli vörubíls út á veginn við Mývatn fyrr í kvöld. Engin slys urðu á fólki en umferð stöðvaðist þar til tvær konur tóku sig til og ýttu heyrúllunum út af veginum. Meira »

„Verið að slá ryki í augun á fólki“

Í gær, 19:54 Sigurmundur Gísli Einarsson, eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Viking Tours í Vestmannaeyjum, segir að það sé verið að slá ryki í augun á fólki með umræðu um að leigja tvíbyttnuna Akranes til að sigla milli lands og Eyja. Meira »

6.000 kílómetra leið á traktor

Í gær, 20:00 Tíunda júní hófst Íslandsför Þjóðverjans Heinz Prien, en hann ólíkt öðrum ákvað að ferðast um landið á 54 ára gamalli dráttarvél af gerðinni Hanomag með húsvagn í eftirdragi. Meira »

John Snorri lagður af stað

Í gær, 18:58 John Snorri Sigurjónsson er lagður af stað á toppinn á fjallinu K2. Áætlað er að förin taki um 10 klukkustundir. Búast má við næstu fréttum frá hópnum um klukkan 5 í nótt að íslenskum tíma. Meira »

Lögreglumennirnir áfram við störf

Í gær, 18:31 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi nú í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna máls tveggja lögreglumanna sem kærðir hafa verið fyrir brot í starfi. Eru mennirnir sakaðir um harðræði við handtöku manns í Kópavogi í vor og greindi Fréttablaðið frá málinu í dag. Meira »

Hjóla í þrjá daga samfleytt

Í gær, 18:15 Fyrirtækið Made in Mountains stendur fyrir Glacier 360-fjallahjólakeppninni sem fram fer dagana 11.-13. ágúst. Um er að ræða fyrstu stigakeppnina sem haldin er hérlendis eftir að Ísland var samþykkt inn í alþjóðahjólreiðasambandið. Keppendur munu hjóla í þrjá daga, meðal annars meðfram Langjökli. Meira »

Héldu að þeir væru að drukkna

Í gær, 17:44 Skipverjarnir þrír á bandarísku skútunni, sem lentu í vandræðum suðvestur af Íslandi aðfaranótt miðvikudags, eru allir þaulreyndir sjómenn, að sögn eiginkonu eins þeirra. Skútan var rafmagnslaus og með brotið mastur þegar rann­sókna­skipið Árni Friðriks­son, sem hafði verið að störfum skammt frá, kom að skútunni. Meira »

Biskupstungnabraut opnuð eftir árekstur

Í gær, 16:45 Umferðarslys varð á Biskupstungnabrautinni, við gatnamót Grafningsvegar vestan við brúna yfir Sogið hjá Þrastarlundi, um þrjúleytið í dag. Að sögn lögreglunnar á Selfossi lentu þrír bílar þar í umferðaróhappi og urðu verulegar skemmdir á tveimur þeirra. Meira »

Auglýsing um starfið kom á óvart

Í gær, 15:25 Yfirlæknir erfða- og sameindalæknisfræðideildar Landspítalans segir það hafa komið honum á óvart að staða hans hafi verið auglýst laus til umsóknar án þess að hann hafi sagt upp starfinu eða verið sagt upp. Þá segir hann það einnig hafa komið á óvart hvernig auglýsingin var orðuð. Meira »

Valitor varar við kortasvikum

Í gær, 14:28 Valitor varar við svikatölvupóstum til korthafa, þar sem þeir eru beðnir um að opna hlekk í póstinum og gefa upp kortaupplýsingar, auk Verified by Visa-númers sem korthafar fá sent í sms-skilaboðum. Meira »

Þurfti aðstoð lögreglu vegna farþega

Í gær, 16:44 Lögregla var kölluð út í tvígang í dag á bryggjuna í Vestmannaeyjum vegna ósáttra farþega Herjólfs. „Það er engin ástæða til að hvíla stálið,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, sem kallar eftir því að skipið verði látið sigla allan sólarhringinn þegar þörf krefur. Meira »

Biskupstungnabraut lokuð vegna slyss

Í gær, 15:17 Lögregla hefur lokað Biskupstungnabraut við Grafningsveg vegna umferðarslyss en veitir ekki nánari upplýsingar að svo stöddu. Meira »

Yfir 20 stiga hiti í Reykjavík

Í gær, 14:00 Íbúar á höfuðborgarsvæðinu njóta sumarblíðunnar í dag, en klukkan eitt mældist hitinn í Reykjavík 20,1 stig. Hæsti hiti sem hefur mælst á landinu í dag, samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands, er 22,7 stig á Þingvöllum. Meira »
Hárþurrka
Hárþurrka til sölu.Verðhugmynd 40.000 Uppl í síma 862-1703...
Gisting við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, heitur pottur utandyra, 6 mínútur fr...
Bílalyftur 2 pósta og skæralyftur 1 og 2 metra 3-4-5 tonna
Eigum á lager skæralyftur 3 tonna sem lyfta 1 m og einnig niðurfellanlegar 3 to...
BMW F650CS + nýr jakki, buxur og hjálmur
BMW F650 CS ferðahjól til sölu. Ekið aðeins 17.000- km. Hjálmageymslubox fylgir....
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...