Tveir eldar í Breiðholti

Tvær tilkynningar bárust slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í kvöld vegna elds í Efra-Breiðholti. Annars vegar í póstkassa í fjölbýlishúsi og hins vegar í gám við íbúðarhús.

Greiðlega gekk að slökkva eldana. Íbúar slökktu eldinn í póstkassanum með slökkvitæki og slökkviliðið reykræsti stigaganginn og slökkti í gámnum. Töluverður eldur var í honum.

Skemmdir urðu talsverðar vegna eldanna. Ekki liggur fyrir hvað olli þeim en líklegt er talið að þeir hafi kviknað af mannavöldum. Málin eru í rannsókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert