Grjótið þeyttist út á götu

Hér má sjá ummerkin eftir sprenguna skömmu eftir að hún …
Hér má sjá ummerkin eftir sprenguna skömmu eftir að hún varð.

Grjóti rigndi yfir bifreiðar í Stórholti í Reykjavík um hádegisbilið í dag. Verið er að reisa hótel á svæðinu og virðist eitthvað hafa úrskeiðis þar sem verið er að sprengja fyrir því. Þetta er ekki í fyrsta atvikið af þessum toga á svæðinu í mánuðinum og rannsakar Vinnueftirlitið nú málið.

Að sögn Jóhanns Karls Þórissonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er ekki vitað hvað fór úrskeiðis, hvort notuð var stór hleðsla eða ekki nógu góð yfirbreiðsla. Segir hann þetta vera í annað eða þriðja skiptið í þessum mánuði sem grjót þeytist út á götuna.

Tjón hefur orðið á bílum við óhöppin en engin slys á fólki. „Vinnueftirlitið er að rannsaka þetta, hvað er að klikka hjá þeim. Þetta á ekkert að koma fyrir, það á að vera búið að reikna þetta út,“ segir Jóhann Karl í samtali við mbl.is.

Skemmdir urðu á girðingu í kringum byggingarsvæðið.
Skemmdir urðu á girðingu í kringum byggingarsvæðið. mbl.is/Eggert
Þessi mynd er tekin frá öðru sjónarhorni og sjá má …
Þessi mynd er tekin frá öðru sjónarhorni og sjá má að varnarveggurinn fór í sundur við sprenginguna.
Frá framkvæmdunum við Stórholt í dag.
Frá framkvæmdunum við Stórholt í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert