„Kynbundið ofbeldi“ gegn feðrum

Guðmundur Steingrímsson.
Guðmundur Steingrímsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Mér finnst þetta, þessar tálmanir, þessar hindranir á rétti barna og feðra til að umgangast hvert annað vera ekkert annað en það, kynbundið ofbeldi,“ sagði Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, á Alþingi í dag þar sem hann vísaði til foreldra, einkum feðra, sem væri meinað að hitta börnin sín. Jafnvel árum saman. Skýrt væri í barnalögum að báðir foreldrar ættu rétt á að umgangast börn sín og börnin foreldra sína.

Guðmundur sagðist telja rétt að ræða um þessi mál sem kynbundið ofbeldi. „Þetta er ekkert annað en það. Þetta er ofbeldi, gegn aðallega feðrum, og eins og svo oft er með kynbundið ofbeldi þá bitnar þetta ofbeldi á börnunum.“ Samfélagið ætti að hætta að tipla á tánum í kringum þessi mál. Horfast yrði í augu við að um ofbeldi væri að ræða og taka á því sem slíku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert