Beingreiðsla við fyrstu íbúðarkaup

Húsnæðis- og leigumarkaðurinn hefur mikið verið í umræðunni síðustu misseri. ...
Húsnæðis- og leigumarkaðurinn hefur mikið verið í umræðunni síðustu misseri. Ragnar Árnason telur rétt að skoða nýja hugmynd sem byggir á því að ríkið eða einkamarkaðurinn leggi til eiginfjárframlag við fyrstu kaup gegn eignarhluta í eigninni. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Í staðin fyrir opinbert aðstoðarkerfi til fyrstu íbúðakaupa með lánafyrirgreiðslu fyrir milligöngu Íbúðalánasjóðs ætti ríkissjóður að leggja til beint framlag til kaupverðs gegn eignarhluta í húsnæðinu. Þetta myndi auðvelda fólki að yfirstíga fjármögnunarþröskuld við fyrstu kaup og jafnframt minnka greiðslubyrgði af slíkum kaupum. Þá torveldar þetta ekki síðari húsnæðiskaup og ætti leiðin að kosta ríkissjóð svipað og núverandi fyrirkomulag. Þetta er meðal þess sem hagfræðiprófessorinn Ragnar Árnason fjallar um í fyrirlestri sínum á morgun á Fasteignaráðstefnunni í Hörpu.

Auðveldar íbúðakaupa og minnkar umfang leigumarkaðarins

Ragnar segir fyrirkomulag sem þetta gera fólki mun auðveldara að eignast sitt fyrsta húsnæði. Þannig geti þetta nýja kerfi hjálpað til við að minnka umfang leigumarkaðarins sem hann segir þjóðhagslega óhagkvæmari en eign á húsnæði. Þá segir hann hugmyndina ekki að hafa áhrif á vaxtabótakerfið að öðru leyti en að beingreiðslan lækki þörf á lánsfé sem gæti að einhverju leyti dregið úr vaxtabótum.

3 milljónir á hvern einstakling

Hugmynd Ragnars gengur út á að hver einstaklingur gæti fengið sem svarar 3 milljónum (6 milljónir fyrir sambúðarfólk) og nýtt það fjármagn sem innáborgun á fyrstu íbúðarkaup. Ríkið fengi á móti eignarhlut sem nemur þessari innáborgun, en veðheimild væri veitt af hálfu fjármögnunaraðilans. Ragnar segir að reyndar gæti þetta fyrirkomulag líka gengið upp fyrir einkaaðila sem myndu sjá tækifæri í að fjármagna þessi kaup.

Segir hann að þannig geti einkaaðilar bæði sett á einfaldan hátt fjármuni í íbúðafjárfestingu sem alla jafna hefur skilað meiri fjárfestingu en verðbólga og svo gæti þetta verið eitthvað sem lánastofnanir myndu bjóða sem hluta af lánafjármögnun sinni.

Ragnar Árnason, hagfræðiprófessor.
Ragnar Árnason, hagfræðiprófessor. Eggert Jóhannesson

Gæti dugað fyrir útborgun á 20 milljóna íbúð

Sem dæmi segir Ragnar að ef par væri að kaupa íbúð fyrir 20 milljónir gæti það fengið 6 milljóna innáborgun frá ríki eða einkaaðila. Á móti væri sá hlutur í eigu þess sem fjármagnar, en parið þyrfti bara að fjármagna 14 milljónir með bæði láni og eigin fjármögnun. Ef miðað er við 70% fjármögnun fjármálastofnana gæti þessi leið því farið langt með láta fólk með lítil fjárráð til að koma þaki yfir höfuðið.

Þegar eignin væri seld seinna meir fengi svo fjárfestirinn sinn hluta söluverðsins til baka og mismunurinn væri ávöxtun yfir tímabilið.

Lækkun leiguverð og hækkun íbúðaverðs til skamms tíma

Aðspurður hvort hann telji þetta geta haft ruðningsáhrif á fasteignamarkaðinum segir Ragnar að þetta kerfi myndi væntanlega draga úr eftirspurn á leigumarkaði en auka eftirspurn á eignamarkaði. Þetta gæti þýtt lækkun leiguverðs og hækkun íbúðaverðs til skamms tíma, en til lengri tíma megi gera ráð fyrir að hvort tveggja verði í samræmi við byggingar- og endurnýjunarkostnað.

Segir Ragnar að innleiðingarferli svona kerfis þyrfti ekki að vera meira en eitt ár frá ákvörðun, þótt raunhæfara væri væntanlega að miða við 2-3 ár.

Á ráðstefnunni á morgun ætlar Ragnar að fara nánar yfir þessar hugmyndir og meðal annars setja fram útreikninga á kostnaði og samanburði við núverandi kerfi.

mbl.is

Innlent »

Snúa þarf við blaðinu

05:30 Verði ekki snúið af braut núverandi stefnumörkunar stjórnvalda og hagsmunasamtaka atvinnulífsins í málefnum iðnmenntunar mun samfélagið allt bíða af því tjón. Meira »

Ný höfn í Nuuk

05:30 Íslendingar hafa gegnt mikilvægu hlutverki við byggingu nýrrar stórskipahafnar í Nuuk, höfuðstað Grænlands, sem vígð verður við hátíðlega athöfn í dag. Heildarkostnaður við þessa framkvæmd er rösklega 11 milljarðar íslenskra króna. Meira »

Langvía, teista, lundi og fýll á válista

05:30 Margar tegundir sjófugla eru á nýjum válista Náttúrufræðistofnunar Íslands yfir fugla sem hætta steðjar að. Langvía, teista, lundi, toppskarfur, fýll, skúmur, hvítmávur, rita, og kría eru þarna á meðal. Meira »

Siglingar við Eyjar eru í óvissu

05:30 Ölduspá fyrir Landeyjahöfn gefur tilefni til þess að norska ferjan Röst, afleysingaskip sem leigt var í stað Herjólfs, sigli ekki frá Eyjum frá og með morgundeginum. Meira »

Á fullt erindi til Strassborgar

05:30 „Niðurstaðan í þessu er þannig að mér sýnist að þetta mál eigi fullt erindi til Mannréttindadómstólsins,“ segir Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Fjórtán alvarleg atvik á spítalanum

05:30 Fjöldi skráðra alvarlegra atvika á Landspítalanum er orðinn fjórtán það sem af er þessu ári, samkvæmt nýútkomnum Starfsemisupplýsingum spítalans sem ná frá byrjun janúar til loka ágúst. Meira »

Hraunar yfir Viðreisn og Bjarta Framtíð

Í gær, 22:25 Sigríður Andersen segir skyndiákvörðun Bjartrar framtíðar um að slíta ríkisstjórnarsamstarfi vegna eðlilegra trúnaðarsamtals hennar við forsætisráðherra sé dæmi um fullkominn skort á yfirvegun. Viðbrögð Viðreisnar séu þó sýnu verri. Meira »

Kona látin og tveir handteknir

Í gær, 23:04 Kona er látin og tveir menn eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir alvarlegt atvik í Vesturbæ Reykjavíkur nú í kvöld. Þetta staðfestir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. Meira »

Fær skaðabætur vegna raflosts í höfuð

Í gær, 22:03 Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms Austurlands þar sem viðurkennd var skaðabótaskylda VHE vegna líkamstjóns sem starfsmaður hlaut í vinnuslysi á gaffalverkstæði á Reyðarfirði. Meira »

Líkur á verulegum vatnavöxtum

Í gær, 21:45 Búast má við mikilli úrkomu á Suðausturlandi og á Austfjörðum á morgun og um helgina. Að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands verða mjög líklega verulegri vatnavextir. Á laugardag má búast að hviður við Eyjafjalla- og Öræfajökul fari yfir 30 metra á sekúndu. Meira »

Kann ekkert annað en að sýsla með fisk

Í gær, 21:15 Kristján B. Magnússon rekur fiskbúðina Mos í Mosfellsbæ. Hann segir að margt sé að deyja út í fiskneyslu Íslendinga og ungt fólk fari á límingunum ef það fær eitt bein upp í sig. Meira »

Meðvitundarlaus eftir árekstur

Í gær, 20:56 Árekstur varð á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Álfheima á sjöunda tímanum í kvöld þegar tveir bílar skullu saman.  Meira »

Ríkið sýknað í skötuselsmáli

Í gær, 20:45 Íslenska ríkið var í dag sýknað af skaðabótakröfu Útgerðarfélagsins Glófaxa ehf. fyrir Hæstaréttar. Glófaxi taldi ríkið bera skaðabótaábyrgð á tjóni vegna ólögmætrar úthlutunar á aflamarki skötusels fiskveiðiárin 2009-2012. Meira »

Fjórir af 79 fá ekki sanngirnisbætur

Í gær, 20:30 Fjórir einstaklingar sem dvöldu á Kópavogshæli á árum áður fá ekki sanngirnisbætur vegna þeirrar slæmu meðferðar sem þeir sættu, þrátt fyrir að lögð hafi verið inn umsókn þess efnis. Tveir hafa jafnframt dregið til baka umsókn sína um bætur. Meira »

Drottningar saman í víking

Í gær, 20:20 „Við hittumst fyrir tilviljun á Slipper Room í New York í sumar, en það er kabarettstaður sem blandar saman m.a. dragi, burlesque og sirkusatriðum. Við vorum bókaðar til að vera með atriði sama kvöldið,“ segir Margrét Erla Maack burlesque-dansari í samtali við Morgunblaðið um það þegar hún rakst óvænt á dragdrottninguna Gógó Starr við að skemmta. Meira »

Frá Mosó í National Geographic

Í gær, 20:30 Mynd sem tekin er í réttum í Mosfellsdal af bónda og hrúti hefur verið valin sem ein af myndum dagsins á vef National Geographic. Myndina tók Sóllilja Baltasarsdóttir ljósmyndari. Meira »

Þarf að endurskoða aðgengi almennings

Í gær, 20:24 Nauðsynlegt er að endurskoða fyrirkomulag mála sem varða aðgengi almennings að gögnum og upplýsingum úr stjórnsýslunni, sem er ekki nægilega skilvirkt. Þetta er mat stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem segir að einfalda þurfi málsmeðferð og hraða úrskurðum til hagsbóta fyrir almenning. Meira »

Mjaltakonu dæmd vangoldin laun

Í gær, 20:15 Fallist var á kröfu konu sem vann við mjaltir hjá félaginu Ljósaborg ehf. til heimtu vangoldinna launa fyrir Hæstarétti í dag. Konan fékk dæmdar tæplega 1,7 milljónir króna en fyrir lá að skriflegur ráðningarsamningur hafði ekki verið gerður. Meira »
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði........
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuvélum, trak...
BÓKBAND
Bókasafnarar athugið. Eggert Ísólfsson bókbandsmeistari tekur að sér allar gerð...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
 
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...
Rafræn kosning hofsprestakall
Tilkynningar
Auglýsing um prestskosningu í Hofspr...