Beingreiðsla við fyrstu íbúðarkaup

Húsnæðis- og leigumarkaðurinn hefur mikið verið í umræðunni síðustu misseri. ...
Húsnæðis- og leigumarkaðurinn hefur mikið verið í umræðunni síðustu misseri. Ragnar Árnason telur rétt að skoða nýja hugmynd sem byggir á því að ríkið eða einkamarkaðurinn leggi til eiginfjárframlag við fyrstu kaup gegn eignarhluta í eigninni. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Í staðin fyrir opinbert aðstoðarkerfi til fyrstu íbúðakaupa með lánafyrirgreiðslu fyrir milligöngu Íbúðalánasjóðs ætti ríkissjóður að leggja til beint framlag til kaupverðs gegn eignarhluta í húsnæðinu. Þetta myndi auðvelda fólki að yfirstíga fjármögnunarþröskuld við fyrstu kaup og jafnframt minnka greiðslubyrgði af slíkum kaupum. Þá torveldar þetta ekki síðari húsnæðiskaup og ætti leiðin að kosta ríkissjóð svipað og núverandi fyrirkomulag. Þetta er meðal þess sem hagfræðiprófessorinn Ragnar Árnason fjallar um í fyrirlestri sínum á morgun á Fasteignaráðstefnunni í Hörpu.

Auðveldar íbúðakaupa og minnkar umfang leigumarkaðarins

Ragnar segir fyrirkomulag sem þetta gera fólki mun auðveldara að eignast sitt fyrsta húsnæði. Þannig geti þetta nýja kerfi hjálpað til við að minnka umfang leigumarkaðarins sem hann segir þjóðhagslega óhagkvæmari en eign á húsnæði. Þá segir hann hugmyndina ekki að hafa áhrif á vaxtabótakerfið að öðru leyti en að beingreiðslan lækki þörf á lánsfé sem gæti að einhverju leyti dregið úr vaxtabótum.

3 milljónir á hvern einstakling

Hugmynd Ragnars gengur út á að hver einstaklingur gæti fengið sem svarar 3 milljónum (6 milljónir fyrir sambúðarfólk) og nýtt það fjármagn sem innáborgun á fyrstu íbúðarkaup. Ríkið fengi á móti eignarhlut sem nemur þessari innáborgun, en veðheimild væri veitt af hálfu fjármögnunaraðilans. Ragnar segir að reyndar gæti þetta fyrirkomulag líka gengið upp fyrir einkaaðila sem myndu sjá tækifæri í að fjármagna þessi kaup.

Segir hann að þannig geti einkaaðilar bæði sett á einfaldan hátt fjármuni í íbúðafjárfestingu sem alla jafna hefur skilað meiri fjárfestingu en verðbólga og svo gæti þetta verið eitthvað sem lánastofnanir myndu bjóða sem hluta af lánafjármögnun sinni.

Ragnar Árnason, hagfræðiprófessor.
Ragnar Árnason, hagfræðiprófessor. Eggert Jóhannesson

Gæti dugað fyrir útborgun á 20 milljóna íbúð

Sem dæmi segir Ragnar að ef par væri að kaupa íbúð fyrir 20 milljónir gæti það fengið 6 milljóna innáborgun frá ríki eða einkaaðila. Á móti væri sá hlutur í eigu þess sem fjármagnar, en parið þyrfti bara að fjármagna 14 milljónir með bæði láni og eigin fjármögnun. Ef miðað er við 70% fjármögnun fjármálastofnana gæti þessi leið því farið langt með láta fólk með lítil fjárráð til að koma þaki yfir höfuðið.

Þegar eignin væri seld seinna meir fengi svo fjárfestirinn sinn hluta söluverðsins til baka og mismunurinn væri ávöxtun yfir tímabilið.

Lækkun leiguverð og hækkun íbúðaverðs til skamms tíma

Aðspurður hvort hann telji þetta geta haft ruðningsáhrif á fasteignamarkaðinum segir Ragnar að þetta kerfi myndi væntanlega draga úr eftirspurn á leigumarkaði en auka eftirspurn á eignamarkaði. Þetta gæti þýtt lækkun leiguverðs og hækkun íbúðaverðs til skamms tíma, en til lengri tíma megi gera ráð fyrir að hvort tveggja verði í samræmi við byggingar- og endurnýjunarkostnað.

Segir Ragnar að innleiðingarferli svona kerfis þyrfti ekki að vera meira en eitt ár frá ákvörðun, þótt raunhæfara væri væntanlega að miða við 2-3 ár.

Á ráðstefnunni á morgun ætlar Ragnar að fara nánar yfir þessar hugmyndir og meðal annars setja fram útreikninga á kostnaði og samanburði við núverandi kerfi.

mbl.is

Innlent »

24,9 stiga hiti í Húsafelli

Í gær, 23:18 Sumarveðrið er í hámarki þessa dagana og um að gera að njóta, segir vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hæstur hiti á landinu mældist í Húsafelli í dag 24,9 gráður, en hiti fór einnig yfir 24 gráður á Reykjum í Fnjóskadal og Ásgarði. Meira »

Handleggsbrotnaði á trampólíni

Í gær, 22:46 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um trampólínslys við Sjávargrund um sexleytið í kvöld, en þar hafði handleggsbrotnað barn sem lenti illa er það var að hoppa á trampólíninu. Meira »

Komið í lag fyrir miðnætti

Í gær, 21:35 Fjarskiptatruflanir á Vestfjörðum eru að mestu leyti komnar í lag, þar sem flétta 1 er komin í loftið, sem nær til 99,9% landsmanna. Vonast er til að öllum fjarskiptaörðuleikum á svæðinu ljúki fyrir miðnætti. Meira »

Breytt útlit Landssímareitsins

Í gær, 21:30 Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur hefur samþykkt að auglýsa umsókn THG arkitekta að breytingu á deiliskipulagi Landssímareits við Austurvöll í Reykjavík. Talsverðar breytingar eru á útlitshönnun húsanna frá fyrri stigum eins og hér er sýnt á meðfylgjandi myndum. Meira »

Nýr viti mun rísa við Sæbraut

Í gær, 21:10 Um tíu ár eru síðan innsiglingarvitinn í turni Sjómannaskólans við Háteigsveg hvarf nánast úr augsýn sjómanna, eftir að ýmsar turnbyggingar voru reistar við Höfðatorg. Nú horfir til breytinga, en í bígerð er nýr viti sem staðsettur verður á landfyllingu við Sæbraut. Meira »

Stefnir á topp K2 á fimmtudag

Í gær, 20:54 John Snorri Sigurjónsson sem reynir fyrstur Íslendinga að komast á topp fjallsins K2 segir að hópur sinn áformi að vera þar á fimmtudag. Meira »

Fólk sækir í nábrækurnar

Í gær, 20:10 „Það sem dregur fólk aðallega að safninu er sagan. Það vinsælasta hér eru nábrækurnar,“ segir Sigurður Atlason, eigandi Galdrasafnsins á Hólmavík, en safnið varð á dögunum 17 ára og er fyrir löngu orðinn fastur punktur í tilveru Hólmvíkinga sem helsti ferðamannastaður bæjarins. Meira »

Íhuga einstefnu á hluta Þingvallavegar

Í gær, 20:20 Það er til skoðunar að gera hluta Þingvallavegar að einstefnuvegi. Rúta með 43 farþega valt á veginum í síðustu viku þar sem ástand vegarins er verst. Meiri háttar framkvæmdir eru fyrirhugaðar á veginum og standa vonir til að þær geti hafist í nóvember. Meira »

Skálholt ekki í eigu ríkisins

Í gær, 19:15 Skálholtskirkja er ekki í eigu ríkisins, þetta segir vígslubiskup Skálholts, sem kveður kirkjuna ekki hafa verið í eigu ríkisins í 50 ár. Í ræðu sinni á Skálholtshátíðinni lét dóms­málaráðherra þau orð falla að sinni ríkið ekki viðhaldi á fá­gæt­um menn­ing­ar­eign­um í eigu þess, eigi ríkið að koma þeim annað. Meira »

Of þungar rútur aka um Þingvelli

Í gær, 18:55 Of þungar rútur aka Gjábakkaveg í þjóðgarðinum á Þingvöllum en Vegagerðin takmarkar öxulþyngd á veginum við 8 tonn. Rútur fá hins vegar að keyra þar á undanþágu. Gert verður við veginn á næstunni en ástand hans er mjög slæmt. Ljóst er að fjölmargar rútur sem eru um 20 tonn fara um veginn. Meira »

Grasnytjar í hallæri og harðindum

Í gær, 18:44 Hvað ef hér yrði ekki bara hrun heldur líka hallæri og harðindi, landið einangrað frá umheiminum og okkur væru allar utanaðkomandi bjargir bannaðar? Trúlega færu allir sem vettlingi gætu valdið að stunda sjálfsþurftarbúskap, sem m.a. fælist væntanlega í að leita sér ætis út um allar koppagrundir. Meira »

Kveikti ekki í bílnum með ákveðinn tilgang í huga

Í gær, 18:35 Maðurinn sem grunaður er um að hafa kveikt í bifreið hjá Vogi við Stórhöfða á föstudaginn er enn í gæsluvarðhaldi og er málið enn í rannsókn hjá lögreglu. Meira »

Staðið til síðan ríkið eignaðist jörðina

Í gær, 18:20 Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra mun á morgun undirrita reglugerð sem felur í sér friðlýsingu Jökulsárlóns. Lónið mun því frá og með undirrituninni á morgun verða hluti af Vatnajökulsþjóðgarði. Meira »

Öll sveitarfélögin sýna vináttu í verki

Í gær, 17:24 Yfir 40 milljónir króna hafa safnast í Landssöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar, Kalak og Hróksins, Vinátta í verki, vegna náttúruhamfaranna á Grænlandi. Þá hafa öll sveitarfélögin 74 lagt söfnuninni lið. Meira »

Skólpmengun hefur ekki áhrif á Kópavog

Í gær, 16:55 Svo virðist sem skólpmengunin við Faxaskjól hafi ekki áhrif á svæði innan Kópavogs. Mælingar voru gerðar í síðustu viku og verða þær endurteknar á fyrrihluta ágústmánaðar. Meira »

Robert Downey ekki með virk réttindi

Í gær, 17:52 Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, hefur ekki óskað eftir því að lögmannsréttindi sín verði endurvirkjuð, og er því ekki á skrá Lögmannafélags Íslands yfir lögmenn hér á landi. Meira »

Hundrað tonnum landað í brakandi blíðu

Í gær, 17:12 Ljósafellið hefur nú nýlokið við að landa um 100 tonnum af fiski á Fáskrúðsfirði. Uppistaðan í aflanum er þorskur sem fer til vinnslu í frystihús Loðnuvinnslunnar og ufsi sem fer á fiskmarkað. Meira »

Myndaði kvenkyns gesti laugarinnar

Í gær, 16:32 Starfsmaður sundlaugarinnar á Sauðárkróki er nú til rannsóknar hjá lögreglu vegna gruns um að hafa tekið ljósmyndir af kvenkyns gestum laugarinnar. Þetta staðfestir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, en lögregla hefur lagt hald á tölvur og annan tækjabúnað vegna rannsóknarinnar. Meira »
Gisting við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, heitur pottur utandyra, 6 mínútur fr...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, smíðaðar eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215 www.byg...
Eimskip - 100 ára saga félagsins
Ónotað eintak á 5000 kr. Bókin var gefin út í tilefni af aldarafmæli Eimskipafél...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Breyting á aðal- og deiliskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Till...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur auglýsir skv....