Beingreiðsla við fyrstu íbúðarkaup

Húsnæðis- og leigumarkaðurinn hefur mikið verið í umræðunni síðustu misseri. ...
Húsnæðis- og leigumarkaðurinn hefur mikið verið í umræðunni síðustu misseri. Ragnar Árnason telur rétt að skoða nýja hugmynd sem byggir á því að ríkið eða einkamarkaðurinn leggi til eiginfjárframlag við fyrstu kaup gegn eignarhluta í eigninni. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Í staðin fyrir opinbert aðstoðarkerfi til fyrstu íbúðakaupa með lánafyrirgreiðslu fyrir milligöngu Íbúðalánasjóðs ætti ríkissjóður að leggja til beint framlag til kaupverðs gegn eignarhluta í húsnæðinu. Þetta myndi auðvelda fólki að yfirstíga fjármögnunarþröskuld við fyrstu kaup og jafnframt minnka greiðslubyrgði af slíkum kaupum. Þá torveldar þetta ekki síðari húsnæðiskaup og ætti leiðin að kosta ríkissjóð svipað og núverandi fyrirkomulag. Þetta er meðal þess sem hagfræðiprófessorinn Ragnar Árnason fjallar um í fyrirlestri sínum á morgun á Fasteignaráðstefnunni í Hörpu.

Auðveldar íbúðakaupa og minnkar umfang leigumarkaðarins

Ragnar segir fyrirkomulag sem þetta gera fólki mun auðveldara að eignast sitt fyrsta húsnæði. Þannig geti þetta nýja kerfi hjálpað til við að minnka umfang leigumarkaðarins sem hann segir þjóðhagslega óhagkvæmari en eign á húsnæði. Þá segir hann hugmyndina ekki að hafa áhrif á vaxtabótakerfið að öðru leyti en að beingreiðslan lækki þörf á lánsfé sem gæti að einhverju leyti dregið úr vaxtabótum.

3 milljónir á hvern einstakling

Hugmynd Ragnars gengur út á að hver einstaklingur gæti fengið sem svarar 3 milljónum (6 milljónir fyrir sambúðarfólk) og nýtt það fjármagn sem innáborgun á fyrstu íbúðarkaup. Ríkið fengi á móti eignarhlut sem nemur þessari innáborgun, en veðheimild væri veitt af hálfu fjármögnunaraðilans. Ragnar segir að reyndar gæti þetta fyrirkomulag líka gengið upp fyrir einkaaðila sem myndu sjá tækifæri í að fjármagna þessi kaup.

Segir hann að þannig geti einkaaðilar bæði sett á einfaldan hátt fjármuni í íbúðafjárfestingu sem alla jafna hefur skilað meiri fjárfestingu en verðbólga og svo gæti þetta verið eitthvað sem lánastofnanir myndu bjóða sem hluta af lánafjármögnun sinni.

Ragnar Árnason, hagfræðiprófessor.
Ragnar Árnason, hagfræðiprófessor. Eggert Jóhannesson

Gæti dugað fyrir útborgun á 20 milljóna íbúð

Sem dæmi segir Ragnar að ef par væri að kaupa íbúð fyrir 20 milljónir gæti það fengið 6 milljóna innáborgun frá ríki eða einkaaðila. Á móti væri sá hlutur í eigu þess sem fjármagnar, en parið þyrfti bara að fjármagna 14 milljónir með bæði láni og eigin fjármögnun. Ef miðað er við 70% fjármögnun fjármálastofnana gæti þessi leið því farið langt með láta fólk með lítil fjárráð til að koma þaki yfir höfuðið.

Þegar eignin væri seld seinna meir fengi svo fjárfestirinn sinn hluta söluverðsins til baka og mismunurinn væri ávöxtun yfir tímabilið.

Lækkun leiguverð og hækkun íbúðaverðs til skamms tíma

Aðspurður hvort hann telji þetta geta haft ruðningsáhrif á fasteignamarkaðinum segir Ragnar að þetta kerfi myndi væntanlega draga úr eftirspurn á leigumarkaði en auka eftirspurn á eignamarkaði. Þetta gæti þýtt lækkun leiguverðs og hækkun íbúðaverðs til skamms tíma, en til lengri tíma megi gera ráð fyrir að hvort tveggja verði í samræmi við byggingar- og endurnýjunarkostnað.

Segir Ragnar að innleiðingarferli svona kerfis þyrfti ekki að vera meira en eitt ár frá ákvörðun, þótt raunhæfara væri væntanlega að miða við 2-3 ár.

Á ráðstefnunni á morgun ætlar Ragnar að fara nánar yfir þessar hugmyndir og meðal annars setja fram útreikninga á kostnaði og samanburði við núverandi kerfi.

mbl.is

Innlent »

Opna Vínbúðina í Kauptúni

09:00 Vínbúð verður opnuð í Kauptúni í Garðabæ á morgun, fimmtudag, kl. 11, en frá því er greint á heimasíðu ÁTVR. Á fundi bæjarráðs Garðabæjar í gær var bæjarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn ÁTVR um starfsemi sérverslunar í miðbæ Garðabæjar. Meira »

Mjög illa farinn í andliti eftir árás

08:47 Maðurinn sem varð fyrir líkamsárás á heimili sínu í Melgerði skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi er mjög illa farinn í andliti eftir barsmíðar. Meðan annars brotnuðu í honum tennur. Meira »

Nýtt framboð fyrrverandi Framsóknaroddvita

08:45 Ómar Stefánsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi og oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi, er einn þeirra sem koma að stofnun nýs bæjarmálafélags í bænum sem hyggst bjóða fram fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næstkomandi vor. Hann segir framboðið ekki tengjast neinni tiltekinni stjórnmálastefnu. Meira »

Vara við 35 m hviðum við Svínafell

08:27 Lokað er um Fróðárheiði og á kafla vestan við Búðir að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Veðurfræðingur varar þá við því að í Öræfum við Svínafell sé reiknað með hviðum um 35 m/s frá því um kl. 14-15 og undir kvöld hvassara, og sviptivindar verði á fleiri stöðum á milli Lómagnúps og Hafnar. Meira »

„Maður fæðist og lifir með fuglunum“

08:18 „Ég fæddist í Einarshúsi í Flatey á Breiðafirði. Ég man nú varla eftir mér fyrr en ég verð níu ára. Húsbóndinn á heimilinu sagði þá: „Þú verður tíu ára í haust og þarft að gegna öllu fullorðnu fólki, því þú þarft að vinna fyrir mat þínum, hreppurinn borgar ekki meir.““ Meira »

Rýming Háaleitisskóla í skoðun

07:57 Reykjavíkurborg skoðar nú hvort nauðsynlegt sé að fara í rýmingaraðgerðir í Háaleitisskóla (áður Álftamýrarskóli) vegna ástands skólabyggingarinnar. Meira »

Bágbornir hemlar ollu banaslysinu

07:37 Banaslys sem varð á Suðurlandsvegi í Mýrdalnum 20. júní 2016 er rakið til þess að hemlar festivagns voru í afar bágbornu ástandi. Meira »

Grensásvegur 12 skoðaður enn frekar

07:52 Byggingarvinnustaðurinn við Grensásveg 12 er til skoðunar hjá Samiðn, sambandi iðnfélaga, vegna gruns um að brotið hafi verið á starfsmönnum hvað launakjör og önnur kjarasamningsbundin réttindi varðar. Um er að ræða erlenda starfsmenn. Meira »

Þrenn verðlaun á Stevie Awards

07:30 Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, hlaut þrenn verðlaun á Stevie Awards-verðlaunaafhendingunni sem haldin var í New York um síðustu helgi. Meira »

Þarf mögulega að endurskoða ferðaáætlun félagsins

07:30 Helgi Jóhannesson, hæstaréttarlögmaður og stjórnarmaður í Ferðafélagi Íslands, ræddi gönguleiðirnar um Öræfajökul á K100.   Meira »

Spá éljagangi og vindstrengjum

07:06 Fólk sem hyggur á ferðalög er hvatt til að kanna aðstæður á vegum hjá Vegagerðinni áður en lagt er af stað og fylgjast vel með veðurspám, en áfram geisar á landinu og vindhraðinn þennan morguninn verður allhvass. Meira »

Líkamsárás við Melgerði

06:22 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um líkamsárás við Melgerði á tólfta tímanum í gærkvöldi. Ráðist hafði verið á mann á sjötugsaldri er hann kom að mönnum inni á heimili sínu. Meira »

Gleymdi tönnunum á veitingastaðnum

06:12 Veitingahús við Austurstræti í miðborginni óskaði eftir aðstoð lögreglu um hálfsjöleytið í gærkvöldi þar sem að ölvaður viðskiptavinur hafði skilið gervitennur sínar eftir á borði veitingastaðarins er hann yfirgaf staðinn. Meira »

Ásókn í Vatnsmýrina

05:30 Félag tengt Róberti Wessman hefur selt hluta af svonefndum E-reit á Hlíðarenda í Reykjavík til leigufélagsins Heimavalla. Samkvæmt tillögu að skipulagi verður heimilt að reisa allt að 178 íbúðir á reitnum. Meira »

Bankarnir hafa greitt til Fjármálaeftirlitsins hátt í fimm milljarða á fimm árum

05:30 Síðastliðin fimm ár nemur heildarfjárhæð eftirlitsgjalds sem viðskiptabankanir þrír greiða til Fjármálaeftirlitsins samtals 4,7 milljörðum króna. Meira »

„Verra en við héldum“

05:30 „Vandamálið er umfangsmeira en ég hélt og við konur vissum almennt af. Þetta er verra en við héldum. Margar héldu að saga þeirra væri einstök og fannst ekki rétt að segja hana. En þegar þú sérð margar aðrar konur segja sína sögu áttarðu þig kannski betur á hversu umfangsmikið þetta er.“ Meira »

Greiðslur úr sjúkrasjóðum vaxa mikið

05:30 Greiðslur til launafólks úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga hafa aukist verulega á þessu ári.   Meira »

Einfalt að leiðrétta þessi mistök

05:30 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að engin undanþáguákvæði séu fyrir hendi, sem hægt er að beita, til þess að víetnamska stúlkan, Chuong Le Bui, sem býr á Íslandi og er í matreiðslunámi, geti dvalið hér þar til lögum hefur verið breytt. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Skrifstofugámar til sölu
Björgunarsveitin Suðurnes er með 3 vel farna skrifstofugáma til sölu. Upplýsinga...
www.skutla.com sendibílar 867-1234
Rafknúin tröpputrilla fyrir ísskàpinn, þvottavélina, þurrkarann o.fl. Skutl, vör...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...