Enn haldið sofandi á gjörgæslu

Líðan manns­ á þrítugsaldri sem stung­inn var með hnífi fyr­ir utan stúd­entag­arðana við Sæ­mund­ar­götu í Reykja­vík aðfaranótt sunnu­dags er óbreytt. Hann er þungt hald­inn og er hon­um haldið sof­andi í önd­un­ar­vél á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans.

Hann gekkst und­ir aðgerð eft­ir kom­una á sjúkra­hús.

Maðurinn var stunginn í bakið og hefur árásarmaðurinn játað verknaðinn. Honum var sleppt úr haldi í gær eftir að Héraðsdómur Reykjavikur hafnaði því að gæsluvarðhald yfir honum yrði framlengt. 

Menn­irn­ir eru sagðir vera vin­ir og eru þeir báðir fædd­ir árið 1989, en svo virðist sem ein­hver ágrein­ing­ur hafi komið upp á milli þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert