50% líkur á að lifa siglinguna af

Kúrdinn Goran Renato komst í fréttir fyrr á árinu þegar hann tók land á Grísku eyjunni Lesbos. Þar var íslenskur sjálfboðaliði sem tók á móti honum Þórunn Ólafsdóttir sem var sérstök tilviljun þar sem Ísland var eitt þeirra landa sem hann gat hugsað sér sem áfangastað nú er hann kominn til landsins.

Ég hitti Goran í dag sem sagði söguna af ferðalaginu og hann gerir gerir lítið úr erfiðleikunum. Frá Lesbos fór hann til Aþenu og þaðan til Makedóníu, Serbíu og Króatíu. Svo í gegnum Slóveníu og Austurríki þar til að hann komst til Þýskalands. Þaðan lá leiðin til Svíþjóðar áður en hann kom með flugi til Íslands í síðustu viku. Það segir hann reyndar hafa verið erfiðasta legginn í ferðalaginu þar sem hindranirnar hafi verið stærstar.

Goran sem hefur lært bókhald, tölvunarfræði og matreiðslu talar fimm tungumál og hefur nú sótt formlega um hæli hér á landi og þótt vonin sé í raun veik um að hann fái dvalarleyfi segist hann vera bjartsýnn. 

Ástæðuna fyrir fyrir flóttanum hingað til lands frá Kúrdistan í Írak segir hann mega rekja til þess að hann hafi ekki getað hugsað sér að sinna herskyldu og berjast við ISIS sem hann neyddist til að gera. 

Fyrr í kvöld setti Þórunn inn færslu á facebook þar sem hún biðlar til fólks um að taka vel á móti Goran:

Eftir mikla þrautagöngu er þessi vinur minn kominn ti Íslands. Þvert á allt sem á að vera mögulegt. En einhvern veginn kom trúin á að allt sé hægt honum alla leið. Viljið þið gera það fyrir mig að taka vel á móti honum Goran? Hans bíður, eins og annarra flóttamanna, hörð barátta við handónýta kerfið okkar. Ég er búin að segjast ætla að standa með honum og ég treysti því að þið gerið það líka. Kerfið bjó okkur nefnilega ekki til, það vorum við sem bjuggum til kerfið. Við eigum það og það er okkar bæta það, svo það vinni fyrir okkur ekki gegn okkur. Við erum kerfið og ekkert er ómögulegt. Munum það. Velkominn, vinur!

Sjá frétt mbl.is: Ísland var draumurinn minn

Sjá frétt mbl.is: Baðst afsökunar fyrir hönd Íslendinga

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert