Lögregla kölluð að heimili Sigmundar

Sigmundur Davíð sat í bílnum þar til lögregla kom á …
Sigmundur Davíð sat í bílnum þar til lögregla kom á svæðið. mbl.is/Árni Sæberg

Lögregla var kölluð til utan við heimili Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í kvöld vegna blaðamanns Aftenposten.

Frá þessu greinir Aftenposten á heimasíðu sinni.

Blaðamaður Aftenposten var við heimili forsætisráðherra þegar hann kom keyrandi ásamt eiginkonu sinni, Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur. Í grein Aftenposten er hún sögð hafa rætt við blaðamanninn á kurteisislegum nótum en sagt að ekki væri möguleiki á viðtali sem stæði. Á meðan hafi Sigmundur setið í bílnum og var hann að því e virðist upptekinn í símanum.

Fáeinum mínútum síðar kom Anna út aftur og gerðu blaðamaður og ljósmyndari Aftenposten sig líklega til að yfirgefa svæðið. Þá kom lögreglubíll aðvífandi. Út stigu tveir lögreglumenn sem fóru fram á að sjá persónuskilríki og blaðamannaskírteini þeirra. Eftir stutt samtal við blaðamann og ljósmyndara segir Aftenposten að lögregla hafi gengið til forsætisráðherra sem hafi þá flýtt sér inn á heimili sitt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert