„Mega allir sjá mitt skattframtal“

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. mbl.is/Styrmir Kári

„Málið er auðvitað miklu stærra en svo að það snúist aðeins um skil á sköttum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, í samtali við mbl.is spurð um viðbrögð við þeim ummælum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, í samtali við Morgunblaðið um helgina að hann sé reiðubúinn að birta skattframtal sitt og tengd gögn gegn því að forystumenn annarra stjórnmálaflokka geri slíkt hið sama.

Frétt mbl.is: Reynir að gera aðra ábyrga

Málið sé í rauninni tvíþætt og snúist annars vegar um það að hafa átt eignir í aflandsfélagi og hins vegar að hafa reynt að halda því leyndu. Fólk upplifi það sem svo að Sigmundur hafi reynt að leyna málinu alveg fram á síðasta dag. „Ef vilji er til þess á Alþingi að alþingismenn og forystumenn geri betur grein fyrir sínum fjármálum með nákvæmari upplýsingum, sem ég tel ekkert óeðlilegt, þá stendur ekki á mér með það. Það mega allir sjá mitt skattframtal.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert