Ferðamaður grunaður um stórfelldan þjófnað

Maðurinn sem í haldi lögreglu er sagður einkar laginn við …
Maðurinn sem í haldi lögreglu er sagður einkar laginn við sína ólöglegu iðju. Talið er að hann eigi sér samverkamann. Myndin er úr safni. mbl.is/Golli

Lögreglan hefur handtekið karlmann sem er grunaður um að hafa stolið skartgripum úr verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Þýfið er metið á margar milljónir króna. 

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfestir þetta í samtali við mbl.is.

Maðurinn, sem er ferðamaður, var handtekinn síðdegis í dag. Hann er nú í haldi og bíður yfirheyrslu. Lögreglan telur að maðurinn eigi sér samverkamann og er hans nú leitað.

Ábendingar og myndir úr eftirlitsmyndavélum verslana komu lögreglu á sporið.

Nánari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu enda málið á frumstigi.

Þeir sem hafa frekari upplýsingar um málið geta haft samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, en hægt er að hringja í síma 444 1000 eða senda tölvupóst á netfangið abending@lrh.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert