Tuttugu og þrjár vélar of seinar

Framkvæmdir við nýja salinn hófust í nóvember á síðasta ári, …
Framkvæmdir við nýja salinn hófust í nóvember á síðasta ári, skömmu eftir að flugfélögin höfðu tilkynnt þá ákvörðun að taka breiðþotur í notkun. Handflokka þarf farangur fram að helgi.

Töluverðar seinkanir hafa orðið á flugferðum frá Keflavíkurflugvelli í dag. Þegar þetta er skrifað, rétt fyrir klukkan tíu, hafa tuttugu og þrjár vélar farið of seint af stað.

Starfsmenn flugþjónustufyrirtækja á Keflavíkurflugvelli hafa handflokkað töskur flugfarþega frá því síðdegis í fyrradag á meðan nýtt og betrumbætt farangursflokkunarkefi er tekið í notkun. Farþegar hafa verið beðnir um að koma tímanlega, eða um þremur klukkustundum fyrir brottför.

Margar vélanna hafa farið nokkrum mínútum of seint af stað en sumar hafa verið heldur meira á eftir áætlun. Vél Icelandair til München í Þýskalandi fór til að mynda hálftíma of seint í loftið kl. rúmlega eitt í nótt. Vél Wizz Air til Varsjár í Póllandi átti að fara í loftið kl. 00.15 en fór ekki fyrr en kl. 1.51.

Þá fór vél WOW air rúmum klukkutíma of seint af stað til Parísar, eða kl. 7.06. Vél Icelandair átti að fara til Amsterdam í Hollandi kl. 7.40 í morgun en fór ekki fyrr en kl. 9.07. Svipuð seinkun var á flugi fyrirtækisins til Parísar í Frakklandi.

Frétt mbl.is: Handflokka þúsundir taskna

Uppfært kl. 11

Að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa ISAVIA, má rekja seinkanir morgunsins til yfirvinnubanns flugumferðastjóra. Þrjá flugumferðastjóra vantaði á vaktina í morgun vegna veikinda. Hann segir að ekki megi rekja seinkanir dagsins til handflokkunar farangurs. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert