Alþingi kemur saman vegna kjaradeilu

Þingið kemur saman í dag til að ræða kjaradeilu flugumferðarstjóra …
Þingið kemur saman í dag til að ræða kjaradeilu flugumferðarstjóra og ISAVIA. Allgjör pattstaða ríkir í deilunni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Boðað hefur verið til þingfundar á Alþingi klukkan 15 í dag þar sem Ólöf Nordal innanríkisráðherra mun kynna frumvarp til laga um kjaramál Félags íslenskra flugumferðarstjóra.

Frumvarpið var kynnt á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun og funduðu forsætisráðherra og innanríkisráðherra með forystumönnum stjórnarandstöðuflokkanna í framhaldi af ríkisstjórnarfundi.

Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir dagskrá þingfundar ekki liggja fyrir en kveður það augljóst að til standi að ræða kjaradeilu flugumferðarstjóra og ISAVIA.

Frétt mbl.is: Stjórnvöld grípa inn í kjaradeilu

Allgjör pattstaða ríkir í kjaradeilunni. Flugumferðarstjórar sætta sig ekki við þær hækkanir sem þeim hafa verið boðnar á sama tíma og Samtök atvinnulífsins eru ekki tilbúin að bjóða meiri hækkanir en rúmast innan SALEK-samkomulagsins.

Samkvæmt því sem fram kom í frétt Ríkisútvarpsins í morgun um frumvarp Ólafar hafa viðsemjendur tíma til 24. júní nk. til að semja. Takist það ekki verður skipaður gerðardómur til að úrskurða um laun flugumferðarstjóra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert