Póstþjónusta mun skerðast

Póstþjónustan mun skerðast vegna fækkunar sendibréfa.
Póstþjónustan mun skerðast vegna fækkunar sendibréfa. mbl.is/Eyþór Árnason

„Árituðum bréfum í dreifikerfinu hefur fækkað um 51% á síðustu tíu árum,“ segir Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, aðspurður hvers vegna þjónusta póstsins á landsbyggðina hafi dregist svo mikið saman undanfarin ár.

Pósturinn ákvað nýlega að bera póst á landsbyggðinni út þrjá daga í viku aðra vikuna og tvo hina. Hafa margir lýst yfir óánægju sinni með nýja fyrirkomulagið. Ingimundur segir mikinn sparnað falinn í því að fækka póstdreifingardögum. Það sé ástæðan fyrir því að póstur í þéttbýli hafi til dæmis verið borinn út annan hvern dag síðan 2012.

Ingimundur telur flesta hafa skilning á því að ekki hafi verið hægt að reka póstþjónustu sem ekki stendur undir sér, endalaust. Þó hafi borist ályktanir frá sveitastjórnum þar sem nýja fyrirkomulagið er gagnrýnt. Hann telur þá gagnrýni þó frekar beinast að ríkinu. „Víða í Evrópu er dreifbýlisþjónustan greidd niður. Norðmenn borga sex milljarða á ári til að niðurgreiða póstþjónustuna,“ segir Ingimundur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert