Gæti rignt á Arnarhól í kvöld

Risaskjánum var komið upp við Arnarhól í morgun. Búist er …
Risaskjánum var komið upp við Arnarhól í morgun. Búist er við mörg þúsund manns að horfa á landsleikinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fólk ætti að hafa regnfatnað eða regnhlífar meðferðis á Arnarhól, ætli það sér að fylgjast með leik Íslands og Englands þar í kvöld, án þess að blotna.

Frétt mbl.is: Búist við þúsundum á Arnarhól í kvöld

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands gæti gert smá skúr undir lok leiks, en annars verður skýjað. Kvöldsólin ætti því ekki að angra áhorfendur í kvöld, þótt alltaf sé hægt að taka sólgleraugu með til öryggis, en skjárinn mun snúa undan sólu.

Frétt mbl.is: 300 tommu risaskjár

Kort sem sýnir þær götur sem verða lokaðar í miðborginni …
Kort sem sýnir þær götur sem verða lokaðar í miðborginni í kvöld vegna leiksins.

Götur lokaðar í miðbænum

Undirbúningur fyrir sýningu á leik Íslands gegn Englandi á EM við Arnarhól í kvöld er í fullum gangi. Verið er að setja upp svið og koma fyrir stærri skjá, sem er um 26 fermetrar og 300 tommur að stærð, og öflugu hljóðkerfi þannig að upplifun áhorfenda verði sem allra best.

Hljóð X, sér um upp­setn­ingu á skjánum og tæknilega hlið framkvæmdarinnar.

Sviðið verður neðst í brekkunni við Lækjargötu og ættu því áhorfendur á Arnarhóli að sjá vel á skjáinn. Lokað verður fyrir umferð á nærliggjandi götum, frá klukkan 16.00 en útsending hefst klukkan 17.00. Lokunin stendur til klukkan 23.00 og þrenging í Lækjargötu þar til búið er að ganga frá svæðinu við Arnarhól.

Leikur kvöldsins fer fram á Stade de Nice og hefst hann klukkan 19:00. Á leiknum í Nice verða um 3.000 Íslendingar, en búist er við að mikill mannfjöldi leggi leið sína á Arnarhól til að fylgjast með leiknum þar.

Í kvöld verður slökkt á skján­um á EM-torg­inu fyr­ir leik Íslands og hann því aðeins sýnd­ur við Arn­ar­hól.

Það gæti rignt á áhorfendur við Arnarhól í kvöld.
Það gæti rignt á áhorfendur við Arnarhól í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert