Páll hæstur meðal ríkisforstjóra

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. mbl.is/Golli

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, var með 2,2 milljónir í mánaðarlaun á síðasta ári samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í morgun. Páll er efstur af embættismönnum og forstjórum ríkisfyrirtækja.

Með næst hæstu tekjurnar er Gróa B. Jóhannesdóttir fyrrverandi framkvæmdastjóri á sjúkrahúsinu á Akureyri. Var Gróa með 2,1 milljón á mánuði í fyrra. Engilbert Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands er í þriðja sæti einnig með 2,1 milljón á mánuði í laun.

Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari er í fjórða sæti listans með 1,8 …
Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari er í fjórða sæti listans með 1,8 milljón í mánaðartekjur. Jón Baldvin Halldórsson

Í blaðinu er birtur listi yfir tekjur rúmlega 3.725 Íslendinga. Könnunin byggist á álögðu útsvari eins og það birtist í álagningarskrám. Frjáls verslun áréttar að í einhverjum tilvikum kann að vera að skattstjóri hafi áætlað tekjur.

Í tekjublaði Frjálsrar verslunar er tekið fram að um útvarsskyldar tekjur á árinu 2015 sé að ræða og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. „Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Jafnframt hafa margir tekið út séreignarsparnað en hann telst með í útsvarsskyldum tekjum,“ segir í blaðinu.

Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari er í fjórða sæti listans með 1,8 milljón á mánuði og Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu er í fimmta sæti með 1,7 milljón.

Af efstu 20 á listanum eru sex konur og fjórtán karlar.

Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari er í 11. sæti yfir embættismenn …
Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari er í 11. sæti yfir embættismenn og forstjóra ríkisfyrirtækja með 1,5 milljón í mánaðartekjur.

Ólafur Þ. Hauksson héraðssaksóknari er í ellefta sæti með 1,5 milljón á mánuði, Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari í 15. sæti einnig með 1,5 milljón og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu í 32. Sæti með 1,4 milljón á mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert