Frestur til að framlengja nýtingu að renna út

Umsækjendur þurfa að óska eftir að ráðstöfun inn á lán …
Umsækjendur þurfa að óska eftir að ráðstöfun inn á lán haldi áfram fyrir 30. september 2023 á leidretting.is. mbl.is/Sigurður Bogi

Frestur til að framlengja nýtingu séreignarsparnaðar vegna kaupa á íbúðarhúsnæði eða til ráðstöfunar inn á höfuðstól láns rennur út 30. september.

Umsækjendur þurfa að óska eftir að ráðstöfun inn á lán haldi áfram á leidretting.is.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skattinum.

Almenn heimild til að nýta séreignarsparnað vegna kaupa á íbúðarhúsnæði eða til ráðstöfunar inn á höfuðstól láns gildir til og með 31. desember 2024 en heimildin var framlengd í sumar.

Á þetta við þá sem sóttu um almenna ráðstöfun á leidretting.is en ekki þá sem sóttu um ráðstöfun á forsendum fyrstu eignar á skattur.is.

Sérstaklega er tekið fram í tilkynningunni að ný umsókn gildi frá og með umsóknarmánuði og því ekki afturvirkt ef það fyrirferst að framlengja fyrir lok mánaðar.

Hver og einn þarf að framlengja sinni eigin umsókn, þannig gildir framlenging ekki sjálfkrafa fyrir maka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert