Vilja fá verðmat á lóðum

Valssvæðið við Hlíðarenda.
Valssvæðið við Hlíðarenda. mbl.is/Árni Sæberg

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina vilja fá upplýsingar um verðmæti lóða í eigu Reykjavíkurborgar.

Á fundi borgarráðs sl. fimmtudag lögðu þeir fram eftirfarandi tillögu: „Í ljósi ítrekaðra upplýsinga um sölu lóða sem Reykjavíkurborg hefur úthlutað og hafa verið framseldar áður en byggingaframkvæmdir eru hafnar, og nú síðast nýrra upplýsinga um sölu tveggja lóða við Hlíðarenda og að kaupverðið sé trúnaðarmál, er mikilvægt fyrir kjörna fulltrúa að hafa sem gleggstar upplýsingar á hverjum tíma um verðmæti þeirra lóða sem borgin á og til stendur að selja eða ráðstafa.

Óskað er eftir því að lagður verði fram listi yfir a) allar lóðir í eigu borgarinnar innan borgarmarkanna b) allar byggingarhæfar lóðir innan borgarmarkanna. Þá verði fengið verðmat tveggja óvilhallra fasteignasala á verðmæti allra lóða sem eru vestan Elliðaáa, sem liggja skal frammi eigi síðar en 1. október 2016. Slík vinna er mikilvæg fyrir komandi fjárhagsáætlanagerð og rekstur borgarinnar sem hefur verið í milljarðahalla ár hvert.“ Afgreiðslu tillögunnar var frestað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert