Lykilatriði að standa saman

Birgir Ármannsson.
Birgir Ármannsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þegar ráðherra treystir sér ekki til að styðja slíkt mál, veltir maður því fyrir sér hvort hann sé á útleið úr ríkisstjórninni. Það segir sig sjálft að það hlýtur að vera erfitt fyrir ráðherra að geta ekki fellt sig við slíka stefnumörkun og það hlýtur að hafa áhrif á störf hans.“

Þetta segir Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um hjásetu Eyglóar Harðardóttur félagsmálaráðherra í atkvæðagreiðslu um fjármálaáætlun og fjármálastefnu á Alþingi í gær. Hann segir að þetta sé grundvallarstefnumál.

„Mér finnst ótækt að ráðherra í ríkisstjórn standi ekki með samstarfsmönnum sínum að meginstefnumáli. Staða ráðherra er að mínu mati töluvert önnur en annarra þingmanna, því stjórnarflokkarnir hafa falið ráðherrum forystuhlutverk og það er lykilatriði að þeir standi saman um slík mál,“ segir Birgir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, spurður hvort Eygló ætti að segja af sér embætti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert