Airbnb „keyrir stíft inn á Ísland“

Á Airbnb geta einstaklingar auglýst íbúðir sínar til tímabundinnar leigu.
Á Airbnb geta einstaklingar auglýst íbúðir sínar til tímabundinnar leigu. AFP

Umframspurn eftir gistingu á Íslandi virðist hafa orðið Airbnb hvati að því að hefja auglýsingaherferð á Google. Könnun sem ferðamálafræðingurinn Hermann Valsson gerði sýnir að auglýsingar Airbnb birtast nú í fyrsta skipti í leitarniðurstöðum í sumum þeirra landa þaðan sem flestir ferðamenn koma til Íslands.

Hermann hefur fylgst með auglýsingum fyrir gistingu á Íslandi á Google undanfarin sex ár en niðurstöðurnar í fyrra nýtti hann í BS-ritgerð sína í ferðamálafræði. Athugun hans í ár leiðir í ljós að Airbnb er í fyrsta skipti byrjað að kaupa auglýsingar á Google þegar leitað er að gistingu á Íslandi.

„Það hefur orðið svo ofboðsleg aukning í Airbnb-gistingum vegna þess að fjöldi erlendra ferðamanna til Íslands hefur farið langt fram úr framboði á gistingu. Þeir eru að keyra inn á þennan markað mjög stíft,“ segir Hermann.

Auglýsa ekki í vinsælustu ferðamannalöndunum

Könnunin fór þannig fram að Hermann leitaði að gistingu í höfuðborginni með leitarorðunum „Hotel Reykjavik“ í Google eins og hann væri staddur í þeim tíu löndum þaðan sem flestir ferðamenn koma til Íslands.

Frétt mbl.is: Hótel missa tekjur til erlendra aðila

Í ljós kom að í Danmörku og Hollandi birtist auglýsing frá Airbnb á fyrstu síðu niðurstaðna við hlið gamalgróinna gistingarmiðlara eins og Booking.com og fleiri sambærilegra síðna. Danir eru í sjötta sæti og Hollendingar í tíunda sæti þeirra þjóða sem sækja Ísland helst heim.

Hermann segist jafnframt hafa skoðað sambærilegar niðurstöður fyrir þau tíu lönd sem taka við flestum ferðamönnum í heiminum en í engu þeirra standi Airbnb í sambærilegri auglýsingaherferð á Google.

Flestar Airbnb-íbúðirnar eru í miðborginni.
Flestar Airbnb-íbúðirnar eru í miðborginni. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það er bara til Íslands sem þeir eru núna að ráðast inn alveg af fullum þunga til að taka sem mest af þessari köku,“ segir hann og bendir á að greiða þurfi hátt verð fyrir auglýsingar á fyrstu niðurstöðusíðu hjá Google .

Þá bendir hann á að ekki sé rétt að meta mikilvægi þjóðernis þeirra ferðamanna sem hingað koma út frá mannfjölda heldur fremur út frá gistinóttum. Þannig dvelji Hollendingar til að mynda í þrettán daga á Íslandi að meðaltali en Bandaríkjamenn, Bretar og Norðmenn ekki nema fjóra til fimm daga að jafnaði.

Skaðleg samfélagsleg áhrif

Hugsanlegt sé að Airbnb sé að nota Ísland, sem sé þrátt fyrir allt frekar lítill markaður í ferðamennsku, sem nokkurs konar tilraunamarkað í þessu samhengi til að læra af áður en sama herferð verður notuð annars staðar, að mati Hermanns. Það sé þekkt aðferð innan sölu- og markaðsfræðanna.

Hermann telur að innreið Airbnb á Íslandi hafi neikvæð samfélagsleg áhrif því hún stuðli að snarhækkun leigu- og fasteignaverðs.

„Örðugleikar ungs fólks að leigja og kaupa aukast til muna því þarna er verið að færa gistingu sem annars var á hótelum meira í heimahús. Afleiðingarnar eru stórkostlegar,“ segir Hermann.

Úttekt sem ráðgjafafyrirtækið Expectus gerði í vor sýndi að pláss er fyrir um 10.000 Airbnb-gesti í Reykjavík og að flestar íbúðirnar sem leigðar eru út með þeim hætti séu í miðborginni.

Airbnb-íbúðir í Reykjavík voru alls 2.551 talsins í Reykjavík í ...
Airbnb-íbúðir í Reykjavík voru alls 2.551 talsins í Reykjavík í apríl sl. Skjáskot

Frétt mbl.is: Pláss fyrir 10.000 Airbnb-gesti

Uppfært 1.9.2016 Upphaflega stóð í fréttinni að Danir og Hollendingar væru í þriðja og sjötta sæti yfir þjóðir sem heimsækja helst Ísland. Hið rétta er að þjóðirnar tvær eru í sjötta og tíunda sæti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Óvissa um framhaldið

Í gær, 21:33 Töluverður fjöldi fólks safnaðist saman á torgi heilags Jaume í miðborg Barcelona í kvöld til að hlýða á ávarp Carles Puigdemont, forseta katalónsku heimastjórnarinnar. Skapti Hallgrímsson segir óvissu um næstu skref, en djúp gjá sé milli Barcelonabúa. Meira »

Best að vera í sæmilegu jarðsambandi

Í gær, 21:00 Í bókinni Fjallið sem yppti öxlum - Maður og náttúra fléttar höfundur saman fróðleik, vísindi og persónulegar minningar. Gísli Pálsson mannfræðingur stígur inn í eigin bók sem „ég-ið“; barnið og unglingurinn Gísli frá Bólstað sem og fræðimaðurinn. Meira »

Árekstur á Arnarneshæð

Í gær, 20:55 Árekstur varð á Arnarneshæðinni í Garðarbæ nú á níunda tímanum í kvöld þegar tveir fólksbílar skullu þar saman.  Meira »

Gæfa að bjarga mannslífi

Í gær, 20:05 „Ég man ekkert eftir áfallinu né atburðarásinni, nema rétt í svip andlit þessara dásamlegu kvenna sem veittu mér fyrstu hjálp,“ segir Ásdís Styrmisdóttir á Selfossi. Það var í upphafi tíma í vatnsleikfimi í sundlauginni þar í bæ sem Ásdís fór í hjartastopp og leið út af við laugarbakka. Meira »

Lottóvinningurinn gekk ekki út

Í gær, 20:03 Eng­inn var með all­ar töl­urn­ar rétt­ar í Lottó­inu í kvöld en rúmar sjö milljónir króna voru í pott­inum að þessu sinni. Einn var með fjór­ar töl­ur rétt­ar, auk bónustölu, og fær hver hann 308.600 krón­ur í sinn hlut. Meira »

Gefur nákvæma mynd af samskiptum við Glitni

Í gær, 19:28 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, átti samskipti við lykilmenn hjá Glitni til jafns í gegnum netfang sitt hjá Alþingi og netfang sem hann hafði á vegum BNT hf., þar sem hann var stjórnarformaður á árunum fyrir hrun. Frá þessu er er greint á vef RÚV. Meira »

Snjallsímar sjaldan orsakavaldurinn

Í gær, 18:29 Samkvæmt rannsókn sem Neytenda- og öryggisstofnun Hollands hefur unnið að varðandi reiðhjólaslys kemur fram að notkun og áhrif snjallsíma eru hverfandi sem orsakavaldur slíkra slysa. Áfengi og samræður við aðra eru hins vegar mun líklegri til að hafa með slík slys að gera. Meira »

Nýjar íbúðir við Efstaleiti

Í gær, 19:05 Sala á nýjum íbúðum sunnan við Útvarpshúsið í Efstaleiti hefst um mánaðamótin. Íbúðirnar eru þær fyrstu sem rísa í nýju hverfi. Félagið Skuggi byggir íbúðirnar. Þær verða afhentar næsta sumar. Almennt munu ekki fylgja bílastæði með íbúðum sem eru minni en 60 fermetrar. Meira »

Slökkviliðið hafi eftirlit með aðgengi

Í gær, 18:20 Öryrkjabandalag Íslands skorar á þingmenn sem ná kjöri í komandi þingkosningum að beita sér fyrir því að eftirlit verði haft með aðgengi fatlaðra að byggingum. Meira »

Svona skammaði Lilja Gordon Brown

Í gær, 18:12 Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, var gestur Svala&Svavars á föstudagsmorgun. Hún talaði m.a. um stefnumál Framsóknarflokksins og sagði svo söguna af því þegar hún skammaði Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, fyrir að hafa sett Ísland á hryðjuverkalista. Meira »

Héldu „alvöru afmæli“ fyrir Haniye

Í gær, 17:32 Tólf ára afmæli Haniye Maleki var haldið fyrr í dag, í annað skipti, en í sumar var haldið afmæli fyrir hana á Klambratúni. En þá var útlit fyrir að hún gæti haldið upp á það hérlendis, þar sem senda átti hana og föður hennar af landi brott á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Meira »

Alltaf upplýst um mál þjálfarans

Í gær, 17:12 Sundsamband Íslands (SSÍ)hefur ávalt upplýst um mál Hildar Erlu Gísladóttur, sem segir sögu sína af kynferðislegri misnotkun sundþjálfara í Fréttablaðinu í dag, frá því að það kom upp þegar fyrirspurnir hafa borist um sundþjálfarann. Þetta segir í yfirlýsingu sem SSÍ sendi frá sér nú síðdegis. Meira »

Ekki hægt að útiloka stærri skjálfta

Í gær, 16:42 Ekki er útilokað að enn stærri skjálftar verði á Suðurlandi á næstu dögum, hugsanlega af svipaðri stærð og Suðurlandsskjálftarnir 2008, sem mældust um 6 stig á Richter-kvarða. Meira »

Lögregla í New York brást íslenskri konu

Í gær, 16:15 Mál íslenskrar konu, sem var nauðgað í New York árið 2009, er notað sem dæmi um vanhæfni lögreglufulltrúa í New York, sem sakaður er um að hafa brugðist starfsskyldum sínum á ýmsan hátt. Meira »

Grímuklædd á fund stjórnmálaflokkanna

Í gær, 15:58 Nemendur og kennarar Lista­há­skólans hafa í dag heimsótt kosningaskrifstofur framboðslistanna í Reykjavík til að vekja athygli á húsnæðisvanda skólans. Grímu- og gallaklæddur hópurinn heimsótti m.a. kosningaskrifstofur Pírata og Sjálfstæðisflokksins og afhenti grjót úr þaki skólans. Meira »

Vilja svör við stjórnarskrármálinu

Í gær, 16:31 Nokkur hópur fólks mætti á kröfufund sem haldinn var á Austurvelli nú síðdegis. Yfirskrift fundarins var „Hvað varð um nýju stjórnarskrána?“ en fimm ár eru í dag liðinn frá því að þjóðartkvæðagreiðsla var haldin um stjórnarskrármálið. Meira »

Smitáhrif lítil af kynjakvótum

Í gær, 16:00 „Þrátt fyrir áhrif lagasetningarinnar á kynjasamsetninguna í stjórnum stærri fyrirtækja, þá hafa lögin ekki haft smitáhrif á kynjahlutfall smærri fyrirtækja. Lögin um kynjakvóta hafa ekki heldur haft smitáhrif í átt til fjölgunar stjórnarformanna sem neinu nemur,“ segir Guðbjörg. Meira »

Frambjóðendafjör á Kjötsúpudaginn

Í gær, 15:30 Hinn árlegi Kjötsúpudagur er haldinn á Skólavörðustígnum í dag. Líkt og fyrri ár var lítra eftir lítra af gómsætri kjötsúpu útdeilt til gesta og gangandi. Þetta ár var einnig efnt til Frambjóðendafjörs sem fór fram á heyvagni við Hegningarhúsið. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Rýmingarsala
Rýmingarsala á bókum um helgina 50% afsláttur allt á að seljast Hjá Þorvaldi í K...
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
Íslenskir stálstólar nýklæddir 4stykki og fleiri
er með nokkra Ísl. stálstóla, nýtt áklæði, í góðu standi á 12.500 kr. STYKKIÐ. ...
Stálvaskur - lítur vel út
Til sölu: Sterklegur stálvaskur. . verð 2000kr Upplýsingar í síma 564-1787 og ...
 
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...
Fyrirtæki í reykjavík
Önnur störf
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir ...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Verkefnisstjóri
Stjórnunarstörf
Verkefnisstjóri Stjór...