Airbnb „keyrir stíft inn á Ísland“

Á Airbnb geta einstaklingar auglýst íbúðir sínar til tímabundinnar leigu.
Á Airbnb geta einstaklingar auglýst íbúðir sínar til tímabundinnar leigu. AFP

Umframspurn eftir gistingu á Íslandi virðist hafa orðið Airbnb hvati að því að hefja auglýsingaherferð á Google. Könnun sem ferðamálafræðingurinn Hermann Valsson gerði sýnir að auglýsingar Airbnb birtast nú í fyrsta skipti í leitarniðurstöðum í sumum þeirra landa þaðan sem flestir ferðamenn koma til Íslands.

Hermann hefur fylgst með auglýsingum fyrir gistingu á Íslandi á Google undanfarin sex ár en niðurstöðurnar í fyrra nýtti hann í BS-ritgerð sína í ferðamálafræði. Athugun hans í ár leiðir í ljós að Airbnb er í fyrsta skipti byrjað að kaupa auglýsingar á Google þegar leitað er að gistingu á Íslandi.

„Það hefur orðið svo ofboðsleg aukning í Airbnb-gistingum vegna þess að fjöldi erlendra ferðamanna til Íslands hefur farið langt fram úr framboði á gistingu. Þeir eru að keyra inn á þennan markað mjög stíft,“ segir Hermann.

Auglýsa ekki í vinsælustu ferðamannalöndunum

Könnunin fór þannig fram að Hermann leitaði að gistingu í höfuðborginni með leitarorðunum „Hotel Reykjavik“ í Google eins og hann væri staddur í þeim tíu löndum þaðan sem flestir ferðamenn koma til Íslands.

Frétt mbl.is: Hótel missa tekjur til erlendra aðila

Í ljós kom að í Danmörku og Hollandi birtist auglýsing frá Airbnb á fyrstu síðu niðurstaðna við hlið gamalgróinna gistingarmiðlara eins og Booking.com og fleiri sambærilegra síðna. Danir eru í sjötta sæti og Hollendingar í tíunda sæti þeirra þjóða sem sækja Ísland helst heim.

Hermann segist jafnframt hafa skoðað sambærilegar niðurstöður fyrir þau tíu lönd sem taka við flestum ferðamönnum í heiminum en í engu þeirra standi Airbnb í sambærilegri auglýsingaherferð á Google.

Flestar Airbnb-íbúðirnar eru í miðborginni.
Flestar Airbnb-íbúðirnar eru í miðborginni. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það er bara til Íslands sem þeir eru núna að ráðast inn alveg af fullum þunga til að taka sem mest af þessari köku,“ segir hann og bendir á að greiða þurfi hátt verð fyrir auglýsingar á fyrstu niðurstöðusíðu hjá Google .

Þá bendir hann á að ekki sé rétt að meta mikilvægi þjóðernis þeirra ferðamanna sem hingað koma út frá mannfjölda heldur fremur út frá gistinóttum. Þannig dvelji Hollendingar til að mynda í þrettán daga á Íslandi að meðaltali en Bandaríkjamenn, Bretar og Norðmenn ekki nema fjóra til fimm daga að jafnaði.

Skaðleg samfélagsleg áhrif

Hugsanlegt sé að Airbnb sé að nota Ísland, sem sé þrátt fyrir allt frekar lítill markaður í ferðamennsku, sem nokkurs konar tilraunamarkað í þessu samhengi til að læra af áður en sama herferð verður notuð annars staðar, að mati Hermanns. Það sé þekkt aðferð innan sölu- og markaðsfræðanna.

Hermann telur að innreið Airbnb á Íslandi hafi neikvæð samfélagsleg áhrif því hún stuðli að snarhækkun leigu- og fasteignaverðs.

„Örðugleikar ungs fólks að leigja og kaupa aukast til muna því þarna er verið að færa gistingu sem annars var á hótelum meira í heimahús. Afleiðingarnar eru stórkostlegar,“ segir Hermann.

Úttekt sem ráðgjafafyrirtækið Expectus gerði í vor sýndi að pláss er fyrir um 10.000 Airbnb-gesti í Reykjavík og að flestar íbúðirnar sem leigðar eru út með þeim hætti séu í miðborginni.

Airbnb-íbúðir í Reykjavík voru alls 2.551 talsins í Reykjavík í ...
Airbnb-íbúðir í Reykjavík voru alls 2.551 talsins í Reykjavík í apríl sl. Skjáskot

Frétt mbl.is: Pláss fyrir 10.000 Airbnb-gesti

Uppfært 1.9.2016 Upphaflega stóð í fréttinni að Danir og Hollendingar væru í þriðja og sjötta sæti yfir þjóðir sem heimsækja helst Ísland. Hið rétta er að þjóðirnar tvær eru í sjötta og tíunda sæti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Í fangaklefa vegna líkamsárásar

05:43 Einn er í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna líkamsárásar og brots á vopnalögum.   Meira »

Mannekla er mest í Reykjavík

05:30 Reykjavíkurborg stendur hlutfallslega verst sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að því að manna leikskóla. 119 stöðugildi eru nú laus, en hinn 11. ágúst voru þau 132. Meira »

Kennaraskortur er yfirvofandi

05:30 Aðsókn að kennaranámi eykst milli ára en það dugar ekki til. Kennaraskortur er yfirvofandi á næstu árum.  Meira »

Uppfylla ekki lagaskyldu

05:30 „Það er grafalvarlegt mál að sveitarfélög skuli ekki fara eftir lögum og skuli ekki skipuleggja sig og skila inn brunavarnaáætlunum,“ segir Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar. Meira »

Lokaður ofn en lykt hrellir íbúa

05:30 Ofn United Silicon, kísilverksmiðjunnar í Helguvík, er tilbúinn til gangsetningar á ný eftir lokun frá því á miðvikudag. Þrátt fyrir það hefur ofninn ekki verið gangsettur. Meira »

824 bíða stúdentaíbúða

05:30 824 umsækjendur fá ekki inni á stúdentagörðum Félagsstofnunar stúdenta (FS) við Háskóla Íslands eftir úthlutun í haust.  Meira »

Nýtt hljóðmælingakerfi komið upp

05:30 Isavia hefur tekið í gagnið nýtt gagnvirkt hljóðmælingakerfi við Keflavíkurflugvöll sem er opið öllum í gegnum vef fyrirtækisins. Meira »

Ekki mokað aftur í göngin

05:30 Kristján Þór Magnússon, bæjarstjóri á Húsavík, segir öryggi og tímasparnað það sem hæst standi upp úr varðandi Vaðlaheiðargöng. Meira »

Þriggja bíla árekstur

Í gær, 22:59 Þrír bílar lentu í árekstri á Suðurlandsvegi til móts við afleggjara inn í Heiðmörk um klukkan 20 í kvöld.  Meira »

Hitinn fór upp í 18,4 stig

Í gær, 22:50 Veðrið lék við flesta landsmenn í dag og fór hitinn mest upp í 18,4 stig í Árnesi. Suðvestlæg átt verður ríkjandi á morgun og áfram verður hlýtt í vikunni. Meira »

Eygir í langþráða heimferð frá Kanarí

Í gær, 22:15 Farið er að sjá fyrir endann á langri bið Íslendinganna sem áttu flug bókað heim frá Tenerife á Kanaríeyjum með Primera Air klukkan fjögur í gær en verið er að hleypa farþegum um borð um kl. 21.30, eða hátt í einum og hálfum sólarhring á eftir áætlun. Meira »

Flugeldasýningin í myndum

Í gær, 22:00 Taktfastar sprengingar frá risastórri flugeldasýningu Menningarnætur ómuðu um alla Reykjavík í logninu í gær. Ljósasýningin var tilþrifamikil að mati viðstaddra. Meira »

Metfjöldi upplifir almyrkvann

Í gær, 21:43 Sá sjaldgæfi atburður verður í Bandaríkjunum á morgun að þar mun sjást almyrkvi á sólu. Almyrkvinn gengur þvert yfir Bandaríkin, frá Oregon á Vesturströndinni þar sem hann hefst klukkan 10:15 að staðartíma yfir til Suður-Karólínu þar sem honum lýkur um 90 mínútum síðar. Meira »

Leita enn mannsins með byssuna

Í gær, 21:13 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn manns um tvítugt sem veifaði skotvopni í Hafnarfirði og kann að hafa ógnað fólki með henni. Ekki liggur ljóst fyrir hvort maðurinn hafi verið að ógna fólki með byssunni, en margt bendir til þess. Meira »

Kveikt í palli í Keflavík

Í gær, 20:15 Brunavarnir Suðurnesja voru kvaddar að húsi við Hafnargötu í Keflavík á áttunda tímanum í kvöld þar sem eldur logaði í trépalli við hús sem kallað er 88-húsið. Meira »

Geðshræring greip um sig

Í gær, 21:28 Mikil geðshræring greip um sig í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í dag er bíl var ekið á bygginguna. Lögreglu tókst ekki að yfirbuga ökumanninn fyrr en inn í flugstöðina var komið. Starfsmaður á vellinum segir starfsfólki og farþegum hafa verið brugðið, ekki síst vegna hryðjuverkanna í Evrópu að undanförnu. Meira »

Hvers vegna var Birna myrt?

Í gær, 20:38 Á morgun hefst aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Møller Ol­sen í Héraðsdómi Reykjaness. Thomas er ákærður fyrir að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana í janúar. Meira »

Sagði konunni að „drulla sér“ út

Í gær, 19:58 Konan sem rifin var með valdi út úr bíl sínum við Leifsstöð fyrr í dag var á leið heim af Keflavíkurflugvelli þar sem hún starfar. Maðurinn hljóp í átt að bílnum, kýldi fast í bílrúðuna og sagði henni að „drulla sér úr bílnum“ áður en hann reif hana út. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Heildarlausn á viðhaldi bílastæða
Frá því 1988 hafa BS verktakar boðið heildarlausnir á viðhaldi bílastæða og umhv...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...