Airbnb „keyrir stíft inn á Ísland“

Á Airbnb geta einstaklingar auglýst íbúðir sínar til tímabundinnar leigu.
Á Airbnb geta einstaklingar auglýst íbúðir sínar til tímabundinnar leigu. AFP

Umframspurn eftir gistingu á Íslandi virðist hafa orðið Airbnb hvati að því að hefja auglýsingaherferð á Google. Könnun sem ferðamálafræðingurinn Hermann Valsson gerði sýnir að auglýsingar Airbnb birtast nú í fyrsta skipti í leitarniðurstöðum í sumum þeirra landa þaðan sem flestir ferðamenn koma til Íslands.

Hermann hefur fylgst með auglýsingum fyrir gistingu á Íslandi á Google undanfarin sex ár en niðurstöðurnar í fyrra nýtti hann í BS-ritgerð sína í ferðamálafræði. Athugun hans í ár leiðir í ljós að Airbnb er í fyrsta skipti byrjað að kaupa auglýsingar á Google þegar leitað er að gistingu á Íslandi.

„Það hefur orðið svo ofboðsleg aukning í Airbnb-gistingum vegna þess að fjöldi erlendra ferðamanna til Íslands hefur farið langt fram úr framboði á gistingu. Þeir eru að keyra inn á þennan markað mjög stíft,“ segir Hermann.

Auglýsa ekki í vinsælustu ferðamannalöndunum

Könnunin fór þannig fram að Hermann leitaði að gistingu í höfuðborginni með leitarorðunum „Hotel Reykjavik“ í Google eins og hann væri staddur í þeim tíu löndum þaðan sem flestir ferðamenn koma til Íslands.

Frétt mbl.is: Hótel missa tekjur til erlendra aðila

Í ljós kom að í Danmörku og Hollandi birtist auglýsing frá Airbnb á fyrstu síðu niðurstaðna við hlið gamalgróinna gistingarmiðlara eins og Booking.com og fleiri sambærilegra síðna. Danir eru í sjötta sæti og Hollendingar í tíunda sæti þeirra þjóða sem sækja Ísland helst heim.

Hermann segist jafnframt hafa skoðað sambærilegar niðurstöður fyrir þau tíu lönd sem taka við flestum ferðamönnum í heiminum en í engu þeirra standi Airbnb í sambærilegri auglýsingaherferð á Google.

Flestar Airbnb-íbúðirnar eru í miðborginni.
Flestar Airbnb-íbúðirnar eru í miðborginni. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það er bara til Íslands sem þeir eru núna að ráðast inn alveg af fullum þunga til að taka sem mest af þessari köku,“ segir hann og bendir á að greiða þurfi hátt verð fyrir auglýsingar á fyrstu niðurstöðusíðu hjá Google .

Þá bendir hann á að ekki sé rétt að meta mikilvægi þjóðernis þeirra ferðamanna sem hingað koma út frá mannfjölda heldur fremur út frá gistinóttum. Þannig dvelji Hollendingar til að mynda í þrettán daga á Íslandi að meðaltali en Bandaríkjamenn, Bretar og Norðmenn ekki nema fjóra til fimm daga að jafnaði.

Skaðleg samfélagsleg áhrif

Hugsanlegt sé að Airbnb sé að nota Ísland, sem sé þrátt fyrir allt frekar lítill markaður í ferðamennsku, sem nokkurs konar tilraunamarkað í þessu samhengi til að læra af áður en sama herferð verður notuð annars staðar, að mati Hermanns. Það sé þekkt aðferð innan sölu- og markaðsfræðanna.

Hermann telur að innreið Airbnb á Íslandi hafi neikvæð samfélagsleg áhrif því hún stuðli að snarhækkun leigu- og fasteignaverðs.

„Örðugleikar ungs fólks að leigja og kaupa aukast til muna því þarna er verið að færa gistingu sem annars var á hótelum meira í heimahús. Afleiðingarnar eru stórkostlegar,“ segir Hermann.

Úttekt sem ráðgjafafyrirtækið Expectus gerði í vor sýndi að pláss er fyrir um 10.000 Airbnb-gesti í Reykjavík og að flestar íbúðirnar sem leigðar eru út með þeim hætti séu í miðborginni.

Airbnb-íbúðir í Reykjavík voru alls 2.551 talsins í Reykjavík í ...
Airbnb-íbúðir í Reykjavík voru alls 2.551 talsins í Reykjavík í apríl sl. Skjáskot

Frétt mbl.is: Pláss fyrir 10.000 Airbnb-gesti

Uppfært 1.9.2016 Upphaflega stóð í fréttinni að Danir og Hollendingar væru í þriðja og sjötta sæti yfir þjóðir sem heimsækja helst Ísland. Hið rétta er að þjóðirnar tvær eru í sjötta og tíunda sæti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Átta fjölskyldur fengu styrk

21:40 „Það er alveg meiriháttar að sjá hvað þessu hefur verið vel tekið,“ segir Ásdís Arna Gottskálksdóttir, sem stofnaði góðgerðarfélagið Bumbuloní fyrir tveimur árum, með það að markmiði að styrkja fjölskyldur langveikra barna. Meira »

Reyndi að nauðga læknanema

21:22 354 konur í læknastétt skora á starfsmenn og stjórnendur að uppræta kynbundið áreiti, mismunun og kynferðislegt ofbeldi í starfi. Gerendurnir eru oftast karlkyns samstarfsmenn sem eru ofar í valdastiganum, samkvæmt reynslusögum sem konurnar hafa deilt í lokuðum hópi á samfélagsmiðlum. Meira »

Fjarstæðukenndir framburðir í farsamáli

20:34 Ákæruvaldið fer fram á 12 til 18 mánaða fangelsisvist í máli fjögurra einstaklinga sem ákærðir eru fyrir peningaþvætti, en aðalmeðferð í málinu lauk í héraðsdómi í dag. Um er að ræða þrjá karlmenn og eina konu, en krafist vægari refsingar yfir konunni, þrátt fyrir að hennar þáttur sé talinn mikill. Meira »

45 daga fangelsi fyrir um 3 kíló af kannabis

19:48 Karlmaður á fertugsaldri var fyrir helgi dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir kannabisræktun, en í september gerði lögregla upptæk hjá manninum 1,7 kíló af maríjúana, 1,5 kíló af kannabislaufum og sex kannabisplöntur. Meira »

Ráðherra fékk fyrsta fossadagatalið

19:46 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tók í dag við fyrsta eintakinu af fossadagatalinu 2018 úr hendi þeirra Tómasar Guðbjartssonar hjartaskurðlæknis og Ólafs Más Björnssonar augnlæknis. Myndirnar tóku þeir Tómas og Ólafur Már í þremur ferðum sínum á svæðið sl. sumar. Meira »

„Var mikil froststilla, sem betur fer“

19:29 „Þarna voru náttúrulega varahlutir fyrir skipin og aðstaða til að taka inn dælur og mótora sem fara þarf yfir og endurnýja. Þetta var því okkar verkstæði og lager,“ segir Kristján G. Jóakimsson, vinnslu- og markaðsstjóri Hraðfrystihússins – Gunnvarar. Meira »

Hrútar eru fagur fénaður

18:30 Jón Gunnarsson, bóndi í Árholti á Tjörnesi, á marga hrúta og hefur stundað ræktunarstarf um langt árabil. Það var því mikill handagangur í öskjunni þegar hann og systursonur hans, Gunnar Sigurður Jósteinsson, tóku til við að rýja stóru hrútana eins og þeir eru stundum kallaðir í daglegu tali. Meira »

Kleip mig í bæði brjóstin

18:52 Tæplega 600 íslenskar flug­freyjur hafa skrifað undir áskorun þar sem þær hafna kyn­ferð­is­legri áreitni og mis­munun og skora á karl­kyns sam­verka­menn sína að taka ábyrgð. Með áskorun sinni deila flugfreyjurnar 28 nafnlausum sögum af áreitni og mismunun sem þær hafa sætt í starfi. Meira »

Leyfi til sérnáms í bæklunarlækningum

18:16 Landspítalinn hefur hlotið viðurkenningu heilbrigðisyfirvalda til að annast sérnám í bæklunarlækningum. Þetta kemur fram á heimasíðu spítalans, en áður hefur spítalinn hlotið viðurkenningu vegna sérnáms í lyflækningum og geðlækningum. Meira »

Velferð alls samfélagsins í húfi

18:03 Velferð barna er eitthvað sem við getum öll verið sammála um og er eitthvað sem Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, ætlar að leggja mjög mikla áherslu á í embætti ráðherra. Miklar breytingar hafi orðið á íslensku samfélagi og velferðarkerfið þurfi að laða sig að breyttum aðstæðum. Meira »

Eftirskjálftar mælast í Skjaldbreið

17:45 Sex jarðskjálftar hafa mælst í fjallinu Skjaldbreið við Langjökul í dag og var sá stærsti 1,8 stig. Hann mældist snemma í morgun. Hugsanlega eru þetta eftirskjálftar eftir skjálftana sem urðu þar um helgina. Fjallið er vel vaktað af Veðurstofunni. Meira »

Halldóra formaður velferðarnefndar

17:40 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, verður formaður velferðarnefndar Alþingis fyrri helming kjörtímabilsins. Seinni helminginn stýrir þingmaður Samfylkingar nefndinni en Píratar taka þá við formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Meira »

Flugvirkjar funda aftur á morgun

16:52 Tólfta fundi Flug­virkja­fé­lags Íslands og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins hjá ríkissáttasemjara vegna Icelanda­ir er lokið.   Meira »

Eldur kom upp í timburhúsi á Grettisgötu

16:16 Eldur kom upp í þaki húss við Grettisgötu nú síðdegis. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað á vettvang og greiðlega gekk að slökkva eldinn, samkvæmt upplýsingum þaðan. Meira »

Kvartanir yfir Braga ekki „meintar“

15:30 Velferðarráðuneyti segir það ekki rétt að Barnaverndarstofu hafi gengið erfiðlega að fá gögn um tiltekin mál líkt og Barnaverndarstofa haldi fram. Einnig áréttar ráðuneytið að kvartanir frá barnaverndarnefndum í garð forstjóra Barnaverndarstofu séu ekki „meintar“ því þær liggja fyrir. Meira »

Æsileg eftirleit á aðventu

16:41 Allt frá tímum Fjalla Bensa, sem segir af í Aðventu Gunnars Gunnarssonar, hefur tíðkast að fara til eftirleita á aðventunni og leita eftirlegukinda. Nú á dögum velja menn sér samt auðveldari ferðamáta en tvo jafnfljóta, enda hefur tækninni fleygt fram þó kindurnar séu ekkert sáttari við að láta fanga sig. Meira »

„Það lendir alltaf einhver í honum“

15:56 Konur í fjölmiðlum stigu í dag fram undir merkjum #fimmtavaldsins og sögðu meðal annars sögur sínar í tengslum við störf innan greinarinnar. Má þar lesa fjölmargar sögur um áreitni, óviðeigandi kynferðislegt tal, mismunun og kynferðislegt ofbeldi sem konurnar hafa orðið fyrir. Meira »

Jarðvarmavirkjun með aðkomu Íslendinga

15:22 Jarðvarmavirkjunin Pico Alto var formlega gangsett við hátíðlega athöfn á eyjunni Terceira, sem er hluti Azoreyjaklasans og tilheyrir Portúgal, 20. nóvember, en íslenskir aðilar komu að verkefninu. Orkustofnun var þannig ráðgjafi fyrir Uppbyggingasjóð EES, sem kom að fjármögnun verkefnisins, við mótun og framkvæmd orkuáætlunarinnar frá upphafi. Veitti sjóðurinn 3,7 milljónir evra til þess. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

útskorið og flott sófaborð
er með fallegt sófaborð útskorið með svartri glerplötu á 35,000 kr sími 869-2798...
Til að ferðast með nuddbekkinn
Til að ferðast með nuddbekkinn www.egat.is verð 8900 kr. sími 8626194...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, nem...
Aflagrandi 40 við byrjum daginn á opnu
Félagsstarf
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Framhaldsuppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...