„Verðmiðinn er kominn“

Vigdís Hauksdóttir.
Vigdís Hauksdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég er mjög undrandi á því hvernig þetta mál hefur spilast,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis, í samtali við mbl.is. Rætt var um sölu á landi ríkisins í Skerjafirði í Reykjavík á fundi nefndarinnar í morgun og stöðu Reykjavíkurflugvallar. Vigdís segir ljóst að sínu mati að heimild hefði þurft að vera í fjárlögum fyrir árið 2014 til þess að selja landið í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar.

„Þannig stendur málið gagnvart mér. Það er í raun eftiráskýring að halda öðru fram. En það er eitt gott í þessu og það er að kominn er verðmiði á landið í Skerjafirði. Ef þessu verður haldið svona stíft áfram þá er ekkert annað að gera en að fara bara í eignarnám og endurgreiða borginni 440 milljónir króna. Það er bara svoleiðis. Verðmiðinn er kominn,“ segir Vigdís og vísar þar til verðmats í samningi frá 2013 um afsal ríkisins á landinu til Reykjavíkurborgar.

„Þarna er bara komið verðmat. Það þarf þá ekki að rífast meira um það,“ segir Vigdís. Málið sé fullt af eftiráskýringum. Ekki hafi verið um mistök að ræða þegar tillaga hafi komið inn í fjárlagagerðina fyrir árið 2014. Reynt hafi verið síðan að túlka fjárlög á þann hátt að afsalið hafi verið samþykkt með fjárlögum 2013. Málflutningur fjármálaráðuneytisins byggist allur á því að sögn Vigdísar en sú standist hins vegar engan veginn nánari skoðun.

Dagur skrifaði undir samninginn

„Það þýðir ekkert að fara aftur í tímann til þess að sækja einhverjar slíkar heimildir,“ segir Vigdís. Engan veginn standist að ætla að byggja til dæmis á heimildum í dag sem veittar hafi verið í fjárlögum einhvern tímann á árum áður. Endurnýja þurfi slíkar heimildir í fjárlögum á hverju ári. „Það væri eins og við færum að notast við einhverja slíka heimild í fjárlögum frá því að við vörum síðast í ríkisstjórn. Það bara stenst ekki, þetta bara stenst ekki.“

Vigdís segir að málið sé í raun fyrst og fremst „rándýrt Samfylkingarklúður“ sem lendi á skattgreiðendum. Þegar samið hafi verið um málið á 2013 hafi Samfylkingin bæði verið í ríkisstjórn og í borgarstjórn Reykjavíkur. Með öðrum orðum báðum megin við borðið. Hún bætir við að Dagur B. Eggertsson, núverandi borgarstjóri, hafi skrifað undir samninginn frá 2013 ásamt Katrínu Júlíusdóttur, fjármálaráðherra Samfylkingarinnar.

„Því hefur verið haldið fram að Jón Gnarr hafi skrifað undir samninginn sem borgarstjóri en það er ekki þannig. Dagur B. Eggertsson skrifaði undir hann. Dagur getur ekkert fríað sig ábyrgð því það er hans undirskrift sem er á samningnum.“ Vigdís birti í morgun mynd á Facebook-síðu sinni af undirskriftum þeirra sem skrifuðu undir samninginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Viðgerðir á gluggunum í Skálholti dýrar

08:18 Ráðast þarf í viðamiklar viðgerðir á steindu gluggunum eftir Gerði Helgadóttur sem prýða Skálholtsdómkirkju, að sögn Jóns Sigurðssonar, formanns verndarsjóðs kirkjunnar, sem Skálholtsfélagið hið nýja stofnaði í fyrra. Meira »

Þingmaður í flóttamannabúðum

07:57 Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, er þessa stundina stödd í Grikklandi á vegum SOS Barnaþorpa þar sem hún mun næstu fjórar vikurnar meðal annars sinna sjálfboðastörfum í þágu flóttabarna sem flúið hafa fylgdarlaus til Evrópu. Meira »

Krúttleg lítil bæjarhátíð á Húsavík

07:37 Hlöðuball með Birgittu Haukdal, hrútasýning, garðatónleikar og Mæruhlaup eru meðal þess sem í boði er á Mærudögum á Húsavík sem haldnir verða 27. til 30. júlí. Meira »

Hellisheiði lokuð á leið austur

07:37 Þeir ökumenn sem eiga leið um Suðurlandsveg geta átt von á töfum vegna framkvæmda. Hellisheiði er nú lokuð fyrir umferð á leið austur og þurfa ökumenn að fara Þrengslaveg. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar átti þeim malbikunarframkvæmdum að vera lokið um klukkan fjögur í nótt. Meira »

Eiga að gefa út ákæru í nauðgunarmáli

07:32 Ríkissaksóknari hefur fellt niður ákvörðun héraðssaksóknara um að gefa ekki út ákæru í nauðgunarmáli. Brotið átti sér stað í heimahúsi fyrir þremur árum en var ekki kært til lögreglu fyrr en tveimur árum síðar eða síðasta sumar. Meira »

Skátar skila yfir 2 milljörðum

07:00 „Nú erum við, Bandalag íslenskra skáta, að opna einn umfangsmesta viðburð sem hefur verið haldinn á Íslandi,“ segir Hrönn Pétursdóttir, mótsstjóri World Scout Moot 2017, sem sett verður í Laugardalshöll í dag. Meira »

Varað við hvössum vindhviðum

06:32 Varað er við hvössum vindhviðum undir Eyjafjöllum seint í kvöld. Vindurinn sem verður um 13-18 m/s getur verið varasamur ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Ökumenn sem ferðast með ferðavagna eru beðnir að taka tillit til þess. Meira »

Við stýrið undir áhrifum fíkniefna

06:58 Tveir ökumenn voru stöðvaðir í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og áfengis. Þeir voru báðir látnir lausir eftir blóðtöku. Í bíl annars þeirra sem lögreglan í Kópavogi og Breiðholti stöðvaði fannst einnig lítilræði af ætluðum fíkniefnum. Meira »

Einungis tveir sóttu um stöðuna

05:30 Starf borgarlögmanns var auglýst á dögunum og er umsóknarfrestur runninn út.   Meira »

Þrjú hótel áformuð við hlið Kjörgarðs

05:30 Þrjú hótel eru áformuð við Kjörgarð á Laugavegi 59 í Reykjavík. Íbúðahótelið Reykjavík Residence hyggst opna hótel á Hverfisgötu 78. Það verður að hluta í nýju bakhúsi sem snýr að Kjörgarði. Meira »

Er jarðhiti undir Grænlandsjökli?

05:30 Flugmaður, sem var á dögunum að ferja flugvél vísindaleiðangurs frá Íslandi til Monterey í Kaliforníu, náði mynd sem sýnir gufubólstra upp úr Grænlandsjökli. Meira »

Námsgögn barna verði án endurgjalds

05:30 „Það virðist stefna í að allt eigi að vera ókeypis fyrir alla,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands sveitarfélaga.  Meira »

Viðhald á leikskólum óviðunandi

05:30 „Það er alveg ljóst og vitað að ástand leikskólabygginga er mjög slæmt og við höfum fengið ábendingar um slæmt viðhald bæði frá leikskólastjórum og eins frá foreldrum,“ segir Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Meira »

Hugbúnaðarlausnir Valitor í sókn

05:30 Starfsemi Valitor hefur gjörbreyst undanfarin ár og er fyrirtækið nú meðal stærstuhugbúnaðarhúsa landsins.   Meira »

24,9 stiga hiti í Húsafelli

Í gær, 23:18 Sumarveðrið er í hámarki þessa dagana og um að gera að njóta, segir vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hæstur hiti á landinu mældist í Húsafelli í dag 24,9 gráður, en hiti fór einnig yfir 24 gráður á Reykjum í Fnjóskadal og Ásgarði. Meira »

Ný bryggja við Fáskrúðsfjarðarhöfn

05:30 Ný bryggja er í smíðum við Fáskrúðsfjarðarhöfn og er ráðgert að byggingu hennar ljúki í september nk. Bryggjan er 90 metra löng og um tíu metra dýpi er við hana. Meira »

Verktakar flýja borgina

05:30 Dæmi eru um að verktakar hafi gefist upp á skipulagsyfirvöldum í Reykjavík og tekið ákvörðun um að hætta uppbyggingu í miðborginni. Ástæðan er miklar og ítrekaðar tafir á afgreiðslu mála. Meira »

Handleggsbrotnaði á trampólíni

Í gær, 22:46 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um trampólínslys við Sjávargrund um sexleytið í kvöld, en þar hafði barn handleggsbrotnað sem lenti illa er það var að hoppa á trampólíninu. Meira »
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
BMW F650CS + nýr jakki, buxur og hjálmur
BMW F650 CS ferðahjól til sölu. Ekið aðeins 17.000- km. Hjálmageymslubox fylgir....
Yamaha Virago
Til sölu Yamaha Virago xv700 árg.84. Gamal og góður hippi í ágætu standi. Verð k...
Borðstofuborð
Til sölu borðstofuborð. 180cm x100 með 2x 55 cm stækkunum. Verðhugmynd 50.000 ...
 
Geirlandsá - útboð óskað er eftir tilbo
Veiði
Geirlandsá - útboð Óskað er eftir til...
Skrifstofustjóri
Stjórnunarstörf
Skrifstofustjóri óskast til starfa hjá ...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...
Breyting á aðal- og deiliskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Till...