„Verðmiðinn er kominn“

Vigdís Hauksdóttir.
Vigdís Hauksdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég er mjög undrandi á því hvernig þetta mál hefur spilast,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis, í samtali við mbl.is. Rætt var um sölu á landi ríkisins í Skerjafirði í Reykjavík á fundi nefndarinnar í morgun og stöðu Reykjavíkurflugvallar. Vigdís segir ljóst að sínu mati að heimild hefði þurft að vera í fjárlögum fyrir árið 2014 til þess að selja landið í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar.

„Þannig stendur málið gagnvart mér. Það er í raun eftiráskýring að halda öðru fram. En það er eitt gott í þessu og það er að kominn er verðmiði á landið í Skerjafirði. Ef þessu verður haldið svona stíft áfram þá er ekkert annað að gera en að fara bara í eignarnám og endurgreiða borginni 440 milljónir króna. Það er bara svoleiðis. Verðmiðinn er kominn,“ segir Vigdís og vísar þar til verðmats í samningi frá 2013 um afsal ríkisins á landinu til Reykjavíkurborgar.

„Þarna er bara komið verðmat. Það þarf þá ekki að rífast meira um það,“ segir Vigdís. Málið sé fullt af eftiráskýringum. Ekki hafi verið um mistök að ræða þegar tillaga hafi komið inn í fjárlagagerðina fyrir árið 2014. Reynt hafi verið síðan að túlka fjárlög á þann hátt að afsalið hafi verið samþykkt með fjárlögum 2013. Málflutningur fjármálaráðuneytisins byggist allur á því að sögn Vigdísar en sú standist hins vegar engan veginn nánari skoðun.

Dagur skrifaði undir samninginn

„Það þýðir ekkert að fara aftur í tímann til þess að sækja einhverjar slíkar heimildir,“ segir Vigdís. Engan veginn standist að ætla að byggja til dæmis á heimildum í dag sem veittar hafi verið í fjárlögum einhvern tímann á árum áður. Endurnýja þurfi slíkar heimildir í fjárlögum á hverju ári. „Það væri eins og við færum að notast við einhverja slíka heimild í fjárlögum frá því að við vörum síðast í ríkisstjórn. Það bara stenst ekki, þetta bara stenst ekki.“

Vigdís segir að málið sé í raun fyrst og fremst „rándýrt Samfylkingarklúður“ sem lendi á skattgreiðendum. Þegar samið hafi verið um málið á 2013 hafi Samfylkingin bæði verið í ríkisstjórn og í borgarstjórn Reykjavíkur. Með öðrum orðum báðum megin við borðið. Hún bætir við að Dagur B. Eggertsson, núverandi borgarstjóri, hafi skrifað undir samninginn frá 2013 ásamt Katrínu Júlíusdóttur, fjármálaráðherra Samfylkingarinnar.

„Því hefur verið haldið fram að Jón Gnarr hafi skrifað undir samninginn sem borgarstjóri en það er ekki þannig. Dagur B. Eggertsson skrifaði undir hann. Dagur getur ekkert fríað sig ábyrgð því það er hans undirskrift sem er á samningnum.“ Vigdís birti í morgun mynd á Facebook-síðu sinni af undirskriftum þeirra sem skrifuðu undir samninginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Engar mjólkurvörur til Húsavíkur

11:05 „Ég veit ekkert hvað við fáum í dag. Mjólkin átti að koma í dag en það er spurning hvort Víkurskarð opnast,“ segir Helga Soffía Bjarnadóttir, starfsmaður Krambúðarinnar á Húsavík. Meira »

Óvissustigi aflýst á Vestfjörðum

10:59 Óvissustigi vegna snjóflóða hefur verið aflýst á norðanverðum Vestfjörðum. Úrkomulaust hefur verið frá því í snemma í morgun og spáð er ágætis veðri yfir helgina. Meira »

„Ekki grunur um nýtt efni“

10:54 „Það er ekki grunur um nýtt efni sem er ekki þekkt,“ segir Grímur Grímsson, yf­ir­lög­regluþjónn, spurður hvort grunur leiki á að mennirnir tveir sem réðust á fimm ára barn í aft­ur­sæti bif­reiðar við gatna­mót Lauga­vegar og Snorra­braut­ar í vikunni hafi verið undir áhrifum nýrra eiturlyfja. Meira »

Byrlað nauðgunarlyf á landsfundi

10:11 Konu í stjórnmálum var byrlað nauðgunarlyf á landsfundi stjórnmálaflokks. Þetta er meðal þeirra 136 reynslusagna kvenna af kynferðisofbeldi og áreitni í stjórnmálum sem hefur verið deilt í lokaða facebookhópnum Í skugga valdsins undanfarna sex daga. Meira »

Innan við 100 metra skyggni

09:49 Á Austurlandi nær vindur hámarki um miðjan dag með 20 til 28 metrum á sekúndu og verður skyggni víðast minna en 100 metrar.   Meira »

Nóg að gera hjá björgunarsveitum í nótt

09:34 Nóg hefur verið að gera hjá björgunarsveitum í nótt að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Fyrsta útkallið kom um fjögurleytið í nótt og var það vegna bifreiðar sem hafði bilað fyrir utan Húsavík. Þá sat bíll frá Vegagerðinni fastur á Lyngdalsheiðinni nú í morgun. Meira »

Sagðist bara þurfa að fá að ríða henni

08:58 Grófar nauðgunarhótanir, ummæli á borð við að stjórnmálamaður þurfi „bara að fá að ríða“ viðkomandi stjórnmálakonu og óviðeigandi snertingar eru meðal þeirra frásagna sem stjórmálakonur deildu sín á milli í lokuðum hópi á Facebook. Meira »

Dregur úr snjóflóðahættu á Vestfjörðum

09:25 Veðrið er að mestu gengið niður á Vestfjörðum og reiknað er með því að óvissustig vegna snjóflóðahættu fari þar af fljótlega. Meira »

Skólahald fellt niður á Akureyri

08:52 Ákveðið hefur verið að fella niður allt skólahald í leik- og grunnskólum á Akureyri vegna veðurs. Skólahald hefur einnig verið fellt niður í Verkmenntaskóla Akureyrar og Menntaskólanum á Akureyri. Meira »

Krefjast þess að karlar taki ábyrgð

08:31 Á fimmta hundrað stjórnmálakonur hafa sent frá sér sameiginlega áskorun þar sem þess er krafist að karlar taki ábyrgð og að stjórnmálaflokkar taki af festu á stöðu mála varðandi kynferðisofbeldi og áreitni í íslenskum stjórnmálum. Meira »

Endurhæfing sjúkra er fundið fé

08:18 Aðeins er hægt að sinna rúmlega helmingi beiðna sem berast frá læknum víðs vegar að af landinu um endurhæfingu skjólstæðinga þeirra á Reykjalundi, að sögn forstjórans þar, Birgis Gunnarssonar. Meira »

Rafmagn komst aftur á um eittleytið

08:16 Rafmagn á Austurlandi var alls staðar komið á aftur um klukkan eitt í nótt en það byrjaði að fara af um einum og hálfum tíma fyrr. Meira »

Stórhríð í Hvalfirði

08:01 Stórhríð er í sunnanverðum Hvalfirði og þæfingsfærð að því er fram kemur á vef Vegagerðarinar. Á Vesturlandi er víða hvasst, en víðast er þó verið að hreinsa vegi í kringum þéttbýli. Brattabrekka er þungfær en þæfingsfærð er á köflum á Snæfellsnesi. Holtavörðuheiði er enn lokuð. Meira »

Fékk aðsvif og lenti á staur

07:46 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað til um fimmleytið í morgun vegna bíls sem hafði lent á staur við Hringbrautina. Hafði ökumaðurinn fengið aðsvif við aksturinn. Meira »

Veðurviðvaranir enn í fullu gildi

07:19 Veðurstofan vekur athygli á því að viðvaranir eru í gildi víða um land fram eftir degi og austantil fram á laugardag. Útlit er fyrir norðanhvassviðri eða -storm næsta sólarhring með snjókomu eða éljagangi á norðan- og austanverðu landinu, roki eða jafnvel ofsaveðri suðaustantil. Meira »

Gullaldarliðs Akurnesinga verði minnst

07:57 Bæjarráð Akranes hefur falið menningar- og safnanefnd bæjarins til úrvinnslu hugmyndir Gunnars Sigurðssonar um það hvernig bærinn geti minnst frumkvöðla íþróttalífsins á Akranesi. Meira »

Símalaus sunnudagur Barnaheilla

07:37 „Með símalausum sunnudegi erum við að vekja athygli á því hversu stór hluti símarnir eru orðnir af lífi okkar. Við eyðum oft dýrmætum tíma fjölskyldunnar með símann á lofti.“ Meira »

„Kolófært og slæmt skyggni“

07:05 Björgunarsveitir voru ræstar út á sjöunda tímanum í morgun til að aðstoða bíl sem er fastur í nágrenni Þelamerkur í Hörgársveit. Að sögn lögreglunnar á Akureyri er kolófært og slæmt skyggni í Hörgársveit. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Refapels, síður.
Til sölu ónotaður síður Liz Clayborne refapels, í stærð sem sennilega er Large,...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Crystal clean spray
Crystal clean spray, silver spray og multimedia hreinsispray komið. Slovak Krist...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
Almennt útboð mobile first
Tilboð - útboð
Almennt útboð MOBILE FIR...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...