Hafa aðeins hálftíma til að forða sér

Fjöldi af ferðamönn­um legg­ur leið sína að Sólheimajökli á degi ...
Fjöldi af ferðamönn­um legg­ur leið sína að Sólheimajökli á degi hverj­um. Þessir ferðamenn hættu ekki við ferð sína þangað árið 2014 þrátt fyrir óvissuástand vegna hlaups. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjöldi ferðamanna getur verið í hættu vegna flóða og gasmengunar ef jökulhlaup verður í Sólheimajökli, en hann er einn af tveimur vinsælustu skriðjöklum landsins sem ferðamenn skoða, auk þess sem margir ganga upp á jökulinn sjálfan. Miðað við talningar síðustu tvö ár má gera ráð fyrir að um 1.000 manns komi þar daglega yfir sumartímann, en aðeins tekur um hálftíma fyrir vatn að koma undan jöklinum frá því að upptök eldgoss eða jarðhræringa hefjast undir jöklinum.

Vitundarvakning hefur átt sér stað meðal ferðaþjónustuaðila sem selja í ferðir á svæðið, en fyrir ferðamenn sem koma á eigin vegum og ferðaþjónustur sem ekki hafa kynnt sér hætturnar geta hlaup verið sérstaklega hættuleg. Þetta segir landfræðingurinn Baldur Bergsson sem skrifaði MS-ritgerð um aukna hættu sem steðja að vaxandi fjölda ferðamanna við Sólheimajökul vegna flóða.

Kom að sofandi fólki í bíl í síðasta jökulhlaupi

Baldur hefur undanfarin fjögur ár starfað hjá Veðurstofu Íslands og var árið 2014 sendur ásamt verðandi leiðbeinanda sínum við MS-ritgerðina að jökulánni á Sólheimasandi til að mæla gasmengun eftir að fregnir bárust um jarðvarmalykt á svæðinu.

Niðurstöður mælinganna voru að 10-11 sinnum hærri styrkur var á magni brennisteinsvetnis á svæðinu en talinn er eðlilegur í 15 mínútur í senn fyrir manneskju. Þennan ákveðna dag var veður með leiðinlegra móti að sögn Baldurs, rigning og frekar kalt, en samt voru 10-15 bílar á bílastæðinu eftir að almannavarnir höfðu látið vita af hættu á svæðinu. Stærri ferðaþjónustufyrirtæki höfðu meðal annars hætt við ferðir sínar þennan dag, en að sögn Baldurs voru þarna nokkrir tugir ferðamanna á eigin vegum.

Baldur Bergsson að störfum við Fúlukvísl árið 2014 þegar hlaupið ...
Baldur Bergsson að störfum við Fúlukvísl árið 2014 þegar hlaupið stóð yfir. Mynd/Njáll Fannar Reynisson

„Sá hvað vantaði mikið upp á á svæðinu

Um kvöldið þegar þau komu til baka úr mælingarleiðangrinum á jöklinum segir Baldur að þau hafi meðal annars komið að fólki sem var sofandi í bíl á bílastæðinu við jökulinn, en að hans sögn er það bæði innan hættumarka vegna flóðs og gasmengunar.  

Segir hann þetta hafa verið grunnurinn að því að hann fékk áhuga á að skoða þetta mál betur sem endaði með MS-ritgerð. „Ég sá hvað vantaði mikið upp á á svæðinu svo þetta væri ásættanlegt. Þetta er auðvitað staður sem mun alltaf vera hættulegur, en það vantaði svo margt,“ segir Baldur.

1.000 ferðamenn á dag yfir sumarið

Á árunum 2009 til 2016 segir Baldur að fjórum sinnum hafi komið hlaup úr Sólheimajökli. Þau hafi reyndar í öll skiptin verið heldur lítil en þeim þó fylgt nokkur gasmengun. Góð gögn af svæðinu vanti lengra aftur í tímann, en hann nefnir að árið 1999 hafi t.a.m. komið stórt hlaup á svæðinu og að engin ástæða sé að ætla annað en að það muni gerast í framtíðinni aftur. Þá muni minni hlaupin alltaf valda gasmengunarhættu.

Samkvæmt mati fjögurra stærstu ferðaþjónustuaðilanna sem fara í ferðir á jökulinn má áætla að um 400 manns frá þeim fari daglega á jökulinn. Í ritgerð Baldurs segir aftur á móti að miðað við talningar síðustu tvö ár megi gera ráð fyrir að allt að 30.000 manns komi á jökulinn á mánuði yfir sumartímann. Það gerir um 1.000 manns á dag og er því ljóst að stærstur hluti gesta kemur á eigin vegum eða með minni ferðaþjónustufyrirtækjum.

Baldur Bergsson segir að um 1.000 manns komi að jöklinum ...
Baldur Bergsson segir að um 1.000 manns komi að jöklinum að meðaltali á degi hverjum yfir sumarmánuðina.

Aðeins 30-40 mínútna viðbragðstími

Upptök vatnsvæðis jökulárinnar nær inn á jarðhitakerfi Kötlu og segir Baldur að þegar hlaup verði tengist það þessum svæðum sem séu eins og hverasvæði undir jökli. Talsverð vinna hefur farið í að meta og gera ráðstafanir vegna mögulegra flóða í Markarfljóti og úr Múlakvísl, en minna hefur verið gert í tengslum við jökulsána úr Sólheimajökli, sem hefur stundum verið kölluð Fúlakvísl.

Baldur segir að til sé viðbragðsáætlun fyrir svæðið, en að gallinn sé að það nái aðallega til heimamanna. „Þarna erum við aftur á móti að díla við svakalegan fjölda fólks sem er á jöklinum sjálfum,“ segir hann. Ef til eldgoss kemur tekur að sögn Baldurs ekki nema um 30-40 mínútur fyrir vatnið að koma frá upptökum eldsumbrota að svæðinu þar sem ferðamennirnir eru á.

Vatnið gæti brotið sér leið upp í gegnum jökulinn

Segir hann að vatn fari alltaf einföldustu leið niður og þar sem jökullinn er þynnstur geti vatnið í flóði jafnvel brotið sér leið upp í gegnum jökulinn. Í ritgerð sinni vísar Baldur í mynd sem fengin er að láni úr ritgerð Magnúsar Tuma Guðmundssonar jarðfræðings um svæðið og sést þar að gönguleiðin við árfarveginn og jafnvel bílastæðin geta verið í mikilli flóðahættu ef hlaup af stærðinni 2.000 til 10.000 rúmmetrar á sekúndu kemur undan jöklinum. Undanfarin ár hafa flóðin verið minni, en Baldur segir að þau geti hæglega verið talsvert stærri. Til viðbótar við þetta komi gasmengun sem geti reynst hættulega talsvert út frá árfarveginum, jafnvel nokkur hundruð metra.

Gasmengun lýsir sér fyrst í að fólki fer að líða illa og verður óglatt, en við hærri styrk getur því farið að svíða í augun og jafnvel hlotið varanlegan augnskaða að sögn Baldurs. Við hærri styrk getur þefskyn lamast sem veldur því að viðkomandi hættir að finna gaslyktina. Þá geta einkenni lýst sér í kæruleysi og að lokum leitt til dauða.

Skynjar breytingar hjá ferðaþjónustufyrirtækjum

Baldur segir að strax eftir að hann fór að vinna að ritgerðinni og birti hana hafi helstu ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu orðið meira vakandi fyrir hættunni á svæðinu og strax gert breytingar. Nefnir hann sérstaklega fyrirtækið Arcanum sem sé til eftirbreytni varðandi öryggismál. „Ef allir væru á sama stað og þeir varðandi öryggismál væri vandamálið mun minna,“ segir hann og bendir á að fyrirtækið hafi sett upp ákveðin örugg svæði sem starfsmenn fyrirtækisins eigi að leita á með ferðamenn komi upp hættulegar aðstæður.

Sólheimajökull er einn tveggja skriðjökla hér á landi sem flestir ...
Sólheimajökull er einn tveggja skriðjökla hér á landi sem flestir ferðamenn sækja í ferðir á.

Í dag er opinber rýmingaráætlun fyrir svæðið byggð að miklu leyti á því að allir sem þar eru fái sms með viðvörun. Það sé svo þeirra reyna eftir bestu getu að rýma jökulinn án þess að leggja sjálfa sig í hættu.

Hættulegt eins og mörg önnur svæði, en hvað á að gera?

Baldur bendir á að eins og mörg önnur svæði á Íslandi sé svæðið hættulegt í vissum aðstæðum og það séu mjög skiptar skoðanir hvernig eigi að bregðast við því. Hvort leyfa eigi fólki að skoða náttúruna eða setja boð og bönn. Nefnir hann í því samhengi að í Síle hafi yfirvöld á nokkrum stöðum bannað för upp á nokkur eldfjöll nema í för með leiðsögufólki.

Segist Baldur ekki hafa neina töfralausn á því hvernig best sé að haga málum á þessu svæði, en bendir þó á að ein einfaldasta aðgerðin til að draga mikið úr áhættu væri að loka nyrðra bílastæðinu, en það er nær jöklinum, en að sama skapi á mun hættulegri stað ef eitthvað kemur upp á. Þá hætti fólki sem þar leggi mun frekar til að ganga upp og niður að jöklinum í árfarveginum frá því bílastæði meðan leiðsögumenn fari ofar í landslagið með hópa frá neðra bílastæðinu. Segir Baldur að ef fólk sé statt á jöklinum þegar hlaup hefjist og ákveði að fara árfarveginn til baka taki það fólkið jafnvel lengri tíma að komast á öruggan stað en að  hlaupið komi undan jöklinum.

Í niðurstöðum skýrslunnar leggur Baldur einnig til að bæta eftirlit við jökulána. Þar séu nú engir gasmælar sem mæli í rauntíma og því sé erfiðara en ella fyrir Veðurstofuna að fylgjast með hættu í kringum jökulhlaupin þar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Skjálfti upp á 4,5 í Kötlu

Í gær, 22:43 Jarðskjálfti að stærðinni 4,5 varð í Kötlu nú á ellefta tímanum í kvöld. Skjálftinn fannst vel í Mýrdal og í Skaftártungu að sögn heimamanna. Annar skjálfti upp á 3,2 varð í kjölfarið. Meira »

Ökklabrotinn göngumaður á Arnarstapa

Í gær, 21:28 Björgunarsveitir Landsbjargar eru að aðstoða göngufólk í vanda á þremur stöðum nú í kvöld. Rétt fyrir átta var tilkynnt um ökklabrotinn göngumann á gönguleiðinni á milli Arnarstapa og Hellna á Snæfellsnesi. Meira »

„Erum í raun einir á fjallinu“

Í gær, 21:21 „Ég ætlaði reyndar að fara 2020 en svo dó pabbi um jólin þannig að ég ákvað bara að drífa mig af stað,“ segir John Snorri Sigurjónsson í samtali við mbl.is. Svartaþoka, drunur frá snjóflóðum, snjóhengjur og sprungur í fjallinu hafa sett mark sitt á för hans á tind fjallsins K2. Meira »

Villtist á fjalli við Seyðisfjörð

Í gær, 21:13 Kona villtist vegna þoku í grennd við Hánefstaðafjall við Seyðisfjörð. Búið er að staðsetja konuna með GPS-tækjum og bíður hún þess að vera sótt og ferjuð niður. Meira »

Þriðji stóri skjálftinn á Reykjanesskaga

Í gær, 20:59 Þriðji jarðskjálftinn sem mældist í kringum fjóra að stærð varð á Reykjanesskaga um hálfníuleytið í kvöld.  Meira »

Fylgdust með tapinu á Ingólfstorgi

Í gær, 20:41 Töluverður hópur fólks var saman komin á Ingólfstorgi í kvöld til að fylgjast með leik Íslands og Austurríkis á EM. Blái liturinn var áberandi hjá áhorfendum sem augljóslega voru komnir til að styðja sínar konur. Meira »

Hundarnir njóta nuddsins

Í gær, 20:30 Þegar hundur Berglindar Guðbrandsdóttur tognaði fór hún með hann í hundanudd. Í kjölfarið ákvað hún að læra sjálf hundanudd, sem hún segir þurfa að vera gert á forsendum hundsins. Meira »

Vill að bærinn leigi bát fyrir þjóðhátíð

Í gær, 20:36 Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, hefur sent Samgöngustofu bréf þar sem hann óskar fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar eftir afstöðu stofnunnarinnar til ferjusiglingar yfir þjóðhátíð á milli Eyja og Landeyjahafnar á skipi sambærilegu Akranesi. Meira »

Slasaðist á Esjunni

Í gær, 20:15 Sækja þurfti konu upp á Esjuna í dag sökum þess að hún hafði meitt sig á ökkla og gat ekki haldið áfram göngu. Konan var komin upp í miðjar hlíðar fjallsins er hún slasaðist. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu notaði sexhjól til að koma konunni niður. Meira »

Tveir með annan vinning í Víkingalottó

Í gær, 19:53 Enginn var með allar tölur réttar í Vík­ingalottó­inu í kvöld, en fyrsti vinningur var tæpir 1,3 milljarðar króna. Tveir hlutu hins vegar annan vinning og fær hvor þeirra 15 milljónir króna í sinn hlut. Var annar miðinn keyptur á Íslandi en hinn í Noregi. Meira »

Hver á rétt á verðmætunum?

Í gær, 19:53 Margir hafa spurt sig hvar eignarréttur á verðmætum í efnahagslögsögu landsins liggur, eftir að norska rannsóknarskipið Seabed Constructor hóf rannsóknir við þýska flakið Minden fyrr á árinu. Hver á rétt á verðmætum í skipinu, sem gætu verið upp á milljarða króna? Meira »

Ekkert eftirlit með fitufrystingu

Í gær, 19:30 „Því er auðvitað tekið mjög alvarlega þegar fólk verður fyrir tjóni,“ segir Haraldur Briem, settur landlæknir, en eins og Sunnudagsblað Morgunblaðsins greindi frá um síðustu helgi kom eitt versta kalsártilvik vegna fitufrystingar á heimsvísu upp hér á landi á síðasta ári. Meira »

Tengslin við náttúruna eru mikilvæg

Í gær, 18:25 „Margir þjást af streitu og áreiti í daglegu lífi og á námskeiðinu einbeitum við okkur að græðandi áhrifum náttúrunnar.“ Þetta segir Kristín Þorleifsdóttir en hún mun, ásamt Bandaríkjamönnunum Greg og Devon Hase, halda námskeið í hugleiðslu og núvitund í Skyrgerðinni í Hveragerði. Meira »

Sólarstundir nýttar í Laugardalnum

Í gær, 17:02 Veðrið hefur leikið við íbúa höfuðborgarsvæðisins í dag þar sem hiti mældist 20 gráður líkt og víða um land. Í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum var að vonum fjölmenni sem nýtti sér góða veðrið til að bregða á leik. mbl.is var á staðnum og kíkti á stemninguna. Meira »

Töluverðar blæðingar í Norðurárdal

Í gær, 15:24 „Við erum að reyna komast að því hvað er að,“ segir Jón Helgi Helgason, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni, um dularfullar tjörublæðingar í Norðurárdal í Borgarfirði. Blæðingarnar eru töluverðar. Meira »

Yfirlæknar æfir vegna starfsauglýsingar

Í gær, 17:45 Mikil óánægja ríkir meðal yfirlækna á rannsóknarsviði Landspítala eftir að staða yfirlæknis erfða- og sameindalæknisfræðideildar var auglýst laus til umsóknar. Það sem gerir málið sérstakt er að núverandi yfirlæknir deildarinnar hefur ekki sagt upp eða verið sagt upp. Meira »

Skjálfta­hrinan stendur enn

Í gær, 16:45 Skjálfta­hrinan, sem hófst norðaust­an við Fagra­dals­fjall á Reykja­nesskaga í morg­un, stendur enn. Á annað hundrað skjálfta hefur mælst síðan í morgun, þar sem flestir voru af stærðinni 1,0 og 2,0. Þá hafa mælst sjö skjálftar sem hafa verið um 3,0 að stærð eða stærri. Meira »

John Snorri kominn í síðustu búðir

Í gær, 14:53 John Snorri Sigurjónsson var rétt í þessu að komast upp í fjórðu búðir á fjallinu K2. Dagurinn var langur og erfiður og nú er hópurinn að taka stöðuna á því hvenær skuli haldið áfram á toppinn. Meira »
Fyrir verslunarmannahelgina !!!
Til sölu 2ja manna tjald. Verð kr 4000. 4 manna tjald Verð kr 10000. Samanbrjót...
Bílastæðamálun - heildarlausn á viðhaldi bílastæða
Frá því 1988 hafa BS verktakar boðið heildarlausnir á viðhaldi bílastæða og umhv...
Skimpróf fyrir ristilkrabbameini !!
Eftir hægðir setur þú eitt Ez DETECT prófblað í salernið. Ef ósýnilegt blóð e...
Til sölu STIGA Garden sláttutraktor
Lipur, léttur og meðfærilegur. 12,5 ha. Briggs&Stratton mótor, rafstart, bakkgír...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...