Hafa aðeins hálftíma til að forða sér

Fjöldi af ferðamönn­um legg­ur leið sína að Sólheimajökli á degi ...
Fjöldi af ferðamönn­um legg­ur leið sína að Sólheimajökli á degi hverj­um. Þessir ferðamenn hættu ekki við ferð sína þangað árið 2014 þrátt fyrir óvissuástand vegna hlaups. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjöldi ferðamanna getur verið í hættu vegna flóða og gasmengunar ef jökulhlaup verður í Sólheimajökli, en hann er einn af tveimur vinsælustu skriðjöklum landsins sem ferðamenn skoða, auk þess sem margir ganga upp á jökulinn sjálfan. Miðað við talningar síðustu tvö ár má gera ráð fyrir að um 1.000 manns komi þar daglega yfir sumartímann, en aðeins tekur um hálftíma fyrir vatn að koma undan jöklinum frá því að upptök eldgoss eða jarðhræringa hefjast undir jöklinum.

Vitundarvakning hefur átt sér stað meðal ferðaþjónustuaðila sem selja í ferðir á svæðið, en fyrir ferðamenn sem koma á eigin vegum og ferðaþjónustur sem ekki hafa kynnt sér hætturnar geta hlaup verið sérstaklega hættuleg. Þetta segir landfræðingurinn Baldur Bergsson sem skrifaði MS-ritgerð um aukna hættu sem steðja að vaxandi fjölda ferðamanna við Sólheimajökul vegna flóða.

Kom að sofandi fólki í bíl í síðasta jökulhlaupi

Baldur hefur undanfarin fjögur ár starfað hjá Veðurstofu Íslands og var árið 2014 sendur ásamt verðandi leiðbeinanda sínum við MS-ritgerðina að jökulánni á Sólheimasandi til að mæla gasmengun eftir að fregnir bárust um jarðvarmalykt á svæðinu.

Niðurstöður mælinganna voru að 10-11 sinnum hærri styrkur var á magni brennisteinsvetnis á svæðinu en talinn er eðlilegur í 15 mínútur í senn fyrir manneskju. Þennan ákveðna dag var veður með leiðinlegra móti að sögn Baldurs, rigning og frekar kalt, en samt voru 10-15 bílar á bílastæðinu eftir að almannavarnir höfðu látið vita af hættu á svæðinu. Stærri ferðaþjónustufyrirtæki höfðu meðal annars hætt við ferðir sínar þennan dag, en að sögn Baldurs voru þarna nokkrir tugir ferðamanna á eigin vegum.

Baldur Bergsson að störfum við Fúlukvísl árið 2014 þegar hlaupið ...
Baldur Bergsson að störfum við Fúlukvísl árið 2014 þegar hlaupið stóð yfir. Mynd/Njáll Fannar Reynisson

„Sá hvað vantaði mikið upp á á svæðinu

Um kvöldið þegar þau komu til baka úr mælingarleiðangrinum á jöklinum segir Baldur að þau hafi meðal annars komið að fólki sem var sofandi í bíl á bílastæðinu við jökulinn, en að hans sögn er það bæði innan hættumarka vegna flóðs og gasmengunar.  

Segir hann þetta hafa verið grunnurinn að því að hann fékk áhuga á að skoða þetta mál betur sem endaði með MS-ritgerð. „Ég sá hvað vantaði mikið upp á á svæðinu svo þetta væri ásættanlegt. Þetta er auðvitað staður sem mun alltaf vera hættulegur, en það vantaði svo margt,“ segir Baldur.

1.000 ferðamenn á dag yfir sumarið

Á árunum 2009 til 2016 segir Baldur að fjórum sinnum hafi komið hlaup úr Sólheimajökli. Þau hafi reyndar í öll skiptin verið heldur lítil en þeim þó fylgt nokkur gasmengun. Góð gögn af svæðinu vanti lengra aftur í tímann, en hann nefnir að árið 1999 hafi t.a.m. komið stórt hlaup á svæðinu og að engin ástæða sé að ætla annað en að það muni gerast í framtíðinni aftur. Þá muni minni hlaupin alltaf valda gasmengunarhættu.

Samkvæmt mati fjögurra stærstu ferðaþjónustuaðilanna sem fara í ferðir á jökulinn má áætla að um 400 manns frá þeim fari daglega á jökulinn. Í ritgerð Baldurs segir aftur á móti að miðað við talningar síðustu tvö ár megi gera ráð fyrir að allt að 30.000 manns komi á jökulinn á mánuði yfir sumartímann. Það gerir um 1.000 manns á dag og er því ljóst að stærstur hluti gesta kemur á eigin vegum eða með minni ferðaþjónustufyrirtækjum.

Baldur Bergsson segir að um 1.000 manns komi að jöklinum ...
Baldur Bergsson segir að um 1.000 manns komi að jöklinum að meðaltali á degi hverjum yfir sumarmánuðina.

Aðeins 30-40 mínútna viðbragðstími

Upptök vatnsvæðis jökulárinnar nær inn á jarðhitakerfi Kötlu og segir Baldur að þegar hlaup verði tengist það þessum svæðum sem séu eins og hverasvæði undir jökli. Talsverð vinna hefur farið í að meta og gera ráðstafanir vegna mögulegra flóða í Markarfljóti og úr Múlakvísl, en minna hefur verið gert í tengslum við jökulsána úr Sólheimajökli, sem hefur stundum verið kölluð Fúlakvísl.

Baldur segir að til sé viðbragðsáætlun fyrir svæðið, en að gallinn sé að það nái aðallega til heimamanna. „Þarna erum við aftur á móti að díla við svakalegan fjölda fólks sem er á jöklinum sjálfum,“ segir hann. Ef til eldgoss kemur tekur að sögn Baldurs ekki nema um 30-40 mínútur fyrir vatnið að koma frá upptökum eldsumbrota að svæðinu þar sem ferðamennirnir eru á.

Vatnið gæti brotið sér leið upp í gegnum jökulinn

Segir hann að vatn fari alltaf einföldustu leið niður og þar sem jökullinn er þynnstur geti vatnið í flóði jafnvel brotið sér leið upp í gegnum jökulinn. Í ritgerð sinni vísar Baldur í mynd sem fengin er að láni úr ritgerð Magnúsar Tuma Guðmundssonar jarðfræðings um svæðið og sést þar að gönguleiðin við árfarveginn og jafnvel bílastæðin geta verið í mikilli flóðahættu ef hlaup af stærðinni 2.000 til 10.000 rúmmetrar á sekúndu kemur undan jöklinum. Undanfarin ár hafa flóðin verið minni, en Baldur segir að þau geti hæglega verið talsvert stærri. Til viðbótar við þetta komi gasmengun sem geti reynst hættulega talsvert út frá árfarveginum, jafnvel nokkur hundruð metra.

Gasmengun lýsir sér fyrst í að fólki fer að líða illa og verður óglatt, en við hærri styrk getur því farið að svíða í augun og jafnvel hlotið varanlegan augnskaða að sögn Baldurs. Við hærri styrk getur þefskyn lamast sem veldur því að viðkomandi hættir að finna gaslyktina. Þá geta einkenni lýst sér í kæruleysi og að lokum leitt til dauða.

Skynjar breytingar hjá ferðaþjónustufyrirtækjum

Baldur segir að strax eftir að hann fór að vinna að ritgerðinni og birti hana hafi helstu ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu orðið meira vakandi fyrir hættunni á svæðinu og strax gert breytingar. Nefnir hann sérstaklega fyrirtækið Arcanum sem sé til eftirbreytni varðandi öryggismál. „Ef allir væru á sama stað og þeir varðandi öryggismál væri vandamálið mun minna,“ segir hann og bendir á að fyrirtækið hafi sett upp ákveðin örugg svæði sem starfsmenn fyrirtækisins eigi að leita á með ferðamenn komi upp hættulegar aðstæður.

Sólheimajökull er einn tveggja skriðjökla hér á landi sem flestir ...
Sólheimajökull er einn tveggja skriðjökla hér á landi sem flestir ferðamenn sækja í ferðir á.

Í dag er opinber rýmingaráætlun fyrir svæðið byggð að miklu leyti á því að allir sem þar eru fái sms með viðvörun. Það sé svo þeirra reyna eftir bestu getu að rýma jökulinn án þess að leggja sjálfa sig í hættu.

Hættulegt eins og mörg önnur svæði, en hvað á að gera?

Baldur bendir á að eins og mörg önnur svæði á Íslandi sé svæðið hættulegt í vissum aðstæðum og það séu mjög skiptar skoðanir hvernig eigi að bregðast við því. Hvort leyfa eigi fólki að skoða náttúruna eða setja boð og bönn. Nefnir hann í því samhengi að í Síle hafi yfirvöld á nokkrum stöðum bannað för upp á nokkur eldfjöll nema í för með leiðsögufólki.

Segist Baldur ekki hafa neina töfralausn á því hvernig best sé að haga málum á þessu svæði, en bendir þó á að ein einfaldasta aðgerðin til að draga mikið úr áhættu væri að loka nyrðra bílastæðinu, en það er nær jöklinum, en að sama skapi á mun hættulegri stað ef eitthvað kemur upp á. Þá hætti fólki sem þar leggi mun frekar til að ganga upp og niður að jöklinum í árfarveginum frá því bílastæði meðan leiðsögumenn fari ofar í landslagið með hópa frá neðra bílastæðinu. Segir Baldur að ef fólk sé statt á jöklinum þegar hlaup hefjist og ákveði að fara árfarveginn til baka taki það fólkið jafnvel lengri tíma að komast á öruggan stað en að  hlaupið komi undan jöklinum.

Í niðurstöðum skýrslunnar leggur Baldur einnig til að bæta eftirlit við jökulána. Þar séu nú engir gasmælar sem mæli í rauntíma og því sé erfiðara en ella fyrir Veðurstofuna að fylgjast með hættu í kringum jökulhlaupin þar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Mynd segir meira en þúsund orð“

10:39 „Mynd segir meira en þúsund orð. Stundum duga orðin ekki til, maður fær einhverja tilfinningu,“ segir Ragnar Önundarson fyrrum bankastjóri inntur eftir því hvað hann meinti nákvæmlega þegar hann gagnrýndi prófílmynd Áslaugar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, vara­for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins. Meira »

Staðan á íbúðamarkaði aðkallandi á Vesturlandi

10:29 Staðan á íbúðamarkaði er sá þáttur sem er hvað mest aðkallandi varðandi búsetuskilyrði á Vesturlandi að mati íbúa í landshlutanum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslunni Íbúakönnun á Vesturlandi: Staða og mikilvægi búsetuskilyrða, sem nýlega kom út. Meira »

Þurfti að fjölga sætum í dómsalnum

10:27 Sveinn Gestur Tryggvason, sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás í Mosfellsdal hinn 7. júní í tengslum við andlát Arnars Jónssonar Aspar, mætti í dómsal rétt í þessu í fylgt lögreglumanna, en aðalmeðferð málsins er hafin. Aðstandendur beggja fylltu dómsalinn og þurfti að fjölga sætum í salnum. Meira »

Neyðarrýmingaráætlun gefin út í dag

10:11 Neyðarrýmingaráætlun verður að öllum líkindum gefin út í dag vegna Öræfajökulssvæðisins.  Meira »

Formennirnir funda áfram í dag

10:09 Fundað er áfram í dag í viðræðum Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins um fyrirhugað ríkisstjórnarsamstarf flokkanna. Fundurinn hófst klukkan 10 í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu. Meira »

Þrír sendifulltrúar til Bangladess

10:01 Þrír sendifulltrúar Rauða krossins á Íslandi eru komnir til Cox‘s Bazar í Bangladess til að hefja störf á tjaldsjúkrahúsi sem komið hefur verið upp fyrir flóttafólk frá Rakhine-héraði í Búrma. Meira »

Opna Vínbúðina í Kauptúni

09:00 Vínbúð verður opnuð í Kauptúni í Garðabæ á morgun, fimmtudag, kl. 11, en frá því er greint á heimasíðu ÁTVR. Á fundi bæjarráðs Garðabæjar í gær var bæjarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn ÁTVR um starfsemi sérverslunar í miðbæ Garðabæjar. Meira »

Yfirheyrð áfram í tengslum við vændi

09:11 Ákveðið verður þegar líður á morguninn hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir manninum og konunni sem voru handtekin í gær vegna rannsóknar á umfangsmikilli vændisstarfsemi. Meira »

Mjög illa farinn í andliti eftir árás

08:47 Maðurinn sem varð fyrir líkamsárás á heimili sínu í Melgerði skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi er mjög illa farinn í andliti eftir barsmíðar. Meðan annars brotnuðu í honum tennur. Meira »

Nýtt framboð fyrrverandi Framsóknaroddvita

08:45 Ómar Stefánsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi og oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi, er einn þeirra sem koma að stofnun nýs bæjarmálafélags í bænum sem hyggst bjóða fram fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næstkomandi vor. Hann segir framboðið ekki tengjast neinni tiltekinni stjórnmálastefnu. Meira »

Vara við 35 m hviðum við Svínafell

08:27 Lokað er um Fróðárheiði og á kafla vestan við Búðir að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Veðurfræðingur varar þá við því að við Svínafell í Öræfum sé reiknað með hviðum um 35 m/s frá því um kl. 14-15 og undir kvöld hvassara, og sviptivindar verði á fleiri stöðum á milli Lómagnúps og Hafnar. Meira »

„Maður fæðist og lifir með fuglunum“

08:18 „Ég fæddist í Einarshúsi í Flatey á Breiðafirði. Ég man nú varla eftir mér fyrr en ég verð níu ára. Húsbóndinn á heimilinu sagði þá: „Þú verður tíu ára í haust og þarft að gegna öllu fullorðnu fólki, því þú þarft að vinna fyrir mat þínum, hreppurinn borgar ekki meir.““ Meira »

Rýming Háaleitisskóla í skoðun

07:57 Reykjavíkurborg skoðar nú hvort nauðsynlegt sé að fara í rýmingaraðgerðir í Háaleitisskóla (áður Álftamýrarskóli) vegna ástands skólabyggingarinnar. Meira »

Bágbornir hemlar ollu banaslysinu

07:37 Banaslys sem varð á Suðurlandsvegi í Mýrdalnum 20. júní 2016 er rakið til þess að hemlar festivagns voru í afar bágbornu ástandi. Meira »

Þarf mögulega að endurskoða ferðaáætlun félagsins

07:30 Helgi Jóhannesson, hæstaréttarlögmaður og stjórnarmaður í Ferðafélagi Íslands, ræddi gönguleiðirnar um Öræfajökul á K100.   Meira »

Grensásvegur 12 skoðaður enn frekar

07:52 Byggingarvinnustaðurinn við Grensásveg 12 er til skoðunar hjá Samiðn, sambandi iðnfélaga, vegna gruns um að brotið hafi verið á starfsmönnum hvað launakjör og önnur kjarasamningsbundin réttindi varðar. Um er að ræða erlenda starfsmenn. Meira »

Þrenn verðlaun á Stevie Awards

07:30 Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, hlaut þrenn verðlaun á Stevie Awards-verðlaunaafhendingunni sem haldin var í New York um síðustu helgi. Meira »

Spá éljagangi og vindstrengjum

07:06 Fólk sem hyggur á ferðalög er hvatt til að kanna aðstæður á vegum hjá Vegagerðinni áður en lagt er af stað og fylgjast vel með veðurspám, en áfram geisar óveður á landinu og vindur þennan morguninn verður allhvass. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Sendibílaþjónustan Skutla. Sími 867-1234
Tökum að okkur allrahanda sendibílaþjónustu á sanngjörnu verði. Sjá nánar á www....
Sumarhús – Gestahús – Breytingar O?Fram
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Skrifstofuhúsnæði - hagstætt leiguverð.
Til leigu er 197 ferm. skrifstofuhúsnæði við Bíldshöfða. Skiptist í móttöku, fim...
HÚSAVIÐHALD
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
 
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...