Hafa aðeins hálftíma til að forða sér

Fjöldi af ferðamönn­um legg­ur leið sína að Sólheimajökli á degi ...
Fjöldi af ferðamönn­um legg­ur leið sína að Sólheimajökli á degi hverj­um. Þessir ferðamenn hættu ekki við ferð sína þangað árið 2014 þrátt fyrir óvissuástand vegna hlaups. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjöldi ferðamanna getur verið í hættu vegna flóða og gasmengunar ef jökulhlaup verður í Sólheimajökli, en hann er einn af tveimur vinsælustu skriðjöklum landsins sem ferðamenn skoða, auk þess sem margir ganga upp á jökulinn sjálfan. Miðað við talningar síðustu tvö ár má gera ráð fyrir að um 1.000 manns komi þar daglega yfir sumartímann, en aðeins tekur um hálftíma fyrir vatn að koma undan jöklinum frá því að upptök eldgoss eða jarðhræringa hefjast undir jöklinum.

Vitundarvakning hefur átt sér stað meðal ferðaþjónustuaðila sem selja í ferðir á svæðið, en fyrir ferðamenn sem koma á eigin vegum og ferðaþjónustur sem ekki hafa kynnt sér hætturnar geta hlaup verið sérstaklega hættuleg. Þetta segir landfræðingurinn Baldur Bergsson sem skrifaði MS-ritgerð um aukna hættu sem steðja að vaxandi fjölda ferðamanna við Sólheimajökul vegna flóða.

Kom að sofandi fólki í bíl í síðasta jökulhlaupi

Baldur hefur undanfarin fjögur ár starfað hjá Veðurstofu Íslands og var árið 2014 sendur ásamt verðandi leiðbeinanda sínum við MS-ritgerðina að jökulánni á Sólheimasandi til að mæla gasmengun eftir að fregnir bárust um jarðvarmalykt á svæðinu.

Niðurstöður mælinganna voru að 10-11 sinnum hærri styrkur var á magni brennisteinsvetnis á svæðinu en talinn er eðlilegur í 15 mínútur í senn fyrir manneskju. Þennan ákveðna dag var veður með leiðinlegra móti að sögn Baldurs, rigning og frekar kalt, en samt voru 10-15 bílar á bílastæðinu eftir að almannavarnir höfðu látið vita af hættu á svæðinu. Stærri ferðaþjónustufyrirtæki höfðu meðal annars hætt við ferðir sínar þennan dag, en að sögn Baldurs voru þarna nokkrir tugir ferðamanna á eigin vegum.

Baldur Bergsson að störfum við Fúlukvísl árið 2014 þegar hlaupið ...
Baldur Bergsson að störfum við Fúlukvísl árið 2014 þegar hlaupið stóð yfir. Mynd/Njáll Fannar Reynisson

„Sá hvað vantaði mikið upp á á svæðinu

Um kvöldið þegar þau komu til baka úr mælingarleiðangrinum á jöklinum segir Baldur að þau hafi meðal annars komið að fólki sem var sofandi í bíl á bílastæðinu við jökulinn, en að hans sögn er það bæði innan hættumarka vegna flóðs og gasmengunar.  

Segir hann þetta hafa verið grunnurinn að því að hann fékk áhuga á að skoða þetta mál betur sem endaði með MS-ritgerð. „Ég sá hvað vantaði mikið upp á á svæðinu svo þetta væri ásættanlegt. Þetta er auðvitað staður sem mun alltaf vera hættulegur, en það vantaði svo margt,“ segir Baldur.

1.000 ferðamenn á dag yfir sumarið

Á árunum 2009 til 2016 segir Baldur að fjórum sinnum hafi komið hlaup úr Sólheimajökli. Þau hafi reyndar í öll skiptin verið heldur lítil en þeim þó fylgt nokkur gasmengun. Góð gögn af svæðinu vanti lengra aftur í tímann, en hann nefnir að árið 1999 hafi t.a.m. komið stórt hlaup á svæðinu og að engin ástæða sé að ætla annað en að það muni gerast í framtíðinni aftur. Þá muni minni hlaupin alltaf valda gasmengunarhættu.

Samkvæmt mati fjögurra stærstu ferðaþjónustuaðilanna sem fara í ferðir á jökulinn má áætla að um 400 manns frá þeim fari daglega á jökulinn. Í ritgerð Baldurs segir aftur á móti að miðað við talningar síðustu tvö ár megi gera ráð fyrir að allt að 30.000 manns komi á jökulinn á mánuði yfir sumartímann. Það gerir um 1.000 manns á dag og er því ljóst að stærstur hluti gesta kemur á eigin vegum eða með minni ferðaþjónustufyrirtækjum.

Baldur Bergsson segir að um 1.000 manns komi að jöklinum ...
Baldur Bergsson segir að um 1.000 manns komi að jöklinum að meðaltali á degi hverjum yfir sumarmánuðina.

Aðeins 30-40 mínútna viðbragðstími

Upptök vatnsvæðis jökulárinnar nær inn á jarðhitakerfi Kötlu og segir Baldur að þegar hlaup verði tengist það þessum svæðum sem séu eins og hverasvæði undir jökli. Talsverð vinna hefur farið í að meta og gera ráðstafanir vegna mögulegra flóða í Markarfljóti og úr Múlakvísl, en minna hefur verið gert í tengslum við jökulsána úr Sólheimajökli, sem hefur stundum verið kölluð Fúlakvísl.

Baldur segir að til sé viðbragðsáætlun fyrir svæðið, en að gallinn sé að það nái aðallega til heimamanna. „Þarna erum við aftur á móti að díla við svakalegan fjölda fólks sem er á jöklinum sjálfum,“ segir hann. Ef til eldgoss kemur tekur að sögn Baldurs ekki nema um 30-40 mínútur fyrir vatnið að koma frá upptökum eldsumbrota að svæðinu þar sem ferðamennirnir eru á.

Vatnið gæti brotið sér leið upp í gegnum jökulinn

Segir hann að vatn fari alltaf einföldustu leið niður og þar sem jökullinn er þynnstur geti vatnið í flóði jafnvel brotið sér leið upp í gegnum jökulinn. Í ritgerð sinni vísar Baldur í mynd sem fengin er að láni úr ritgerð Magnúsar Tuma Guðmundssonar jarðfræðings um svæðið og sést þar að gönguleiðin við árfarveginn og jafnvel bílastæðin geta verið í mikilli flóðahættu ef hlaup af stærðinni 2.000 til 10.000 rúmmetrar á sekúndu kemur undan jöklinum. Undanfarin ár hafa flóðin verið minni, en Baldur segir að þau geti hæglega verið talsvert stærri. Til viðbótar við þetta komi gasmengun sem geti reynst hættulega talsvert út frá árfarveginum, jafnvel nokkur hundruð metra.

Gasmengun lýsir sér fyrst í að fólki fer að líða illa og verður óglatt, en við hærri styrk getur því farið að svíða í augun og jafnvel hlotið varanlegan augnskaða að sögn Baldurs. Við hærri styrk getur þefskyn lamast sem veldur því að viðkomandi hættir að finna gaslyktina. Þá geta einkenni lýst sér í kæruleysi og að lokum leitt til dauða.

Skynjar breytingar hjá ferðaþjónustufyrirtækjum

Baldur segir að strax eftir að hann fór að vinna að ritgerðinni og birti hana hafi helstu ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu orðið meira vakandi fyrir hættunni á svæðinu og strax gert breytingar. Nefnir hann sérstaklega fyrirtækið Arcanum sem sé til eftirbreytni varðandi öryggismál. „Ef allir væru á sama stað og þeir varðandi öryggismál væri vandamálið mun minna,“ segir hann og bendir á að fyrirtækið hafi sett upp ákveðin örugg svæði sem starfsmenn fyrirtækisins eigi að leita á með ferðamenn komi upp hættulegar aðstæður.

Sólheimajökull er einn tveggja skriðjökla hér á landi sem flestir ...
Sólheimajökull er einn tveggja skriðjökla hér á landi sem flestir ferðamenn sækja í ferðir á.

Í dag er opinber rýmingaráætlun fyrir svæðið byggð að miklu leyti á því að allir sem þar eru fái sms með viðvörun. Það sé svo þeirra reyna eftir bestu getu að rýma jökulinn án þess að leggja sjálfa sig í hættu.

Hættulegt eins og mörg önnur svæði, en hvað á að gera?

Baldur bendir á að eins og mörg önnur svæði á Íslandi sé svæðið hættulegt í vissum aðstæðum og það séu mjög skiptar skoðanir hvernig eigi að bregðast við því. Hvort leyfa eigi fólki að skoða náttúruna eða setja boð og bönn. Nefnir hann í því samhengi að í Síle hafi yfirvöld á nokkrum stöðum bannað för upp á nokkur eldfjöll nema í för með leiðsögufólki.

Segist Baldur ekki hafa neina töfralausn á því hvernig best sé að haga málum á þessu svæði, en bendir þó á að ein einfaldasta aðgerðin til að draga mikið úr áhættu væri að loka nyrðra bílastæðinu, en það er nær jöklinum, en að sama skapi á mun hættulegri stað ef eitthvað kemur upp á. Þá hætti fólki sem þar leggi mun frekar til að ganga upp og niður að jöklinum í árfarveginum frá því bílastæði meðan leiðsögumenn fari ofar í landslagið með hópa frá neðra bílastæðinu. Segir Baldur að ef fólk sé statt á jöklinum þegar hlaup hefjist og ákveði að fara árfarveginn til baka taki það fólkið jafnvel lengri tíma að komast á öruggan stað en að  hlaupið komi undan jöklinum.

Í niðurstöðum skýrslunnar leggur Baldur einnig til að bæta eftirlit við jökulána. Þar séu nú engir gasmælar sem mæli í rauntíma og því sé erfiðara en ella fyrir Veðurstofuna að fylgjast með hættu í kringum jökulhlaupin þar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Varð loksins frjáls manneskja

10:40 Líkt og margir aðrir flóttamenn sem hingað hafa komið vissi Zahra Mesbah sayed Ali ekkert um Ísland áður en hún kom hingað en neyðin rak fjölskylduna áfram. Hún segir helstu breytinguna á hennar lífi vera þá að hér öðlaðist hún sjálfstæði og réttindi. „Ég átti hvergi heima fyrr en ég kom hingað.“ Meira »

Yfir 80 milljónir hafa safnast í átakinu

10:26 Yfir 80 milljónir króna hafa safnast í átakinu Á allra vörum í samnefndum söfnunarþáttum á Rás 2 í gærdag og á RÚV í gærkvöldi, og með sölu á varasnyrtivörusettum með sama nafni síðustu daga. Ágóðinn rennur til byggingar nýs húsnæðis fyrir Kvennaathvarfið. Meira »

Ný meðferðarstöð SÁÁ er bylting

09:40 Ný meðferðarstöð SÁÁ í Vík á Kjalarnesi mun gjörbylta aðstöðu til áfengis- og vímuefnameðferðar hér á landi. Nýja aðstaðan gefur skjólstæðingum samtakanna mun meira persónulegt rými en áður hefur verið í boði. mbl.is fékk að kíkja á húsnæðið sem er óðum að verða tilbúið. Meira »

Kokkur ársins krýndur í Hörpu

08:40 Hafsteinn Ólafsson, matreiðslumaður á Sumac Grill + Drinks, hlaut í gærkvöldi hinn eftirsótta titil Kokkur ársins 2017 eftir harða baráttu, en naumt var á munum á milli efstu manna. Keppnin fór fram fyrir fullum sal í Hörpu þar sem fjöldi gesta fylgdist með kokkunum töfra fram keppnismáltíðina. Meira »

Hvasst og vætusamt veður

08:18 Spáð er stormi á miðhálendinu, en einnig við norðausturströndina um tíma í dag og við suðurströndina annað kvöld. Búast má við mikilli rigningu á Suðausturlandi og á Austfjörðum fram eftir degi, en dregur síðan úr vætunni. Meira »

Handtekinn vegna heimilisofbeldis

07:18 Um klukkan hálffimm í nótt fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um heimilisofbeldi. Meintur gerandi var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Hann verður yfirheyrður síðar í dag. Meira »

Heppin að vera heil á húfi

Í gær, 22:44 „Við erum í rauninni heppin, við erum heil á húfi,“ segir Signý Bergsdóttir sem býr í Mexí­kó­borg ásamt eiginmanni sínum og syni. Fjölskyldan þurfti að yfirgefa heimili sitt í kjölfar járðskjálftans og halda nú til hjá ættingja. Meira »

Stakk af eftir umferðarslys

07:13 Rétt fyrir klukkan fjögur í nótt var tilkynnt um umferðarslys í miðborginni, en um að var ræða árekstur tveggja bíla og ók ökumaður annars bílsins af vettvangi. Hann var hins vegar stöðvaður skömmu síðar, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Meira »

Heil öld í starfi hjá Hrafnistu

Í gær, 22:18 Mikil gleði ríkti á Björtuloftum í Hörpu í gærkvöldi þegar Hrafnistuheimilin heiðruðu 43 starfsmenn sem unnið hafa 25 ár eða lengur hjá heimilunum. Slíkar heiðranir fara fram á þriggja ára fresti. Tveir starfsmenn, Þórdís Hreggviðsdóttir og Guðlaug Sigurbjörnsdóttir, eiga samanlagt 100 ára starfsafmæli. Meira »

10 vikna kvikmyndanámskeið í Hinu húsinu

Í gær, 20:56 Námskeið í kvikmyndagerð og vídeólist fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára fer af stað í sjötta sinn hér á landi þann 28. september. Námskeiðið stendur í 10 vikur og er haldið í Hinu húsinu og er á vegum Lee Lynch og Þorbjargar Jónsdóttur, sem saman stofnuðu Teenage Wasteland of the Arts úti í Los Angeles þar sem þau bjuggu um árabil. Meira »

Kleif öll hæstu fjöll heims á 9 ára tímabili

Í gær, 20:52 Spænska fjallgöngukonan Edurne Pasaban hlaut í dag Landkönnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar við hátíðlega athöfn á Húsavík. Fjallgöngugarpurinn Vilborg Arna Gissurardóttir afhenti Padaban verðlaunin. Meira »

Mátti búast við ofbeldi ef hún var sýnileg

Í gær, 20:51 „Ef að ég var sýnileg í vinnunni minni þá vissi ég að þegar ég kom heim að kvöldi þá mátti ég búast við hverju sem var. Þetta fór að hafa áhrif, ekki bara á mitt sjálfstraust og mína tilveru, heldur líka á starfið mitt. Ég fór að hætta að vera í mynd og fór að lesa texta.“ Meira »

„Ég er Reykvíkingur og Íslendingur“

Í gær, 20:15 Lina Ashouri er tannlæknir frá Sýrlandi. Hún kom hingað sem flóttamaður ásamt sonum sínum en eiginmaður hennar lést á flóttanum. Hún vildi komast til lands þar sem drengirnir gætu gengið menntaveginn og hún unnið við sitt fag. Ísland hefur tekið vel á móti þeim. „Ég er Reykvíkingur og Íslendingur.“ Meira »

Vann tæpar 24 milljónir króna í Lottó

Í gær, 19:52 Einn heppinn Lottóspilari var með allar tölur réttar í Lottó útdrætti vikunnar og er orðinn 23,8 milljónum króna ríkari. Lukku-Lottómiðann sinn keypti hann í 10-11 við Suðurfell í Reykjavík. Þá var einnig einn miðaeigandi með bónusvinninginn. Meira »

„Útmálaður mesti hrokagikkur landsins“

Í gær, 19:35 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það mikinn misskilning að þeir sem hæst hafa látið í málum tengdum uppreist æru sé meira annt um brotaþola og aðstandendur þeirra en öðrum. Hann segir það einfaldlega mikilvægt hjá sumum að þyrla upp moldviðri til að koma pólitísku höggi á Sjálfstæðisflokkinn. Meira »

Andúð og fordómar ýta undir frekari brot

Í gær, 19:57 Brotalamir eru á betrun fanga á Íslandi. Mannekla, fjárskortur og samfélagið sjálft eru hindranirnar.  Meira »

Sósíalistaflokkurinn býður ekki fram

Í gær, 19:45 Sósíalistaflokkur Íslands mun ekki bjóða fram lista í komandi alþingiskosningum. Þetta var niðurstaða félagafundar flokksins sem greint er frá í tilkynningu. Meira »

Ásmundur Einar fer á móti Gunnari Braga

Í gær, 18:37 Ásmundur Einar Daðason hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann greindi frá ákvörðun sinni á aukakjördæmaþingi flokksins sem fór fram fyrr í dag. Áður hafði Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti flokksins, gefið kost á sér. Meira »
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
Faglærður húsasmiður .
Tek að mér smíðavinnu fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Hef langa og fjölbreytt...
GLERFILMUR
Glerfilmur, gluggafilmur, sand& sólarfilma. Merkismenn, sími 544- 2030 www.merk...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...