14 flóttabörn án fylgdar

Ekki eru öll börn og ungmenni sem hingað koma án …
Ekki eru öll börn og ungmenni sem hingað koma án fylgdarmanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjórtán einstaklingar hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi það sem af er ári og borið því við að þeir séu börn eða ungmenni án fylgdar.

Í fyrra komu sjö fylgdarlaus flóttabörn hingað til lands, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun hafa tvö úr hópi þessara 14 ungmenna sagst vera 14-15 ára og tólf sögðust vera á aldrinum 16-18 ára. Þau koma frá Albaníu, Alsír, Írak, Marokkó, Pakistan, Sómalíu og Sýrlandi og í hópnum eru tvær stúlkur og 12 piltar. Þrjú ungmennanna hafa nú þegar fengið vernd, einu hefur verið synjað og átta mál eru óafgreidd.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert