Grænlendingar kveikja á kertum fyrir Birnu

Grænlendingar ætla að votta Íslendingum samúð sína með táknrænum hætti.
Grænlendingar ætla að votta Íslendingum samúð sína með táknrænum hætti. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Hópur Grænlendinga ætlar að safnast saman fyrir utan ræðismannsskrifstofu Íslands í Nuuk, höfuðborg Grænlands, klukkan sjö að staðartíma til að kveikja á kertum fyrir Birnu Brjánsdóttur sem fannst látin við Selvogsvita í dag.  

Frétt mbl.is: Birna fannst látin við Selvogsvita

„Þetta mál hefur haft djúpstæð áhrif á mig og allt þjóðfélagið,“ sagði Aviâja E. Lynge í samtali við grænlenska fréttavefsíðunni Sermitsiaq AG en hún varpaði hugmyndinni fyrst fram á facebook-síðu sinni. Hugmyndin fékk góðar undirtökur og er unnið að sambærilegum viðburðum í Qaqortoq og Tasiilaq. 

„Manni líður eins og maður geti ekki gert neitt þegar svona hryllingur á sér stað, svo mér datt í hug að sýna Íslendingum samúð okkar með þessum hætti,“ sagði Aviâja.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert