Skotland þarf að verða sjálfstætt fyrst

Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra. mbl.is/Golli

Skotland getur ekki sótt um aðild að Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA) fyrr en það hefur öðlast sjálfstæði frá breska konungdæminu þar sem stofnsáttmáli samtakanna kveður á um að einungis ríki geti sótt um aðild að þeim.

Frétt mbl.is: Skotland standi fyrir utan ESB

Þetta er haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph í dag. Það myndi flækja máli ef Skotland sækti um aðild að EFTA fyrr. Til að mynda eftir að sjálfstæði hefði verið samþykktí þjóðaratkvæði kæmi til þess en áður en ríkið segði formlega skilið við breska konungdæmið.

Greint var frá því í gær að Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, hefði lagt til hliðar þá stefnu flokks síns, Skoska þjóðarflokksins, að sjálfstætt Skotlands myndi sækja um inngöngu í Evrópusambandið. Þess í stað væri stefnan sett á EFTA.

Frétt mbl.is: Norska leiðin ekki fær fyrir Skotland

Guðlaugur segir í samtali við breska blaðið að hann vilji að öðru leyti ekki tjá sig um hvað mögulega kunni að gerast í þessum málum. Fram kemur að forystumenn annarra EFTA-ríkja hafi talað á sömu nótum hvað það varðar.

Þá er haft eftir talsmanni Skoska þjóðarflokksins að stefna flokksins hafi verið aðild að Evrópusambandinu og sú verði áfram raunin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert