Ekki vilji fyrir skattalækkunum

Ungt fólk kýs síður í sveitarstjórnarkosningum en þingkosningum.
Ungt fólk kýs síður í sveitarstjórnarkosningum en þingkosningum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aldrei hafa jafnfáir stutt skattalækkanir á kostnað almannaþjónustu og nú samkvæmt kosningarannsókn sem var gerð á vegum Háskóla Íslands í fyrra. Dregið hefur úr kjörsókn ungs fólks og í síðustu sveitarstjórnarkosningum fór hún undir 50%. Þetta er meðal þess sem kom fram í erindi Huldu Þórisdóttur, dósents við stjórnmálafræði- og sálfræðideild Háskóla Íslands, á ráðstefnu Alþjóðamálastofnunar. Erindi Huldu nefndist „Íslenska lýðræðisundrið“.

Hulda Þórisdóttir.
Hulda Þórisdóttir. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Þar fjallaði hún meðal annars um niðurstöður kosningarannsóknarinnar frá síðustu alþingiskosningum en um er að ræða rannsóknir sem gerðar hafa verið hér á landi frá árinu 1983.

Kjörsókn á Íslandi er mjög góð einkum og sér í lagi í kosningum til Alþingis en ekki jafnmikil í sveitarstjórnarkosningum. Að sögn Huldu var kjörsókn 47,5% í aldurshópnum 18-29 ára í sveitarstjórnarkosningunum árið 2014. Hún segist ekki skynja það að ungt fólk hafi endilega minni áhuga á stjórnmálum en áhuginn hafi breyst og sé meiri áhugi á alþjóðlegum stjórnmálum og óhefðbundnum stjórnmálum en hefðbundnum.

Meðal þess sem þátttakendur í rannsókninni gera er að staðsetja sig á litrófi stjórnmálanna – hægri eða vinstri, og segir Hulda að ekkert hafi dregið úr því að fólk sé reiðubúið að staðsetja sig á ás stjórnmálaskoðana. 

Frétt mbl.is: Hvert stefnir Ísland?

Reynslan sýni að Íslendingar hafi dansað rétt til hægri en langflestir séu á miðjunni og svo dreifist þýðið nánast samkvæmt normalkúrfu til hægri og vinstri. Svipuð þróun árið 2016 og í fyrri rannsóknum. 

Alþjóðasamvinna á krossgögum – ráðstefna Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í Norræna ...
Alþjóðasamvinna á krossgögum – ráðstefna Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í Norræna húsinu. mbl.is/Árni Sæberg

Þrátt fyrir að margt sé líkt með Íslendingum og öðrum Norðurlandabúum er minni fjarlægð milli stjórnmálaflokka hér en annars staðar á Norðurlöndum. Meðal annars varðandi innflytjendamál. Eins vilja Íslendingar almennt ekki lækka skatta á kostnað þjónustu hins opinbera og hafa í raun aldrei jafnfáir stutt lækkun skatta út frá þessum forsendum og nú. 

Hulda segir rannsóknir sýna aukið vantraust til stofnana á Íslandi eftir hrun en það eigi hins vegar ekki við um félagstraust. Það er hversu mikið traust berðu til náungans? Þar eru Norðurlandaþjóðirnar ofarlega á blaði og þrátt fyrir að Íslendingar hafi misst trú á stofnunum er trúin á náungann enn til staðar, segir Hulda. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Nálgunarbann eftir langvarandi ofbeldi

Í gær, 22:48 Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður skyldi sæta brottvísun af heimili og nánar tilgreindu nálgunarbanni. Meira »

Upphaf poppbyltingarinnar 1967

Í gær, 22:22 Ný eiturlyf, tíska, pólitískar hræringar og samfélagsleg vakning á meðal ungs fólks koma við sögu þegar skoðað er hvaða þættir höfðu áhrif á að árið 1967 er eins merkilegt og raun ber vitni í tónlistarsögunni. Arnar Eggert Thoroddsen ætlar að skoða þetta magnaða ár á námskeiði hjá Endurmenntun HÍ í næsta mánuði. Meira »

Hvaða loforð fá aldraðir og öryrkjar?

Í gær, 22:07 Allir flokkarnir sem bjóða sig fram fyrir alþingiskosningarnar um næstu helgi leggja áherslu á bætt kjör eldri borgara og öryrkja. Notendastýrð persónuleg aðstoð, NPA, er flestum flokkum hugfólgin, rétt eins og hækkun eða afnám frítekjumarksins, hækkun ellilauna og sveigjanleg starfslok. Meira »

Rándýr aukanótt í Berlín

Í gær, 21:50 Telma Eir Aðalsteinsdóttir og vinkonur hennar komust ekki heim til Íslands í kvöld, eins og áætlað hafði verið, vegna vandræða þýska flugfélagsins Air Berlín. Ein vél félagsins hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli síðan á fimmtudagskvöld vegna not­enda­gjalda sem eru í van­skil­um. Meira »

Rákust saman við framúrakstur

Í gær, 21:46 Betur fór en á horfðist þegar umferðaróhapp varð á Öxnadalsheiði um klukkan hálf níu í kvöld. Óhappið hafði þær afleiðingar að bifreið hafnaði utan vegar. Engum varð meint af. Meira »

Búið að uppfæra þingmenn á netinu

Í gær, 21:20 Ný uppfærsla heimasíðunnar thingmenn.is er komin í loftið. Þar má nálgast ýmsar upplýsingar um vinnu þingmanna, svo sem viðveru í þingsal, fjölda ræða, frumvarpa og fyrirspurna og einnig hvaða málaflokkar eru þeim hugleiknastir í ræðustólnum. Meira »

Horfurnar bestar á Íslandi

Í gær, 19:47 Hvergi eru horfur í ferðamannaiðnaði betri en á Íslandi. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu Global Data, þar sem rýnt er í horfur í ferðamannaiðnaði í 60 þróuðum löndum víðs vegar um heiminn. Meira »

Tónleikaflóð fram undan

Í gær, 19:50 Lauslega talið á miðasölusíðunum midi.is og tix.is er þegar búið að auglýsa yfir þrjátíu jólatónleika, sem verða á dagskrá frá lokum nóvember og fram að jólum og fjöldi bætist væntanlega við á næstunni. Meira »

„Ég er ósammála biskupi“

Í gær, 19:28 Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, er ekki sammála ummælum Agnesar M. Sig­urðardótt­ur, bisk­ups Íslands. Agnes sagði í Morgunblaðinu í dag að siðferðislega væri ekki rétt að stela gögnum og fara á bak við fólk til að af­hjúpa mál og leiða sann­leik­ann í ljós. Meira »

Unnið að því að losa rútuna

Í gær, 18:47 Vegurinn við vest­ari af­leggj­ar­ann að Detti­fossi er enn lokaður en umferðaróhapp varð þar um miðjan daginn þegar rúta með ferðamenn um borð náði ekki beygju þar. Meira »

Bærinn tekur við rekstrinum í sumar

Í gær, 18:42 Vestmannaeyjabær mun taka við rekstri Herjólfs þegar ný ferja verður tekin í gagnið næsta sumar. Samningur þess efnis er á lokametrunum að sögn Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest

Í gær, 18:26 Átta stjórnmálaflokkar fengu framlög upp á 678 milljónir á síðasta ári. Framlögin koma frá ríki, sveitarfélögum, fyrirtækjum, einstaklingum, auk annarra rekstrartekna. Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest en Flokkur fólksins minnst. Meira »

Þrengt að umferð á morgun

Í gær, 18:17 Á morgun má búast við töfum á umferð á Hafnarfjarðarvegi. Þá þarf að þrengja að umferð á um 250 metra kafla, Akrahverfismegin í Garðabæ, vegna vinnu við hljóðmön. Það er veggur til að verja íbúabyggð fyrir umferðarhávaða. Meira »

Rætist úr spánni á kjördag

Í gær, 18:00 Útlit er fyrir milt veður á kjördag. Samkvæmt veðurspá frá Veðurstofu Íslands má búast við vestlægri eða breytilegri átt á landinu öllu á laugardag og sunnudag. Meira »

Óljóst hvort farið verði gegn RÚV

Í gær, 16:56 Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort Glitnir HoldCo ehf. fari fram á lögbann á fréttaflutning Ríkisútvarpsins af viðskiptum Glitnis. Ingólfur Hauksson segir í samtali við mbl.is að hann geti ekki staðfest eitt eða neitt og að hann vilji ekki tjá sig um fréttaflutning RÚV. Meira »

Mörg sendiherrahjón fyrirmyndir

Í gær, 18:16 Pálmi Gestsson og María Thelma Smáradóttir, leikarar verksins Risaeðlurnar sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu, segja að mörg sendiherrahjón séu fyrirmyndirnar að persónum hins grátbroslega gamanleiks eftir Ragnar Bragason. Meira »

Vakan heldur blaðamannafund

Í gær, 17:16 Vakan, félagasamtök um aukna kosningaþátttöku ungs fólks, hefur boðað til blaðamannafundar í Smáralindinni á morgun. Efni fundarins eru tilmæli yfirkjörstjórnar Reykjavíkur norður til Vökunnar, um að það gæti brotið í bága við kosningalög að hvetja fólk til að taka af sér sjálfur á kjörstað. Meira »

Fylgi Samfylkingarinnar dalar

Í gær, 16:47 Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mests fylgis kjósenda samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR. Flokkurinn mælist með 22,9% fylgi. Fast á hæla hans fylgir VG með 19,9% fylgi. Munurinn er innan vikmarka en báðir flokkar mælast með meira fylgi en í síðustu könnun MMR. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Stimplar
...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
 
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...