Ekki vilji fyrir skattalækkunum

Ungt fólk kýs síður í sveitarstjórnarkosningum en þingkosningum.
Ungt fólk kýs síður í sveitarstjórnarkosningum en þingkosningum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aldrei hafa jafnfáir stutt skattalækkanir á kostnað almannaþjónustu og nú samkvæmt kosningarannsókn sem var gerð á vegum Háskóla Íslands í fyrra. Dregið hefur úr kjörsókn ungs fólks og í síðustu sveitarstjórnarkosningum fór hún undir 50%. Þetta er meðal þess sem kom fram í erindi Huldu Þórisdóttur, dósents við stjórnmálafræði- og sálfræðideild Háskóla Íslands, á ráðstefnu Alþjóðamálastofnunar. Erindi Huldu nefndist „Íslenska lýðræðisundrið“.

Hulda Þórisdóttir.
Hulda Þórisdóttir. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Þar fjallaði hún meðal annars um niðurstöður kosningarannsóknarinnar frá síðustu alþingiskosningum en um er að ræða rannsóknir sem gerðar hafa verið hér á landi frá árinu 1983.

Frétt mbl.is: Tveir meginstraumar sem takast á

Kjörsókn á Íslandi er mjög góð einkum og sér í lagi í kosningum til Alþingis en ekki jafnmikil í sveitarstjórnarkosningum. Að sögn Huldu var kjörsókn 47,5% í aldurshópnum 18-29 ára í sveitarstjórnarkosningunum árið 2014. Hún segist ekki skynja það að ungt fólk hafi endilega minni áhuga á stjórnmálum en áhuginn hafi breyst og sé meiri áhugi á alþjóðlegum stjórnmálum og óhefðbundnum stjórnmálum en hefðbundnum.

Meðal þess sem þátttakendur í rannsókninni gera er að staðsetja sig á litrófi stjórnmálanna – hægri eða vinstri, og segir Hulda að ekkert hafi dregið úr því að fólk sé reiðubúið að staðsetja sig á ás stjórnmálaskoðana. 

Frétt mbl.is: Hvert stefnir Ísland?

Reynslan sýni að Íslendingar hafi dansað rétt til hægri en langflestir séu á miðjunni og svo dreifist þýðið nánast samkvæmt normalkúrfu til hægri og vinstri. Svipuð þróun árið 2016 og í fyrri rannsóknum. 

Alþjóðasamvinna á krossgögum – ráðstefna Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í Norræna ...
Alþjóðasamvinna á krossgögum – ráðstefna Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í Norræna húsinu. mbl.is/Árni Sæberg

Þrátt fyrir að margt sé líkt með Íslendingum og öðrum Norðurlandabúum er minni fjarlægð milli stjórnmálaflokka hér en annars staðar á Norðurlöndum. Meðal annars varðandi innflytjendamál. Eins vilja Íslendingar almennt ekki lækka skatta á kostnað þjónustu hins opinbera og hafa í raun aldrei jafnfáir stutt lækkun skatta út frá þessum forsendum og nú. 

Hulda segir rannsóknir sýna aukið vantraust til stofnana á Íslandi eftir hrun en það eigi hins vegar ekki við um félagstraust. Það er hversu mikið traust berðu til náungans? Þar eru Norðurlandaþjóðirnar ofarlega á blaði og þrátt fyrir að Íslendingar hafi misst trú á stofnunum er trúin á náungann enn til staðar, segir Hulda. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Spilaði í eigin giftingu

21:59 Brúðgumi ákvað að koma brúður á óvart þegar þau gengu í það heilaga fyrr í mánuðinum en hann frumflutti frumsamið lag, til konu sinnar, í athöfninni. Meira »

„Ég ætla að vera rödd fólksins“

21:45 Kjartan Theodórsson er ekki fyrsti Íslendingurinn til þess að búa í tjaldi eftir að hafa misst húsnæði en hann er örugglega sá fyrsti til að skrásetja líf sitt á götunni á Snapchat og vekja með því athygli á því sem ábótavant sé í húsnæðismálum. Meira »

Fiskidagurinn „litli“ á Mörk

21:29 „Þetta er gert með stuðningi Fiskidagsins mikla á Dalvík, sem haldinn var í blíðviðri um síðustu helgi þar. Við fengum sent efni í fiskisúpu og borgara ásamt blöðrum og fánum til að halda partí,“ segir Gísli Páll Pálsson, forstjóri Markar í Reykjavík. Meira »

„Ég hleyp fyrir frið“

21:13 „Það skiptir ekki máli hvar þú fæðist. Þó ég hafi fæðst annars staðar í heiminum þá bý ég hér núna og Ísland er heimili mitt,“ segir hinn íranski Majid Zarei sem hefur búið hér á landi í rúmt ár. Majid mun á morgun hlaupa þrjá kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Amnesty International. Meira »

„Aldrei verið í betra formi“

20:45 Íslenski leikarinn Sverrir Guðnason leikur tennisstjörnuna Björn Borg í nýju kvikmyndinni Borg/McEnroe sem segir frá einvígi þeirra kappa árið 1980, en bandaríski leikarinn Shia Labeouf leikur hinn skapstóra McEnroe. Myndin verður opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Toronto í byrjun september. Meira »

113 nemendur útskrifast á árinu

20:44 Ellefu nemendur útskrifuðust af Verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar Keilis í dag. Alls hafa 113 nemendur útskrifast á árinu og samtals 1.534 nemendur á þeim tíu árum sem boðið hefur verið upp á námið. Meira »

„Við töpum viku á þessu“

20:27 „Þetta er náttúrulega töluverður viðbótarkostnaður, en við förum nú í það að sjá hvaða svigrúm við höfum og hvort við getum fengið frekari stuðning,“ Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði og einn forsvarsmanna verkefnisins í Surtsey, en borhola verkefnisins féll saman í fyrradag. Meira »

Fengu þrastarunga í fóstur

20:36 Fjölskylda í Grafarholti eignaðist heldur óvenjulegt gæludýr þegar hún fann hjálparvana þrastarunga úti í skógi sem hún tók að sér. Meira »

Veggurinn bæti öryggi gangandi og hjólandi

20:13 Veggir sitthvoru megin Miklubrautar við Klambratún eru settir upp til að bæta hljóðvist og umhverfigæði íbúa við Miklubraut og þeirra sem nota útivistarsvæðið á Klambratúni. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Reykjavíkurborgar. Meira »

Tekinn á 162 km/klst hraða

19:56 Fjöldi ökumanna var tekinn fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra síðastliðna viku. Þannig voru 152 ökumenn kærðir fyrir þær sakir en sá sem var mest að flýta sér var mældur á 162 km/klst á leiðinni á milli Sauðárkróks og Varmahlíðar. Meira »

Götulokanir á Menningarnótt

19:50 Lokað verður fyrir bílaumferð í miðbænum á Menningarnótt frá klukkan sjö að morgni til klukkan tvö eftir miðnætti þar sem miðborgin verður ein allsherjar göngugata. Þá verður ókeypist í strætó og boðið verður upp á ókeypis strætóskutlur. Meira »

„Við erum í bullandi góðæri“

19:29 Margt þykir líkt með árunum 2007 og 2017 en það er líka margt sem skilur árin tvö að. Þannig helst neysla Íslendinga betur í hendur við tekjur þeirra, verðbólga er lág, viðskiptajöfnuðurinn jákvæður einkum vegna ferðaþjónustunnar og sé húsnæði tekið út fyrir sviga er almenn verðhjöðnun á Íslandi. Meira »

Vann tæpa 5,9 milljarða

19:17 Heppinn lottóspilari er tæplega 5,9 milljörðum króna ríkari eftir að dregið var í EuroJackpot í kvöld en hann fær fyrsta vinninginn óskiptan. Vinningsmiðinn var keyptur í Noregi. Meira »

Tvær bifreiðar lentu saman

18:02 Tvær bifreiðar skullu saman á Vesturlandsvegi við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ seinni partinn en miklar tafir hafa orðið á umferðinni um veginn í kjölfarið. Meira »

Matvælastofnun ver aflífun

16:58 Matvælastofnun ver þá ákvörðun héraðsdýralæknis að aflífa hesta á bænum Skriðulandi í Hörgársveit með skoti í bóginn en ekki hausinn líkt og reglugerð um velferð hrossa kveður á um. Meira »

Auglýsir eftir starfsfólki á Facebook

19:03 Leikskólastjóri á leikskólanum Baug í Kórahverfinu í Kópavoginum hefur brugðið á það ráð að auglýsa eftir starfsfólki í Facebook-hópum vegna manneklu, en illa hefur gengið að fá starfsfólk í vinnu þar, líkt og víða annars staðar. Meira »

Dagur sendir samúðarskeyti

17:19 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, hefur sent Ada Colau, borgarstjóra Barcelona á Spáni samúðarskeyti fyrir hönd Reykvíkinga vegna hryðjuverksins í borginni síðdegis í gær þar sem fjöldi fólks lést eða slasaðist alvarlega. Meira »

Samfylkingin verði Jafnaðarmenn

16:54 Hópur flokksmanna Samfylkingarinnar mun á næsta landsfundi leggja fram tillögu þess efnis að nafni flokksins verði breytt í Jafnaðarmenn. Auður Alfa Ólafsdóttir og Kjartan Valgarðsson munu leggja tillöguna fram, en á annan tug meðflutningsmanna mun standa að baki henni. Meira »
Framlenging á brunn og lok og hringur
Framlegnging á 60 cm skolpbrunn, einnig brunnlok, þolir mikinn þunga og rammi eð...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
TIL LEIGU MJÖG GOTT 180 FM ATVINNUHÚSNÆÐI Í REYKJANESBÆ
Til leigu mjög gott 180 fm atvinnuhúsnæði á góðum stað í Njarðvík, við Reykjan...
Rotþrær og heitir pottar
Rotþrær og heitir pottar Rotþrær-heildarlausnir með leiðbeiningum um frágang. Ód...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...