Ekki vilji fyrir skattalækkunum

Ungt fólk kýs síður í sveitarstjórnarkosningum en þingkosningum.
Ungt fólk kýs síður í sveitarstjórnarkosningum en þingkosningum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aldrei hafa jafnfáir stutt skattalækkanir á kostnað almannaþjónustu og nú samkvæmt kosningarannsókn sem var gerð á vegum Háskóla Íslands í fyrra. Dregið hefur úr kjörsókn ungs fólks og í síðustu sveitarstjórnarkosningum fór hún undir 50%. Þetta er meðal þess sem kom fram í erindi Huldu Þórisdóttur, dósents við stjórnmálafræði- og sálfræðideild Háskóla Íslands, á ráðstefnu Alþjóðamálastofnunar. Erindi Huldu nefndist „Íslenska lýðræðisundrið“.

Hulda Þórisdóttir.
Hulda Þórisdóttir. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Þar fjallaði hún meðal annars um niðurstöður kosningarannsóknarinnar frá síðustu alþingiskosningum en um er að ræða rannsóknir sem gerðar hafa verið hér á landi frá árinu 1983.

Frétt mbl.is: Tveir meginstraumar sem takast á

Kjörsókn á Íslandi er mjög góð einkum og sér í lagi í kosningum til Alþingis en ekki jafnmikil í sveitarstjórnarkosningum. Að sögn Huldu var kjörsókn 47,5% í aldurshópnum 18-29 ára í sveitarstjórnarkosningunum árið 2014. Hún segist ekki skynja það að ungt fólk hafi endilega minni áhuga á stjórnmálum en áhuginn hafi breyst og sé meiri áhugi á alþjóðlegum stjórnmálum og óhefðbundnum stjórnmálum en hefðbundnum.

Meðal þess sem þátttakendur í rannsókninni gera er að staðsetja sig á litrófi stjórnmálanna – hægri eða vinstri, og segir Hulda að ekkert hafi dregið úr því að fólk sé reiðubúið að staðsetja sig á ás stjórnmálaskoðana. 

Frétt mbl.is: Hvert stefnir Ísland?

Reynslan sýni að Íslendingar hafi dansað rétt til hægri en langflestir séu á miðjunni og svo dreifist þýðið nánast samkvæmt normalkúrfu til hægri og vinstri. Svipuð þróun árið 2016 og í fyrri rannsóknum. 

Alþjóðasamvinna á krossgögum – ráðstefna Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í Norræna ...
Alþjóðasamvinna á krossgögum – ráðstefna Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í Norræna húsinu. mbl.is/Árni Sæberg

Þrátt fyrir að margt sé líkt með Íslendingum og öðrum Norðurlandabúum er minni fjarlægð milli stjórnmálaflokka hér en annars staðar á Norðurlöndum. Meðal annars varðandi innflytjendamál. Eins vilja Íslendingar almennt ekki lækka skatta á kostnað þjónustu hins opinbera og hafa í raun aldrei jafnfáir stutt lækkun skatta út frá þessum forsendum og nú. 

Hulda segir rannsóknir sýna aukið vantraust til stofnana á Íslandi eftir hrun en það eigi hins vegar ekki við um félagstraust. Það er hversu mikið traust berðu til náungans? Þar eru Norðurlandaþjóðirnar ofarlega á blaði og þrátt fyrir að Íslendingar hafi misst trú á stofnunum er trúin á náungann enn til staðar, segir Hulda. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kafbátur og herskip í Hvalfirði

08:30 Sex herskip og einn kafbátur sigldu saman úr Faxaflóa í gær og þaðan í fylkingu inn Hvalfjörðinn.  Meira »

Grjót kastaðist niður fossinn

06:58 Íbúar í húsum við Búðará á Seyðisfirði voru beðnir að yfirgefa hús sín í gærkvöldi vegna vatnavaxta í ánni. Unnið var að því fram yfir miðnætti að grafa upp úr Hlíðarendaá á Eskifirði. Meira »

Rigna mun duglega í dag

05:55 Áfram mun rigna duglega á norðausturhorni landsins fram eftir degi, en mikið mun draga úr úrkomu þar í kvöld.  Meira »

Ósætti innan veiðigjaldanefndar

05:30 Harla litlar líkur eru taldar á að því að sátt náðist í þverpólitískri nefnd sem sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra skipaði í vor til að móta tillögur um „hvernig tryggja megi sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni.“ Meira »

Hefja deilibílaþjónustu í haust

05:30 Bílaleigan Avis mun í haust bjóða deilibílaþjónustu innan borgarmarkanna undir merkjum bandarísku deilibílaþjónustunnar Zitcar sem er sú stærsta í heimi. Mun þjónustan nefnast Zitcar á Íslandi. Meira »

Krónan sligar bílaleigur

05:30 „Það hefur verið mikil offjárfesting í þessum geira. Menn munu súpa seyðið af því í haust. Það er mikið offramboð af bílaleigubílum, “sagði Garðar K. Vilhjálmsson, eigandi Bílaleigunnar Geysis. Meira »

Söfnunin nálgast 20 milljónir

Í gær, 23:35 Rúmlega 19 milljónir króna hafa safnast á fjórum dögum í landssöfnuninni Vinátta í verki sem efnt var til vegna hamfaranna á Grænlandi um síðustu helgi þar sem fjórir fórust og fjöldi fólks missti allt sitt. Meira »

Fann 3.000 ára gamla tönn í fjöru

05:30 Athugull 6 ára drengur fann steingerða rostungstönn í fjörunni við Stykkishólm. Talið að tönnin sé um 3.000 ára gömul.  Meira »

Rignir áfram hraustlega í nótt

Í gær, 23:17 Rigna mun áfram hraustlega á norðausturhorninu í nótt samkvæmt upplýsingumf rá Veðurstofu íslands en draga mun síðan smám saman úr úrkomunni þegar líður á morgundaginn. Meira »

Björguðu lekum báti á þurrt land

Í gær, 22:49 Björgunarsveitarmenn úr björgunarsveitinni Lífsbjörg úr Snæfellsbæ unnu við það í kvöld að koma bátnum Sæljósi upp á þurrt land. Meira »

Tjón á nokkrum húsum

Í gær, 22:32 „Við höfum ekki fengið upplýsingar um tjón annars staðar en á Seyðisfirði og Eskifirði en það eru sjálfsagt vatnavextir víðar,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands, í samtali við mbl.is en hún er stödd á Austfjörðum þar sem vatnavextir hafa orðið í ám og lækjum vegna mikillar úrkomu að undanförnu. Meira »

Varla haft við að dæla úr kjöllurum

Í gær, 21:48 Starfsmenn áhaldahúss Seyðisfjarðar hafa haft í nógu að snúast í dag að dæla vatni upp úr kjöllurum húsa í bænum en ár og lækir eru þar í miklum ham. Þetta kemur fram á fréttavefnum Austurfrétt. Haft er eftir Kristjáni Kristjánssyni, staðgengli bæjarverkstjóra á Seyðisfirði, að staðan sé vægast sagt slæm en óhemju mikið vatn komi niður úr fjöllunum. Meira »

Vatnið flæðir yfir brúna

Í gær, 21:39 „Við höfum náð tökum á ánni og hún rennur nú yfir brúna,“ segir forstöðumaður framkvæmda- og þjónustumiðstöðvar Fjarðabyggðar. Hlaup kom í Hlíðarendaá á Eskifirði síðdegis í dag en skriða sem féll gerði það að verkum að árfarvegur undir brú sem yfir hana liggur stíflaðist. Meira »

Að gera vegan-fæði að vegan-æði

Í gær, 21:00 Búið er að safna rúmlega milljón krónum fyrir opnun veitingastaðarins Veganæs, vegan matsölustað á rokkbarnum Gauki á Stöng (Gauknum). Linnea Hellström, Krummi Björgvinsson og Örn Tönsberg forsvarsmenn staðarins segja hann muna bjóða uppá „grimmdarlausan þægindamat“. Meira »

90 milljónir til 139 verkefna

Í gær, 20:16 Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra úthlutaði í dag rúmlega 90 milljónum króna í styrki úr lýðheilsusjóði til 139 verkefna og rannsókna. Meira »

Sólrún Petra er fundin

Í gær, 21:17 Sólrún Petra Halldórsdóttir, sem lögreglan á Suðurlandi lýsti eftir í dag, er fundin heil á húfi. Lögreglan þakkar veitta aðstoð við leitina að henni. Meira »

Táknmál í útrýmingarhættu

Í gær, 20:30 Íslenskt táknmál er í útrýmingarhættu, að mati Samtaka heyrnarlausra. Þetta segir Rannveig Sverrisdóttir, lektor í táknmálsfræðum við Háskóla Íslands. Meira »

Útskrifast með 9,01 í meðaleinkunn

Í gær, 20:00 Alls brautskráðust níu nemendur úr mekatróník hátæknifræði og úr orku- og umhverfistæknifræði í dag þegar brautskráning fór fram í tæknifræðinámi Háskóla Íslands og Keilis. Meira »

Wow Cyclothon

Honda SLR 650
Til sölu Honda SLR 650. Árg. 1998 Ekið rúml. 25 þús., vel með farið. Verð 350...
Málningar- og viðhaldsvinna
Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. T...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Skipulagsauglýsing
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...
Breyting á aðalskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Tilla...
Félagsstarf aldraða
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...