Tveir meginstraumar sem takast á

Salvör Nordal, lektor og forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Salvör Nordal, lektor og forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

Alþjóðasamvinna er alltaf á krossgötum og á meiri krossgötum nú en oft áður. Þar takast á tveir straumar – sívaxandi hnattvæðing og hins vegar aukin einangrunarstefna í stjórnmálum líkt og þegar hefur komið fram í Bretlandi og Bandaríkjunum, segir Guðmundur Hálfdanarson, forseti hugvísindasviðs og nýskipaður stjórnarformaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands.

Frétt mbl.is: Hvert stefnir Ísland?

Vísar hann til niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu í Bretlandi um að ganga úr Evrópusambandinu og kjörs Donald Trump í embætti forseta Bandaríkjanna. Guðmundur var meðal þeirra sem héldu erindi á ráðstefnu Alþjóðamálastofnunar í Norræna húsinu í dag.

Hann segir þetta til marks um ákveðið bakslag frá bjartsýni síðustu áratuga þegar aukin sameining varð í Evrópu og ríki sem áður voru undir hatti Sovétríkjanna litu á Evrópusamvinnu sem skjól. Nú sé þjóðernishyggja meira áberandi sem sé svo ekkert nýtt af nálinni því í löndum eins og Ungverjalandi og Frakklandi megi sjá augljós tengsl við fasisma. Jafnframt hafi svipaðar aðstæður verið uppi í kreppunni miklu á millistríðsárunum.

Fjármálakreppan sé  augljós þáttur í breyttu viðhorfi en um leið sjáist jákvæð áhrif hnattvæðingar, svo sem aukin víðsýni og samvinna sem hafi leitt til aukins friðar og um leið bættrar stöðu flestra en þó ekki allra.

Því misskipting er enn mikil bæði milli ríkja og innan ríkja og með auknu ferðafrelsi, svo sem Schengen-landamærasamstarfinu, gefist fólki kostur á að ferðast en það ferðist ekki allir á sömu forsendum. Því ferðalög ferðamanna eru litin jákvæðum augum á meðan reynt er að stöðva ferðalög flökkufólks sem er að flýja skelfilegar aðstæður heima fyrir.

Mörg vandamálanna hnattræn

Salvör Nordal, lektor og forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, tók í svipaðan streng í fyrirlestri sínum „Heimsborgarakenningar og greinarmunurinn á fullveldi og sjálfstæði þjóðríkis“ þar sem hún vitnaði í kenningar stjórnmálafræðiprófessorsins David Held.

Að sögn Salvarar eru mörg þeirra vandamála sem við stöndum frammi fyrir hnattræn – svo sem loftslagsmál og fjármálakreppan. Þessi vandamál verða ekki leyst innan ríkja heldur verður að leysa þau í samvinnu. Ekki sé hægt að takmarka þau við landamæri þjóðríkja.

Afstaða heimsborgara byggir á víðsýni sem meðal annars felst í því að það er siðferðileg skylda okkar að aðstoða fólk sama hvar það býr og um hverja sé að ræða. Mannréttindi eigi að gilda um alla í heiminum og við berum sömu skyldur við alla jarðarbúa.

Salvör segir að þessi heimsborgarahugsjón sé gagnrýnd fyrir að leggja skyldur okkar við okkar nánustu niður á sama hátt og þá sem standa okkur ekki nærri. Margir efist um að það eigi við rök að styðjast.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, umdæmisstjóri UN Women og fv. utanríkisráðherra.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, umdæmisstjóri UN Women og fv. utanríkisráðherra. Ljósmynd Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson

Á sama tíma og lögð er áhersla á yfirþjóðlega samvinnu eru komnar upp efasemdir um hana, meðal annars vegna fjármálaaflanna og hversu illa hefur gengið að hemja þau. Salvör segir aftur á móti að aldrei hafi verið jafnmikilvægt og nú að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi og nú enda sé þróun alþjóðamála og þau vandamál sem heimurinn stendur frammi fyrir þannig að við verðum að taka þátt. Því þróun lýðræðis innanlands tekur mið af þróun lýðræðis annars staðar. 

Nauðganir helsta vopnið gegn konum

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, umdæmisstjóri UN Women og fyrrverandi utanríkisráðherra, fjallaði um konur á flótta á tímum vopnaðra átaka í sínu erindi á ráðstefnunni. Hún segir almenna borgara vera helstu fórnarlömb stríða í dag og oft markmið stríðandi fylkinga að eyða lífi almennra borgara. 

Stríðsátökum dagsins í dag fylgir ófyrirsjáanleg grimmd og ofbeldi sem senda fleiri á vergang en nokkru sinni fyrr. Að sögn Ingibjargar Sólrúnar er nú áætlað að um 65 milljónir jarðarbúa séu á vergangi.

Eitt helsta vopnið gegn konum eru nauðganir. Þær hafa alltaf verið vopn gegn konum en aldrei í jafnmiklum mæli og nú. Nauðgun er ekki bara vopn gegn konunni heldur allri fjölskyldunni segir Ingibjörg Sólrún. Þrátt fyrir að vígasamtök eins og Ríki íslams fylgi afturhaldssömum kenningum varðandi hlut kvenna þá eru um það bil 10% þeirra Evrópubúa sem ganga til liðs við samtökin konur þar sem þeirra hlutverk felst oft í kynlífsþrælkun. 

Ingibjörg Sólrún spyr hvernig hægt sé að vernda konur fyrir vígamönnum og um leið vernda þær fyrir því að ganga til liðs við samtök þeirra. Eitt sem Ingibjörg Sólrún bendir á í fyrirlestri sínum er skortur á konum í friðarviðræðum. Meðal annars þegar rætt er um áætlanir til þess að bæta stöðu þeirra. Hvatt sé til þess að auka fjárframlög Sameinuðu þjóðanna í aðgerðir til handa konum á flótta verulega. 

Gestir á ráðstefnu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í Norræna húsinu í ...
Gestir á ráðstefnu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í Norræna húsinu í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Ingibjörg Sólrún ræddi meðal annars um ástandið í Sýrlandi og Afganistan þar sem konur og stúlkur verða fyrir hrottalegu ofbeldi, svo sem hópnauðgunum og öðru kynferðislegu ofbeldi. Þær þvingaðar í hjónabönd, seldar í ánauð og eru fórnarlömb mansals. Hún segir að karlar séu mun fjölmennari í hópi flóttamanna sem hafa komið til Evrópu. Algengt sé að karlar fari fyrst af stað og í mörgum tilvikum hafi karlar komist til Evrópu en nú sé leiðin lokuð og konurnar sitji því fastar. Æ fleiri ríki eru að draga úr möguleikanum á fjölskyldusameiningu þannig að konurnar sitja eftir á stórhættulegum svæðum. 

Til að mynda séu núna um 60 þúsund hælisleitendur fastir í Grikklandi á eyjum sem hafa getu til þess að hýsa um sjö þúsund. 

Ingibjörg Sólrún gerði lagasetningu í málefnum flóttamanna og hælisleitenda að umtalsefni og þann skort sem er á kynbundnum áherslum. Þar séu íslensk lög engin undantekning þrátt fyrir að ný útlendingalög hafi tekið gildi í fyrra. Veruleg þörf sé á að því að gera breytingu hér á enda staða kvenna oft verri en karla ekki síst þegar horft er til kynbundins ofbeldis og að setjast að á nýjum slóðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Frítt að pissa í Hörpu

15:18 Ekki er lengur tekið gjald fyrir aðgang að salernum í Hörpu. Þetta staðfestir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, í samtali við mbl.is. Byrjað var að rukka fyrir klósettferðir 19. júní síðastliðinn og þótti mörgum ansi vel í lagt að greiða 300 krónur fyrir. Meira »

Varahlutirnir stóðust ekki gæðakröfur

14:34 Varahlutirnir sem nota átti í Herjólf stóðust ekki kröfur flokkunarfélags Herjólfs, DNV-GL í Noregi, og því þarf að endursmíða varahlutina frá grunni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Eimskipafélaginu, sem segir dapurlegt að skuldinni af seinkuninni sé alfarið skellt á Eimskip. Meira »

Ernir flýgur aftur á Sauðárkrók

13:27 Flugfélagið Ernir tilkynnti á facebooksíðu sinni í gær að það ætlaði að hefja flug á ný milli Sauðárkróks og Reykjavíkur. „Fyrir áeggjan ýmissa aðila tókum við áskorun um að gera sex mánaða tilraun í vetur,“ segir Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis. Meira »

Tveir milljarðar í „köld svæði“

12:58 Flugvélaeldsneyti á að kosta það sama um allt land til að tryggja að flugfélög geti flogið beint á flugvelli hvert sem er á landinu. Þetta var meðal þess sem Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra kynnti á kosningafundi Viðreisnar sem haldinn var í kosningamiðstöð flokksins undir yfirskriftinni Sýnum spilin. Meira »

Heilsuprótein vígir verksmiðju í Skagafirði

12:40 Mikil mannfjöldi mætti á opnun verksmiðju Heilsupróteins á Sauðarkróki í gær. Heilsuprótein er samstarfsverkefni Mjólk­ur­sam­sölunnar og Kaup­fé­lag Skag­f­irðinga, en fyrirtækinu er ætlað að fram­leiða verðmæt­ar afurðir úr mysu sem áður hef­ur verið fargað. Meira »

Viðreisn sýnir spilin

12:26 Meðalheimili gæti sparað um 150 þúsund krónur á mánuði ef vaxtaskilyrði og matvælaverð væri samanburðarhæft við það sem gerist á Norðurlöndum. Þetta kom fram í máli Þorsteins Víglundssonar velferðarráðherra á kosningafundi Viðreisnar sem haldinn var í dag undir yfirskriftinni Sýnum spilin. Meira »

Hótaði sjómönnum ekki lagasetningu

10:49 Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, spurði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, í þættinum Sprengisandi hvort rétt væri að hún hefði hótað að setja lög á sjómannaverkfallið aðfaranótt laugardagsins sem verkfallið leystist. Meira »

Stóð á miðjum vegi er ekið var á hann

11:52 Ferðamaðurinn, sem lést er á hann var ekið á þjóðvegi 1 á Sólheimasandi í september í fyrra stóð á miðjum veginum og sneri baki í bílinn sem ekið var vestur Suðurlandsveg. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að maðurinn hafi ekki gætt að sér og verið dökkklæddur og án endurskinsmerkja. Meira »

„Krónan búin að vera dýrt spaug“

10:25 „Forgangsmálið hjá okkur í þessum kosningum er krónan og þar nær maður strax til fólksins,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni nú í morgun. „Það er orðið langþreytt á henni.“ Meira »

Lögbrot að aka aflmeiri bifhjólum á stígum

09:45 Séu breytingar gerðar á bifhjóli í flokki I þannig að afl þess og hámarkshraði fari upp fyrir 25 km/klst, þá færist það upp í þann flokk bifhjóla sem afl þess og mögulegur hámarkshraði tilheyrir og þá þarf m.a. ökuréttindi og viðeigandi tryggingar. Þetta segir Einar M. Magnússon hjá Samgöngustofu. Meira »

„Ég greiddi frelsið með æskunni“

09:00 „Kannski hef ég misst svo mikið að ég er ekki hrædd við að missa lífið. Ég er 22 ára og þetta eru stór orð fyrir unga stúlku,“ segir hin norsk-íraski aðgerðasinninn Faten Mahdi Al-Hussaini. Hún kveðst ekki vera ekki höfuðslæðan sem hún ber, heldur góð stelpa, vel gefin, ljóshærð, skemmtileg og sterk. Meira »

Hvöss austanátt með kvöldinu

08:54 Hvessa fer af austri þegar líður á daginn. Þessu fylgir rigning eða súld á köflum sunnan- og austantil á landinu, en annars verður víða þurrt. Hiti að deginum 3 til 10 stig og sums staðar vægt frost inn til landsins í fyrstu og ættu vegfarendur að vera á varðbergi gagnvart hálku frameftir morgnum. Meira »

Vona að fólk fái hlýtt í hjartað

08:00 Nýir þættir Sigríðar Halldórsdóttur, Ævi, sem fjalla um mannsævina frá vöggu til grafar, hefja göngu sína á RÚV um helgina. „Þetta er risastórt umfjöllunarefni, ég veit ekki alveg hvers konar mikilmennskubrjálæði þetta er að taka fyrir lífið allt,“ segir Sigríður. Meira »

Stakk af frá umferðaróhappi

07:20 Ökumaður stakk af frá umferðaróhappi á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar á fjórða tímanum í nótt. Þá ók lögregla utan í bíl ökumanns sem neitaði að virða beiðni hennar um að stöðva bílinn. Meira »

Óvissa um framhaldið

Í gær, 21:33 Töluverður fjöldi fólks safnaðist saman á torgi heilags Jaume í miðborg Barcelona í kvöld til að hlýða á ávarp Carles Puigdemont, forseta katalónsku heimastjórnarinnar. Skapti Hallgrímsson segir óvissu um næstu skref, en djúp gjá sé milli Barcelonabúa. Meira »

Hvaða flokkur speglar þínar skoðanir?

07:51 Ert þú óviss um hvað þú eigir að kjósa en veist að þú vilt sjá verðtrygg­ing­una fara veg allr­ar ver­ald­ar? Eða viltu kasta krón­unni? Kaupa áfengi í mat­vöru­versl­un­um? Hvernig ríma þær skoðanir þínar við af­stöðu stjórn­mála­flokk­anna? Meira »

Hækkuðu um 82% í verði

07:00 Reykjavíkurborg keypti í byrjun hausts 24 íbúðir á Grensásvegi 12 fyrir 785 milljónir króna. Seljandi keypti sama verkefni af fyrri eiganda í maí 2015 og var kaupverðið þá 432,5 milljónir. Meira »

Best að vera í sæmilegu jarðsambandi

Í gær, 21:00 Í bókinni Fjallið sem yppti öxlum - Maður og náttúra fléttar höfundur saman fróðleik, vísindi og persónulegar minningar. Gísli Pálsson mannfræðingur stígur inn í eigin bók sem „ég-ið“; barnið og unglingurinn Gísli frá Bólstað sem og fræðimaðurinn. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Rýmingarsala
Rýmingarsala á bókum um helgina 50% afsláttur allt á að seljast Hjá Þorvaldi í K...
PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
 
Uppboð á ökutökjum
Uppboð
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Haf...
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...