Tveir meginstraumar sem takast á

Salvör Nordal, lektor og forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Salvör Nordal, lektor og forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

Alþjóðasamvinna er alltaf á krossgötum og á meiri krossgötum nú en oft áður. Þar takast á tveir straumar – sívaxandi hnattvæðing og hins vegar aukin einangrunarstefna í stjórnmálum líkt og þegar hefur komið fram í Bretlandi og Bandaríkjunum, segir Guðmundur Hálfdanarson, forseti hugvísindasviðs og nýskipaður stjórnarformaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands.

Frétt mbl.is: Hvert stefnir Ísland?

Vísar hann til niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu í Bretlandi um að ganga úr Evrópusambandinu og kjörs Donald Trump í embætti forseta Bandaríkjanna. Guðmundur var meðal þeirra sem héldu erindi á ráðstefnu Alþjóðamálastofnunar í Norræna húsinu í dag.

Hann segir þetta til marks um ákveðið bakslag frá bjartsýni síðustu áratuga þegar aukin sameining varð í Evrópu og ríki sem áður voru undir hatti Sovétríkjanna litu á Evrópusamvinnu sem skjól. Nú sé þjóðernishyggja meira áberandi sem sé svo ekkert nýtt af nálinni því í löndum eins og Ungverjalandi og Frakklandi megi sjá augljós tengsl við fasisma. Jafnframt hafi svipaðar aðstæður verið uppi í kreppunni miklu á millistríðsárunum.

Fjármálakreppan sé  augljós þáttur í breyttu viðhorfi en um leið sjáist jákvæð áhrif hnattvæðingar, svo sem aukin víðsýni og samvinna sem hafi leitt til aukins friðar og um leið bættrar stöðu flestra en þó ekki allra.

Því misskipting er enn mikil bæði milli ríkja og innan ríkja og með auknu ferðafrelsi, svo sem Schengen-landamærasamstarfinu, gefist fólki kostur á að ferðast en það ferðist ekki allir á sömu forsendum. Því ferðalög ferðamanna eru litin jákvæðum augum á meðan reynt er að stöðva ferðalög flökkufólks sem er að flýja skelfilegar aðstæður heima fyrir.

Mörg vandamálanna hnattræn

Salvör Nordal, lektor og forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, tók í svipaðan streng í fyrirlestri sínum „Heimsborgarakenningar og greinarmunurinn á fullveldi og sjálfstæði þjóðríkis“ þar sem hún vitnaði í kenningar stjórnmálafræðiprófessorsins David Held.

Að sögn Salvarar eru mörg þeirra vandamála sem við stöndum frammi fyrir hnattræn – svo sem loftslagsmál og fjármálakreppan. Þessi vandamál verða ekki leyst innan ríkja heldur verður að leysa þau í samvinnu. Ekki sé hægt að takmarka þau við landamæri þjóðríkja.

Afstaða heimsborgara byggir á víðsýni sem meðal annars felst í því að það er siðferðileg skylda okkar að aðstoða fólk sama hvar það býr og um hverja sé að ræða. Mannréttindi eigi að gilda um alla í heiminum og við berum sömu skyldur við alla jarðarbúa.

Salvör segir að þessi heimsborgarahugsjón sé gagnrýnd fyrir að leggja skyldur okkar við okkar nánustu niður á sama hátt og þá sem standa okkur ekki nærri. Margir efist um að það eigi við rök að styðjast.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, umdæmisstjóri UN Women og fv. utanríkisráðherra.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, umdæmisstjóri UN Women og fv. utanríkisráðherra. Ljósmynd Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson

Á sama tíma og lögð er áhersla á yfirþjóðlega samvinnu eru komnar upp efasemdir um hana, meðal annars vegna fjármálaaflanna og hversu illa hefur gengið að hemja þau. Salvör segir aftur á móti að aldrei hafi verið jafnmikilvægt og nú að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi og nú enda sé þróun alþjóðamála og þau vandamál sem heimurinn stendur frammi fyrir þannig að við verðum að taka þátt. Því þróun lýðræðis innanlands tekur mið af þróun lýðræðis annars staðar. 

Nauðganir helsta vopnið gegn konum

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, umdæmisstjóri UN Women og fyrrverandi utanríkisráðherra, fjallaði um konur á flótta á tímum vopnaðra átaka í sínu erindi á ráðstefnunni. Hún segir almenna borgara vera helstu fórnarlömb stríða í dag og oft markmið stríðandi fylkinga að eyða lífi almennra borgara. 

Stríðsátökum dagsins í dag fylgir ófyrirsjáanleg grimmd og ofbeldi sem senda fleiri á vergang en nokkru sinni fyrr. Að sögn Ingibjargar Sólrúnar er nú áætlað að um 65 milljónir jarðarbúa séu á vergangi.

Eitt helsta vopnið gegn konum eru nauðganir. Þær hafa alltaf verið vopn gegn konum en aldrei í jafnmiklum mæli og nú. Nauðgun er ekki bara vopn gegn konunni heldur allri fjölskyldunni segir Ingibjörg Sólrún. Þrátt fyrir að vígasamtök eins og Ríki íslams fylgi afturhaldssömum kenningum varðandi hlut kvenna þá eru um það bil 10% þeirra Evrópubúa sem ganga til liðs við samtökin konur þar sem þeirra hlutverk felst oft í kynlífsþrælkun. 

Ingibjörg Sólrún spyr hvernig hægt sé að vernda konur fyrir vígamönnum og um leið vernda þær fyrir því að ganga til liðs við samtök þeirra. Eitt sem Ingibjörg Sólrún bendir á í fyrirlestri sínum er skortur á konum í friðarviðræðum. Meðal annars þegar rætt er um áætlanir til þess að bæta stöðu þeirra. Hvatt sé til þess að auka fjárframlög Sameinuðu þjóðanna í aðgerðir til handa konum á flótta verulega. 

Gestir á ráðstefnu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í Norræna húsinu í ...
Gestir á ráðstefnu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í Norræna húsinu í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Ingibjörg Sólrún ræddi meðal annars um ástandið í Sýrlandi og Afganistan þar sem konur og stúlkur verða fyrir hrottalegu ofbeldi, svo sem hópnauðgunum og öðru kynferðislegu ofbeldi. Þær þvingaðar í hjónabönd, seldar í ánauð og eru fórnarlömb mansals. Hún segir að karlar séu mun fjölmennari í hópi flóttamanna sem hafa komið til Evrópu. Algengt sé að karlar fari fyrst af stað og í mörgum tilvikum hafi karlar komist til Evrópu en nú sé leiðin lokuð og konurnar sitji því fastar. Æ fleiri ríki eru að draga úr möguleikanum á fjölskyldusameiningu þannig að konurnar sitja eftir á stórhættulegum svæðum. 

Til að mynda séu núna um 60 þúsund hælisleitendur fastir í Grikklandi á eyjum sem hafa getu til þess að hýsa um sjö þúsund. 

Ingibjörg Sólrún gerði lagasetningu í málefnum flóttamanna og hælisleitenda að umtalsefni og þann skort sem er á kynbundnum áherslum. Þar séu íslensk lög engin undantekning þrátt fyrir að ný útlendingalög hafi tekið gildi í fyrra. Veruleg þörf sé á að því að gera breytingu hér á enda staða kvenna oft verri en karla ekki síst þegar horft er til kynbundins ofbeldis og að setjast að á nýjum slóðum.

Frétt mbl.is: Hvert stefnir Ísland

Frétt mbl.is: Ekki vilji fyrir skattalækkunum 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Rán framið á Subway-stað

Í gær, 23:59 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að karlmanni sem rændi skyndibitastaðinn Subway í JL-húsinu í vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Manninum tókst að hafa einhverja fjármuni á brott með sér samkvæmt frétt Vísir.is en ekki liggur fyrir nákvæmlega hversu mikið. Meira »

Sakar lögreglu um ómannúðlega meðferð

Í gær, 23:34 „Ég er reið og döpur að horfa upp á svona meðferð á fólki, brot á mannréttindum og meðalhófsreglu. Er það svona sem við viljum koma fram við fólk sem annað hvort er á leið hingað eða kemur hér við á leið sinni að betra lífi eða skjóli?“ Meira »

Mun dansa á meðan fæturnir leyfa

Í gær, 22:26 Nanna Ósk Jónsdóttir er menntaður viðskiptafræðingur og viðurkenndur stjórnarmaður sem hefur brennandi ástríðu fyrir dansi. Hún stofnaði dansskólann DanceCenter Reykjavík sem notið hefur mikilla vinsælda og segir Nanna að mikið forvarnargildi felist í dansi. Meira »

Forsetinn hleypur fyrir PIETA

Í gær, 22:08 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ætlar að hlaupa hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun til stuðnings PIETA Ísland, félags sem hyggst bjóða upp á úrræði fyrir einstaklinga í sjálfsvígshugleiðingum og þá sem stunda sjálfsskaða. Meira »

Spilaði í eigin brúðkaupi

Í gær, 21:59 Brúðgumi ákvað að koma brúður á óvart þegar þau gengu í það heilaga fyrr í mánuðinum en hann frumflutti frumsamið lag, til konu sinnar, í athöfninni. Meira »

„Ég ætla að vera rödd fólksins“

Í gær, 21:45 Kjartan Theodórsson er ekki fyrsti Íslendingurinn til þess að búa í tjaldi eftir að hafa misst húsnæði en hann er örugglega sá fyrsti til að skrásetja líf sitt á götunni á Snapchat og vekja með því athygli á því sem ábótavant sé í húsnæðismálum. Meira »

„Ég hleyp fyrir frið“

Í gær, 21:13 „Það skiptir ekki máli hvar þú fæðist. Þó ég hafi fæðst annars staðar í heiminum þá bý ég hér núna og Ísland er heimili mitt,“ segir hinn íranski Majid Zarei sem hefur búið hér á landi í rúmt ár. Majid mun á morgun hlaupa þrjá kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Amnesty International. Meira »

Fiskidagurinn „litli“ á Mörk

Í gær, 21:29 „Þetta er gert með stuðningi Fiskidagsins mikla á Dalvík, sem haldinn var í blíðviðri um síðustu helgi þar. Við fengum sent efni í fiskisúpu og borgara ásamt blöðrum og fánum til að halda partí,“ segir Gísli Páll Pálsson, forstjóri Markar í Reykjavík. Meira »

„Aldrei verið í betra formi“

Í gær, 20:45 Íslenski leikarinn Sverrir Guðnason leikur tennisstjörnuna Björn Borg í nýju kvikmyndinni Borg/McEnroe sem segir frá einvígi þeirra kappa árið 1980, en bandaríski leikarinn Shia Labeouf leikur hinn skapstóra McEnroe. Myndin verður opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Toronto í byrjun september. Meira »

113 nemendur útskrifast á árinu

Í gær, 20:44 Ellefu nemendur útskrifuðust af Verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar Keilis í dag. Alls hafa 113 nemendur útskrifast á árinu og samtals 1.534 nemendur á þeim tíu árum sem boðið hefur verið upp á námið. Meira »

Fengu þrastarunga í fóstur

Í gær, 20:36 Fjölskylda í Grafarholti eignaðist heldur óvenjulegt gæludýr þegar hún fann hjálparvana þrastarunga úti í skógi sem hún tók að sér. Meira »

„Við töpum viku á þessu“

Í gær, 20:27 „Þetta er náttúrulega töluverður viðbótarkostnaður, en við förum nú í það að sjá hvaða svigrúm við höfum og hvort við getum fengið frekari stuðning,“ Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði og einn forsvarsmanna verkefnisins í Surtsey, en borhola verkefnisins féll saman í fyrradag. Meira »

Veggurinn bæti öryggi gangandi og hjólandi

Í gær, 20:13 Veggir sitthvoru megin Miklubrautar við Klambratún eru settir upp til að bæta hljóðvist og umhverfigæði íbúa við Miklubraut og þeirra sem nota útivistarsvæðið á Klambratúni. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Reykjavíkurborgar. Meira »

Götulokanir á Menningarnótt

Í gær, 19:50 Lokað verður fyrir bílaumferð í miðbænum á Menningarnótt frá klukkan sjö að morgni til klukkan tvö eftir miðnætti þar sem miðborgin verður ein allsherjar göngugata. Þá verður ókeypist í strætó og boðið verður upp á ókeypis strætóskutlur. Meira »

Vann tæpa 5,9 milljarða

Í gær, 19:17 Heppinn lottóspilari er tæplega 5,9 milljörðum króna ríkari eftir að dregið var í EuroJackpot í kvöld en hann fær fyrsta vinninginn óskiptan. Vinningsmiðinn var keyptur í Noregi. Meira »

Tekinn á 162 km/klst hraða

Í gær, 19:56 Fjöldi ökumanna var tekinn fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra síðastliðna viku. Þannig voru 152 ökumenn kærðir fyrir þær sakir en sá sem var mest að flýta sér var mældur á 162 km/klst á leiðinni á milli Sauðárkróks og Varmahlíðar. Meira »

„Við erum í bullandi góðæri“

Í gær, 19:29 Margt þykir líkt með árunum 2007 og 2017 en það er líka margt sem skilur árin tvö að. Þannig helst neysla Íslendinga betur í hendur við tekjur þeirra, verðbólga er lág, viðskiptajöfnuðurinn jákvæður einkum vegna ferðaþjónustunnar og sé húsnæði tekið út fyrir sviga er almenn verðhjöðnun á Íslandi. Meira »

Auglýsir eftir starfsfólki á Facebook

Í gær, 19:03 Leikskólastjóri á leikskólanum Baug í Kórahverfinu í Kópavoginum hefur brugðið á það ráð að auglýsa eftir starfsfólki í Facebook-hópum vegna manneklu, en illa hefur gengið að fá starfsfólk í vinnu þar, líkt og víða annars staðar. Meira »
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...
Vandaðir gúmmíbátar, slöngubátar, CAMO
Gúmmíbátur, slöngubátur. Bátarnir eru 3,30 m á lengd og 1,52 m á breidd. Geym...
 
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...