„Allt útpælt“ hjá Costco

Umræður um Costco vekja upp miklar tilfinningar hjá fólki.
Umræður um Costco vekja upp miklar tilfinningar hjá fólki. mbl.is/Ófeigur

„Þetta er allt útpælt og með vilja gert,“ segir Einar Benedikt Sigurðsson, framkvæmdastjóri framleiðslufyrirtækisins Tjarnargatan, betur þekktur sem Einar Ben. Hann trúir ekki öðru en að það sé einhver snillingur sem sér um kynningar- og markaðsmál hjá Coscto á Íslandi. „Ég skora á þann aðila sem vinnur í markaðs og PR-starfinu hjá Costco að stíga fram. Ég vil bóka hann á fyrirlestur. Ef maður myndi reyna að meta umfjöllunina sem þeir hafa fengið, bæði í fjölmiðlum og hjá neytendum, til fjár í auglýsingum, þá erum við að tala um háar upphæðir.“

Einar vill meina að um sé að ræða útpælda markaðsherferð sem snýst í raun um að gera sem minnst. Auglýsa sem minnst og sleppa öllum íburði, hvort sem er í heimasíðumálum eða öðru.

Fyrirtækið hefur ekki mikið verið að auglýsa sig, heldur hafa viðskiptavinir og fjölmiðlar séð um það. Heimasíðan þeirra er mjög hrá og textarnir á sumum stöðum eins og þeim hafi verið rennt í gegnum Google Translate. En þetta er að virka. Viðskiptavinir tala um heimasíðuna og hlæja að henni, en vekja þannig athygli á Costco.

Einar er sannfærður um að einhver snillingur sé að baki ...
Einar er sannfærður um að einhver snillingur sé að baki markaðsherferð Costco á Íslandi. Mynd/Marinó Flóvent

„Þetta er ekkert nema ímyndarvinna. Þeir eru að sýna að þeir eyði ekki peningum í óþarfa. Þetta fer allt í verðlagninguna. Það að „copy/paste-a“ heimasíðuna sýnir fólki að þeir eru svo ódýrt félag að þeir eyði ekki einu sinni peningum í heimasíðuna.“

40 þúsund manns í Facebook-hóp 

Stofnaðir hafa verið nokkrir Facebook-hópar í tengslum við Costco á Íslandi, en langfjölmennastur þeirra er „Keypt í Costco Ísl. Myndir og verð.“ Hópurinn telur tæplega 40 þúsund félaga og fjölgar þeim mjög ört. Þar deilir fólk myndum og upplýsingum um verð á vörum. Spyrst fyrir um vörur. Ræðir um gæði vara og fleira. Áhuginn er gríðarlegur og skoðanirnar sterkar. Annar og fámennari hópur ber nafnið „Costco verðvaktin“. Hann telur um 3.000 félaga og nafnið á hópnum segir í raun allt um það sem fer þar fram.

Einar segir fjölmiðla og neytendur í raun vinna saman að því að auglýsa Costco. Áhuginn er svo mikill, þess vegna fjalli fjölmiðlar um málið, og það vindi upp á sig.

„Þetta eru mest lesnu fréttirnar, bæði djókfréttirnar og alvörufréttirnar. Það er stór hópur fólks sem hefur sterkari skoðanir á verðlagningu í Costco en öllum pólitískum ákvörðunum sem teknar hafa verið á Íslandi. Það var einhver sem skrifaði í Facebook-hópinn: „Það fæst allt í Costco nema sjálfsvirðingin.“ Margir voru reiðir yfir þessu innleggi og sögðu til að mynda að það væri sjálfsvirðing að ráðstafa þeim aurum sem stritað væri fyrir á sem bestan máta. Þannig að það er ljóst að það eru miklar tilfinningar í spilinu.“

Allir þjóðfélagshópar fara í Costco 

Einar bendir á að Costco komi vissulega inn á markaðinn með bullandi forgjöf. Það sé erfitt fyrir hvaða fyrirtæki sem er að keppa við slíkan risa sem í flestum tilfellum er með besta verðið.

Costco virðist heilla landann upp úr skónum.
Costco virðist heilla landann upp úr skónum. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þeirra ímynd og orðspor sem fyrirtæki sem selur ódýrar vörur er það sterkt að þeir gátu haldið viðburð sem fólk mætti á áður en það mátti versla. Það skal enginn segja mér að einhver hefði mætt á slíkan viðburð hjá einhverri annarri verslun. Þetta er svo mikil upplifun fyrir fólk. Það er allt svo stórt. Við erum að fá smá áminningu um það hve lítil við erum í raun og veru.“

Meirihluti Íslendinga virðist fagna komu Costco og telja að tilkoma verslunarinnar muni hafa jákvæð áhrif á vöruverð á Íslandi. Verslunin virðist ekki eingöngu vera að höfða til ákveðins hóps, heldur er fólk úr öllum þjóðfélagshópum að versla í Costco. Þarna úti er engu að síður hópur sem telur að Costco-áhrifin verði ekki til góðs til lengri tíma litið. Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn, er ein þeirra. Hún birti hugleiðingar um málið á Facebook-síðu sinni þar sem hún sagði meðal annars: „Þessi þróun hefur vond áhrif á vöruverð, skipulag, samgönguhætti og mannlíf í byggð til lengri tíma og það verður alltaf erfiðara og erfiðara að vinda ofan af henni.“

Íslendingar virðast upp til hópa mjög ánægðir með Costco.
Íslendingar virðast upp til hópa mjög ánægðir með Costco. mbl.is/Kristinn Magnússon

Einar bendir á að einmitt vegna svona skoðana fólks sé bæði ímyndarvinna og kynningar- og markaðsfulltrúar nauðsynlegir. „Ef það er í alvöru enginn í PR-málum hjá þeim þá er það líka ákveðinn skellur. Þetta hefði alveg geta farið í hina áttina. Ef tónninn hjá meirihlutanum hefði verið meira í áttina að því sem Sóley Tómasdóttir benti á, þá hefðu þeir þurft að taka krísustjórnun á þetta. Það eru svo miklir peningar undir og þetta er svo stórt að það hlýtur einhver að vera að fylgjast með til að gera gripið inn í ef þess er þörf.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

15 ára meðvitundarlausar í miðborginni

12:45 Tvær fimmtán ára stúlkur fundust meðvitundalausar úti við sökum fíkniefnaneyslu í gærkvöldi. Stúlkurnar fundust á tröppum í miðborginni klukkan hálfátta í gærkvöldi eftir að tilkynnt hafði verið um þær til Neyðarlínunnar. Meira »

Áfram óveður í allan dag

12:44 „Það verður óveður áfram í allan dag,” segir Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hann á von á óbreyttu veðri norðan- og austanlands í dag og ef eitthvað er mun það fara versnandi seinnipartinn. Annað kvöld verður veðrið orðið þokkalegt. Meira »

Fræddu flóttafólk í Jórdaníu um Ísland

12:42 Íslensk sendinefnd fór í síðustu viku til Jórdaníu og hélt þar námskeið fyrir um 50 manna hóp flóttafólks frá Sýrlandi og Írak. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hafði áður óskað eftir því við íslensk stjórnvöld að flóttafólkinu verði boðin alþjóðleg vernd á Íslandi. Meira »

Lýsi og Bæjarins bestu á jólamarkaði

12:10 Ísland er heiðursgestur á árlegum jólamarkaði borgarinnar Strassborg í Þýskalandi, en markaðurinn er einn sá stærsti og jafnframt sá elsti sinnar tegundar í Evrópu. Meðal fyrirtækjanna sem taka þátt eru Bæjarins Bestu, Hekla Ísland, Handprjónasambandið, Lýsi, Reykjavík Distillery, Skinboss og Urð. Meira »

Vilja vita hverjir dónakallarnir eru

11:53 Hátt í níuhundruð konur í stjórnmálum er nú í Facebook-hópinum Í skugga valdsins og sögurnar halda áfram að berast, en 136 reynslusögur voru gerðar opinberar í morgun. Heiða Björg Hilmisdóttir, stofnandi hópsins, segir fleiri sögur ekki verða birtar. Meira »

Hinir grunuðu íslenskir ríkisborgarar

11:20 „Skýrslutökur héldu áfram í gær og rannsókn málsins miðar ágætlega. Það er í sjálfu sér ekkert nýtt sem hefur komið fram. Ég reikna með að við munum halda áfram yfirheyrslum í næstu viku og líkur á að línur fari að skýrast meira.“ Meira »

Tekjur tónlistarfólks rannsakaðar

11:10 „Það eru til litlar tölur um það hvernig íslenska tónlistarhagkerfið virkar,“ segir Sigtryggur Baldursson framkvæmdastjóri Útón, um könnun sem skrifstofan stendur fyrir á efnahagslegu umhverfi tónlistarmanna. Upplýsingarnar geta skapað forsendur fyrir aukinni fjárfestingu innan tónlistargeirans. Meira »

Skautasvellið á Ingólfstorgi opnað 1. des.

11:18 Skautasvell Nova á Ingólfstorgi verður opnað klukkan kl. 19 hinn 1. desember. Opið verður alla daga til og með 23. desember frá klukkan 12:00-22:00 en svellið er samstarfsverkefni Nova, Reykjavíkurborgar og Samsung. Meira »

Engar mjólkurvörur til Húsavíkur

11:05 „Ég veit ekkert hvað við fáum í dag. Mjólkin átti að koma í dag en það er spurning hvort Víkurskarð opnast,“ segir Helga Soffía Bjarnadóttir, starfsmaður Krambúðarinnar á Húsavík. Meira »

Óvissustigi aflýst á Vestfjörðum

10:59 Óvissustigi vegna snjóflóða hefur verið aflýst á norðanverðum Vestfjörðum. Úrkomulaust hefur verið frá því í snemma í morgun og spáð er ágætis veðri yfir helgina. Meira »

„Ekki grunur um nýtt efni“

10:54 „Það er ekki grunur um nýtt efni sem er ekki þekkt,“ segir Grímur Grímsson yf­ir­lög­regluþjónn spurður hvort grunur leiki á að mennirnir tveir sem réðust á fimm ára barn í aft­ur­sæti bif­reiðar við gatna­mót Lauga­vegar og Snorra­braut­ar í vikunni hafi verið undir áhrifum nýrra eiturlyfja. Meira »

Byrlað nauðgunarlyf á landsfundi

10:11 Konu í stjórnmálum var byrlað nauðgunarlyf á landsfundi stjórnmálaflokks. Þetta er meðal þeirra 136 reynslusagna kvenna af kynferðisofbeldi og áreitni í stjórnmálum sem hefur verið deilt í lokaða facebookhópnum Í skugga valdsins undanfarna sex daga. Meira »

Innan við 100 metra skyggni

09:49 Á Austurlandi nær vindur hámarki um miðjan dag með 20 til 28 metrum á sekúndu og verður skyggni víðast minna en 100 metrar.   Meira »

Dregur úr snjóflóðahættu á Vestfjörðum

09:25 Veðrið er að mestu gengið niður á Vestfjörðum og reiknað er með því að óvissustig vegna snjóflóðahættu fari þar af fljótlega. Meira »

Skólahald fellt niður á Akureyri

08:52 Ákveðið hefur verið að fella niður allt skólahald í leik- og grunnskólum á Akureyri vegna veðurs. Skólahald hefur einnig verið fellt niður í Verkmenntaskóla Akureyrar og Menntaskólanum á Akureyri. Meira »

Nóg að gera hjá björgunarsveitum í nótt

09:34 Nóg hefur verið að gera hjá björgunarsveitum í nótt að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Fyrsta útkallið kom um fjögurleytið í nótt og var það vegna bifreiðar sem hafði bilað fyrir utan Húsavík. Þá sat bíll frá Vegagerðinni fastur á Lyngdalsheiðinni nú í morgun. Meira »

Sagðist bara þurfa að fá að ríða henni

08:58 Grófar nauðgunarhótanir, ummæli á borð við að stjórnmálamaður þurfi „bara að fá að ríða“ viðkomandi stjórnmálakonu og óviðeigandi snertingar eru meðal þeirra frásagna sem stjórmálakonur deildu sín á milli í lokuðum hópi á Facebook. Meira »

Krefjast þess að karlar taki ábyrgð

08:31 Á fimmta hundrað stjórnmálakonur hafa sent frá sér sameiginlega áskorun þar sem þess er krafist að karlar taki ábyrgð og að stjórnmálaflokkar taki af festu á stöðu mála varðandi kynferðisofbeldi og áreitni í íslenskum stjórnmálum. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

útskorið og flott sófaborð
er með fallegt sófaborð útskorið með svartri glerplötu á 35,000 kr sími 869-2798...
Borðstofustólar til sölu
10 stk. af notuðum borðstofustólum til sölu á kr. 1.500 kr stk. seljast helst a...
SÆT ÍBÚÐ T. LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Til leigu vel búnin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvalla...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
L helgafell 6017112219 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017112219 HogV IV/V M...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...