„Allt útpælt“ hjá Costco

Umræður um Costco vekja upp miklar tilfinningar hjá fólki.
Umræður um Costco vekja upp miklar tilfinningar hjá fólki. mbl.is/Ófeigur

„Þetta er allt útpælt og með vilja gert,“ segir Einar Benedikt Sigurðsson, framkvæmdastjóri framleiðslufyrirtækisins Tjarnargatan, betur þekktur sem Einar Ben. Hann trúir ekki öðru en að það sé einhver snillingur sem sér um kynningar- og markaðsmál hjá Coscto á Íslandi. „Ég skora á þann aðila sem vinnur í markaðs og PR-starfinu hjá Costco að stíga fram. Ég vil bóka hann á fyrirlestur. Ef maður myndi reyna að meta umfjöllunina sem þeir hafa fengið, bæði í fjölmiðlum og hjá neytendum, til fjár í auglýsingum, þá erum við að tala um háar upphæðir.“

Einar vill meina að um sé að ræða útpælda markaðsherferð sem snýst í raun um að gera sem minnst. Auglýsa sem minnst og sleppa öllum íburði, hvort sem er í heimasíðumálum eða öðru.

Frétt mbl.is: Yfir 40 þúsund hafa skráð sig

Fyrirtækið hefur ekki mikið verið að auglýsa sig, heldur hafa viðskiptavinir og fjölmiðlar séð um það. Heimasíðan þeirra er mjög hrá og textarnir á sumum stöðum eins og þeim hafi verið rennt í gegnum Google Translate. En þetta er að virka. Viðskiptavinir tala um heimasíðuna og hlæja að henni, en vekja þannig athygli á Costco.

Einar er sannfærður um að einhver snillingur sé að baki ...
Einar er sannfærður um að einhver snillingur sé að baki markaðsherferð Costco á Íslandi. Mynd/Marinó Flóvent

„Þetta er ekkert nema ímyndarvinna. Þeir eru að sýna að þeir eyði ekki peningum í óþarfa. Þetta fer allt í verðlagninguna. Það að „copy/paste-a“ heimasíðuna sýnir fólki að þeir eru svo ódýrt félag að þeir eyði ekki einu sinni peningum í heimasíðuna.“

40 þúsund manns í Facebook-hóp 

Stofnaðir hafa verið nokkrir Facebook-hópar í tengslum við Costco á Íslandi, en langfjölmennastur þeirra er „Keypt í Costco Ísl. Myndir og verð.“ Hópurinn telur tæplega 40 þúsund félaga og fjölgar þeim mjög ört. Þar deilir fólk myndum og upplýsingum um verð á vörum. Spyrst fyrir um vörur. Ræðir um gæði vara og fleira. Áhuginn er gríðarlegur og skoðanirnar sterkar. Annar og fámennari hópur ber nafnið „Costco verðvaktin“. Hann telur um 3.000 félaga og nafnið á hópnum segir í raun allt um það sem fer þar fram.

Frétt mbl.is: Sjáið myndirnar úr Costco

Einar segir fjölmiðla og neytendur í raun vinna saman að því að auglýsa Costco. Áhuginn er svo mikill, þess vegna fjalli fjölmiðlar um málið, og það vindi upp á sig.

„Þetta eru mest lesnu fréttirnar, bæði djókfréttirnar og alvörufréttirnar. Það er stór hópur fólks sem hefur sterkari skoðanir á verðlagningu í Costco en öllum pólitískum ákvörðunum sem teknar hafa verið á Íslandi. Það var einhver sem skrifaði í Facebook-hópinn: „Það fæst allt í Costco nema sjálfsvirðingin.“ Margir voru reiðir yfir þessu innleggi og sögðu til að mynda að það væri sjálfsvirðing að ráðstafa þeim aurum sem stritað væri fyrir á sem bestan máta. Þannig að það er ljóst að það eru miklar tilfinningar í spilinu.“

Allir þjóðfélagshópar fara í Costco 

Einar bendir á að Costco komi vissulega inn á markaðinn með bullandi forgjöf. Það sé erfitt fyrir hvaða fyrirtæki sem er að keppa við slíkan risa sem í flestum tilfellum er með besta verðið.

Costco virðist heilla landann upp úr skónum.
Costco virðist heilla landann upp úr skónum. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þeirra ímynd og orðspor sem fyrirtæki sem selur ódýrar vörur er það sterkt að þeir gátu haldið viðburð sem fólk mætti á áður en það mátti versla. Það skal enginn segja mér að einhver hefði mætt á slíkan viðburð hjá einhverri annarri verslun. Þetta er svo mikil upplifun fyrir fólk. Það er allt svo stórt. Við erum að fá smá áminningu um það hve lítil við erum í raun og veru.“

Frétt mbl.is: Mikil örtröð í Costco

Meirihluti Íslendinga virðist fagna komu Costco og telja að tilkoma verslunarinnar muni hafa jákvæð áhrif á vöruverð á Íslandi. Verslunin virðist ekki eingöngu vera að höfða til ákveðins hóps, heldur er fólk úr öllum þjóðfélagshópum að versla í Costco. Þarna úti er engu að síður hópur sem telur að Costco-áhrifin verði ekki til góðs til lengri tíma litið. Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn, er ein þeirra. Hún birti hugleiðingar um málið á Facebook-síðu sinni þar sem hún sagði meðal annars: „Þessi þróun hefur vond áhrif á vöruverð, skipulag, samgönguhætti og mannlíf í byggð til lengri tíma og það verður alltaf erfiðara og erfiðara að vinda ofan af henni.“

Íslendingar virðast upp til hópa mjög ánægðir með Costco.
Íslendingar virðast upp til hópa mjög ánægðir með Costco. mbl.is/Kristinn Magnússon

Frétt mbl.is: Enn löng röð fyrir utan Costco

Einar bendir á að einmitt vegna svona skoðana fólks sé bæði ímyndarvinna og kynningar- og markaðsfulltrúar nauðsynlegir. „Ef það er í alvöru enginn í PR-málum hjá þeim þá er það líka ákveðinn skellur. Þetta hefði alveg geta farið í hina áttina. Ef tónninn hjá meirihlutanum hefði verið meira í áttina að því sem Sóley Tómasdóttir benti á, þá hefðu þeir þurft að taka krísustjórnun á þetta. Það eru svo miklir peningar undir og þetta er svo stórt að það hlýtur einhver að vera að fylgjast með til að gera gripið inn í ef þess er þörf.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

12 ára slasast í mótorkross

21:43 12 ára stúlka slasaðist í mótorkrossbrautinni við Glerá fyrir ofan Akureyri um níuleytið í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Akureyri slasaðist stúlkan á öxl er hún datt í brautinni. Meira »

Stærsta rannsókn í Surtsey frá upphafi

21:30 Stærsta rannsókn í Surtsey frá upphafi hefst nú í ágúst. Hópur vísindafólks vinnur að verkefninu, en m.a. koma sérhæfðir bormenn koma frá Bandaríkjunum og bora tvær holur í eyjunni afla gagna sem nýta á til margvíslegra rannsókna. Meira »

2,2 milljarðar í viðhald fasteigna

20:30 Reykjavíkurborg mun í ár verja um 2,2 milljörðum til viðhalds fasteigna á vegum borgarinnar. Þar af fara 620 millj­ón­ir til átaks­verk­efna í viðhaldi í 48 leik- og grunn­skólum borgarinnar. Höfundar skýrslu um ytra ástand leikskóla telja „viðhaldsskuld“ borgarinnar þegar vera orðna mikla. Meira »

Urðu næstum fyrir heyrúllum

20:29 Tvær heyrúllur rúlluðu af palli vörubíls út á veginn við Mývatn fyrr í kvöld. Engin slys urðu á fólki en umferð stöðvaðist þar til tvær konur tóku sig til og ýttu heyrúllunum út af veginum. Meira »

6.000 kílómetra leið á traktor

20:00 Tíunda júní hófst Íslandsför Þjóðverjans Heinz Prien, en hann ólíkt öðrum ákvað að ferðast um landið á 54 ára gamalli dráttarvél af gerðinni Hanomag með húsvagn í eftirdragi. Meira »

„Verið að slá ryki í augun á fólki“

19:54 Sigurmundur Gísli Einarsson, eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Viking Tours í Vestmannaeyjum, segir að það sé verið að slá ryki í augun á fólki með umræðu um að leigja tvíbyttnuna Akranes til að sigla milli lands og Eyja. Meira »

Lögreglumennirnir áfram við störf

18:31 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi nú í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna máls tveggja lögreglumanna sem kærðir hafa verið fyrir brot í starfi. Eru mennirnir sakaðir um harðræði við handtöku manns í Kópavogi í vor og greindi Fréttablaðið frá málinu í dag. Meira »

John Snorri lagður af stað

18:58 John Snorri Sigurjónsson er lagður af stað á toppinn á fjallinu K2. Áætlað er að förin taki um 10 klukkustundir. Búast má við næstu fréttum frá hópnum um klukkan 5 í nótt að íslenskum tíma. Meira »

Hjóla í þrjá daga samfleytt

18:15 Fyrirtækið Made in Mountains stendur fyrir Glacier 360-fjallahjólakeppninni sem fram fer dagana 11.-13. ágúst. Um er að ræða fyrstu stigakeppnina sem haldin er hérlendis eftir að Ísland var samþykkt inn í alþjóðahjólreiðasambandið. Keppendur munu hjóla í þrjá daga, meðal annars meðfram Langjökli. Meira »

Héldu að þeir væru að drukkna

17:44 Skipverjarnir þrír á bandarísku skútunni, sem lentu í vandræðum suðvestur af Íslandi aðfaranótt miðvikudags, eru allir þaulreyndir sjómenn, að sögn eiginkonu eins þeirra. Skútan var rafmagnslaus og með brotið mastur þegar rann­sókna­skipið Árni Friðriks­son, sem hafði verið að störfum skammt frá, kom að skútunni. Meira »

Biskupstungnabraut opnuð eftir árekstur

16:45 Umferðarslys varð á Biskupstungnabrautinni, við gatnamót Grafningsvegar vestan við brúna yfir Sogið hjá Þrastarlundi, um þrjúleytið í dag. Að sögn lögreglunnar á Selfossi lentu þrír bílar þar í umferðaróhappi og urðu verulegar skemmdir á tveimur þeirra. Meira »

Þurfti aðstoð lögreglu vegna farþega

16:44 Lögregla var kölluð út í tvígang í dag á bryggjuna í Vestmannaeyjum vegna ósáttra farþega Herjólfs. „Það er engin ástæða til að hvíla stálið,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, sem kallar eftir því að skipið verði látið sigla allan sólarhringinn þegar þörf krefur. Meira »

Auglýsing um starfið kom á óvart

15:25 Yfirlæknir erfða- og sameindalæknisfræðideildar Landspítalans segir það hafa komið honum á óvart að staða hans hafi verið auglýst laus til umsóknar án þess að hann hafi sagt upp starfinu eða verið sagt upp. Þá segir hann það einnig hafa komið á óvart hvernig auglýsingin var orðuð. Meira »

Valitor varar við kortasvikum

14:28 Valitor varar við svikatölvupóstum til korthafa, þar sem þeir eru beðnir um að opna hlekk í póstinum og gefa upp kortaupplýsingar, auk Verified by Visa-númers sem korthafar fá sent í sms-skilaboðum. Meira »

Yfir 500 skjálftar í hrinunni

13:45 Mjög hefur dregið úr jarðskjálftahrinunni sem hófst austan við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga í gærmorgun. Smá hrina var í morgun en annars hefur hún verið í rénun samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Yfir 500 skjálftar hafa mælst í hrinunni. Meira »

Biskupstungnabraut lokuð vegna slyss

15:17 Lögregla hefur lokað Biskupstungnabraut við Grafningsveg vegna umferðarslyss en veitir ekki nánari upplýsingar að svo stöddu. Meira »

Yfir 20 stiga hiti í Reykjavík

14:00 Íbúar á höfuðborgarsvæðinu njóta sumarblíðunnar í dag, en klukkan eitt mældist hitinn í Reykjavík 20,1 stig. Hæsti hiti sem hefur mælst á landinu í dag, samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands, er 22,7 stig á Þingvöllum. Meira »

Sekkur líklega á næstu klukkutímum

13:41 Ólíklegt er að náist að bjarga bandarísku skútunni sem lenti í vandræðum suðvestur af landinu aðfaranótt miðvikudags. Skipverjarnir eru enn um borð í rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni en áætlað er að þeir komi í land í kvöld eða fyrramálið. Meira »
Véla & tækjakerrur til afgreiðslu samdægurs
Einnig bílaflutningakerrur og fjölnotavagnar með innbyggðum sliskjum. Sími 615 ...
Borðstofuborð
Til sölu borðstofuborð. 180cm x100 með 2x 55 cm stækkunum. Verðhugmynd 50.000 ...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Geirlandsá - útboð óskað er eftir tilbo
Veiði
Geirlandsá - útboð Óskað er eftir til...