„Allt útpælt“ hjá Costco

Umræður um Costco vekja upp miklar tilfinningar hjá fólki.
Umræður um Costco vekja upp miklar tilfinningar hjá fólki. mbl.is/Ófeigur

„Þetta er allt útpælt og með vilja gert,“ segir Einar Benedikt Sigurðsson, framkvæmdastjóri framleiðslufyrirtækisins Tjarnargatan, betur þekktur sem Einar Ben. Hann trúir ekki öðru en að það sé einhver snillingur sem sér um kynningar- og markaðsmál hjá Coscto á Íslandi. „Ég skora á þann aðila sem vinnur í markaðs og PR-starfinu hjá Costco að stíga fram. Ég vil bóka hann á fyrirlestur. Ef maður myndi reyna að meta umfjöllunina sem þeir hafa fengið, bæði í fjölmiðlum og hjá neytendum, til fjár í auglýsingum, þá erum við að tala um háar upphæðir.“

Einar vill meina að um sé að ræða útpælda markaðsherferð sem snýst í raun um að gera sem minnst. Auglýsa sem minnst og sleppa öllum íburði, hvort sem er í heimasíðumálum eða öðru.

Frétt mbl.is: Yfir 40 þúsund hafa skráð sig

Fyrirtækið hefur ekki mikið verið að auglýsa sig, heldur hafa viðskiptavinir og fjölmiðlar séð um það. Heimasíðan þeirra er mjög hrá og textarnir á sumum stöðum eins og þeim hafi verið rennt í gegnum Google Translate. En þetta er að virka. Viðskiptavinir tala um heimasíðuna og hlæja að henni, en vekja þannig athygli á Costco.

Einar er sannfærður um að einhver snillingur sé að baki ...
Einar er sannfærður um að einhver snillingur sé að baki markaðsherferð Costco á Íslandi. Mynd/Marinó Flóvent

„Þetta er ekkert nema ímyndarvinna. Þeir eru að sýna að þeir eyði ekki peningum í óþarfa. Þetta fer allt í verðlagninguna. Það að „copy/paste-a“ heimasíðuna sýnir fólki að þeir eru svo ódýrt félag að þeir eyði ekki einu sinni peningum í heimasíðuna.“

40 þúsund manns í Facebook-hóp 

Stofnaðir hafa verið nokkrir Facebook-hópar í tengslum við Costco á Íslandi, en langfjölmennastur þeirra er „Keypt í Costco Ísl. Myndir og verð.“ Hópurinn telur tæplega 40 þúsund félaga og fjölgar þeim mjög ört. Þar deilir fólk myndum og upplýsingum um verð á vörum. Spyrst fyrir um vörur. Ræðir um gæði vara og fleira. Áhuginn er gríðarlegur og skoðanirnar sterkar. Annar og fámennari hópur ber nafnið „Costco verðvaktin“. Hann telur um 3.000 félaga og nafnið á hópnum segir í raun allt um það sem fer þar fram.

Frétt mbl.is: Sjáið myndirnar úr Costco

Einar segir fjölmiðla og neytendur í raun vinna saman að því að auglýsa Costco. Áhuginn er svo mikill, þess vegna fjalli fjölmiðlar um málið, og það vindi upp á sig.

„Þetta eru mest lesnu fréttirnar, bæði djókfréttirnar og alvörufréttirnar. Það er stór hópur fólks sem hefur sterkari skoðanir á verðlagningu í Costco en öllum pólitískum ákvörðunum sem teknar hafa verið á Íslandi. Það var einhver sem skrifaði í Facebook-hópinn: „Það fæst allt í Costco nema sjálfsvirðingin.“ Margir voru reiðir yfir þessu innleggi og sögðu til að mynda að það væri sjálfsvirðing að ráðstafa þeim aurum sem stritað væri fyrir á sem bestan máta. Þannig að það er ljóst að það eru miklar tilfinningar í spilinu.“

Allir þjóðfélagshópar fara í Costco 

Einar bendir á að Costco komi vissulega inn á markaðinn með bullandi forgjöf. Það sé erfitt fyrir hvaða fyrirtæki sem er að keppa við slíkan risa sem í flestum tilfellum er með besta verðið.

Costco virðist heilla landann upp úr skónum.
Costco virðist heilla landann upp úr skónum. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þeirra ímynd og orðspor sem fyrirtæki sem selur ódýrar vörur er það sterkt að þeir gátu haldið viðburð sem fólk mætti á áður en það mátti versla. Það skal enginn segja mér að einhver hefði mætt á slíkan viðburð hjá einhverri annarri verslun. Þetta er svo mikil upplifun fyrir fólk. Það er allt svo stórt. Við erum að fá smá áminningu um það hve lítil við erum í raun og veru.“

Frétt mbl.is: Mikil örtröð í Costco

Meirihluti Íslendinga virðist fagna komu Costco og telja að tilkoma verslunarinnar muni hafa jákvæð áhrif á vöruverð á Íslandi. Verslunin virðist ekki eingöngu vera að höfða til ákveðins hóps, heldur er fólk úr öllum þjóðfélagshópum að versla í Costco. Þarna úti er engu að síður hópur sem telur að Costco-áhrifin verði ekki til góðs til lengri tíma litið. Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn, er ein þeirra. Hún birti hugleiðingar um málið á Facebook-síðu sinni þar sem hún sagði meðal annars: „Þessi þróun hefur vond áhrif á vöruverð, skipulag, samgönguhætti og mannlíf í byggð til lengri tíma og það verður alltaf erfiðara og erfiðara að vinda ofan af henni.“

Íslendingar virðast upp til hópa mjög ánægðir með Costco.
Íslendingar virðast upp til hópa mjög ánægðir með Costco. mbl.is/Kristinn Magnússon

Frétt mbl.is: Enn löng röð fyrir utan Costco

Einar bendir á að einmitt vegna svona skoðana fólks sé bæði ímyndarvinna og kynningar- og markaðsfulltrúar nauðsynlegir. „Ef það er í alvöru enginn í PR-málum hjá þeim þá er það líka ákveðinn skellur. Þetta hefði alveg geta farið í hina áttina. Ef tónninn hjá meirihlutanum hefði verið meira í áttina að því sem Sóley Tómasdóttir benti á, þá hefðu þeir þurft að taka krísustjórnun á þetta. Það eru svo miklir peningar undir og þetta er svo stórt að það hlýtur einhver að vera að fylgjast með til að gera gripið inn í ef þess er þörf.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Finnur fyrir stuðningi og meðbyr

08:59 Það lá vel á Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, í Alþingishúsinu í gær. Ekki dró það úr ánægjunni að heyra að VG væri stærsti flokkurinn á þingi. Meira »

Gefa tæki fyrir 40 milljónir

08:55 Í nóvember munu Hollvinasamtök SHA afhenda tæki og búnað að andvirði tæplega 40 milljóna króna. „Við höfum verið ansi drjúg en það hittir þannig á fyrir tilviljun að nóvembermánuður verður óvenju stór hjá okkur,“ segir formaður samtakanna. Meira »

Ullserkur setur svip á borgina

08:18 Sveppur hefur verið áberandi í borginni að undanförnu, til dæmis á grænum svæðum og umferðareyjum. Hann heitir ullserkur eða ullblekill, en hefur einnig verið nefndur bleksveppur. Meira »

Um 2.500 fá ekki lífeyrisaukann

07:57 Um 2.500 starfsmenn hjá sveitarfélögum utan Reykjavíkur sem eru félagsmenn í aðildarfélögum ASÍ fá ekki umsamda viðbótargreiðslu við hefðbundið iðgjald í lífeyrissjóð sem ASÍ samdi um á dögunum við ríki og borg vegna starfsmanna þeirra. Meira »

Unnið að því að manna sendinefnd

07:37 Alþingi vinnur nú að því að finna fulltrúa til þess að sitja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York. Reglan er núna sú að fjórir eða fimm alþingismenn sitja þingið fyrir Íslands hönd. Meira »

Haustlægð kemur í heimsókn

07:07 Haustið er gengið í garð með öllum sínum haustlægðum og í dag kemur ein slík í heimsókn. Hlýskil hennar ganga norður yfir landið og fylgir þeim talsverð eða mikil rigning, mest á Suðausturlandi og Austfjörðum, þó í mun minni mæli fyrir norðan, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Fluttur á slysadeild eftir árekstur

06:49 Einn var fluttur á slysadeild með minni háttar meiðsl eftir árekstur við Kópavogslæk seint í gærkvöldi.   Meira »

Fann mikið magn peninga

06:59 Heiðvirður borgari kom á lögreglustöðina í Reykjanesbæ í gærkvöldi með peningaveski sem hann hafði fundið. Í veskinu er mikið magn reiðufjár sem lögreglan vill koma í réttar hendur. Meira »

Lögregla lokaði skemmtistað

06:39 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að loka skemmtistað í Kópavogi í nótt þar sem þar reyndist vera töluverður fjöldi krakka undir aldri á staðnum þegar lögreglan kom þangað í eftirlitsferð um þrjúleytið. Meira »

Stjórnlaus af sveppaneyslu

06:34 Rétt eftir miðnætti þurfti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að flytja mann, sem var í mjög annarlegu ástandi sökum neyslu sveppa, á slysadeild Landspítalans. Meira »

Íslensku konurnar áfrýja í PIP-málinu

05:30 Flestar þeirra íslensku kvenna sem hlutu greiðslur frá þýska fyrirtækinu TÜV Rheinland, vegna PIP-brjóstapúðamálsins, vilja áfrýja málinu á næsta dómstig. Meira »

Vilja vinna þangi í Breiðafirði

05:30 Íslenska kalkþörungafélagið hefur nú mikinn áhuga á að hefja vinnslu á þangi í Breiðafirði með aðstöðu í Stykkishólmi.  Meira »

Þrír milljarðar urðu eftir í þrotabúum

05:30 Helmingur sáttagreiðslu Deutsche Bank til Kaupþings, um 212,5 milljónir evra eða um 27 milljarðar króna, rann fyrst í gegnum félögin Chesterfield og Partridge, sem eru í gjaldþrotameðferð, og barst þaðan til Kaupþings. Meira »

Undiralda í Framsóknarflokknum

05:30 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, segir marga framsóknarmenn „æfa“ yfir því baktjaldamakki sem nú standi yfir í Skagafirði. Það geti „stórskaðað“ flokkinn svo skömmu fyrir þingkosningar. Meira »

Fundalota um verðmæta stofna

05:30 Ekki eru taldar miklar líkur á að heildarsamkomulag náist á fundum strandríkja í næsta mánuði um uppsjávarveiðar í Norður-Atlantshafi. Í makríl, kolmunna og norsk-íslenskri síld hefur síðustu ár verið veitt umfram ráðgjöf vísindamanna og samstaða hefur ekki náðst á fundum um stjórnun veiðanna. Meira »

Ferðamenn í íbúð Félagsbústaða

05:30 Félagsbústaðir hf. munu senda öllum leigutökum sínum, sem eru um 2.500 talsins, bréf til að vekja athygli þeirra á því að framleiga íbúða til ferðamanna sé með öllu óheimil. Meira »

Vísbendingar um nokkurt launaskrið

05:30 Merki eru um að eitthvert launaskrið sé komið í gang á vinnumarkaði um þessar mundir en launavísitalan í ágúst hækkaði um 0,2% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,2% samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í gær. Meira »

Andlát: Guðni Christian Andreasen

05:30 Guðni Christian Andreasen bakarameistari lést á heimili sínu 67 ára að aldri.   Meira »
Frystigámar 20 og 40 feta nýir gámar
Útvegum nýja frystigáma á hagstæðu verði. Holt1.is Vélasala S 4356662/895...
38 ferm sumarbústaður og geggjuð lóð til sölu.
Paradís til sölu í Eyrarskógi, 1 klukkutími frá Reykjavík Hrísbrekka 19, 301...
Mitsubishi Outlander 2007 dekurbíll til sölu
1 eigandi frá upphafi, ekinn aðeins 75.000 km. 5 gíra, bensín, 4WD, ný dekk, nýj...
Hoppukastalar.is -Candyfloss-Popp-leikir
Bjóðum upp à ýmisslegt fyrir barnaafmæli , fjölskyldusamkomur o.fl. Hoppukastala...
 
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...