Ráðleggja stjórnvöldum að stöðva útgáfu leyfa til laxeldis

Sjókvíar fyrir fiskeldi.
Sjókvíar fyrir fiskeldi. Rax

Fram kemur á vefsíðu Erfðanefndar landbúnaðarins að þar á bæ hafa menn þungar áhyggjur af stöðu íslenskra laxastofna vegna mögulegra áhrifa laxeldis í sjókvíum með stofni af erlendum uppruna.

Greint er frá því að með hliðsjón af almennri stöðu þekkingar um áhrif eldislaxa á villta laxastofna og varúðarreglu samkvæmt 9. grein náttúruverndarlaga (nr. 60/2013) þá leggst nefndin gegn notkun á frjóum, norskum eldislaxi í sjókvíaeldi við Íslandsstrendur. Nefndin telur að eldi á frjóum laxi í sjókvíum geti valdið óafturkræfum breytingum á erfðasamsetningu íslenskra laxastofna með ófyrirséðum afleiðingum.

Nefndin telur að þessi stefna samrýmist ekki markmiðum laga um fiskeldi, laga um náttúruvernd og samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni sem leggur áherslu á að vernda lífríki á öllum skipulagsstigum þess, þar með talið þeirra erfðaauðlinda sem lífríkið býr yfir.

Erfðanefndar landbúnaðarins hefur það að meginhlutverk að vinna að varðveislu og sjálfbærri nýtingu erfðaauðlinda í landbúnaði.

Nánar má kynna sér þessa skýrslu hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert