Ákvörðunin tekin í ráðuneytinu

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segist skilja gremjuna eftir að dæmdur kynferðisbrotamaður fékk uppreist æru í gær. Hann bendir þó á að hann taki ekki ákvörðun um uppreist æru, hún sé tekin annars staðar í stjórnkerfinu. „Svo fær sú ákvörðun form­lega staðfest­ingu mína en það er ekki ég sem tek ákvörðun­ina, stjórn­ar­at­höfn­in er ekki mín enda er ég ábyrgðarlaus á stjórn­ar­at­höfn­um sam­kvæmt stjórn­ar­skrá,“ seg­ir Guðni við mbl.is.

Fyr­ir níu árum var Ró­bert Árni Hreiðars­son, sem kallar sig nú Robert Downey, dæmd­ur í 3 ára fang­elsi fyr­ir kyn­ferðis­brot gegn fjór­um stúlk­um. Brot­in voru fram­in á ár­un­um 2005 og 2006. Ró­bert tældi þrjár af stúlk­un­um með blekk­ing­um og pen­inga­greiðslum til kyn­ferðismaka við sig, en þær voru þá 14 og 15 ára. Hann komst í sam­band við stúlk­urn­ar í gegn­um netið og í flest­um til­vik­um sagðist hann vera tán­ings­pilt­ur. Greiddi hann einni stúlk­unni að minnsta kosti 32 þúsund krón­ur fyr­ir kyn­ferðismök í tvö skipti, sem áttu sér stað í bif­reið Ró­berts.

Forseti veitti Róberti uppreist æru í september samkvæmt tillögu frá innanríkisráðherra. 

Stjórnarathöfn tekin í ráðuneytinu

„Þeir sem hafa afplánað dóm og þurfa og vilja sækja um uppreist æru senda bréf um það til ráðuneytis, dómsmálaráðuneytis. Með því bréfi senda þeir ýmsar upplýsingar, fylgigögn og meðmæli og svo er ákvörðun tekin þar um uppreist æru eða ekki. Þar er stjórnarathöfnin tekin,“ segir forsetinn.

Guðni bendir á að hann hyggi að aldrei hafi til þess komið að forseti hafi neitað beiðni um uppreist æru. 

Guðni segist lengi hafa talað um nauðsyn þess að í stjórnarskrá og stjórnskipan okkar sé bætt úr þeim annmarka að í orði kveðnu eru forseta falin ákveðin völd og hlutverk en í raun og veru eru þau völd, þau hlutverk og þær ákvarðarnir liggja annars staðar. 

„Þegar forseta hverju sinni berast skilaboð frá ráðuneyti þá fylgja, eins og í þessu tilfelli, engin gögn, engin fylgiskjöl, engin rökstuðningur, heldur er búið að taka ákvörðunina. Ég læ henni formlega staðfestingu.

Átakanlegt mál fyrir fórnarlömbin

Hann segir að umrætt mál sé átakanlegt fyrir fórnarlömb Róberts. „Það er eingöngu átakanlegt erfitt og sorglegt fyrir fórnarlömb þessa dæmda brotamanns; að þurfa núna að þola upprifjun í fjölmiðlum á þessu máli og vel skiljanlegt að fólk beini spjótum sínum að mér,“ segir forsetinn og bendir á, sér til varnar, að svona er stjórnskipun landsins.

Ef það á að vera þannig að forseti segi af eða á um uppreist æru eða náðanir og annað slíkt þá verður það að vera þannig að fólk sæki um slíkt hingað, sem það gerir alls ekki. Það verður þá að vera þannig líka að hér sé nefnd sérfróðra reyndra embættismanna og lögfræðinga sem fari yfir málið. Sú er alls ekki raunin heldur er umsóknum um uppreist æru beint á allt annan stað í stjórnkerfinu, ráðuneyti dómsmála, og þar er svo ákvörðun tekin hvort beiðni um uppreist æru skuli samþykkt á grundvelli laga sem um það gilda.

Á ekki að vera geðþóttaákvörðun eins manns

Hann segir að í réttarríki eigi það ekki að vera þannig að vald til að veita uppreist æru eða náðun sé bundið geðþótta eins mans. „Það er mín afstaða til þessa máls og mér þykir auðvitað ömurlegt að þurfa að tengjast því. Ég verð að fá að árétta að það er vegna þess að forminu til ber forseta að staðfesta stjórnarathafnir sem hann er ábyrgðarlaus á.“

Aðspurður segist Guðni vel skilja gremjuna og reiðina sem blossað hefur upp vegna þess máls. „Ef við ætlum að láta gremjuna og reiðina verða til einhvers gagns þá væri það í fyrsta lagi að vona og vinna að því að fórnarlömbin fái aukin styrk. Enda hef ég heyrt að þau hafi staðið sig einstaklega vel eftir þá glæpi sem á þeim voru framdir. Í öðru lagi þurfum við þá að ræða hvort ekki sé ástæða til að endurskoða lög og ákvæði um uppreist æru. Í þriðja lagi held ég áfram að gera það sem ég gerði í forsetaframboði og eftir að ég tók við embætti forseta; að benda á nauðsyn þess að við skýrum betur völd og verksvið forseta svo fólk í landinu þurfi ekki að halda að forseti, einn og óstuddur, geri ákveðna hluti sem hann gerir ekki í raun. Um leið að forseti, ég og þeir sem á eftir mér koma, þurfi ekki að vera í þeirri stöðu að staðfesta formlega með undirskrift sinni ákvarðanir annarra samkvæmt lögum.

mbl.is

Innlent »

Sprenging í vændi á Íslandi

11:16 Lögregla telur engan vafa leika á því að „sprenging“ hafi orðið í framboði vændis hér á landi á síðustu 18 mánuðum. Ekki hafa verið til rannsóknar mörg mál á tímabilinu m.a. sökum manneklu og afleiddrar nauðsynlegrar forgangsröðunar lögreglu. Meira »

Valin til að sækja virta ráðstefnu

11:13 Tveir íslenskir frumkvöðlar voru valdir af utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna og sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi til þess að taka þátt í Global Entrepreneurship Summit (GES) 2017 sem fer fram í Hyderabad á Indlandi 28. til 30. nóvember. Meira »

Tugir hafa látist á 3 árum

10:41 Greiningardeild embættis ríkislögreglustjóra telur líklegt að neysla á sterkum fíkniefnum muni aukast hér á landi á næstu árum. Aukin neysla sterkra verkjalyfja, sem innihalda ópíumafleiður, og sterkra eiturlyfja hefur kostað tugi manna lífið hér á landi á síðustu þremur árum. Meira »

Tíu virk glæpasamtök starfandi hér

10:07 Brotum tengdum skipulagðri glæpastarfsemi, svo sem fíkniefnabrotum, mansali og vændi hefur fjölgað hér og vtað er um að minnsta kosti tíu hópa sem eru virkir í skipulagðri brotastarfsemi hér á landi og talið er að hópum sem lögregla kann ekki nægilega góð deili á hafi fjölgað nokkuð undanfarin ár. Meira »

Mikill viðbúnaður en um gabb að ræða

09:21 Mikill viðbúnaður var hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og lögreglu vegna tilkynningar um eld á Hótel Sögu fyrir skömmu. Í ljós kom að um falsboð var að ræða. Meira »

Konur hætta að fá greitt 30. október

09:19 Kynbundinn launamunur í Evrópu er mestur í Eistlandi en níundi mestur á Íslandi. Það jafngildir því að íslenskar konur hætti að fá greitt 30. október. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu bresku vefsíðunnar Expert Market. Meira »

Stórfelldur þjófnaður á kjöti

08:27 Lögreglan á Suðurnesjum handtók fyrr í mánuðinum þrjá karlmenn vegna stórfellds þjófnaðar á tollfrjálsum varningi frá flugþjónustufyrirtæki á Keflavíkurflugvelli. Tveir mannanna voru starfsmenn hjá fyrirtækinu og sá þriðji sá um að koma þýfinu í verð. Meira »

Þjónusta 4.637 fatlaða einstaklinga

09:15 Sveitarfélög veittu 4.637 einstaklingum með fötlun þjónustu á 15 þjónustusvæðum og hafði þeim fækkað um 92 (1,9%) frá árinu áður. Af þeim var 1.591 barn 17 ára og yngri (34,3%). Meira »

Beit annan farþega

08:23 Lögreglumenn úr flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum handtóku farþega um borð í flugvél á Keflavíkurflugvelli aðfaranótt sunnudagsins. Farþeginn, sem var ofurölvi, hafði meðal annars ráðist á flugfreyju og bitið annan farþega. Meira »

Flækingsfugla hrekur til Íslands

08:18 Fjöldi flækingsfugla barst til landsins í kjölfar suðaustanstorms á fimmtudaginn var. Þeirra á meðal voru tvær tegundir sem aldrei hafa sést hér áður. Meira »

Íslendingar bíða eftir nýjum kjörfundi

07:57 „Það er mikill áhugi á þingkosningunum heima meðal landa sem hér eru,“ segir Þórleifur Ólafsson sem dvelur á vinsælum Íslendingastað, Torrevieja, á austurstönd Spánar. Meira »

Mótmælir ásökunum landlæknis

07:37 „Landlæknir, sem er opinber embættismaður, vegur þarna að starfsheiðri fjölda lækna er starfa á Landspítalanum og við mótmælum því að sjálfsögðu harðlega,“ segir Reynir Arngrímsson, nýkjörinn formaður Læknafélags Íslands. Meira »

Hálkublettir á Suður- og Vesturlandsvegi

07:31 Hálkublettir eru á hringveginum á milli Selfoss og Hvolsvallar. Á Vesturlandi eru hálkublettir á hringveginum frá Baulu og upp Norðurárdal og á Bröttubrekku. Meira »

Ágætt veður víðast hvar

06:34 Norðaustan 8-13 m/s norðvestanlands í dag, annars hægari vindur. Súld eða rigning fyrir norðan, en léttskýjað suðvestan til. Hiti 3 til 9 stig. Meira »

Eyddu skjölum án leyfis

05:30 Enn eru dæmi um að opinberar stofnanir eyði skjölum án heimildar Þjóðskjalasafnsins eins og áskilið er í lögum.  Meira »

Rútan sótt í dag

06:44 Rúta sem lokaði veginum að Dettifossi í gær verður dregin upp á veg í birtingu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Opnað var fyrir umferð um veginn klukkan 19 í gærkvöldi. Meira »

Fékk 53 milljónir greiddar

05:48 Fjársýsla ríkisins greiddi trúfélaginu Zuism út rúmar 53 milljónir króna sem haldið hefur verið eftir af sóknargjöldum frá því í febrúar í fyrra vegna deilna um hver færi með stjórn félagsins. Meira »

Verja tvöfalt meira í tölvukerfi

05:30 Íslensku bankarnir verja tvöfalt hærri fjárhæðum í að reka tölvukerfi en helstu bankar annars staðar á Norðurlöndum, sem glíma einmitt við gömul tölvukerfi og aukinn kostnað sem fylgir eldri tæknilausnum. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

HÚSAVIÐHALD
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
SAMUK lyftarar (uk) rafmagns og diesel
Kynnum á frábæru verði SAMUK lyftara bæði rafmagns og Diesel , gas . Stærðir 1,...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður óskast! Vélavörð vantar á ...
Rýmingarsala
Til sölu
Rýmingarsala á bókum um helgina 5...
Aðalskipulag
Tilkynningar
Lýsing breytingar Aðalski...
Uppboð á ökutökjum
Uppboð
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Haf...