Ákvörðunin tekin í ráðuneytinu

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segist skilja gremjuna eftir að dæmdur kynferðisbrotamaður fékk uppreist æru í gær. Hann bendir þó á að hann taki ekki ákvörðun um uppreist æru, hún sé tekin annars staðar í stjórnkerfinu. „Svo fær sú ákvörðun form­lega staðfest­ingu mína en það er ekki ég sem tek ákvörðun­ina, stjórn­ar­at­höfn­in er ekki mín enda er ég ábyrgðarlaus á stjórn­ar­at­höfn­um sam­kvæmt stjórn­ar­skrá,“ seg­ir Guðni við mbl.is.

Fyr­ir níu árum var Ró­bert Árni Hreiðars­son, sem kallar sig nú Robert Downey, dæmd­ur í 3 ára fang­elsi fyr­ir kyn­ferðis­brot gegn fjór­um stúlk­um. Brot­in voru fram­in á ár­un­um 2005 og 2006. Ró­bert tældi þrjár af stúlk­un­um með blekk­ing­um og pen­inga­greiðslum til kyn­ferðismaka við sig, en þær voru þá 14 og 15 ára. Hann komst í sam­band við stúlk­urn­ar í gegn­um netið og í flest­um til­vik­um sagðist hann vera tán­ings­pilt­ur. Greiddi hann einni stúlk­unni að minnsta kosti 32 þúsund krón­ur fyr­ir kyn­ferðismök í tvö skipti, sem áttu sér stað í bif­reið Ró­berts.

Frétt mbl.is: Dæmdur kynferðisbrotamaður fær réttindi

Frétt mbl.is: Í fangelsi fyrir kynferðisbrot

Forseti veitti Róberti uppreist æru í september samkvæmt tillögu frá innanríkisráðherra. 

Stjórnarathöfn tekin í ráðuneytinu

„Þeir sem hafa afplánað dóm og þurfa og vilja sækja um uppreist æru senda bréf um það til ráðuneytis, dómsmálaráðuneytis. Með því bréfi senda þeir ýmsar upplýsingar, fylgigögn og meðmæli og svo er ákvörðun tekin þar um uppreist æru eða ekki. Þar er stjórnarathöfnin tekin,“ segir forsetinn.

Guðni bendir á að hann hyggi að aldrei hafi til þess komið að forseti hafi neitað beiðni um uppreist æru. 

Guðni segist lengi hafa talað um nauðsyn þess að í stjórnarskrá og stjórnskipan okkar sé bætt úr þeim annmarka að í orði kveðnu eru forseta falin ákveðin völd og hlutverk en í raun og veru eru þau völd, þau hlutverk og þær ákvarðarnir liggja annars staðar. 

„Þegar forseta hverju sinni berast skilaboð frá ráðuneyti þá fylgja, eins og í þessu tilfelli, engin gögn, engin fylgiskjöl, engin rökstuðningur, heldur er búið að taka ákvörðunina. Ég læ henni formlega staðfestingu.

Átakanlegt mál fyrir fórnarlömbin

Hann segir að umrætt mál sé átakanlegt fyrir fórnarlömb Róberts. „Það er eingöngu átakanlegt erfitt og sorglegt fyrir fórnarlömb þessa dæmda brotamanns; að þurfa núna að þola upprifjun í fjölmiðlum á þessu máli og vel skiljanlegt að fólk beini spjótum sínum að mér,“ segir forsetinn og bendir á, sér til varnar, að svona er stjórnskipun landsins.

Ef það á að vera þannig að forseti segi af eða á um uppreist æru eða náðanir og annað slíkt þá verður það að vera þannig að fólk sæki um slíkt hingað, sem það gerir alls ekki. Það verður þá að vera þannig líka að hér sé nefnd sérfróðra reyndra embættismanna og lögfræðinga sem fari yfir málið. Sú er alls ekki raunin heldur er umsóknum um uppreist æru beint á allt annan stað í stjórnkerfinu, ráðuneyti dómsmála, og þar er svo ákvörðun tekin hvort beiðni um uppreist æru skuli samþykkt á grundvelli laga sem um það gilda.

Á ekki að vera geðþóttaákvörðun eins manns

Hann segir að í réttarríki eigi það ekki að vera þannig að vald til að veita uppreist æru eða náðun sé bundið geðþótta eins mans. „Það er mín afstaða til þessa máls og mér þykir auðvitað ömurlegt að þurfa að tengjast því. Ég verð að fá að árétta að það er vegna þess að forminu til ber forseta að staðfesta stjórnarathafnir sem hann er ábyrgðarlaus á.“

Aðspurður segist Guðni vel skilja gremjuna og reiðina sem blossað hefur upp vegna þess máls. „Ef við ætlum að láta gremjuna og reiðina verða til einhvers gagns þá væri það í fyrsta lagi að vona og vinna að því að fórnarlömbin fái aukin styrk. Enda hef ég heyrt að þau hafi staðið sig einstaklega vel eftir þá glæpi sem á þeim voru framdir. Í öðru lagi þurfum við þá að ræða hvort ekki sé ástæða til að endurskoða lög og ákvæði um uppreist æru. Í þriðja lagi held ég áfram að gera það sem ég gerði í forsetaframboði og eftir að ég tók við embætti forseta; að benda á nauðsyn þess að við skýrum betur völd og verksvið forseta svo fólk í landinu þurfi ekki að halda að forseti, einn og óstuddur, geri ákveðna hluti sem hann gerir ekki í raun. Um leið að forseti, ég og þeir sem á eftir mér koma, þurfi ekki að vera í þeirri stöðu að staðfesta formlega með undirskrift sinni ákvarðanir annarra samkvæmt lögum.

mbl.is

Innlent »

Fjarðaheiði hefur verið opnuð

17:21 Vegurinn um Fjarðaheiði hefur verið opnaður aftur samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni en honum var lokað tímabundið fyrr í dag vegna umferðarslyss. Meira »

Fjarðarheiði lokað vegna óhapps

16:09 Fjarðarheiði milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar er lokuð vegna umferðaróhapps sem varð efst á heiðinni. Mikil þoka er á svæðinu en lítil eða engin slys urðu á fólki. Meira »

Biðja Íslendinga um að láta vita af sér

16:05 Utanríkisráðuneytið biður Íslendinga sem eru á svæðinu í kringum Römbluna og Plaça Catalunya í Barcelona, þar sem sendiferðabíl var ekið á gangandi vegfarendur fyrir stuttu, að vera vel vakandi yfir tilmælum yfirvalda á staðnum. Meira »

Neytendasamtökin boða félagsfund

15:42 Stjórn Neytendasamtakanna hefur boðað til félagsfundar klukkan 17 í dag, fimmtudaginn 17. ágúst. Þar verður farið yfir stöðu mála og leitað eftir aðstoð og tillögum frá félagsmönnum að því er fram kemur í frétt á vef samtakanna. Meira »

Björgun flytur í Gunnunes

15:26 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Lárus Dagur Pálsson, framkvæmdastjóri Björgunar, skrifa á morgun undir viljayfirlýsingu um að Björgun flytji athafnasvæði sitt í Gunnunes, sem er á sunnanverðu Álfsnesi. Meira »

98% telja barni sínu líða vel í leikskóla

15:22 Nýleg könnun meðal foreldra leikskólabarna sýnir að 98% foreldra telja að barninu þeirra líði vel í leikskólastarfinu og að barnið þeirra sé þar öruggt. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Meira »

Ekki formannsins að segja sína skoðun

15:03 Formaður Samfylkingarinnar segist enn vera að melta þá hugmynd sem upp er komin innan Samfylkingarinnar að flokkurinn breyti um nafn. Hann er ekki viss um að það sé hlutverk formanns að rjúka til og segja sína skoðun. Meira »

Vilja stöðva rekstur kísilverksmiðjunnar

15:22 Bæjarráð Reykjanesbæjar telur nauðsynlegt að rekstur Kísilmálverksmiðju United Silicon verði stöðvaður hið fyrsta, að minnsta á meðan unnið er að nauðsynlegum úrbótum. Þetta kemur fram í bókun bæjarráðs í dag. Meira »

Parísarhjólið fékk neikvæða umsögn

15:01 Hugmynd þess efnis að reist yrði Parísarhjól í Reykjavík, eða útsýnishjól eins og það er kallað í fundarferð Reykjavíkurborgar, fékk neikvæða umsögn á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í gær. Meira »

Dæmdar fyrir að geta ekki gefið brjóst

15:00 Dæmi eru um að íslenskar konur feli sig inni á salernum til að gefa pela af ótta við að vera dæmdar eða niðurlægðar fyrir að geta ekki gefið brjóst. Þetta er meðal þess sem kemur fram í doktorsritgerð Sunnu Kristínar Símonardóttur við félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Meira »

Líkja eftir bílslysi í Smáralind

14:36 Forseti Íslands vígði í dag sýndarveruleikahermi í Smáralind, sem ætlað er að líkja eftir áhrifum bílslyss.   Meira »

Útlendingar í stað Íslendinga á sjó

13:53 Mjög erfiðlega gengur að manna línubáta vegna lágs afurðaverðs og hefur Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómannafélags Grindavíkur, áhyggjur af því að það sé aðeins byrjunin og næst verði það ísfisktogararnir, frystiskipin og loks uppsjávarskipin. Meira »

Ekki ókeypis miðar hjá SAS

13:45 Ef þú sérð að einhver vina þinna á Facebook hefur deilt færslu frá SAS um ókeypis flugmiða skaltu EKKI smella. Um svindl er að ræða. Smelli fólk á tengilinn birtist færslan svo sjálfkrafa á þeirra Facebook-síðu. Meira »

Sitja sennilega uppi með skemmdirnar

13:22 „Við sitjum sennilega uppi með þessar skemmdir,“ segir sókn­ar­prest­ur í Ak­ur­eyr­ar­kirkju. Enn sér á kirkjunni eftir að alvarleg skemmdarverk voru unnin á henni, fyrir átta mánuðum síðan. Þá er ekki víst að söfnuðurinn eigi fyrir viðgerðunum. Meira »

Fundu hesta á Breiðholtsbrúnni

13:01 Verkefni lögreglunnar eru margvísleg og ekki alltaf hefðbundin og teljast afskipti lögreglu af hestastóði á Breiðholtsbrúnni væntanlega til óhefðbundnari verkefna. Kom lokunarborði lögreglunnar þá í góðar þarfir við að útbúa tímabundið hestagerði Meira »

Borgar Þór: „No komment“

13:26 Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, vildi ekkert gefa upp þegar hann var inntur eftir því hvort hann sækist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Meira »

Símkerfi heilsugæslunnar komið í lag

13:05 Símkerfi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem lá niðri í gær og í morgun er nú komið í lag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilsugæslunni. Meira »

Færeyingar kynna uppboðsfyrirkomulag

12:33 Réttindi til veiða á 53 þúsund tonnum af norsk-íslenskri síld verða boðin upp í Færeyjum á þessu ári, tæp 11 þúsund tonn af makríl, rúm tvöþúsund tonn af botnfiski innan lögsögu Rússlands í Barentshafi og 614 tonn af botnfiski innan lögsögu Norðmanna í Barentshafinu. Meira »
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
Olíuskiljur - fituskiljur
Olíuskiljur - fituskiljur - einagrunnarplast CE vottaðar vörur. Efni til fráveit...
Til sölu nýr Yamaha utanborðsmótor, 2,5 Hö
Mótorinn er 4 gengis, nýr og ónotaður, kom til landsin í lok júklí. Kostar 19...
Hobby hjólhýsi
Hobby - hjólhýsi DE LUXE 460 LU 2016, sólarsellan 100W., A- Class, gaskútar, grj...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opið hús kl. 13-16. Félagssta...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...