Ákvörðunin tekin í ráðuneytinu

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segist skilja gremjuna eftir að dæmdur kynferðisbrotamaður fékk uppreist æru í gær. Hann bendir þó á að hann taki ekki ákvörðun um uppreist æru, hún sé tekin annars staðar í stjórnkerfinu. „Svo fær sú ákvörðun form­lega staðfest­ingu mína en það er ekki ég sem tek ákvörðun­ina, stjórn­ar­at­höfn­in er ekki mín enda er ég ábyrgðarlaus á stjórn­ar­at­höfn­um sam­kvæmt stjórn­ar­skrá,“ seg­ir Guðni við mbl.is.

Fyr­ir níu árum var Ró­bert Árni Hreiðars­son, sem kallar sig nú Robert Downey, dæmd­ur í 3 ára fang­elsi fyr­ir kyn­ferðis­brot gegn fjór­um stúlk­um. Brot­in voru fram­in á ár­un­um 2005 og 2006. Ró­bert tældi þrjár af stúlk­un­um með blekk­ing­um og pen­inga­greiðslum til kyn­ferðismaka við sig, en þær voru þá 14 og 15 ára. Hann komst í sam­band við stúlk­urn­ar í gegn­um netið og í flest­um til­vik­um sagðist hann vera tán­ings­pilt­ur. Greiddi hann einni stúlk­unni að minnsta kosti 32 þúsund krón­ur fyr­ir kyn­ferðismök í tvö skipti, sem áttu sér stað í bif­reið Ró­berts.

Frétt mbl.is: Dæmdur kynferðisbrotamaður fær réttindi

Frétt mbl.is: Í fangelsi fyrir kynferðisbrot

Forseti veitti Róberti uppreist æru í september samkvæmt tillögu frá innanríkisráðherra. 

Stjórnarathöfn tekin í ráðuneytinu

„Þeir sem hafa afplánað dóm og þurfa og vilja sækja um uppreist æru senda bréf um það til ráðuneytis, dómsmálaráðuneytis. Með því bréfi senda þeir ýmsar upplýsingar, fylgigögn og meðmæli og svo er ákvörðun tekin þar um uppreist æru eða ekki. Þar er stjórnarathöfnin tekin,“ segir forsetinn.

Guðni bendir á að hann hyggi að aldrei hafi til þess komið að forseti hafi neitað beiðni um uppreist æru. 

Guðni segist lengi hafa talað um nauðsyn þess að í stjórnarskrá og stjórnskipan okkar sé bætt úr þeim annmarka að í orði kveðnu eru forseta falin ákveðin völd og hlutverk en í raun og veru eru þau völd, þau hlutverk og þær ákvarðarnir liggja annars staðar. 

„Þegar forseta hverju sinni berast skilaboð frá ráðuneyti þá fylgja, eins og í þessu tilfelli, engin gögn, engin fylgiskjöl, engin rökstuðningur, heldur er búið að taka ákvörðunina. Ég læ henni formlega staðfestingu.

Átakanlegt mál fyrir fórnarlömbin

Hann segir að umrætt mál sé átakanlegt fyrir fórnarlömb Róberts. „Það er eingöngu átakanlegt erfitt og sorglegt fyrir fórnarlömb þessa dæmda brotamanns; að þurfa núna að þola upprifjun í fjölmiðlum á þessu máli og vel skiljanlegt að fólk beini spjótum sínum að mér,“ segir forsetinn og bendir á, sér til varnar, að svona er stjórnskipun landsins.

Ef það á að vera þannig að forseti segi af eða á um uppreist æru eða náðanir og annað slíkt þá verður það að vera þannig að fólk sæki um slíkt hingað, sem það gerir alls ekki. Það verður þá að vera þannig líka að hér sé nefnd sérfróðra reyndra embættismanna og lögfræðinga sem fari yfir málið. Sú er alls ekki raunin heldur er umsóknum um uppreist æru beint á allt annan stað í stjórnkerfinu, ráðuneyti dómsmála, og þar er svo ákvörðun tekin hvort beiðni um uppreist æru skuli samþykkt á grundvelli laga sem um það gilda.

Á ekki að vera geðþóttaákvörðun eins manns

Hann segir að í réttarríki eigi það ekki að vera þannig að vald til að veita uppreist æru eða náðun sé bundið geðþótta eins mans. „Það er mín afstaða til þessa máls og mér þykir auðvitað ömurlegt að þurfa að tengjast því. Ég verð að fá að árétta að það er vegna þess að forminu til ber forseta að staðfesta stjórnarathafnir sem hann er ábyrgðarlaus á.“

Aðspurður segist Guðni vel skilja gremjuna og reiðina sem blossað hefur upp vegna þess máls. „Ef við ætlum að láta gremjuna og reiðina verða til einhvers gagns þá væri það í fyrsta lagi að vona og vinna að því að fórnarlömbin fái aukin styrk. Enda hef ég heyrt að þau hafi staðið sig einstaklega vel eftir þá glæpi sem á þeim voru framdir. Í öðru lagi þurfum við þá að ræða hvort ekki sé ástæða til að endurskoða lög og ákvæði um uppreist æru. Í þriðja lagi held ég áfram að gera það sem ég gerði í forsetaframboði og eftir að ég tók við embætti forseta; að benda á nauðsyn þess að við skýrum betur völd og verksvið forseta svo fólk í landinu þurfi ekki að halda að forseti, einn og óstuddur, geri ákveðna hluti sem hann gerir ekki í raun. Um leið að forseti, ég og þeir sem á eftir mér koma, þurfi ekki að vera í þeirri stöðu að staðfesta formlega með undirskrift sinni ákvarðanir annarra samkvæmt lögum.

mbl.is

Innlent »

25 ára aldurstakmark í SKAM-partý

13:30 Bíó Paradís heldur SKAM-fullorðinspartý til að fagna fjórðu og síðustu seríu norsku sjónvarpsþáttanna SKAM í kvöld. Til að komast inn í veisluna þarf að hafa skilríki enda er 25 ára lágmarksaldur. „Við viljum bara biðja fólk að veita því skilning að fullorðið fólk er að djamma saman.“ Meira »

Ákærður fyrir manndráp

12:36 Skipstjóri hjólabáts, sem var bakkað á kanadíska konu við Jökulsárlón fyrir tveimur árum með þeim afleiðingum að hún lést, hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Meira »

Stóru skemmtiferðarskipi snúið við

12:22 Stóru skemmtiferðarskipi sem koma átti að höfn í Reykjavík í dag var snúið við vegna veðurs. Um er að ræða 115 þúsund tonna skip með 3.096 farþega innanborðs og 1.239 manna áhöfn. Meira »

Umdeild breyting á Íslandsmóti

12:18 Íslendingar verða fyrsta rótgróna golfþjóðin til að halda landsmót á 13 holu golfvelli. Formaður Golfsambandsins segir breytinguna ekki neina umbyltingu en stjórnarmaður í Golfklúbbi Reykjavíkur kallar hana vanvirðingu við keppnisfólk. Meira »

Ný götunöfn: Sunnusmári og Sunnutorg

12:16 Sunnusmári og Silfursmári verða nöfn gatna í nýrri byggð, 201 Smári í Kópavogi. Torg við Smáralindina mun nefnast Sunnutorg.  Meira »

Hækka laun embættismanna afturvirkt

11:31 Kjararáð hefur úrskurðað að laun sjö embættismanna og allra sendiherra skulu hækkuð og að launahækkunin skuli leiðrétt afturvirkt. Helgi Ingólfur Jónsson, varaforseti Hæstaréttar, er á meðal þeirra sem fær hækkun en laun hans hækka í tæpar 1,9 milljónir króna. Meira »

Ekki búist við frekari skriðuföllum

09:40 Ekki er búist við frekari skriðuföllum á Austfjörðum samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Eins og mbl.is fjallaði um í morgun féll aurskriða í nótt vegna vatnavaxtanna á Seyðisfirði. Meira »

„Fjárfesting í menntun er fjárfesting í framtíðinni“

11:28 „Háskóli Íslands er skóli atvinnulífs framtíðarinnar. Atvinnulíf framtíðarinnar mun einkennast af hátæknistörfum, síaukinni menningarsköpun og það verður sérstök áskorun að tryggja stöðu íslenskrar tungu og menningar á tímum alþjóðavæðingar,“ sagði Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, m.a. við brautskráningu á þriðja þúsund kandídata í Laugardalshöll í dag. Meira »

Jón segir frá mannlífi í Uummannaq-firði

09:40 Jón Viðar Sigurðsson jarðfræðingur mun segja frá mannlífi og náttúru í Uummannaq-firði á Grænlandi í opnu húsi hjá Pakkhúsi Hróksins í dag. Um síðustu helgi urðu þar miklar náttúruhamfarir er flóðbylgja gekk á land. Meira »

Alvarlegt bílslys á Suðurlandsvegi

09:33 Maður var fluttur alvarlega slasaður á Landspítalann eftir að bíll hans fór nokkrar veltur við Bláfjallaafleggjara á Suðurlandsvegi í morgun. Maðurinn var einn í bílnum. Meira »

Gylliboð í umslagi

08:57 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru enn að berast ábendingar um svikatilraunir þar sem reynt er að hafa fé út úr fólki. Oftast eru slík svik reynd í gegnum tölvupóst en dæmin sýna að fleiri leiðir eru nýttar. Meira »

„Vegleg“ auskriða féll á Seyðisfirði

08:52 Aurskriða féll í nótt er Þófalækur á Seyðisfirði hljóp nærri tveimur húsum. Skriðan tók veginn út með firði í sundur. Um miðnættið tókst „miklum snillingum“ að bjarga brúnni yfir Hlíðarendaá á Eskifirði. Meira »

Kafbátur og herskip í Hvalfirði

08:30 Sex herskip og einn kafbátur sigldu saman úr Faxaflóa í gær og þaðan í fylkingu inn Hvalfjörðinn.  Meira »

Rigna mun duglega í dag

05:55 Áfram mun rigna duglega á norðausturhorni landsins fram eftir degi, en mikið mun draga úr úrkomu þar í kvöld.  Meira »

Hefja deilibílaþjónustu í haust

05:30 Bílaleigan Avis mun í haust bjóða deilibílaþjónustu innan borgarmarkanna undir merkjum bandarísku deilibílaþjónustunnar Zitcar sem er sú stærsta í heimi. Mun þjónustan nefnast Zitcar á Íslandi. Meira »

Grjót kastaðist niður fossinn

06:58 Íbúar í húsum við Búðará á Seyðisfirði voru beðnir að yfirgefa hús sín í gærkvöldi vegna vatnavaxta í ánni. Unnið var að því fram yfir miðnætti að grafa upp úr Hlíðarendaá á Eskifirði. Meira »

Ósætti innan veiðigjaldanefndar

05:30 Harla litlar líkur eru taldar á að því að sátt náðist í þverpólitískri nefnd sem sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra skipaði í vor til að móta tillögur um „hvernig tryggja megi sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni.“ Meira »

Krónan sligar bílaleigur

05:30 „Það hefur verið mikil offjárfesting í þessum geira. Menn munu súpa seyðið af því í haust. Það er mikið offramboð af bílaleigubílum, “sagði Garðar K. Vilhjálmsson, eigandi Bílaleigunnar Geysis. Meira »

Wow Cyclothon

Tek að mér
Tek að mér lagfæringar á harðviðarútihurðum. Slípum og pússum. Lagfæri fúa í glu...
Einstakt tilboð - 14,44 fm Garðhús - kr. 321.300,-
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...
Húsnæði í boði
Húsnæði í boði Til leigu góð 2ja herb. íbúð í efra Breiðholti ca 70 fm, með yfir...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagstarf aldraðra
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Deiliskipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipula...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...