Þekkja Thomas Olsen að góðu einu

Skipverjar Polar Nanoq ræða málin sín á milli fyrir þinghaldið, ...
Skipverjar Polar Nanoq ræða málin sín á milli fyrir þinghaldið, skipstjórinn fyrir miðju. mbl.is/Ófeigur

Heyra mátti á skipverjum Polar Nanoq að þeir þekkja Thomas Møller Olsen, sem ákærður er fyrir að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur, að góðu einu. Skýrslur voru teknar af sjö manns úr áhöfn grænlenska togarans í Héraðsdómi Reykjaness í dag.

Af máli þeirra mátti enn fremur ráða að vegna þessa hefði málið komið þeim í opna skjöldu, en saman biðu þeir brúnaþungir fyrir utan réttarsalinn eftir því að vera kallaðir inn til vitnisburðar, hver á eftir öðrum.

Skyldleiki tungumálanna tveggja, íslensku og færeysku, en allir eru þeir færeyskir, kom ítrekað í ljós í dag. Því þrátt fyrir að túlkurinn væri dönskumælandi, þar sem enginn löggiltur túlkur talar færeysku hér á landi, og þeir töluðu því dönsku í dómssalnum, svöruðu þeir gjarnan spurningum ákæruvaldsins og verjandans áður en túlkurinn hafði fengið tækifæri til að þýða þær.

Skipstjórinn sjálfur sagðist þá ekki hafa neitt annað en gott að segja um Thomas.

Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi Thomasar, í Héraðsdómi Reykjaness í ...
Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi Thomasar, í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. mbl.is/Ófeigur

„Ekki vitað hvar hann var“

Samkvæmt frásögnum skipverjanna sjö virðist sem Nikolaj Olsen, félagi Thomasar sem einnig var í áhöfninni í janúar, hafi komið um borð í skipið í Hafnarfjarðarhöfn um klukkan sex að morgni laugardagsins 14. janúar að lokinni fjörlegri nótt í miðbæ Reykjavíkur með Thomasi.

„Ég veit að það var um sex­leytið,“ svaraði skip­stjór­inn spurður hvenær Ni­kolaj hefði komið um borð í skipið.

Fyrsti vélstjóri togarans sagðist hafa verið að horfa á sjón­varpið um klukk­an sex að morgni þegar Ni­kolaj hefði komið um borð.

Sagði hann Nikolaj hafa verið mjög drukk­inn, sem hafi verið óvenju­legt. Hann hefði þá rætt við hann þar sem ekki væri vel séð að skip­verj­ar væru drukkn­ir. Þá sagðist hann hafa haldið að Ni­kolaj hefði komið til Hafnarfjarðarhafnar með leigu­bíl.

„Ég held að hann hafi ekki vitað hvar hann var, því hann var svo full­ur,“ sagði vél­stjór­inn. Ni­kolaj sat síðar í gæslu­v­arðhaldi í tvær vik­ur vegna máls­ins.

Keyrði út á enda bryggjunnar

Skipstjórinn sagðist þá hafa séð Thom­as síðar um dag­inn keyra rauðu Kia Rio-bif­reiðina, sem áberandi var við rannsókn málsins fyrr á árinu, út á enda bryggj­unn­ar í Hafnar­f­irði. Þar hefði hann verið í fimm til tíu mín­út­ur. Að lok­um hefði hann tjáð Thom­asi að hann þyrfti að skila bíln­um því skipið væri að fara að sigla úr höfn.

Þriðji vélstjóri skipsins sagði skipið hafa átt að fara frá bryggju á fimmtu­degi en það hefði taf­ist vegna þess að þurft hefði að bíða eft­ir mönn­um frá Græn­landi. Skip­stjór­inn hefði því sagt við Thomas að hann gæti vel leigt sér bíl. Áður hafði brytinn sagt að það gerði Thomas oft til að drepa tímann í landi.

Á laug­ar­dags­morgn­in­um hefði Thom­as gengið frá bíln­um og upp land­gang­inn með hand­klæði í hendi. Hurð á vinstri hlið bíls­ins hefði þá staðið opin. Aðspurður sagðist hann ekki hafa séð hvort hand­klæðið hefði verið rakt, þar sem það hefði verið sam­an­brotið.

Fyrsti vélstjórinn sagðist hafa rætt við vinnu­fé­laga sinn um þetta. „Við héld­um að ein­hver hefði kastað upp í bíl­inn, fyrst að hand­klæðið var með.“

Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari fer með ákæruvaldið í málinu.
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari fer með ákæruvaldið í málinu. mbl.is/Ófeigur

Skipstjórinn las umfjöllun um málið

Vitnin voru öll á sama máli þegar þau voru spurð um hegðun Thomasar eftir að leyst var frá bryggju. Ekki hefði borið á neinu óeðlilegu í hans fari, þar til eftir að ákveðið hefði verið að snúa skipinu til hafnar samkvæmt leiðbeiningum lögreglu.

Kol­brún Bene­dikts­dótt­ir vara­héraðssak­sókn­ari spurði fyrsta stýri­mann­ skipsins, þann fimmta sem kallaður var til vitnisburðar í dag, um at­b­urðina um borð í skip­inu á meðan málið var í al­gleym­ingi á Íslandi.

„Ég kom á vakt klukk­an tvö að ís­lensk­um tíma og þá var skip­stjór­inn að lesa um rauða bíl­inn og hafði fengið mynd­ir frá út­gerðinni á Íslandi. Ég held að klukk­an fimm um nótt­ina hafi skip­inu svo verið snúið við,“ sagði stýrimaðurinn.

Þá sagði hann að skip­verj­arn­ir hefðu rætt fram og til baka hvað segja ætti Thom­asi, eftir að ljóst varð að skipinu yrði snúið við. Var afráðið að segja hon­um að um vél­ar­bil­un væri að ræða.

„Við slökkt­um líka á net­inu en sím­inn virkaði,“ bætti stýri­maður­inn við í dómssalnum í dag.

Thomas lagt saman tvo og tvo

Í ljós kom við skýrslutökurnar að Thomasi bárust textaskilaboð frá blaðamanni, þar sem bæði Birna og Kia Rio-bifreiðin bar á góma. Við það mun hann hafa ókyrrst mjög og jafnvel enn frekar við önnur skilaboð, þá frá kærustu sinni í Grænlandi: „Þú ert kannski grunaður um þetta.“

Nokkrir skipverjar sögðust hafa reynt að róa Thomas í kjölfarið.

„Hann var föl­ur og grár. Ég sagði við hann, farðu bara upp og hvíldu þig, og reyndi að róa hann,“ sagði fyrsti stýrimaðurinn. Síðar hefði hann farið í her­bergið hans, eft­ir að hafa rætt við skip­stjór­ann.

„Þá hafði hann vænt­an­lega lagt sam­an tvo og tvo, að eitt­hvað væri að,“ sagði stýri­maður­inn og bætti við að þarna hefði klukk­an lík­lega verið átta eða níu um kvöld, eða um 15 tímum eftir að skipinu var snúið við.

Sagðist hann hafa gefið Thom­asi ró­andi töflu.

„Ef þú hef­ur ekki gert neitt þá hef­urðu ekk­ert að ótt­ast,“ mun hann hafa tjáð Thom­asi, en það sama sagðist skipstjórinn hafa sagt. Thomas mun engu hafa svarað held­ur litið und­an.

Thomas hefur neitað því að hafa banað Birnu. Búist er ...
Thomas hefur neitað því að hafa banað Birnu. Búist er við að hann mæti til aðalmeðferðar málsins 21. ágúst. mbl.is/Ófeigur

„Fara alltaf í baklás“

Verj­and­inn spurði yfirleitt ekki margra spurninga í morgun, í samanburði við ákæruvaldið. Athygli blaðamanns vakti þó að hann spurði fyrsta stýrimanninn út í um­mæli hans í lög­reglu­skýrslu, þess efn­is að Græn­lend­ing­ar þyldu illa mót­læti.

„Ég er stýri­maður og þarf oft að brýna raust mína við und­ir­menn mína. Græn­lend­ing­arn­ir fara alltaf í baklás og verja sig, bera hönd fyr­ir höfuð sér og benda á ein­hvern ann­an; „það var ekki ég“.“

Verjandinn spurði vitnin þá jafnan út í þráðlausa nettengingu skipsins.

„Nær hún út fyr­ir skipið?“ spurði hann brytann, sem sagðist ekki vita það. Aðspurður sagði þá fyrsti vélstjórinn að hún nýttist til að skrifa texta en væri erfið til notk­un­ar í annað en það. Ekki kom að öðru leyti fram af hverju verjandanum væri spurn um nettenginguna.

Þinghaldinu var að lokum frestað til mánudagsins 21. ágúst, eins og áður hefur komið fram. Búist er við að þá mæti Thomas í Héraðsdóm Reykjaness, þar sem ákæruvaldið mun reyna að taka af honum skýrslu.

Sjá umfjöllun mbl.is

mbl.is

Innlent »

Gerum skynsemi almenna

22:20 Gerum skynsemi almenna og breytum fyrri vinnubrögðum og viðhorfum. Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, á Alþingi í kvöld. Píratar séu oft taldir róttækir og það ýmist talið þeim til skammar eða tekna. Meira »

Metnaður til að bæta kjör hóflegur

22:18 Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði flokkinn vilja renna stoðum undir almenna hagsæld um leið og hann vildi tryggja að hún næði til allra en ekki bara sumra. „Enginn velkist í vafa um hverjir það eru sem standa höllustum fæti í íslensku samfélagi.“ Meira »

Steingrímur er íhaldsmaður

22:07 Áframhaldandi áhersla á að setja heilbrigðismálin í forsæti er góðs viti. Það sé líka góð vísbending um að Vinstri grænum sé alvara með heilbrigðismálin að flokkurinn hafi tekið að sér þennan óvinsæla ráðherra stól. Þetta sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, á Alþingi í kvöld. Meira »

Hver króna skilar sér áttfalt til baka

21:50 Ísland framtíðar á að vera hugverkadrifið. Þetta sagði Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra á Alþingi í kvöld. Sagði hún nýja ríkisstjórn ætla að blása til stórsóknar í menntamálum og benti á að hver króna sem stjórnvöld greiddu til náms á háskólastigi skilaði sér áttfalt til baka. Meira »

Gleymst hafi að kynna landsmönnum hersetu

21:47 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, byrjaði sína ræðu á að tala um það góða nafn sem Íslendingar hafa skapað sér vegna afstöðu til jafnréttis kynjanna, umhverfismála, málefna Norðurslóða, loftslagsmála, réttindamálum samkynhneigðra og þegar kemur að sjálfstæðisbaráttu ríkja. Meira »

Leiði björgunarleiðangur íslensks samfélags

21:47 „Við teljum að innviðir samfélagsins séu orðnir svo veikir að veruleg hætta stafi af. Þess vegna erum við hér,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í ræðu sinni á Alþingi í kvöld. Rangt sé að ný stjórn sé ekki að stuðla að kerfisbreytingum. Meira »

Jöfnu tækifærin aðeins fyrir suma

21:26 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, flutti sína fyrstu ræðu í ræðustól Alþingis og var þakklát fyrir það tækifæri sem kjósendur veittu henni. Hún sagði margt gott og kjarnmikið í nýjum stjórnarsáttmála, en allt of fátt sem hönd væri á festandi. Meira »

Baneitraður kokteill skattalækkana

21:42 Það er á tímum góðæris sem stærstu efnahagsmistök stjórnvalda eru gerð. Þetta sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, í ræðu sinni. Stefna stjórnarinnar í ríkisfjármálum gangi þvert gegn öllum varnaðarorðum og boðið sé upp á baneitraðan kokteil skattalækkana og útgjaldaaukningar. Meira »

Íþyngjandi frelsistakmarkanir á íslandi

21:25 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ítrekaði hversu vel Íslendingum vegnaði og sagði lífskjör vera með því besta sem gerðist í heiminum. „En þrátt fyrir góða stöðu og jákvæðar horfur, er ekki þar með sagt að á Íslandi sé ekkert sem megi bæta, breyta eða lagfæra.“ Meira »

Ekki afgirt virki þar sem allt er bannað

21:06 Markmiðið um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040 hefur þegar vakið athygli utan landsteinana. Þetta sagði umhverfisráðherra á Alþingi í kvöld. Einstakt tækifæri skapist þegar andstæð öfl í pólitík mætist við ríkisstjórnarborðið og þess vegna hafi hann ákveðið að ganga til liðs við ríkisstjórnina. Meira »

Stjórnarmyndunarviðræðurnar Hungurleikar

20:59 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar kvaðst stolt yfir því að Katrín Jakobsdóttir sé orðin forsætisráðherra. „Það er ekki bara töff heldur er hún mannkostamanneskja sem vonandi tekst að taka utan um, ekki bara stjórnarflokkana heldur samfélagið allt,“ sagði hún. Meira »

Nýtt þing ára­mót stjórn­mála­manna

20:56 Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra nýrrar ríkisstjórnar, sagði nýtt þing eins og áramót stjórnmálamanna og væntingar fyrir nýja ríkisstjórn miklar. Meira »

„Þetta reddast“ ekki alltaf farsælt viðhorf

20:37 „Núverandi ríkisstjórnarsamstarf þriggja stærstu þingflokkanna á Alþingi byggist á sameiginlegri sýn ólíkra flokka sem hafa það markmið að vinna að ákveðnum lykilverkefnum sem koma Íslandi í fremstu röð.“ Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnar­ráð­herra, á Alþingi í kvöld. Meira »

„Tókst að beygja bakland eigin flokks“

20:20 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, byrjaði ræðu sína í kjölfar stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld á að óska Katrínu Jakobsdóttur til hamingju með embættið. „Henni tókst að beygja bakland eigin flokks.“ Meira »

Ábyrgð stjórnarmeirihlutans mikil

19:53 Stundum þarf að fórna minni hagsmunum fyrir meiri, en niðurstaðan þarf að vera samfélaginu sem heild til heilla, sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld. Fátækt eigi heldur ekki að vera til staðar á jafn ríku landi og Íslandi. Meira »

Vanmeti hvað sé þjóðfélaginu til heilla

20:28 Lögbann á fjölmiðil korteri fyrir kosningar gengur gegn þeirri styrkingu lýðræðisins að tryggja lagaumhverfi sem gerir fjölmiðlum kleift að miðla upplýsingum sem teljast mikilvægar í pólitísku samhengi. Þetta sagði Halldóra Mogensen þingmaður Pírata í ræðu sinni á alþingi nú í kvöld Meira »

„Gefa afslátt í baráttunni gegn ójöfnuði“

20:07 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og 5. þingmaður norðausturkjördæmis, byrjaði ræðu sína á að óska nýrri ríkisstjórn velfarnaðar og fagnaði því að nú sæti kona í forsæti öðru sinni. Sagðist hann vona að það teldist ekki til tíðinda í náinni framtíð. Meira »

Gífurlegt tjón á húsnæði Kvikkfix

18:19 Starfsemi bílaverkstæðis Kvikkfix liggur niðri og gífurlegt tjón varð á húsnæði fyrirtækisins. „Það flæddi í öll 3 húsin okkar, um öll herbergi og allt saman,“ segir Hinrik Morthens, einn þriggja eigenda Kvikkfix, í samtali við mbl.is. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

JEMA Flottar lyftur i bílskúrinn og víðar.
Eigum nokkrar af þessum 1 metra lyftum 2,8 tonna, sama verð 235.000+vsk , meðfæ...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Um Urnot, bókin hennar Bjarkar, Færeyingasagal 1832, Njála 1772, ...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...
Onrs- 2017- 19 ræstingaþjónusta
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunna...
Álagning vanrækslugjalds
Nauðungarsala
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Auglýsin...
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...