Þekkja Thomas Olsen að góðu einu

Skipverjar Polar Nanoq ræða málin sín á milli fyrir þinghaldið, ...
Skipverjar Polar Nanoq ræða málin sín á milli fyrir þinghaldið, skipstjórinn fyrir miðju. mbl.is/Ófeigur

Heyra mátti á skipverjum Polar Nanoq að þeir þekkja Thomas Møller Olsen, sem ákærður er fyrir að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur, að góðu einu. Skýrslur voru teknar af sjö manns úr áhöfn grænlenska togarans í Héraðsdómi Reykjaness í dag.

Af máli þeirra mátti enn fremur ráða að vegna þessa hefði málið komið þeim í opna skjöldu, en saman biðu þeir brúnaþungir fyrir utan réttarsalinn eftir því að vera kallaðir inn til vitnisburðar, hver á eftir öðrum.

Skyldleiki tungumálanna tveggja, íslensku og færeysku, en allir eru þeir færeyskir, kom ítrekað í ljós í dag. Því þrátt fyrir að túlkurinn væri dönskumælandi, þar sem enginn löggiltur túlkur talar færeysku hér á landi, og þeir töluðu því dönsku í dómssalnum, svöruðu þeir gjarnan spurningum ákæruvaldsins og verjandans áður en túlkurinn hafði fengið tækifæri til að þýða þær.

Brytinn um borð sagði Thomas mjög in­dæl­an ná­unga, hann væri vin­gjarn­leg­ur og vin­sæll um borð.

„Það er erfitt að segja það núna, eft­ir allt sem hef­ur gerst, en Thom­as var ró­leg­ur og vina­leg­ur,“ sagði fyrsti stýrimaður þegar verjandi ákærða spurði hann hvernig manneskja Thomas væri.

Skipstjórinn sjálfur sagðist þá ekki hafa neitt annað en gott að segja um Thomas.

Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi Thomasar, í Héraðsdómi Reykjaness í ...
Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi Thomasar, í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. mbl.is/Ófeigur

„Ekki vitað hvar hann var“

Samkvæmt frásögnum skipverjanna sjö virðist sem Nikolaj Olsen, félagi Thomasar sem einnig var í áhöfninni í janúar, hafi komið um borð í skipið í Hafnarfjarðarhöfn um klukkan sex að morgni laugardagsins 14. janúar að lokinni fjörlegri nótt í miðbæ Reykjavíkur með Thomasi.

„Ég veit að það var um sex­leytið,“ svaraði skip­stjór­inn spurður hvenær Ni­kolaj hefði komið um borð í skipið.

Fyrsti vélstjóri togarans sagðist hafa verið að horfa á sjón­varpið um klukk­an sex að morgni þegar Ni­kolaj hefði komið um borð.

Sagði hann Nikolaj hafa verið mjög drukk­inn, sem hafi verið óvenju­legt. Hann hefði þá rætt við hann þar sem ekki væri vel séð að skip­verj­ar væru drukkn­ir. Þá sagðist hann hafa haldið að Ni­kolaj hefði komið til Hafnarfjarðarhafnar með leigu­bíl.

„Ég held að hann hafi ekki vitað hvar hann var, því hann var svo full­ur,“ sagði vél­stjór­inn. Ni­kolaj sat síðar í gæslu­v­arðhaldi í tvær vik­ur vegna máls­ins.

Keyrði út á enda bryggjunnar

Skipstjórinn sagðist þá hafa séð Thom­as síðar um dag­inn keyra rauðu Kia Rio-bif­reiðina, sem áberandi var við rannsókn málsins fyrr á árinu, út á enda bryggj­unn­ar í Hafnar­f­irði. Þar hefði hann verið í fimm til tíu mín­út­ur. Að lok­um hefði hann tjáð Thom­asi að hann þyrfti að skila bíln­um því skipið væri að fara að sigla úr höfn.

Þriðji vélstjóri skipsins sagði skipið hafa átt að fara frá bryggju á fimmtu­degi en það hefði taf­ist vegna þess að þurft hefði að bíða eft­ir mönn­um frá Græn­landi. Skip­stjór­inn hefði því sagt við Thomas að hann gæti vel leigt sér bíl. Áður hafði brytinn sagt að það gerði Thomas oft til að drepa tímann í landi.

Á laug­ar­dags­morgn­in­um hefði Thom­as gengið frá bíln­um og upp land­gang­inn með hand­klæði í hendi. Hurð á vinstri hlið bíls­ins hefði þá staðið opin. Aðspurður sagðist hann ekki hafa séð hvort hand­klæðið hefði verið rakt, þar sem það hefði verið sam­an­brotið.

Fyrsti vélstjórinn sagðist hafa rætt við vinnu­fé­laga sinn um þetta. „Við héld­um að ein­hver hefði kastað upp í bíl­inn, fyrst að hand­klæðið var með.“

Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari fer með ákæruvaldið í málinu.
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari fer með ákæruvaldið í málinu. mbl.is/Ófeigur

Skipstjórinn las umfjöllun um málið

Vitnin voru öll á sama máli þegar þau voru spurð um hegðun Thomasar eftir að leyst var frá bryggju. Ekki hefði borið á neinu óeðlilegu í hans fari, þar til eftir að ákveðið hefði verið að snúa skipinu til hafnar samkvæmt leiðbeiningum lögreglu.

Kol­brún Bene­dikts­dótt­ir vara­héraðssak­sókn­ari spurði fyrsta stýri­mann­ skipsins, þann fimmta sem kallaður var til vitnisburðar í dag, um at­b­urðina um borð í skip­inu á meðan málið var í al­gleym­ingi á Íslandi.

„Ég kom á vakt klukk­an tvö að ís­lensk­um tíma og þá var skip­stjór­inn að lesa um rauða bíl­inn og hafði fengið mynd­ir frá út­gerðinni á Íslandi. Ég held að klukk­an fimm um nótt­ina hafi skip­inu svo verið snúið við,“ sagði stýrimaðurinn.

Þá sagði hann að skip­verj­arn­ir hefðu rætt fram og til baka hvað segja ætti Thom­asi, eftir að ljóst varð að skipinu yrði snúið við. Var afráðið að segja hon­um að um vél­ar­bil­un væri að ræða.

„Við slökkt­um líka á net­inu en sím­inn virkaði,“ bætti stýri­maður­inn við í dómssalnum í dag.

Thomas lagt saman tvo og tvo

Í ljós kom við skýrslutökurnar að Thomasi bárust textaskilaboð frá blaðamanni, þar sem bæði Birna og Kia Rio-bifreiðin bar á góma. Við það mun hann hafa ókyrrst mjög og jafnvel enn frekar við önnur skilaboð, þá frá kærustu sinni í Grænlandi: „Þú ert kannski grunaður um þetta.“

Nokkrir skipverjar sögðust hafa reynt að róa Thomas í kjölfarið.

„Hann var föl­ur og grár. Ég sagði við hann, farðu bara upp og hvíldu þig, og reyndi að róa hann,“ sagði fyrsti stýrimaðurinn. Síðar hefði hann farið í her­bergið hans, eft­ir að hafa rætt við skip­stjór­ann.

„Þá hafði hann vænt­an­lega lagt sam­an tvo og tvo, að eitt­hvað væri að,“ sagði stýri­maður­inn og bætti við að þarna hefði klukk­an lík­lega verið átta eða níu um kvöld, eða um 15 tímum eftir að skipinu var snúið við.

Sagðist hann hafa gefið Thom­asi ró­andi töflu.

„Ef þú hef­ur ekki gert neitt þá hef­urðu ekk­ert að ótt­ast,“ mun hann hafa tjáð Thom­asi, en það sama sagðist skipstjórinn hafa sagt. Thomas mun engu hafa svarað held­ur litið und­an.

Thomas hefur neitað því að hafa banað Birnu. Búist er ...
Thomas hefur neitað því að hafa banað Birnu. Búist er við að hann mæti til aðalmeðferðar málsins 21. ágúst. mbl.is/Ófeigur

„Fara alltaf í baklás“

Verj­and­inn spurði yfirleitt ekki margra spurninga í morgun, í samanburði við ákæruvaldið. Athygli blaðamanns vakti þó að hann spurði fyrsta stýrimanninn út í um­mæli hans í lög­reglu­skýrslu, þess efn­is að Græn­lend­ing­ar þyldu illa mót­læti.

„Ég er stýri­maður og þarf oft að brýna raust mína við und­ir­menn mína. Græn­lend­ing­arn­ir fara alltaf í baklás og verja sig, bera hönd fyr­ir höfuð sér og benda á ein­hvern ann­an; „það var ekki ég“.“

Verjandinn spurði vitnin þá jafnan út í þráðlausa nettengingu skipsins.

„Nær hún út fyr­ir skipið?“ spurði hann brytann, sem sagðist ekki vita það. Aðspurður sagði þá fyrsti vélstjórinn að hún nýttist til að skrifa texta en væri erfið til notk­un­ar í annað en það. Ekki kom að öðru leyti fram af hverju verjandanum væri spurn um nettenginguna.

Þinghaldinu var að lokum frestað til mánudagsins 21. ágúst, eins og áður hefur komið fram. Búist er við að þá mæti Thomas í Héraðsdóm Reykjaness, þar sem ákæruvaldið mun reyna að taka af honum skýrslu.

Sjá umfjöllun mbl.is

mbl.is

Innlent »

Stöðva rekstur ef slökkt er á ofninum

21:00 Umhverfisstofnun mun stöðva rekstur kísilverksmiðju United Silicon, komi til þess að slökkt verði á ofni verksmiðjunnar lengur en í klukkustund eða ef afl hans fer undir tíu megavött. Meira »

Forvitnilegt súpurölt um Hvolsvöll

21:00 „Hátíðin hefur vaxið síðustu ár og sérstaklega síðust fimm ár. Það er alltaf fullt á tjaldsvæðinu og margir brottfluttir Hvolsvellingar láta sjá sig,“ segir Árný Lára Karvelsdóttir markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra um Kjötsúpuhátíðina sem verður haldin á Hvolsvelli um helgina. Meira »

Strætó ekur á hjólreiðamann

20:40 Strætisvagn ók á hjólreiðamann á gatnamótum Miklubrautar og Háleitisbrautar laust fyrir hálfníu í kvöld.  Meira »

Vantar þrjá kennara í Hafnarfirði

20:25 Í Hafnarfirði vantar þrjá grunnskólakennara til starfa þegar tölur voru teknar saman í gær, samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ. Í Störf skólaliða og stuðningsfulltrúa vantar 12 starfsmenn og 13 frístundaleiðbeinendur á frístundaheimilum. Meira »

„Við getum ekki borgað okkur laun“

20:00 Við eldhúsborðið á Hallgilsstöðum í Þistilfirði situr sauðfjárbóndinn Maríus Halldórsson með reiknivél í hönd. Hann rýnir í nýútgefna verðskrá KS og reiknast til að fyrir lamb sem vegur 15 kíló fái hann greiddar 5.600 krónur. Meira »

„Risastór og akfeitur sigur“

19:50 „Í ágúst ætla ég bara að nefna einn svo risa stóran og akfeitan sigur að ég ræð mér vart fyrir svo innilegri gleði, bara tilhugsunin um að ég geti þetta loksins aftur eftir tvö ár. Í tvö ár gat ég þetta ekki og ég hafði ekki nokkurn einasta möguleika á að æfa þetta.“ Meira »

Slasaðist á svifdreka við Hafravatn

19:31 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um sexleytið í kvöld til að aðstoða svifdrekaflugmann sem slasaðist í Hafrahlíð fyrir ofan Hafravatn. Meira »

„Það er manneskja á bakvið hvern draug“

19:36 Kristín Steinsdóttir rithöfundur á frumkvæði að gerð minningarskjaldar um Þórdísi Þorgeirsdóttur, sem var drepin í Stafdal ofan Seyðisfjarðar árið 1797 og fékk síðar á sig illt orð í þjóðsögum. Meira »

Málaði minningarvegg um Bowie

19:15 Miðbærinn á Akranesi skartar nú vegglistaverki til minningar um tónlistarmanninn David Bowie. Verkið er framtak Björns Lúðvíkssonar, íbúa á Akranesi og mikils Bowie-aðdáanda. Björn fékk hugmyndina að veggnum í kjölfar andláts Bowies. Farið er að gera slíka minningarveggi víða um heim. Meira »

Fyrsti vinn­ing­ur gekk ekki út

19:03 Hvorki fyrsti né ann­ar vinn­ing­ur gengu út í Vík­ingalottói kvölds­ins. Fyr­ir fyrsta vinn­ing voru í boði rúmir tveir millj­arðar króna, en um rúmlega 128 milljónir voru í boði fyr­ir ann­an vinn­ing. Meira »

Sveinbjörg Birna hættir í Framsókn

18:54 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, hyggst hætta í Framsóknarflokknum. Meira »

Listnámið var hennar lán í óláni

18:35 Kristbjörg Ólafsdóttir var sextug þegar hún tók stúdentspróf frá sjónlistadeild Myndlistaskólans í Reykjavík og 65 ára er hún útskrifaðist með BA-gráðu í listfræði frá Háskóla Íslands, eftir að hafa áður starfað við viðskipti og verslun lunga starfsævinnar. Meira »

Verði nýttur til uppbyggingar fyrir fatlaða

18:21 Fasteignasjóður Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga mun fá nýtt hlutverk verði frumvarp samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins að lögum. Frumvarpið var til umræðu á fundi ríkisstjórnar í morgun. Meira »

Boða til auka-aðalfundar

17:53 „Okkur voru kynntar einhverjar lauslegar tillögur, þær eru ekki útfærðar og við erum náttúrlega bara að bíða eftir útfærslunni,“ segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, í samtali við mbl.is. Meira »

Ljósanótt haldin í 18. skipti

17:15 Hjólbörutónleikar, Queen messa, árgangsgangan og bryggjuball með Bæjarstjórnarbandinu verða meðal viðburða á Ljósanótt í Reykjanesbæ þetta árið. Meira »

69 ábendingar um óþef á einum degi

17:55 Yfir 400 ábendingar um meinta lyktarmengun frá kísilveri United Silicon í Helguvík hafa borist Umhverfisstofnun í ágúst. Um tugur ábendinga barst í dag en í gær voru þær margfalt fleiri eða 69. Verið er að keyra ofn verksmiðjunnar í gang aftur. Meira »

Leiðbeinendum fjölgar í grunnskólum

17:40 „Leiðbeinendum fjölgar í skólanum. Það þarf meiri slaka í þetta kerfi þannig að fólk með kennaramenntun geti farið á milli skólastiga og kennt,“ segir Lars Jóhann Imsland, skólastjóri Hraunvallaskóla. Meira »

Yrðu dýrustu jarðgöng á Íslandi

17:10 Gjaldtaka á stofnleiðum í kring um höfuðborgarsvæðið gætu skapað svigrúm til að ráðast í brýnar samgönguúrbætur víða um land. Þetta er á meðal þess sem fram kom í máli Jóns Gunnarssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á opnum fundi á Reyðarfirði á mánudag. Meira »
Hreinsa þakrennur, ryðbletta þök o.fl
Hreinsa þakrennur ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma...
Vantar Bílamálara/Bifreiðasmið í vinnu.
5 stjörnu Gæða vottað Réttingaverkstæði vantar Bílamálara og bifreiðasmið til s...
40 feta kæligámur til sölu
Til sölu 40 feta kæli/frystigámur, staðsettur á höfuðborgarsvæðinu, Gámurinn hef...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar
Önnur störf
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar Stj...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðb...