Lóðalagerinn svo gott sem tómur

Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík.
Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. mbl.is/Hanna

„Það er mikill skortur á húsnæði. Leiguhúsnæði bara finnst ekki og fáar íbúðir til sölu á markaðnum,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, í samtali við mbl.is. Fyrir um ári síðan var gert ráð fyrir því að lausar lóðir undir húsnæði í Grindavík myndu duga til ársins 2020 en nú eru allar lóðir undir raðhús og parhús búnar.

Nokkrar lóðir eru eftir til umráða undir einbýlishús en til stendur að fjölga götum í bænum og fjölga lóðum til úthlutunar svo unnt sé að mæta eftirspurn. Þótt húsnæðismál séu ofarlega á baugi er það þó helsta kappsmál bæjarins að ná því í gegn að endurbætur verði gerðar á Grindavíkurvegi. Beðið er eftir skýrslu um kostnað vegna nauðsynlegra framkvæmda á veginum.

Fjölga götum til að mæta framboði

Nokkuð jöfn fólksfjölgun hefur verið í Grindavík undanfarin ár en þar líkt og á höfuðborgarsvæðinu og í öðrum nágrannasveitafélögum hefur verið ákveðin mettun á húsnæðismarkaði.

„Það varð bara sprenging núna í vetur og sérstaklega eftir áramótin. Þetta átti að vera svona ágætis lager sem að bara tæmdist,“ segir Fannar en búið er að úthluta mjög mörgum lóðum það sem af er þessu ári að hans sögn.

Ekið út úr Grindavík.
Ekið út úr Grindavík. mbl.is/Hanna

„Það er í sjálfu sér nægt rými og það er búið að teikna göturnar og svo ætlum við að taka þetta svolítið bara í áföngum eftir því sem að þörfin býður upp á, einhverjar 20 til 30 lóðir í einu eða svo,“ segir Fannar, spurður hversu mörgum lóðum stendur til að bæta við.

„Það er heldur ekki kannski fjárhagslega skynsamlegt að vera með allt of mikið undir, þetta kostar heilmikið og betra að reyna að sjá fram í tímann hvað það varðar,“ segir Fannar.

Aðspurður hvað veldur þessari miklu sprengingu segir Fannar hana eflaust vera í takt við það sem hefur verið í gangi á húsnæðismarkaði í Reykjavík og nágrenni. „Það er svo svakalega hátt verð á öllu þar eins og við vitum. Þetta er að gerast á Selfossi kannski og Akranesi og svo hérna á Suðurnesjum. Það er mesta fjölgun hér á landinu held ég að megi segja síðustu mánuði á Suðurnesjunum,“ segir Fannar.

Báðir leikskólarnir fullir

Þrátt fyrir ágætiskipp fyrstu mánuði þessa árs segir Fannar vöxtinn hafa verið nokkuð jafnan undanfarin 25 ár. Það sé ekkert keppikefli að vera með hvað mesta íbúafjölgun enda þurfi innviðir og þjónusta að hafa undan og fylgja í takt við fjölgun íbúa. „Við teljum það bara hraustleikamerki að fólk hafi viljað koma hérna á öllum tímum,“ segir Fannar. „Það er næg atvinna, okkur vantar eiginlega bara fleiri vinnandi hendur.“

Tveir leikskólar eru í Grindavík og eru þeir fullsetnir. Um 500 börn eru í grunnskólum bæjarins og koma um 60 börn inn í grunnskóla í hverjum árgangi að sögn Fannars. Leikskólapláss eru þó af skornum skammti.

„Það eru 120 börn kannski í hvorum [leik]skóla og það var alveg full setið bara síðasta vetur,“ segir Fannar. „Með þessari fjölgun sem verið hefur og er kannski fram undan þarf kannski að fara að huga að þessu. Ekki síst leikskóla og daggæslu fyrir yngstu börnin, það eru biðlistar þar.“

Í Grindavík líkt og víða annars staðar veitti ekki af fleiri grunn- og leikskólakennurum til starfa en að sögn Fannars hefur þó gengið ágætlega að manna skólana. „Það auðvitað er nú ákveðin barátta um þetta fólk. Þegar mikil eftirspurn er eftir starfsfólki þá hefur það gerst sjálfsagt hjá okkur eins og öðrum að fólk leitar kannski annað, ferðaþjónustan er sífellt að soga til sín,“ segir Fannar.

Byggir blokk fyrir Bláa lónið

Sem fyrr segir stendur til að fjölga götum í bænum og þegar standa yfir talsverðar framkvæmdir á þeim lóðum sem hefur verið úthlutað. Meðal þeirra framkvæmda sem nú standa yfir í Grindavík er uppbygging 24 íbúða fjölbýlishúss á fjórum hæðum sem rekstraraðilar Bláa lónsins hafa keypt af verktaka í bænum og hyggjast leigja út til starfsfólks fyrirtækisins.

Frétt mbl.is:  Bláa lónið kaupir blokk í Grindavík

„Bláa lónið keypti þessa blokk af okkur þegar við vorum komin með þetta á byrjunarreit. Þá komu Bláa lóns-menn og óskuðu eftir því að fá þetta keypt,“ segir Magnús Guðmundsson, eigandi verktakafyrirtækisins Grindarinnar sem byggir blokkina.

mbl.is/Hanna

Magnús hefur verið verktaki í Grindavík síðan 1979 og segir hann ekki skorta verkefni í bænum þessa stundina. Kveðst hann vera með mörg járn í eldinum en hann rekur til að mynda trésmíðaverkstæði í bænum og er með um þrjátíu manns í vinnu, allt heimamenn úr Grindavík. 

Grindavíkurvegur algjört forgangsverkefni

Ástand Grindavíkurvegar hefur nokkuð verið til umræðu en Vega­gerðin vinnur að út­tekt á um­ferðarör­yggi á veginum. Þá er von á skýrslu um kostnað við end­ur­bæt­ur á veg­in­um á næstu vikum.

„Við leggjum alveg mjög mikla áherslu á það að Grindavíkurvegurinn verði lagfærður, það er bara okkar forgangsverkefni gagnvart fjárveitingavaldinu, við leggjum allan okkar þunga á það,“ segir Fannar. Allmörg slys hafa orðið á veginum undanfarin ár, þar af tvö banaslys á þessu ári.

Frétt mbl.is: Allur Grindavíkurvegur hættulegur

„Hann sýnist ekkert vera hættulegur svona að sumri til í góðu veðri en á veturna er hann bara mjög varasamur og hann er lítt fyrirsjáanlegur. Það geta myndast hálkublettir á honum án þess að fólk eiginlega geti áttað sig á því,“ útskýrir Fannar. 

Magnús Guðmundsson, eigandi verktakafyrirtækisins Grindarinnar í Grindavík, situr ekki auðum ...
Magnús Guðmundsson, eigandi verktakafyrirtækisins Grindarinnar í Grindavík, situr ekki auðum höndum þessi misserin. mbl.is/Hanna

Segir Fannar fjárveitingavaldið hafa skilning á málinu en í sífellu sé talað um að fjármagn skorti. „Við reynum bara eins og við mögulega getum að þrýsta á þetta með öllum tiltækum ráðum. Við höfum hitt þessa menn á ýmsum fundum alls staðar í kerfinu. Vegagerðina líka, þeir sýna þessu skilning en hafa ekki úr því fjármagni að moða að þeir telji sig geta farið í stórar framkvæmdir hjá okkur enn sem komið er,“ útskýrir Fannar.

Beðið sé eftir skýrslunni og í framhaldi af því verði öllum mögulegum brögðum beitt, meðal annars með hjálp þingmanna kjördæmisins, til að ná málinu í gegn að sögn Fannars. „Við fengum 20 milljónir, þ.e. Vegagerðin, til þess að bæta úr brýnustu þörf,“ segir Fannar. „En þessi peningur dugar náttúrulega nánast ekki neitt í einhverjar alvöruframkvæmdir.“

Að ná í gegn fjármagni til endurbóta á Grindavíkurvegi er ...
Að ná í gegn fjármagni til endurbóta á Grindavíkurvegi er forgangsverkefni hjá sveitarfélaginu. mbl.is/Hanna
Miklar byggingaframkvæmdir standa yfir í Grindavík en þar rís meðal ...
Miklar byggingaframkvæmdir standa yfir í Grindavík en þar rís meðal annars 24 íbúða blokk á fjórum hæðum. Til stendur að fjölga götum í bænum til að auka lóðaframboð. mbl.is/Hanna
Bláa lónið hefur keypt blokkina sem nú er í uppbyggingu ...
Bláa lónið hefur keypt blokkina sem nú er í uppbyggingu og hyggst leigja íbúðirnar út til starfsfólks fyrirtækisins. mbl.is/Hanna
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Thomas Olsen mætti ekki í dómsal

10:15 Thomas Olsen, sem ákærður er fyrir að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, mætti ekki til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Verjandi hans, Páll Rúnar M. Kristjánsson, situr þinghaldið fyrir hans hönd. Meira »

Nikolaj hafi ekki farið aftur frá borði

10:11 Ekkert bendir til þess að Nikolaj Wil­helm Her­luf Ol­sen hafi farið aftur frá borði Polar Nanoq eftir að hann fór í skipið um klukkan sex að morgni laugardagsins 14. janúar síðastliðins, miðað við hreyfingar síma hans. Meira »

Helgi setti háar fjárhæðir í Viðreisn

10:07 Stjórnmálaflokkurinn Viðreisn hlaut tæpar 27 milljónir króna í styrki á stofnári sínu samkvæmt ársreikningi síðasta árs sem Ríkisendurskoðun hefur birt. Meira »

Gantaðist með að Birna væri um borð

09:42 Nukaaraq Larsen, einn skipverja af Polar Nanoq, er fyrstur til að bera vitni á öðrum degi aðalmeðferðar í sakamáli á hendur Thomasi Møller Olsen, sem ákærður er fyrir að hafa banað Birnu Brjánsdóttur 14. janúar síðastliðinn. Meira »

Rúmlega 13 þúsund nemendur við HÍ

09:01 Háskóli Íslands er í 222. sæti yfir bestu háskóla í heimi. Alls voru 13.307 nemendur skráðir í Háskólanum árið 2016 þar af voru flestir í grunnnámi eða 64,7%. Tæplega þrjú þúsund manns brautskráðust árið 2016, þar af 67 doktorar. Meira »

Kaupverð hækkar umfram leiguverð

08:50 Leiguverð hefur gefið nokkuð eftir í samanburði við kaupverð fjölbýlis á síðustu misserum. Þannig hefur kaupverð hækkað 7 prósentustig umfram leiguverð síðustu 12 mánuði og rúmlega 17 prósentustig umfram leiguverð frá ársbyrjun 2012. Meira »

Elsti félaginn í Lions á Íslandi

08:18 Ásta Sigurrós Sigmundsdóttir, íbúi í Sunnuhlíð í Kópavogi, er 100 ára í dag. Hún er fædd á Ísafirði, dóttir Sigmundar Brandssonar og Júlíönu Óladóttur. Systkini Ástu voru Anna Kr. Meira »

Hjartasteinn tilnefnd

08:32 Kvikmyndin Hjartasteinn er í hópi 51 kvik­myndar sem til­nefnd­ er til evr­ópsku kvikmynda­verðlaun­anna í ár. Þrestir voru tilnefndir í fyrra. Meira »

Skoða fjórar leiðir Borgarlínu

08:15 Tvær leiðir eru taldar ákjósanlegastar fyrir borgarlínu frá Firði, verslunarmiðstöðinni í Hafnarfirði, um Hafnarfjörð og í átt til Garðabæjar. Þetta kemur fram í skýrslu Mannvits – verkfræðistofu. Meira »

„Virðist vera að fálma í myrkri“

08:06 Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands, segir að svo virðist sem Thomas Møller Olsen fálmi í myrkri. „Hann er að reyna að krafla sig upp úr þessu, en virðist ekki geta það,“ segir Helgi um framburð Thomasar fyrir rétti í gær. Annar dagur réttarhaldanna hefst klukkan 9:15. Meira »

Bretar fá leynivopnið togvíraklippur

07:57 Sjóminjasafnið í Hull (Hull Maritime Museum) fær leynivopn Landhelgisgæslunnar í þorskastríðunum, togvíraklippur, afhent 1. september. Meira »

Ísland eyðir langmestu í tómstundir

07:37 Íslensk stjórnvöld eyddu 3,2% af vergri landsframleiðslu sinni í íþrótta- og tómstundastarf, menningu og trúarbrögð árið 2015 og eru það langmestu útgjöld til þessara málaflokka á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og ef miðað er við Evrópusambandslöndin (ESB). Meira »

Réttindalausir ökumenn á ferð

07:10 Nokkuð var um að lögreglan á Suðurnesjum hefði afskipti af réttindalausum ökumönnum um helgina. Þeir höfðu ýmist verið sviptir ökuréttindum eða aldrei öðlast þau. Meira »

Styðja tillögu Varðar

05:52 Formenn sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík lýsa yfir stuðningi við tillögu Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, um blandaða prófkjörsleið fyrir framboðslista flokksins í borginni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Meira »

Nýjar reglugerðir hægja á áætlanagerð

05:30 Stærri sveitarfélög reka lestina í gerð brunavarnaáætlunar, en ekki hefur verið í gildi brunavarnaáætlun á höfuðborgarsvæðinu síðan árið 2012. Á Akureyri rann brunavarnaáætlunin út árið 2013. Meira »

Milt og gott veður

06:39 Spáð er rólegheita- og mildu veðri næstu daga með hægum vindi og víða sést til sólar. Undir helgi er útlit fyrir vaxandi suðaustanátt og fer að rigna en síst norðaustan til. Meira »

Búðarþjófar og dópaðir bílstjórar

05:48 Þrír voru staðnir að þjófnaði í verslun í Smáralind síðdegis í gær en þeir voru á aldrinum 29 ára til 41 árs. Einn þeirra lét lögreglu fá fíkniefni sem hann var með á sér þegar lögregla hafði afskipti af þeim. Málið var afgreitt með skýrslu á staðnum.   Meira »

Stór makríll uppistaðan í aflanum

05:30 Uppstaðan í makrílafla sumarsins er stór fiskur og yngri árgangar hafa lítið sést að sögn Guðlaugs Jónssonar, skipstjóra á Venusi NS-150. Meira »
Fellihýsi Coleman Westlake
Fellihýsi að stæðstu gerð til sölu. Sturta, klósett, heitt og kalt vatn, loftkæl...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Ford Transit Rimor árg. 2008
Ford Transit Rimor húsbíll. Nýskr 05.2008. Ekinn 84 þús. 5 gíra. Eyðslugrann...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar
Önnur störf
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar Stj...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...