Lóðalagerinn svo gott sem tómur

Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík.
Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. mbl.is/Hanna

„Það er mikill skortur á húsnæði. Leiguhúsnæði bara finnst ekki og fáar íbúðir til sölu á markaðnum,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, í samtali við mbl.is. Fyrir um ári síðan var gert ráð fyrir því að lausar lóðir undir húsnæði í Grindavík myndu duga til ársins 2020 en nú eru allar lóðir undir raðhús og parhús búnar.

Nokkrar lóðir eru eftir til umráða undir einbýlishús en til stendur að fjölga götum í bænum og fjölga lóðum til úthlutunar svo unnt sé að mæta eftirspurn. Þótt húsnæðismál séu ofarlega á baugi er það þó helsta kappsmál bæjarins að ná því í gegn að endurbætur verði gerðar á Grindavíkurvegi. Beðið er eftir skýrslu um kostnað vegna nauðsynlegra framkvæmda á veginum.

Fjölga götum til að mæta framboði

Nokkuð jöfn fólksfjölgun hefur verið í Grindavík undanfarin ár en þar líkt og á höfuðborgarsvæðinu og í öðrum nágrannasveitafélögum hefur verið ákveðin mettun á húsnæðismarkaði.

„Það varð bara sprenging núna í vetur og sérstaklega eftir áramótin. Þetta átti að vera svona ágætis lager sem að bara tæmdist,“ segir Fannar en búið er að úthluta mjög mörgum lóðum það sem af er þessu ári að hans sögn.

Ekið út úr Grindavík.
Ekið út úr Grindavík. mbl.is/Hanna

„Það er í sjálfu sér nægt rými og það er búið að teikna göturnar og svo ætlum við að taka þetta svolítið bara í áföngum eftir því sem að þörfin býður upp á, einhverjar 20 til 30 lóðir í einu eða svo,“ segir Fannar, spurður hversu mörgum lóðum stendur til að bæta við.

„Það er heldur ekki kannski fjárhagslega skynsamlegt að vera með allt of mikið undir, þetta kostar heilmikið og betra að reyna að sjá fram í tímann hvað það varðar,“ segir Fannar.

Aðspurður hvað veldur þessari miklu sprengingu segir Fannar hana eflaust vera í takt við það sem hefur verið í gangi á húsnæðismarkaði í Reykjavík og nágrenni. „Það er svo svakalega hátt verð á öllu þar eins og við vitum. Þetta er að gerast á Selfossi kannski og Akranesi og svo hérna á Suðurnesjum. Það er mesta fjölgun hér á landinu held ég að megi segja síðustu mánuði á Suðurnesjunum,“ segir Fannar.

Báðir leikskólarnir fullir

Þrátt fyrir ágætiskipp fyrstu mánuði þessa árs segir Fannar vöxtinn hafa verið nokkuð jafnan undanfarin 25 ár. Það sé ekkert keppikefli að vera með hvað mesta íbúafjölgun enda þurfi innviðir og þjónusta að hafa undan og fylgja í takt við fjölgun íbúa. „Við teljum það bara hraustleikamerki að fólk hafi viljað koma hérna á öllum tímum,“ segir Fannar. „Það er næg atvinna, okkur vantar eiginlega bara fleiri vinnandi hendur.“

Tveir leikskólar eru í Grindavík og eru þeir fullsetnir. Um 500 börn eru í grunnskólum bæjarins og koma um 60 börn inn í grunnskóla í hverjum árgangi að sögn Fannars. Leikskólapláss eru þó af skornum skammti.

„Það eru 120 börn kannski í hvorum [leik]skóla og það var alveg full setið bara síðasta vetur,“ segir Fannar. „Með þessari fjölgun sem verið hefur og er kannski fram undan þarf kannski að fara að huga að þessu. Ekki síst leikskóla og daggæslu fyrir yngstu börnin, það eru biðlistar þar.“

Í Grindavík líkt og víða annars staðar veitti ekki af fleiri grunn- og leikskólakennurum til starfa en að sögn Fannars hefur þó gengið ágætlega að manna skólana. „Það auðvitað er nú ákveðin barátta um þetta fólk. Þegar mikil eftirspurn er eftir starfsfólki þá hefur það gerst sjálfsagt hjá okkur eins og öðrum að fólk leitar kannski annað, ferðaþjónustan er sífellt að soga til sín,“ segir Fannar.

Byggir blokk fyrir Bláa lónið

Sem fyrr segir stendur til að fjölga götum í bænum og þegar standa yfir talsverðar framkvæmdir á þeim lóðum sem hefur verið úthlutað. Meðal þeirra framkvæmda sem nú standa yfir í Grindavík er uppbygging 24 íbúða fjölbýlishúss á fjórum hæðum sem rekstraraðilar Bláa lónsins hafa keypt af verktaka í bænum og hyggjast leigja út til starfsfólks fyrirtækisins.

„Bláa lónið keypti þessa blokk af okkur þegar við vorum komin með þetta á byrjunarreit. Þá komu Bláa lóns-menn og óskuðu eftir því að fá þetta keypt,“ segir Magnús Guðmundsson, eigandi verktakafyrirtækisins Grindarinnar sem byggir blokkina.

mbl.is/Hanna

Magnús hefur verið verktaki í Grindavík síðan 1979 og segir hann ekki skorta verkefni í bænum þessa stundina. Kveðst hann vera með mörg járn í eldinum en hann rekur til að mynda trésmíðaverkstæði í bænum og er með um þrjátíu manns í vinnu, allt heimamenn úr Grindavík. 

Grindavíkurvegur algjört forgangsverkefni

Ástand Grindavíkurvegar hefur nokkuð verið til umræðu en Vega­gerðin vinnur að út­tekt á um­ferðarör­yggi á veginum. Þá er von á skýrslu um kostnað við end­ur­bæt­ur á veg­in­um á næstu vikum.

„Við leggjum alveg mjög mikla áherslu á það að Grindavíkurvegurinn verði lagfærður, það er bara okkar forgangsverkefni gagnvart fjárveitingavaldinu, við leggjum allan okkar þunga á það,“ segir Fannar. Allmörg slys hafa orðið á veginum undanfarin ár, þar af tvö banaslys á þessu ári.

„Hann sýnist ekkert vera hættulegur svona að sumri til í góðu veðri en á veturna er hann bara mjög varasamur og hann er lítt fyrirsjáanlegur. Það geta myndast hálkublettir á honum án þess að fólk eiginlega geti áttað sig á því,“ útskýrir Fannar. 

Magnús Guðmundsson, eigandi verktakafyrirtækisins Grindarinnar í Grindavík, situr ekki auðum ...
Magnús Guðmundsson, eigandi verktakafyrirtækisins Grindarinnar í Grindavík, situr ekki auðum höndum þessi misserin. mbl.is/Hanna

Segir Fannar fjárveitingavaldið hafa skilning á málinu en í sífellu sé talað um að fjármagn skorti. „Við reynum bara eins og við mögulega getum að þrýsta á þetta með öllum tiltækum ráðum. Við höfum hitt þessa menn á ýmsum fundum alls staðar í kerfinu. Vegagerðina líka, þeir sýna þessu skilning en hafa ekki úr því fjármagni að moða að þeir telji sig geta farið í stórar framkvæmdir hjá okkur enn sem komið er,“ útskýrir Fannar.

Beðið sé eftir skýrslunni og í framhaldi af því verði öllum mögulegum brögðum beitt, meðal annars með hjálp þingmanna kjördæmisins, til að ná málinu í gegn að sögn Fannars. „Við fengum 20 milljónir, þ.e. Vegagerðin, til þess að bæta úr brýnustu þörf,“ segir Fannar. „En þessi peningur dugar náttúrulega nánast ekki neitt í einhverjar alvöruframkvæmdir.“

Að ná í gegn fjármagni til endurbóta á Grindavíkurvegi er ...
Að ná í gegn fjármagni til endurbóta á Grindavíkurvegi er forgangsverkefni hjá sveitarfélaginu. mbl.is/Hanna
Miklar byggingaframkvæmdir standa yfir í Grindavík en þar rís meðal ...
Miklar byggingaframkvæmdir standa yfir í Grindavík en þar rís meðal annars 24 íbúða blokk á fjórum hæðum. Til stendur að fjölga götum í bænum til að auka lóðaframboð. mbl.is/Hanna
Bláa lónið hefur keypt blokkina sem nú er í uppbyggingu ...
Bláa lónið hefur keypt blokkina sem nú er í uppbyggingu og hyggst leigja íbúðirnar út til starfsfólks fyrirtækisins. mbl.is/Hanna
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vilja afnema stimpilgjöld við íbúðarkaup

18:29 Helmingur þingmanna Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp um að stimpilgjöld af kaupum einstaklings á íbúðarhúsnæði verði afnuminn. Telja þingmennirnir að stimpilgjaldið hafa áhrif til hækkunar húsnæðisverðs og dragi úr framboði. Meira »

Heiðmörk lokuð vegna hálku

18:14 Veginum um Heiðmörk hefur verið lokaður vegna mikillar hálku. Þetta kemur fram í Twitter-færslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en lögreglan stendur fyrir Twitter-maraþoni fram eftir nóttu. Meira »

Ráðist á barnshafandi konu í Sandgerði

17:44 Ráðist var á þungaða konu í Sandgerði nú undir kvöld en gerandinn ók ölvaður af vettvangi.  Meira »

Efla búnað sinn á norðurslóðum

17:40 Danski flugherinn hefur tekið í notkun nýja þyrlu af gerðinni MH-60R Seahawk sem leysir af hólmi eldri þyrlur. Breyta þurfti dösku varðskipunum talsvert til að rúma þessar þyrlurnar og getur þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands eftir breytingarnar lent á skipunum. Meira »

Löggan tístir á Twitter

17:30 Lögregluembætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra, Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu standa nú fyrir svo nefndu Twitter-maraþoni. Munu lögreglumenn þesssara embætta nota samfélagsmiðilinn Twitter til að segja frá öllum verkefnum sem koma á borð embættanna allt til klukkan fjögur í fyrramálið. Meira »

Vilja leyfa kannabis í lækningaskyni

17:08 Þingmenn Pírata lögðu í gær fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að heilbrigðisráðherra verði falið að undirbúa og leggja fram lagafrumvarp sem heimili notkun og framleiðslu lyfjahamps hér á landi. Meira »

Komst fyrst áfram er hún þóttist vera karl

16:40 Secret of Iceland er nýtt íslenskt merki sem sérhæfir sig í framleiðslu á sundbolum innblásnum af íslenskri náttúru.  Meira »

Vöfflubakarinn ekki kominn í hús

16:56 Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins munu að öllum líkindum sitja við fram á kvöld.   Meira »

Augljóst að allt fer í bál og brand

15:50 Magnea Marinósdóttir bjó í Jerúsalem frá 2014 þar til í haust. Hún segir viðurkenningu Trumps Bandaríkjaforseta á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels skipta miklu máli varðandi ástand á svæðinu. Meira »

Þrjár bílveltur vegna hálku

15:37 Þrjár bílveltur urðu í umdæmi lögreglunnar á Sauðárkróki, tvær í gær og ein í dag á milli klukkan eitt og tvö. Engin alvarleg slys urðu á fólki en ung stúlka var flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir bílveltu í Norðurárdal í gær. Meira »

Tekur Sinatra á morgnana

15:00 Hinum 10 ára gamla Bjarna Gabríel Bjarnasyni, finnst fátt skemmtilegra en að fá að skemmta fólki og koma fram. Hann mætti í fyrsta útvarpsviðtalið á ferlinum er hann heimsótti Hvata og Huldu í Magasínið á K100 í gær. Meira »

Hannes klippir stiklu fyrir kvikmynd

14:30 Kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Sagafilm fékk Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörð í knattspyrnu, til að klippa nýja kynningarstiklu fyrir kvikmyndina Víti í Vestmannaeyjum sem byggir á samnefndri bók eftir Gunnar Helgason. Meira »

Trump ógnvekjandi ófyrirsjáanlegur

14:10 „Að mörgu leyti stöndum við öll á öndinni. Við höfum verið að horfa á þetta óbærilega ástand áratugum saman og það er ofsalega dramatískt í alþjóðapólitíkinni hvað eitt útspil Bandaríkjaforseta getur breytt heimsmyndinni snöggt.“ Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Meira »

„Þetta verður að nást“

12:28 Innan við sólarhringur er í að verkfall flugvirkja Icelandair hefjist, náist ekki að leysa úr kjaradeilunum í dag. „Þetta er enn þá óleyst og ekkert markvert hefur breyst,“ segir Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. Meira »

Gert að greiða bensín sem hún stal

11:34 Erlendur ferðamaður á bílaleigubifreið varð uppvís að því í fyrradag að taka eldsneyti í Njarðvík og stinga síðan af án þess að greiða fyrir það. Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt um málið og hafði hún skömmu síðar upp á viðkomandi, konu á þrítugsaldri. Meira »

Jólahátíð barnanna í Norræna húsinu

13:18 Jólahátíð barnanna fer fram í Norræna húsinu í dag á milli klukkan 11 og 17. Boðið er upp á fjölda skemmtilegra viðburða fyrir alla fjölskylduna. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Meira »

Stálu tölvubúnaði fyrir tugi milljóna

12:17 Tölvubúnaði að verðmæti um 20 milljónir króna var stolið úr húsnæði að Heiðartröð 554, á Ásbrú í Reykjanesbæ, aðfaranótt 6. desember síðastliðins. Í húsnæðinu var verið að setja upp gagnaver og var búnaðurinn til þess ætlaður. Um er að ræða 600 skjákort, 100 aflgjafa, 100 móðurborð, 100 minniskubba og 100 örgjörva og var þetta allt glænýtt. Meira »

Hleðslustöð opnuð við Jökulsárlón

11:18 Orka náttúrunnar hefur í samstarfi við Vatnajökulsþjóðgarð opnað hlöðu fyrir rafbíla við Jökulsárlón. Starfsmenn Vatnajökulsþjóðgarðs, þau Steinunn Hödd Harðardóttir og Sigurður Óskar Jónsson voru starfsfólki ON innan handar við að sækja fyrstu hleðsluna í gær. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...
Faglærður húsasmiður .
B.Bollason ehf. Byggingaverktaki. Tek að mér smíðavinnu fyrir einstaklinga og f...
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
 
Land til sölu
Til leigu
Land til sölu Til sölu eða leigu 4,6 h...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
Onrs- 2017- 19 ræstingaþjónusta
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunna...
Tillaga
Tilkynningar
Tillaga að matslýsingu Í samræmi við l...